Vesturland

Årgang

Vesturland - 21.10.1943, Side 2

Vesturland - 21.10.1943, Side 2
122 VEST URLAND Frú Anna Ingvarsdóttir. Minningarorð. VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siguröur Bjdrnason, frá Vigur Silfurgata 6. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, sími 19 3. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslumaður: Jón Hjörtur Finnbjarnarson. Skipagata 7. yí'ir fyrirhugaðri stærð sund- laugarinnar, sem allir vita nú að er af Sundlaugarnefnd á- kveðin 16% X 8 metrar. ' Og sízt af öllu munu þó þeir mörgu er sáróánægðir eru yfir að stofna til þessarar litlu laugar, sætta sig við, ef af fyrirhyggj uleysi á áð velja henni svo þröngan stað mill- um annara hygginga að ókleyft verði um aldur og æfi komandi kynslóða að stækka hana um einn einasta meter á nokkurn veg, hvað svo mikið sém allar aðstæður um þörf og getu um stækkun á laug- inni síðar kann að verða að- kallandi. Það virðist vera minnsta og sjálfsagðasta krafa, að hvorki sundlaugarnefnd né bæjarstjórn leyfist að innsigla svo rækilega skammsj'ni sína og fyrirhyggj uleysi i skipulag bæjarins, þvert á móti vilja þess fólks, sem hér mun þó mest af mörkum leggj a í vinnu og öðrum fjárafla til þessarar stofnunar. S. 1. sunnudag boðaði sund- laugarnefnd til almenns borg- arafundar til að ræða um sundlaugarbygginguna. Fund- urinn var haldinn í Góðtempl- arahúsinu og var fjöhnennur. Sundlaugarnefnd skýrði þar frá framkvæmdum sínum, á- kvörðunum og allri afstöðu til þessa máls og ágreiningsins um stærð laugarinnar. Flestir nefndarmanna, sem þar tóku til máls, voru sammála um að fjárhagslega væri óráð og ó- kleyft að byggja laugina stærri en hún þegar hefði verið ákveðin, 16% X 8 mtr., sérstak- lega af ])ví hve reksturskostn- aður stærri laugar yrði óvið- ráðanlega mikill. Án þess að Vesturland hafi átt nokkurn kost á að sannfæra sig um gildi þeirra kostnaðaráætlunar og talna sem sundlaugarnefnd hefir borið fram um reksturs- kostnað mismunandi stórra sundlauga, þá vill það á eng- an hátt véfengja, að allmikl- um mun kostnaðarsamari muni rekstur t.d. 25 metra langrar laugar verða, en 16%X8 mtr., er mest muni stafa af aukinni hita þörf. En heldur engin viðunandi ábyggi- leg áætlun varð lögð fram um hvort hin fyrirhugaða laug muni nægilega stór til að full- nægja á viðunandi hátt svo al- mennri þörf, sem hér mun bæði fyrir sund-nám og iðkan- ir allra skólanemenda og alls almennings í bænum. Auk þess hve nauðsynlegt er að fá hér hæfilega stóra sundlaug til að fullnægja og efla al- menna sundíþróttakei)pni bæði ísfirzkra og annara nágranna íþróttamanna. Eflaust nægir hin litla laug tii að fullnægja almennri skólaskyldu um sundnám i skólunum hér og verður þeim því gott og nauð- synlegt kennsluáhald, sem mikil þörf er að skólarnir njóti sem fyrst, hvernig sem séð kann að verða fyrir þörf- um alls almennings, sem lokið hefur skólavist, eða hvort hann vérður látinn sitja á hak- anum um allt annað en að leggja fé og vinnu til að koma lauginni upp? Borgarafundinum s.l. sunnu- dag lauk með því að svohljóð- andi tillaga frá Ágúst Leós- syni og Karl Bjarnasyni var borin fram og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Borgarafundur á Isafirði um sundlaugarmálið samþykkir: Að fela sundlaugamefnd á- samt meðfulltrúum sjómanna og iþróttamanna að athuga gaumgæfilega um stærð laug- arinnar, byggingar- og rekst- nrskostnað og verði álit þeirra lagt fyrir borgarafund, svo fljótt sem auðið er. Jafnframt mælist fundurinn til að áfram sé haldið við þau verk sem þegar eru hafin“. Vinna við að grafa fyrir grunn sundlaugarinnár hófst aftur s.l. mánudag og má því vænta að þrátt fyrir óánægju margra og ágreining við sund- laugarnefnd um stærð laugar- innar muni það ekki spilla samvinnu um framkvæmdina og almenna þátttöku í henni, sérstaklega ef tryggt verður að lauginni verði af hendi stjórnarvalda bæjarins tryggð- ur nægilega stór grunnur til hæfilegrar stækkunar, sem vafalaust, áður en langt um líður, verður aðkajlandi þörf að. Það mætti teljast ótrúlegt að allir gætu ekki orðið sam- mála um þá kröfu til bæjar- stj órnar Isafj arðarkaupstaðar, en þó ennþá ótrúlegra ef hún yrði ekki vel við henni. Margt fleira væri þörf á að athuga nánar um fyrirhugaða úySgúigu sundlaugarinnar ,og eflaust verður nánar vikið að því síðar hér í blaðinu áður en langt um líður. Skýrsla Gagnfræðaskólans á ísafirði fyrir s. 1. skólaár er fyrir nokkru komin út. Enda þótt hún i sparnaðarskyni sé nú nokkru styttri og ekki eins ýt- arleg og áður, þá er vel frá henni gengið af skólastj órah- um, Hannibal Valdimarssyni, er að mestu eða öllu mun hafa samið liana og húið undir prentun. p ins og getið var um i síð- asta tbl. Vesturlands, flutti siminn okkur Isfirðing- um þá sorgarfregn, að frú Anna Ingvarsdóttir, kona Jón- asar Tómassonar bóksala og tónskálds hér á Isafirði, hefði látist á sjúkrahúsi vestur í Ameríku, að afloknum upp- skurði. Anna var mjög heilsutæp síðustu árin, hafði leitað beztu lækna hér innanlands, en ár- angurslaust. Töldu þeir það einu von hennar um bata að hún leitaði til sérfræðinga vestan hafs. Var sú tilraun gerð, en allt kom fyrir ekki. Hún andaðist þar eins og áður Segir, þann 6. þ. mánaðar. Fór svo bálför hennar fram þar vestra þann 11. þ. m., en á- formað mun vera að minning- arathöfn fari fram siðar hér i kirkjunni. Anna var fædd hér á Isa- firði þann 8. april árið 1900, dóttir hinna góðkunnu hjóna Sigriðar Árnadóttur og Ingvars Vigfússonar blikksmiðs, og átti hún alla æfi sina heima hér á Isafirði. Giftist eftirlif- andi manni sínum, Jónasi Tómassyni, árið 1921. Eignuð- ust þau þrjá efnilega sonu, þá Tónias Árna, sem nú er við háskólanám í Reykjavík, Ing- var, sem stundað hefir nám við Tónlistarskólapn, og Gunnlaug Friðrik, sem er þeirra yngstur, aðeins 13 ára. Eru tveir þeir síðasttöldu nú heima og stunda nám við gagnfræðaskólann hér. Heimilislíf þeirra hjónanna var með ágætum og hið á- nægjulegasta. Áttu bæði sömu áhugamálin, sérstaklega söng- og hljóðfæraslátt. Það mátti heita svo, að allar þær stund- ir sem ekki voru óhjákvæmi- lega háðar hverdags önnunum, væru á einhvern hátt helgað- ar söngmálunum og heimili þeirra jafnan miðstöð alls sönglífs í bænum, því að ávalt voru þau reiðubúin að aðstoða, fræða, kenna og hjálpa hverj- um þeim sem þess óskaði, og með þurfti. Stundum stilltu þau saman hljóðfæri sin og léku ýms tónverk, hún á píanóið, hann á orgelið, og seinni árin bættist sonur þeirra við með fiðluna. Stundum söng hún og lék sjálf undir á píanóið. Var yndi að híusta á söng hennar og hörpuslátt, því að röddin var þroskuð og í senn hæði mjúk og fögur og naut sín því sérstaklega í þýð- um og hrifnæmum lögum. anna, sem alltaf hljóta að taka mikið af tíma húsmæðranna, hafði hún einnig tima til þess að sinna >™sum félagsmálum all verulega. Hún var t.d. templari frá barnsaldri, vann alla ævina af áhuga að bind- indismálum og vildi verða samferðafólki sínu að eins miklu liði og unnt vaii á þeim vettvangi. Þá starfaði hún einnig milcið i kvenfélaginu Hlíl', sem vinnur inikið og gott starf að ýmsum mannúðarmál- um hér í bænum, og var for- maður þess um mörg ár. Naut hún sín ágætlega í slíku starli, þvi að hvar sem hún hittist var hún alltaf jafn alúðleg og glaðleg, við hvern sem var. En þótt hún gæti þannig starfað af alhug að almennum félagsmálum, munu þó söng- málin liafa verið hennar hjart- ans mál. I kirkj ukórnum söng hún frá þvi á unglingsaldri, og eftir að Sunnukórinn var stofnaður — húri var ein af stofnendunum — söng liún þar alltaf meðan kraftar leyfðu. Var hún allan tímann ein af beztu söngkonum kórsins og söng þar oft einsöngva við á- gætar móttökur og vaxandi hylli áheyrenda. Hafði og fyr- ir nokkrum árum, stundað nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, í píanóleik, músik- sögu og hljómfræði. Það kom oft í hlut önnu, að vera í þeim flokki Sunnukórs- ins sem margan samferða- manninn „söng' heim“, og þá jafnframt að flytja þeim hinstu söngkveðju hinna eftir- látnu. Hefir hún áreiðanlega, við þau tækifæri, mýkt mörg- um treganda sorgarsárin, þeg- ar hún með sinni hljómþýðu hluttekningar rödd, söng af sannfæringu um endurfundi ástvinanna. Það sannfæringar- afl hefir sjálfsagt átt sinn þátt í því, hve rólega og æðrulaust hún tók sjúkdómi sínum, og létt henni að lokum þeirri þungbæru stund, er hún sjálf varð að kveðja ástvini sína og hverfa til framandi lands, til hæjtulegrar læknisaðgerðar. Eitt góðskáldanna kvað eitt sinn: „Gef þeim söng þinnar sálar að syngja burt nótt“. Þessi Ijóðlína gæti vel verið einkunnarorð fyrir lífi önnu, því að hún var alltaf að gefa okkur samferðamönnunum söng sinnar göfugu sáfar, vildi alltaf og allstaðar koma fram til góðs og alla gleðja. ss vegna er það, að við áttum því láni að fagna að kynnast henni, söknum hennar eins og góðrar systur, Verður sá söknuður auðvitað ÍTlllllIIðl ðtlj I I [Jtlðbul 1111UI 1 11“ ar, margra slíkra ánægjulegra stunda á heimili þeirra. En Anna átti fleiri hugðar- mál. Því að auk heimilsstarf- \

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.