Vesturland


Vesturland - 21.10.1943, Blaðsíða 3

Vesturland - 21.10.1943, Blaðsíða 3
VESTURLAND 123 þeim sárastur, sem alltaf nutu samvista hennar og gerðu sér vonir um að mega ennþá um langari aldur njóta ástríkis hennar og umönnunar, eigin- manni, börnum hennar og systkinum. En þar sem full- vissa er um endurfundi, breyt- ist sá söknuður i hljóðláta þrá eftir að samvinnan hefjist aft- ur, með ennþá yndislegri sam- vistum og áhrifaríkari störfum í þjónustu góðra málefna. Við þökkum hinni göfugu konu ánægjulega viðkynningu, ágætt starf og ótal sólskins- stundir. Guð styrki ástvinina og blessi minningu hennar. Kunnugur. jJóhami Bjarnason| bátasmidur lézt að heimili sínu i Tanga- götu 10 hér i bæ sunnudaginn 15. þ. m. 81 árs að aldri. Jó- hann heitinn var alla æfi sína hinn ötulasti starfsmaður, af- kastamikill og vandvirkur og hinri mesti sómamaður í hví- vetna. Hann átti jafnan mjög annrikt við skipa- og báta- smiðar sínar hér i bænuni og féll svo að segja aldrei verk úr hendi, enda voru vinnudag- ar hans æði margir lengri en nú er almennt títt orðið. Þeir mörgu bataútgerðar- menn hér i bænum og öllu ná- grenninu sem vel og lengi hafa notið góðra strafskrafta hans og traustra viðskifta eiga nú góðum vini á bak að sjá eins og reyndar allir aðrir, er nókkur kynni höfðu af þessum valinkunna sómamanni. Friðrik Guðmundsson fyrr bóndi að Dvergasteini í Álf taf irði lézt hér í bænum 30. f. m. Hann var fæddur 25. ág. 1862 að Meiri-Hattardal. Tíu ára gamall missti Friðrik for- eldra sina, sem önduðust með skbmmu millibili. *— Fluttist hann þá til móðurafa síns, Guðmundar Arasonar hins ríka í Eyrardal og var hjá honum þar til hann kvæntist Guðrúnu dóttur hans. Dvöldu þau fyrsta hjúskaparárið í Eyrardal, en fluttust síðan að Dvergasteini og bjuggu þar 30 ár. Þegar þau brugðu búi fluttust þau til Hnífsdals og þar andaðist Guðrún 1932.Frið- rik og Guðrún eignuðust þrjú börn. Eru tvær dætur þeirra búsettar hér i bænum: Guð- björg, gift Guðmundi Hall- dórssyni, og Friðgerður, gift Sigurði Sigurðssyni. Auk þess ólu þau hjón upp tvö fóstur- börn frá unga* aldri. Friðrik var mesta prúð- menni, glaðvær og skemmtinn í tali og fróður vel; trúrækinn og vinfastur. Meðan heilsa leyfði gekk hann með dugnaði að hverju verki, hvort heldur var á sjó eða landi. Síðan kona Friðriks andað- ist dvaldi hann hjá Friðgerði dóttur sinni og Sigurði tengda- syni sínum og naut þar ástrík- is og góðrar umönnunar. Friðrik skilaði miklu og trúu dagsverki og hjá sam- ferðamönnunum er minning hans björt og fögur. A. Nýja brúin á Langadalsá hlaut stórar skemmdir af völdum vatnavaxta í ánni 11. þessa mánaðar. Þann dag var þýðviðri mik- ið er olli miklum vatnavöxtum og skriðuföllum, er víða runnu yfir vegi og gróðurlönd. Það, var um kl. 2. e. h. þennan dag er mest var vatnsflóðið í ánni, að brúin skemmdist svo mjög, sem raun er á orðin. Fyrir nokkrum dögum hafði verið lokið við að steypa sjálfa brúna millum endastöpla hennar og enn voru timbur- steypumótin ótekin af brúnni. Lengd brúarinnar millum endastöpla hennar mun vera um 28 metrar, en undir miðri brúnni er einnig steypustyrkt- arstöpull, sem var þó að nokkru leyti byggður ofan á og upp með stórum steini er þárna átti sæti undir miðri brúnni og enginn virðist hafa vantreyst. En mestur skaðinn á mannvirkinu mun þó hafa hlotist af því að vatnsflóðið náði svo sterkum fangbrögð- um á þessum steini, að hann bæði sprakk frá stöplinum og seig ásamt honum um ca. 40 cm. Enda þótt sjálf brúin hafi jafnframt sprungið frá stöpl- inum þá hefur hún þó sigið svo að segja jafn mikið og stöpullinn. Einnig hefur stöp- ullinn undir vesturenda brúar- innar sprungið neðan við lang- bita brúarinnar ' sem inn í hana eru steyptir. Á þriggja metra lengd nálægt austur- stöpli hefur brúin svignað niður um 54 cm. Þannig hef ur öll brúin meira og minna sprungið og skekkst i þessum hreyfingum og sveigjum og hangir sennilega aðeins saman á steypujárngrind þeirri, sem hún er steypt utan um. Hvorki er Vesturlandi ennþá kunnugt um hvað mannvirki þetta muni hafa kostað mikið fé né heldur hvort heppilegra muni að endurbæta það ef mögulegt er, eða byggja annað nýtt i þess stað. Er bæði skömm og skaði að slíkar byggingar til almennings nytj a skuli svo að segj a hrynj a á hælana á þeim, sem ganga frá að byggja þær. Það mun þó ekki auðvellt óverkfróðum mönnum að dæma um hverja helst má saka um það mikla eignatjón er hér hefur hlotist. Fækkar á skútu ísfirzku kratanna. Helgi Hannesson fluttur til Reykjavíkur. Flutningsraunir Guðmundar Hagalíns. Helgi Hannesson bæj arfulltrúi Alþýðuflokksins hér á Isa- firði hefur nýlega, að því er Alþýðublaðið segir, gerzt framkvæmastjóri Alþýðuflokksins og flutt til Reykjavíkur. Vesturlandi er einnig kunnugt um að Guðmundur G. Haga- lin forseti bæjarstjórnar hefur haft alla mögulega útvegi á þvi að komast burt frá Isafirði nú i haust, aðeins ekki tekist það ennþá. Sýnist svo sem meira en litið los sé á fylkingum kratabrodd- anna hér á Isafirði um þessar mundir. Minnir flótti þeirra og flóttatilraunir iskyggilega mikið á hina gömlu sögu' um rotturnar, sem flýja hið sökkv- andi skip. Foringjar Alþýðu- flokksins sjá, hversu ömurlega þeir hafa haldið á málefnum þessa bæjar og þá örðugleika, sem framundan eru. Þykir þeim öllu þægilegra að laum- ast burtu áður en Isfirð- inga þrýtur langlundargeðog hrinda hinni framtakslausu viðrinisstjórn þeirra á bænum. En vissulega hlýtur svo að fara við næstu bæj arstj órnarkosn- ingar. Hefur brúin verið teiknuð of veikburða, illa byggð af þeim, er verkið unriu eða óhæfilegur staður valinn yfir ána? Kunn- ugir nágrannar brúarinnar telja að slíkur vatnsvöxtur i Langadalsá er tjóninu olli hafi ekki verið meiri en árlega er tiður í þessari á. Raímagnsvasabók bátavéistjóra, lítill en vafalaust góður og glöggur leiðarvísir, er Jón Al- berts hefur samið og gefið út, er nýútkominn. Svo vel sem höfundurinn er hér þekktur að góðri og hagnýti-i þekkingu í þeim efnum, er bókin fjallar uiri, þá má óhætt treysta að hún komi að góðum notum bæði þeim sem hún sérstaklega er ætluð og eflaust fleirum er allir verða honum þakklát- ir fyrir kverið. Það fæst í bóka- búðum og kostar 5 krónur. Þakkarávarp. öllum þeim, sem heiðruðu mig á fimmtugsafmæli minu með heillaskeytum, heimsókn- um og á annan hátt, vil ég hér með færa alúðarfyllstu þakk- ir minar. Kristján B. Sigurðsson. Eftirlits- og aðstoðarskip vestfirzkra fiskibáta. Vélskipið Richard hefur nú ríkisstj órnin aftur leigt til gæzhvog eftirlits með sjósókn vestfirzkra fiskibáta á svæðinu hér úti fyrir Vestfjöi'ðum á komándi vetri. Eflaust hyggja sjómenn vel til þess að not- færa sér aðstoð skipsins, þegar svo ber undir að þeir haf a þörf hennar eins og oft kann að henda. Og vonandi verður skipið nú sem sjaldnast eða helzt aldrei sent til langferða út af gæzlusvæði sínu. • Veðráttan hefur verið frekar hlý und- anfarna daga enda þótt jafnan hafi verið austan og norðaust- an hvassviðri, nokkuð kólnaði þó í gær með snjókomu úr sömu átt. Lengi að undan- förnu hefur verið mjög stormasamt og því stopular sjógæftir. Fiskafli mjög rýr þá sjaldan gefið hefur til fiskjar. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Fimmtudag kl. 9 Blekkingin mikla. Aðalhlutverk: Rette Daves. 0<XKKK><X><><><XXXX><><X><><X><X>^^ Mínar beztu þakkir færi ég öllum fjær og nær, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugsafmæli mínu, þann 10. okt. s. L Lifið þið öll heil! Kristín Kristmundsdóttir, - Tangagölu 15, Isafiroi. <X><X><><><X><><><X><><X><><X><><X><X><X><^^ Þ EIR, sem keypt hafa hjá okkur kol við áætl- uðu verði í sept. s. I., vitji endurgreiðslu á skrif- stofu vora. Kaupfélag ísfirðinga.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.