Vesturland


Vesturland - 30.10.1943, Blaðsíða 1

Vesturland - 30.10.1943, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJ ÁL FSTÆÐ I SM AN N A XX. árgangur. ísafjörður, 30. okt. 1943. 32. tölublað. Sundlaugarbyggingin á ísafirði. 1 síðasta tölublaði Skutuls, dags. 23. þ. m„ kvartar rit- stjórinn undan því í grein undir í'yrirsögninni „Þrengslin að sundlauginni", að í seinasta tölubl. Vesturlands, 21. þ. m„ hafi verið látið liggja að því að sundlauginni hafi verið valinn svo þröngur staður að ekki sé unnt að stækka hana síðar. Telur hann j afnframt að þetta sé á algerum misskiln- ingi byggt og furðulegt megi heita að ritstj. Vesturlands skuli ekki nenna að kynna sér svona einfalt atriði. En Vesturland hélt því að- eins fram í fullu samræmi við óskir fjölda bæjarbúa að minnsta og sjálfsagðasta krafa væri að ætla sundlaugarbygg- ingunni nægilegt landrými til hæfilegrar stækkunar á laug- inni hvenær sem þörf kynni síðar að krefjast, og án þess væri óviðunandi að skipu- leggja byggingu laugarinnar — svo lítil, sem hún nú væri á- formuð. Vesturland vill nú til skýringar og endurtekningar á þessum sjálfsögðu kröfum sín- um og alls almennings í bæn- um leiða athygli að því að þær hafi sízt að óþörfu verið fram bornar. En ritstjóri Skutuls hefði frekar getað sparað sér fullyrðingar sínar í fyrnefndri Skutulsgrein um að nóg land- rými sé til takmarka lítillar stækkunar á lauginni síðar meir. Og engar byggingar myndu koma norðanvert við laugina alla leið út að Fjarð- arstræti. 1 tilefni af borgarafundar sam- þykktinni frá 17. þ. m., er birt var í síðasta tbl. Vesturlailds, átti sundlaugarnefnd fund sinn með fulltrúum íþróttamanna og sjómanna s.l. sunnudag, 24. þ. m. um sundlaugarbygging- una. Þessi fundur og sam- þykktir hans skýra bezt, hvað réttast og sannast er um hvað vel sundlaugarbyggingunni hafi þá upphaflega verið tryggt nægilegt landrými til takmarkalítillar stækkunar síðar meir eins og komizt var að orði i Skutli. Fundargerð þessa fundar er því með' leyfi formanns sundlaugarnefndar birt hér í heilu lagi. * „Sunnudaginn 24. október var J'undur haldinn í sund- laugarnefnd Isaf,j arðar. Mættir voru fulltrúar frá íþróttafélögum bæjarins. Til- gangur fundarins var að ræða tillögu frá almennum fundi er haldinn var um málið 17. októ- ber. Formaður hr. Kjartan Jóhannsson læknir skýrði frá því, sem gerst hafði í sundlaug- armálinu frá því að sá fund- ur var haldinn. Sagði hann að nú væri vel á veg komið að grafa fyrir sundlauginni. Alls hefðu safnast 380 gjafadags- verk, ennfremur hefðu iðnar- menn í hyggju að leggja fram nokkra. vinnu. Ákveðið hafði verið að halda skemmtanir fyrsta vetrardag til ágóða fyrir bygginguna, ennfremur allsherj arpeninga- söfnun og bögglauppboð. Lögð var fram teikning að sundlauginni og rætt um möguleika fyrir lengingu á byggingunni. —i Skýrði form. frá að samkomulag hefði náðst við bæjarráð um fyrirhiigaða lengingu í 25 m. á þann veg að minnka áætlað áhorfenda- svæði við gafl laugarinnar. Á þann hátt yrði komist hjá þvi að byggj a inn á lóð Marsellíus- ar Bernharðssonar. Svohljóðandi tillaga var samþykkt í einu hljóði: Sundlaugarnefndar og full- trúaf undur sj ómanna og íþróttamanna, haldinn á Isa- firði 24. október 1943, er ein- huga um að halda áfram byggingu sundlaugarinnar og leggur til við Bæjarsljórn Isa- fjarðar að sundlaugin verði byggð þannig að hægt sé að lengja laugina síðar upp í minnst 25 m. og sé henni séð i'yrir nægilegri lóð í því sam- bandi, og æskir skriflegs leyf- is Bæjarstjórnar fyrir lóð und- ir stækkun laugarinnar. Samþykkt hvað okkur snert- ir: Árni Magnússon Kristinn Guðmundsson Guðmundur Rósmundsson Halldór Sveinbjarnarson Sigm. Guðmundsson Ágúst Leós K. Bjarnason María Gunnarsdóttir Karvel Sigurgeirsson Hafsteinn O. Hannesson H. Gunnarsson Fleira ekki gert, fundi slitið. Kjartan J. Jóhannsson Grímur Kristgeirsson Friðrik Jónasson". • öll fundargerð þessi og nið- urlag tillögunnar, sem fundur- inn samþykkti, sannar það bezt, að sundlaugarnefnd og Framhald á 4. síðu. _ : '¦fcýé8SÖKj<W<<^cíí':L-':':L:': :i:;:;:;i;:jíS>>:i; 11111 ¦ . ¦ ¦ ¦¦ ¦¦.¦.. ¦¦¦¦¦¦¦ .¦. ¦¦¦¦:¦ ;. ::¦¦::;¦ i ¦ ¦ííjiíííiiiíí í^Sm^*^ <r** ¦ * ?&k *>• ¦J^N^- *AT»^ÍF. A.*¦ ' 3*^T» ^^BhM&.* ^^^^íí WF^ Þessi mynd sýnir innrásarbát af þeirri gerð sem algengust er, í lendingu. — Fer landgangan fram undir vernd herskipa, sem halda uppi öflugri stóraskothríð á vigi óvinanna á __________i ströndinni. Nokkrar spurningar um sundlaugarbygginguna. Þegar ráðist er í jafnmikla og dýra byggingu, eins og sundlaugar-, bókasafns- og leikfimishússbygging okkar Is- firðinga verður, þegar hún rís upp úr grastónni, þá er eðli- legt að hver útsvarsskyldur borgari geri sér grein fyrir því í hvað er verið að ráðast. Vissulega munu þessar bygg- ingar allar eiga að vera til langrar frambúðar fyrir bæj- arfélagið. — En ég ætla aðeins að minnast hér lítillega á einn hluta hinnar stóru byggingar, sem sé sundlaugarbygginguna, og þar sem ég er ekki allskost- ar vel fróður um þessi bygg- ingarmál langar mig til þess að leggj a nokkrar spurningar fyr- ir hæstvirta sundlaugarnefnd þessa bæjarfélags: 1. Hvað hefur núvei'andi sundlaugarnefnd lengi verið starfandi? 2. Hversvegna voru aðeins fulltrúar sjómanna hafðir í ráðum með nefndinni? — hversvegna ekki annara. félaga i bænum? — var það vegna þess að sjómennirnir höfðu peninga frá sjómannadögun- um? 3. Hvenær barst nefndinni í hendur teikning aí' hinni miklu byggingu? 4. Hversvegna hefur borgnr- um þessa bæjar ekki verið geí'- inn kostur á því að sjá teikn- ingarnar, og fylgjast með gjörðum og ályktunum nefnd- arinnar um framkvæmdir? 5. Hvað gerir nefndin ráð fyrir að sundlaugarbyggingin kosti? — Er það aðeins ágizk- un ritstjóra Skutuls, eða áætl- un verkfræðinga, þegar rit- stjórinn nefnir í síðasta Skutli kr. 800 þúsund? 6. Hefur verið talað við Hnífsdælinga og aðra ná- granna um f j ár- og vinnuf ram- lög til byggingarinnar? 7. Er fengið samþykki og örugg trygging bæjarstjórnar fyrir nægilegu landr>Tni, til þess hvenær sem síðar kynni að þurfa, að stækka sundlaug- arbygginguna, þar sem hún nú er hafin, svo að laugin sjálf geti orðið að minnsta kosti 25 metra löng, — án þess að bygg- ingin komi í bága við lóðar- réttindi nágrannanna? — Hef- ur skipulagsnefnd bæja sam- þykkt það? 8. Hverjum verður í'alin f ramkvæmd byggingarinnar ? — og hvað er um og hvernig eru tilboð í bygginguna? 9. Er það satt að sement, steypujárn og jafnvel fleira til byggingarinnar eigi að kaupa i smásölu hjá Kaupfé- laginu hérna? 10. Hefur nefndin athugað, hvort ekki muni verða ódýr- ara að kaupa sementið, steypu- járnið o. fl. í einu lagi í heild- sölu frá Beykjavík, eða jafn- vel utanlands frá? 11. Er það misminni, að Björgvin Bjarnason liafi, er hann hafði skip sín í milli-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.