Vesturland


Vesturland - 06.12.1943, Blaðsíða 1

Vesturland - 06.12.1943, Blaðsíða 1
VESTURLAN BLAÐ VESTFIRZKRA SJ ÁLFSTÆÐ I SM ANN A XX. árgangur. ísafjörður, 6. des. 1943. 36. tölublað. Alþýðuflokkurinn klofinn í sjálfstæðismálinu. Það er nú auðsætt að Alþýðuflokkurinn er klofinn um afstöðu sína til sj álfstæðismálsins. Á fundi í stjórnarskrárnefnd 30. nóvember s. 1. lýsti alþm. Haraldur Guðmundsson því yfir, að hann væri ekki samþykkur stefnu Stefáns Jóhanns að fresta af- greiðslu málsins um óákveðinn tíma, en kvað sig mundi taka þátt í afgreiðslu málsins á næsta ári. Líklegt er því að meirihhrti kjósenda Alþýðuflokks- ins muni engu fremur fús til að taka þátt í tilraunum til tafar og sundurþykkju um þá lokaafgreiðslu máls- ins, sem nú þegar er fyrirhuguð og ákveðin orðin af þremur þingflokkum stjórnmálaflokkanna í landinu. Mætti þá einnig afstaða stjórnar Alþýðuflokksins til sjálfstæðismálsins verða flokknum i heild til minni ó- fremdar en ella mundi raun á verða. Frá þjóðlegu sjónarmiði væri hin bezta og víðtækasta samvinna um lokaafgreiðslu málsins þjóðinni einnig í heild til meiri sóma en sú sundrung, sem nokkuð hefur þó bryddað á. Sjálfsfæðismálið afgreitt i janúar n.k. Eins og Vesturland tilkynnti með fregnmiða dags 1. des. s. 1. eftir að blaðið var full prentað, hafa nú allir þingflokkar nema Alþýðuflokkurinn komið sér saman um afgreiðslu sjálf- stæðismálsins. Verður það lagt fyrir Alþingi í byrjun janúar n. k. Svohljóðandi yfirlýsingu birta flokkarnir, varðandi þessa ákvörðun sína: „Þingflokkar Framsóknar- flokksins, Sameiningarflokks alþýðu — Sósialistaflokksins — og S j álf stæðisf lokksins eru sammála um að stofna lýð- veldi á Islandi eigi síðar en 17. júní 1944 og hafa ákveðið að bera fram á Alþingi stjórnar- skráfrumvarp milliþinga- nefndarinnar í byrjun næsta þings, enda verði Alþingi kall- að saman til reglulegs fundar eigi síðar en 10. janúar 1944, til þess að afgreiða málið". Þjóðin fagnar því, að tekin hefir verið föst ákvörðun í sj álfstæðismálinu, og er þess nú að vænta, að raddir undan- haldsmanna þagni. Stofnun íslenzks lýðoeldis. Háskólastúdentar hafa ein- róma samþykkt að skora á Al- þingi að afgreiða sjálfstæðis- málið og stofna íslenzkt lýð- veldi á næstkomandi ári. M/k Sæborg frá Súganda- firði strandaði á Skagatá vestan við Barðann. Hinn 1. þ. m. fóru flestir bátar i Súgandafirði til fiskj- ar'. En kl. 10 að kveldi til- kynnti m/k Sæborg að hún væri með bilaða vél út af Barða. Eftirlitsskipið Richard fór héðan frá Isafirði skömmu fyrir kl. 12 á miðnætti Sæ- borgu til aðstoðar, en kom of seint til hjálpar, því kl. 3 að nóttu var Sæborg strönduð, hafði þá rekið upp í Skagatána vestan til við Barðann. Áður en skipið rak á land höfðu skipverjar lagt skipinu við dreka, en keðjan slitnaði fljótlega og rak skipið þá upp. — Skipshöfnin bjargaðist á land frá skipinu um kl 4. Var skipið þá óbrotið að mestu. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir við að bjarga skipinu hefur það ekki tekist og má því telja að vim algjört strand sé að ræða. Mb. Sæborg var um 12 smá- lestir að stærð, vel traustur bátur, eign útgerðarmanns Sturlu Jónssonar á Suðureyri, vátryggt fyrir 30 þús. kr. hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Isfirð- inga.Skipstjóri þess var Kjart- an Eyþórsson. Er bæði eiganda skipsins og fiskveiðabyggðinni Suðureyri þannig mikill skaði og atvinnutjón af strandi þess. M.L Hilmir frá Þingeyri heíir farist með allri áhöfn, 7 skip- verjum og 4 farþegum. Hilmir lagði úr höfn í Reykjavík á miðnætti aðfara- nótt föstudagsins 26. f. m. á- leiðis til Arnarstapa á Snæ- fellsnesi, en siðan hefur ekkert til hans spurzt Mikil leit hefur verið gjörð að skipinu um Faxaflóa og langt norðvestur fyrir Snæ- fellsnes. Einnig hefur verið gengið á fjörur frá Búðum, sunnan á Snæfellsnesi. En öll hefur leit þessi orðið alveg á- rangurslaus um afdrif skips- ins. Svo langt er nú liðið síð- an skipsins var fyrst saknað, að ekkert getur talist líklegra en það hafi farist með allri á- hö'fn og sé þannig enn orðið stórt og hörmulegt sjóslys. Skipshöfn skipsins voru eftirtaldir menn: Skipstjóri Páll Jónsson, er var búsettur á Þingeyri, lætur eftir sig ekkju og 4 börn. S týrimaður Friðþj ófur Valdi- marsson, héðan úr bænum, ungur efnismaður, lætur eftir sig ekkju og 2 börn. f. vélstjóri: Þórður Friðfinns- son frá Kj aransstöðum í Dýra- firði. 2. vélstjóri: Sigurður Frið- finnsson, bróðir 1. vélstjóra og frá sama bæ. Voru þeir báðir ógiftir. Hásetar voru: Árni Guðmundsson frá Þing- eyri, ógiftur. Guðmundur Einarsson frá Þingeyri. Lætur hann eftir sig' aldraða foreldra. Matsveinn Hreiðar Jónsson, Björnssonar ritstjóra, búsettur i Reykjavík, ókvæntur en á móður á lifi. Farþegarnir voru: Elín ðlafsdóttir, gift kona frá Hamraendum í Breiðavík- urhreppi. Kristín Magnúsdóttir,' gift Ólafi Benediktssyni á Arnar- stapa. Trausti Jóhannsson, 7 ára drengur, fóstursonur Kristinar. Anton Björnsson, íþrótta- kennari úr Reykjavik. Var hann á leið til Snæfellsness i íþróttaerindum. M/k Hilmir var alveg ný- byggður á Akureyri, 87 smá- lestir, eign H/f Reynis á Þing- eyri, vátryggður fyrir 500 þús. kr. í Vélbátaábyrgðarfélagi Is- firðinga á Isafirði. Af ofangreindri upptalningu þess fólks, sem líklegt er að Ægir hefir nú enn tekið heljar- greipum, má gleggst sjá hve þungir harmar og erfiðleikar eru nú enn kveðnir að mörg- um eftirlifandi aðstandendum þessa fólks. Sérstaklega verður hin athafnasama og upprenn- andi útgerðarstöð á Þingeyri og nágrenni hennar hart úti. Nokkuð vantar enn á að liðin séu full 3 ár síðan vél- skipið Hólmsteinn með f jögra manna áhöfn glataðist Þing- eyringum ásamt 3 ungum mönnum með þeim sviplega hætti er sjóslysum jafnan fylg- ir. M/b. Hólmsteinn var þá al- veg nýtt og traust skip eins og m/k. Hilmir nú einnig var, þó það væri miklum mun stærra og slys þess að sama skapi. Sorgir og eignatjón eru þessu byggðarlagi þannig títt hryggi- lega tvinnaðar. Mikils er þó um vert að það beri vel raunir sínar og full samúð með þvi mun í öllu nágrenni þess og víðar borin, þótt skammt hrökkvi hún til skaðabóta. 1. desember var minnst hér með tveimur skemmtisamkomum í Alþýðu- húsinu í tilefni dagsins. Ágóði af þeim rann í Kirkj ubygging- arsjóð eins og undanfærin ár. Barnaskemmtun hófst kl. 5 e. h. Til skemmtunar var: Skátaleikir, söngur og kvik- mynd. Kvöldskemmtunin hófst kl. 9 e. h. með því að Sunnukór- inn söng þjóðsönginn, næst á eftir flutti Jón Guðmundsson kennari ræðu til minningár um fullveldið og afmælisdag þess. Þá söng Sunnukórinn 3 lög, síðan las Halldói? Erlends- son kennari upp, eftir upplest- urinn söng Sunnukórinn 3 lög og endaði skemmtunin síðan með kvikmynd. Klukkan 11. e. h. hófst dans- leikur og stóð fram yfir mið- nætti. Vöru skemmtanir þessar fjölmennar og fóru hið bezta fram.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.