Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.12.1943, Blaðsíða 2

Vesturland - 06.12.1943, Blaðsíða 2
142 VESTURLAND Fiskaílaskýrslur. Vesturland hefur frá útgerðarmönnum aflað sér eftirfar- andi upplýsinga um sj ávarútgerðina — fiskafla og sjósókn — hér á Isafirði, Bolungavík og Hnífs'dal. Eins og glöggt má af skýrslum þessum sjá, þó ekki nái þær frá byrjun haustvertíðar, þá hefur vertíðin eins og kunn- ugt er, til þessa tíma verið sjógæfta- og afla-rír. Veðráttan hef- ur lengst af verið mjög óstöðug og fiskafli tregur þar til síðast liðnar tvær vikur að afli hefur nokkuð glæðst. Hér eftir mun Vesturland afla sér sem greinilegastra mán- aðarlegra aflaskýrslna frá fiskibátaútgerðinni hér á Isafirði og veiðistöðvunum í nágrenninu og hirta skýrslurnar fyrir liðin mánuð í byrjun liins næsta mánaðar. Vonar blaðið að njóta góðrar aðstoðar útgerðarmanna og félaga um öflun skýrsln- anna. ISAFJÖRÐUR — Fiskafli í nóvember s. 1. M/k Ásdís, 14 tons, skipstjóri Lárus Sigurðsson. 1.—14. nóv. 3 sjóferðir. 10 598 kg. hausað og slægt. 15.—30. nóv. 2 sjóferðir. 8 000 kg. hausað og slægt. M/k Bryndís, 14 tons, skipstjóri Guðm. Guðmundsson. 1.—14. nóv. 5 sjóferðir. 22 942 kg. hausað og slægt. 15.—30. nóv. 3 sjóferðir. 11500 kg. hausað og slægt. M/k Hjördís, 14 tons, skipstjóri Sigurvin Júlíusson. 1.—14. nóv. 3 sjóferðir. 11 816 kg. hausað og slægt. 15.—30. nóv. 2 sjóferðir. 7 140 kg. hausað og slægt. M/k Sædís, 14 tons, skipstjóri Gunnar Pálsson. 1.—14. nóv. 5 sjóferðir. 14 222 kg. hausað og slægt. 10 984 kg. m. haus og slógi. 15.—30. nóv. 3 sjóferðir. 5 218 kg. hausað og slægt. 7 250 kg. m. haus og slógi. M/k Valdís, 14 tons, skipstjóri Pálmr Sveinsson. 1.—14. nóv. 4 sjóferðir. 14 881 kg. hausað og slægt. 6 110 kg. m. haus og slógi. 15.—30. nóv. 3 sjóferðir. 6 946 kg. hausað og slægt. 9 536 kg. m. haus og slógi. M/k Pólstjarnan, 24 tons, skipstjóri Benedikt R. Steindórsson. 1.—14. nóv. 4 sjóferðir. 17 886 kg. hausað og slægt. 15.—30. nóv. 5 sjóferðir. 20 400 kg. hausað og slægt. M/k Dagstjarnan, 18 tons, skipstjóri Sigurbaldi Gislason. 1.—14. nóv. 3 sjóferðir. 14 253 kg. hausað og slægt. 15.—30. nóv. 4 sjóferðir. 22 551 kg. hausað og slægt. M/k Morgunstj arnan, 18 tons, skipstjóri Ásberg Kristj ánsson. 1.—14. nóv. 4 sjóferðir. 17 766 kg. hausað og slægt. 15.—30. nóv. 4 sjóferðir. 21 589 kg. hausað og slægt. M/k Áslaug, 15 tons, skipstjóri Þórður Sigurðsson. 1.—14. nóv. 5 sjóferðir. 24 911 kg. m. haus, óslægt. 15.—30. nóv. 4 sjóferðir. 21 964 kg. m. liaus, óslægt M/k Svanur, 14 tons, skipstjóri Agnar Guðmundsson. Dragnótaveiði frá 1. til 15. nóvember. Rauðspretta 4400 kg. Þorskur og ýsa 1971 — hausað og slægt Sandkoli 3143 — Samtals 9514 kg. M/k Vébjörn, 44 tons, skipstjóri Halldór Sigurðsson. Botnvörpuveiði. 11.—23. nóv. 21 500 kg. hausað og slægt. Helmingur aflans fiskaðist á einum sólarhring úti ú Halamiðum. BOLUNGAVIK — Fiskafli frá og með 12.—30. nóv. s. 1., veginn, hausaður og slægður. Særún, llj/o tons, skipstj. Hannes Sigurðsson. 7 sjóf. 14 908 kg. Tóti, 6 tons, skipstj. Pétur Jónsson. 8 — 11308 — Einar Hálfdáns,8tons, skipstj. Hálfd. Einarss. 9 — 16 624 — Kristján, 3 tons, skipstj. Jón Elíasson. 8 — 8 405 — Flosi, 7 tons, skipstjóri Jakob Þorláksson, 6 sjóf. 20062 kg. Frægur, 7 tons, skipst. Magnús Kristj ánsson. 6 — 11708 — Max, 8 tons, skipstj. Þorbergur Magnússon. 7 — 15 898 — liúni, 31/2 tons, skipstj. Sigurg. Sigurðsson. 9 — 9 480 — ölver, 5 tons, skipstj. Magnús Helgason 6 — 7 237 — Æskan, 3J/2 tons, skipstj. Kristján Kristjánss. 6 — 4 649 — Mummi, 12 tons, skipstj. Bernódus Halldórss. 7 — 16 891 — Ilaukur, 6 tons, skiijstj. Bened. V. Guðmundss. 6 — 8 751 — Norðurlj. 3 tons, skipstj. Bernódus Finnbogas. 4 — 4 348 — HNlFSDALUR. M/k Mimir, 17 tons, skipstj. Kristján Sigurðsson. Frá 23. okt. lil 25. nóv. 13 sjóferðir. 44 tons. M/k Páll Pálsson, 15 tons, skipstj. Jóakim Pálsson. Frá 5. til 25. nóv. 10 sjólerðir. 35 tons. M/k Vinur, 12 tons, skipstj. Skúli Hermannsson. Frá 17. til 25. nóv. 4 sjóferðir. 10 tons. Fiskaflinn var veginn með haus og óslægður. Ekki hafa til þessa fleiri mótorbátar stundað veiðar á haust- vertíðinni. En 4 árabátar með 2—3 rnanna áhöfn hver, hafa verið gerðir út þaðan. Hefur vertíðin eigi síður orðið þeim rir en mótorbátunum. Veiðarfæratap hefur orðið mjög litið á Hnífsdalsbátunum. Um heilbrigðismál. Orðsending frá héraðslækni. Vegna þess að nokkuð hefir borið á léttari stigum skyr- bjúgs nú í liaust og enda ein- staka þyngri tilfella er alvar- lega brýnt fyrir fólki að hafa gát á mataræði sínu. Fæði fólks hér um slóðir, eins og annarstaðar, hefir smám saman tekið á sig ákveðna mynd, færzt í ákveð- ið form, sem þarfir og aðstaða til matvælaöflunar hafa skap- að á umliðnum árum. Kartöflurnar eru mjög þýð- ingarmikill liður í þessu fæði, líklegast þýðingarmesti ein- staki liðurinn, ekki aðeins vegna smekks, heldur vegna bætiefna. Kartöflurnar eru án þess fólk hafi gert sér fulla grein fyrir því orðnar ómissandi i mataræðinu, og það í stórum skömmtum — 200—300 gr. á mann á dag. Ég liefi orðið var við, að fólk leggur ekki svo mikið upp úr því, að missa kartöflurnar úr fæðinu. Sumir bæta sér það upp með hveitipípum eða brauði. Þessi misskilningur á sér, .að sumu leyti skýranlegar orsakir, en er að engu síður mjög hrapalegur. En kartöflur hafa ekki feng- izt þótt gull væri i boði. Fjöld- inn hefir verið kartöflulaus siðan á miðju sumri. Þegar í ágúst var fyrirsjáan- legt, að uppskerubrestur vrði um allt vestur- og norðurýand og víðar. Yfirvöldin hafa sýnt vítavert andvaraleysi í þess- um málum. En enn má bæta nokkuð úr skák, því að kartöflur eru komnar til lándsins, og ef þær ekki koma bráðlega til bæjar- ins og verði skammtaðar fyrst í stað, verða bæj aryfirvöldin að skerast í leikinn. Sítrónur þær, sem hér hafa fengizt eru einskis virði til uppbótar, þær innihalda að- eins brot af því bætiefnamagni, sem talið er, að eigi að vera i góðum Sítrónum. Aðrir ávaxta- drykkir, sem hér eru á boðstól- um eru og þýðingarlausir. Ríflegur mjólkurskammtur eða góð krækiberjasaft gæti bætt úr skák, ef fengizt. Bæjarbúar! krefjist þess, að kartöflur verði fluttar til bæj- arins í nægilega stórum stíl. Notið kartöflurnar, þegar þær koma, þótt dýrar séu, 300—500 gr. á dag, á mann, fyrst í stað. Þær geta verndað ykkur gegn heilsutjóni. 19./11. 1943. Úr bæ og byggð MINNIN G ARATHÖFN um frú önnu Ingvarsdóttur fór fram í sóknarkirkj unni hér kl. 5. s. 1. fimmtudag að við- stöddu miklu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Sig. Kristjánsson flutti minningar- ræðuna og jafnframt kveðju og þakklæti frá fyrverandi sóknarpresti Isfirðinga herra biskupi Sigílrgeir Sigurðssyni og fjölskyldu hans til hinnar látnu fyrir ágætan starfsþátt hennar í kirkj usöngnum hér á Isafirði. Einning flutti herra framkvæmdarstjóri Elías J. Pálsson vel valin kveðj u- og þakkarorð til hinnar látnu konu, frá Sunnukórnum hér í bænum. Var athöfnin öll hin virðulegasta eins og hin látna heiðurskona vel verðskuldaði. Hjúskapur: Ungírú Maríá Árnadóttir, Silfurgötu 2, og hr. Benedikt Gunnarsson, vélstjóri frá Flat- eyri, opinberuðu trúlofun sína þann 25. nóv. sl.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.