Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1943, Side 1

Vesturland - 24.12.1943, Side 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XX. árgangur. ísafjörður, 24. des. 1943. 38.—39. tölublað. G1 e 9 i 1 je g j ó 1! Jólahngleiðing. Eftir séra Þorstein Jóhannesson prófast í Vatnsfirði. Yður er í dag frelsari iæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2, 11. Heilögu jól, blessaða ljóss- ins hátið! Eins og heiðbjartur sól- stöðudagur vakið þið og ljrsið í minningu vor allra, í'rá fyrstu bernsku. Eins og heilagur blær íékuð þið um hjarta vort á æskudögum, og þær minn- ingar munu fylgja oss og lýsa til efstu elli. — Já, þráum vér ekki öll að lifa aftur á ný hinar sólb j örtu sælustundir æskunnar, þráum vér ekki að verða að börnum á ný, og mæta hinum blessaða gesti jólanna, á sama hátt og meðan vér stóðum við móður kné, i sælli saklausri bernksu. Undi’averður er sá máttur, dýrðleg er sú huggun og birta, sem stafar um ár og öld eins og geislastafir út frá atburði hinnar fyrstu jólanætur. Þótt oss virðist dimmt og dapurlegt í heimi, og þótt skammdegis- myrkrið lyki um oss eins og veggur, þá boða jólin oss i hvert sinn, að ljósið sé að sigra og myrkrið i mannheimi sé að þokast fjær. Jafnvel sá er stynur undir þungum reynslukrossi, og drúpir dapur og hljóður, eins og fangi í fjötrum, lieyrir á hinni heilögu stund ljúfa friðarrödd, sem sefar harm í hjarta og vekur til lifs að nýju brostnar og bugaðar vonir. Svo dýrðleg er reynsla vor, er vér stöndum andspænis heilögum jólum, og mætum honum, sem af lcær- leika gerðist bróðir vor. — Þegar jólaljósin tendrast og liin milda raust englanna boð- ar oss frið og elsku Drottins, þá er sem allt í voru innra lífi skipti uin svip. Harkið hljóðnar, sársaukinn dvíuar og heimsvizkan og hrokinn draga sig í hlé. Oss finnst vér vera leidd í háan og bjartan helgidóm, sem ómar af lof- gjörð og gleði, yfir hinu dá- samlega undrí, að vér mætum konungi lífsins, sem brosandi nýfæddu barni. Hjá honum stöndum vér við hlið himins- ins. Með lífi sínu bendir hann oss á þann himinstiga, sem lyftir sál vorri til ljóssins. Og þá efumst vér ekki lengur um sigur þess góða, þrátt fyrir vanþroska vorn og villuspor, þvi Guð er með oss, fyrst hann sendi son sinn til þess að lciða oss, leiðbeina og styðja á hinni torförnu leið til ljóss og þroska. Þegar hann er föru- nautur vor og leiðtogi þurfum vér engu að kvíða, þótt kraft- ar vorir bregðisl og viljinn sé deigur, því hann styður hinn brákaða reir og gefur veikri viðleitni sigur. — Enn á þessum jólum er heimurinn flakandi af sárum og sollinn af hörmum. Þjóð- irnar stynja undir hinu óbæra oki styrj aldarinnar. Skortur og sársauki, harmur og tár blasa við augum vorum, í flestum löndum heims. Guð gefi að hirta jólanna megi færa frið og huggun til hinna mörgu, sem nú þjást og liða. Guð gefi að hin myrka ægilega nótt sé senn á enda, og að dagsbrún nýrra og friðsamlegra sam- búðarhátta meðal þjóðanna, sé upp að renna. — En gætum vér Islendingar að því, sem skyldi, hve ham- ingjusamir vér eriun. Þjóð vor hefir staðið i skjóli Drottins. Mildi hans hefir bægt frá oss böli styrj aldarinnar, kærleiks- hönd hans hefir skýlt oss og varðveitt i hinum geigvænu stormum þessara ógnarára. Skyldi nokkur þjóð í heimi eiga, um þessi jól, við jafn ljúf og örugg kjör að búa, og vér. Skyldi nokkur önnur þjóð geta vænzt þess, að hver ein- asti einstaklingur hennar fái að njóta hinnar helgu hátiðar i friði og gleði og vermast við hlýleik og vinarþel, sem yljar hjarta hans. Vér megum ekki gleyma að þakka slika ham- ingju og reyna að gera oss hennar maklega. En þá þurfum vér einnig að láta jólafögnuð vorn birtast í þeirri kærleikslund, sem leit- ast við af fremsta megni að senda geisla góðvildar og hlýju á vegu þeirra er mesta hafa þörf samúðar huggunar og hjálpar, því þeir eru ávalt til. Enginn fögnuður veitist meiri en að leggj a líkn við þraut meðbræðra vorra. — Á þessum jólum hlýtur oss að renna til rifja hin þunga bai’- átta, sem frændþjóðir vorar á Norðurlöndum verða nú að heyja. Jólagleði vor ætti því á sérstakan liátt að minna oss á skyldur vorar gagnvart þeim, þegai’ auðið verður að rétta þeim hlýja hj álparhönd. Hvernig eigum vér að lýsa hinum unaðslegu áhrifum jól- anna? Þau eru gleðihátíð í orðsins fyllstu merkingu, af því þau vekja gleði- og sælu- tilfinningu í hverju brjósti. Og gleðin er óendanlega mikils virði. Iiún er sólskinið i lifinu. En samt er liitt langt um þýðingarmeira og hamingju- drýgra að jólin vekja hjá oss einhuga löngun þess að verða að góðum mönnum og batn- andi. Þá óskum vér einskis frekar en að oss auðnist að inna af höndum eitthvert drengilegt og fagurt verk, sem gleður aðra og styður þá. — Þegar vér á heilögum jólum mætum hinum nýfædda frels- ara skynjum vér skýrast auð- legð hans og nekt vor sjálfra. Vér berum tötra vora og and- lega fátækt saman við hrein- leika hans og heilaga dýrð, og þá óskum vér helzt að hrökkva í felur. En þá bendir hann oss að koma til sín, og réttir oss hlýja og ástríka hönd, eins og liann væri bróðir vor. Fyrir þeim kærleikseldi glúpnar jafnvel steinhjartað og fyllist einlægri löngun þess að líkjast honum og hlýðnast hans heilaga vilja. Þessvegna reynum vér á heilögum jólum, fremur en nokkru sinni endranær að vera einlægir i orðum, hlýir í viðmóti og prúðir og sannir í hátterni og athöfn, eins og þeim einum er gefið, sem eru hjartahreinir eins og börn. Og þá óskum vér’einnig að auð- sýna öðrum ástúð og vinsemd og styðja þá og gleðja, sem lieyja harðan leik. Já, þá munum vér jafnvel eftir því að kasta fáeinum brauðmol- um til hinna smáu vetrargesta, er leita að glugga vorum. — Hin heilaga nótt býr yfir und- ursamlegum töframætti og á- hrifavaldi. Hún er sálu vorri endurfæðingarlaug og heilag- ur hreinsunareldur. Hugsum oss hve mikils vér færum á mis ef vér ættum engin jól. Væri það ekki áþekkt því að nema á braut sumarið og skilja oss veturinn einan eftir. Þvi ef vér þekktum engin jól værum vér svil't hinni andlegu vaxtar- þrá, sem vaknar i brjósti voru er vér mætum hinum blessaða jólagesti. Stuðlum að þvi, á þessari heilögu hátíð, að birta hans megi falla sem viðast á vegu annara manna, svo að þeir megi vermast af kærleika Guðs og öðlast frið í hjarta. En kappkostum þó um fram allt að tendra birtu jólanna í hjörtum hinna ungu, svo að hún megi verða það blessaða leiðarljós, sem lýsir þeim og leiðbeinir til æfiloka. Það er jólagjöfin bezta vorri þjóð til handa. Því ef hin upprenn- andi æska, sem landið á að erfa, leiðist af ljósi Drottins Jesú, þá munu skammdegis- skuggarnir vikj a og bj artur og þroskarikur dagur renna upp í þjóðlífi voru. Gleðileg jól! Amen.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.