Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 3
VESTURLAND 151 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siguröur Bjarnason, frd Vigur Silfurgata 6. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, sími 19 3. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslumaður: Jón Hjörtur Finnbjarnarson. Skipagata 7. Undanlátssemi í Sjálfstæð- ismálinu háskaleg. Vel á minnst, hver er skoð- un þín á sjálfstæðismálinu og lausn þess? Islendingum hefur ávallt reynzt bezt að ráða málum sínum sjálfir. Á aðra öld hafa þeir ekkert tækifæri látið ónot- að til þess að stíga hin stærstu skref sem möguleg hafa verjð i sj álfstæðismálinu. Ut af þess- ari venju má þjóðin ekki breyta. Það er skylda hennar við sjálfa sig, fortíð og fram- tið, að tryggja sér algerða sjálfstjórn eins og liún er framast megnug og á fullan rétt til. I þeim efnum er allt hik og öll undanlátssemi háskaleg, hver sem i hlut á. Vestfirðingar hafa eins og kunnugt er aldrei verið liæg- fara eða undanhaldsmenn i sj álfstæðismálinu. Þekki ég þá illa Vestfirðinga ef breyting hefur á orðið i þeim efnum. Mega þeir manna bezt muna Jón Sigurðsson. Saga Vestfjarða. Einu atriði vil ég vikja stutt- lega að’. Vestfirzkar hyggðir eiga sér merkilega sögu og að mörgu leyti sérstæða. Þessa sögu á að skrá. Vestfirðingafé- lagið í Reykjavík hefur þegar liafið undirbúning að því. Á s.l. vetri kom ég því til vegar að Isafjarðarsýslur háðar lögðu fram fé til þessarar sagnritunar og hefur Isafjai'ð- arkaupstaður farið að dæmi þeirra og svo munu einnig gera hinar sýslurnar á Vest- fjörðum. Þessu merkilega máli vænti ég að Vestfirðingar leggi lið. Niðurlag. Ég vil svo þakka hinum mörgu forráðamönnum hérað- anna það traust sem þeir sýndu mér með áskorunum um að láta ekki af embætti vestra. Þótt ýms atvik réðu því að ég gat ekki við þeim orðið. Einnig vil ég þakka Isfirðing- um og sA'slunefndarmönnum í Norður-Isaf j arðarsýslu fyrir hinar veglegu gjafir, sem þeir hafa sent okkur hjónunum. Vestur-Isfirðingum þakka ég vinsamlegt heimboð á s. 1. hausti. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar hjónanna þakka öllum héraðshúum fyrir góð kynni, vináttu og drengskap i okkar garð bæði fyrr og siðar og Hörður Bjarnason, arkitekt, skrifstofustj óri Skipu- lagsnefndar hefir ritað eftirfarandi grein fyrir blaðið um byggingu bæja,. Hefur hann manna mest kynnt sér þessi mál, enda mjög vel menntaður á því sviði er að öllum byggingar- og skipulagsmálum lýtur. Hörður Bjarnason, arkitekt, skrifstofustjóri Skipulagsnefndar: Hugleiðingar um byggingu bæja. að er tízka nú á dögum að tala um liinn mikla hraða þjóðlífsins. Vélamenn- 'ingin gerir það að verkum, að afrek, sem fyrir hlutfallslega íaum árum hefðu tekið lang- an tima, er nú aflokið með miklum liraða. Breylingar á atvinnuháttum eru örar, og liafa í för með sér gerbreytingar i lifi heilla þjóða. Hér á landi hefir þessi liraði og hinar öru breytingar á lifnaðarháttum þjóðarinnar markað djúp spor, og taka menn þá ekki sízt eftir þeim breytingum, sem það hefir i för með sér, er íslenzka þjóðin tók allt í einu að byggja sér bæi og kauptún við auðlindir nýrra möguleika, í stað þess að búa í dreifbýli upp til sveita og með ströndum fram. Bæi, sem voru hlutfallslega stórir, miðað við íbúafjölda landsins. ★ Breytingar atvinnuliáttanna, sköpuðu m. a. Isaf j arðarkaup- stað, og allar aðstæður voru á þann veg, að kauptúnið þurfti að vaxa tiltölulega ört til þess að fullnægja aðstreymi þess fólks utan úr landsbyggðinni, sem leita vildi nýrra lifsskil- yrða við sjóvarsíðuna. Saga flestra kauptúna lands- ins er sú, að byggingarleg þró- un þeirra hefir mótast al' liraða fremur en að gætt væri fyrirhyggju um framtíðarvöxt, og af þeim sökum bera mörg' þeirra sorglegar minjar fljót- færni og hroðvirkni, sem girt árna þeim og héraðinu giftu og gengis. ★ Ég þakka Torfa Hjartarsyni og frú önnu fyrir móttökurnar á hinu nýja heimili þeirra. Ég hefi fengið þar hinar sömu hlýju móttökurnar og oft áður heima á Isafirði, þótt um- hverfið sé hreytt. Ég þakka ennfremur fyrir hin hlýju kveðjuorð þeirra til okkar hér vestra, um leið og ég mæli fyrir hönd héraðsbúa allra er ég þakka þcim allan traust- leik, örugga forystu og góðvild. Vestfirðingar árna þeim farar- heilla og gæfu í nýju starfi á nýjum stað. S. Bj. hafa fyrir æskilegar endur- bætur skipulagsins, þegar byggðin hafði mótast, og sýnt skilyrði til eðlilegs vaxtar. Viðast hvar í hinum stærri kaupstöðum landsins hefir verkefnið í byrjun verið okk- ur ofvaxið, sakir skorts á fag- legum leiðbeiningum, en saga þjóðarinnar í byggingu bæja og skipulagsmálum er enn á fyrsta æskustigi. ★ Þessi þróun i byggingu ís- lenzkra bæja hefir njjög viða bundið hendur Skipulags- nefndar bæja, eftir að hún tók til starfa skv. lögum frá 1921. Með starfi néfndarinnar er þó fengin góður grundvöllur fyr- ir íhlutun og leiðbeiningum fagmanna í þessum þýðingar- miklu málum, og hefir það borið tilætlaðan árangur víð- ast hvar, og yfirleitt verið fagnað með öruggri samvinnu milli nefndarinnar og hinna einstöku sveitarfélaga og stjórna þeirra. I skipulagslögunum er svo ráð fyrir gert, að allir staðir með 200 ibúum og fleiri, skuli vera skipulagsskyldir. Þessi ákvæði laganna eru að minum dómi of rúm, því hér á landi geta 200 manns með hægu móti eyðilagt um langa fram- tíð möguleika fyrir hagfelldri byggð, jafnskjótt og þorjis- myndun er sýnileg, t. d. í sam- handi við sjávarútveg. Það er óhj ákvæmilegt að hafá frá rót- um eftirlit með allri byggð, sem risa kann á slíkum stöð- um, því sakir fámennis og fá- tæktar höfum vér ekki efni á því að rífa niður einn daginn það sem byggt hefir verið upp hinn. Einmitt það sjónarmið hefir gert það að verkum, að Skipu- lagsnefndin hefir yfirleitt þurft að taka tillit til þess sem komið var þegar byrjað var á sldpulagsuppdrætti, og gert starf hennar ólíkt erfiðara, og oft á tíðum jafnvel vanþakk- látt. ★ Isafjarðarkaupstað tel ég einna bezt byggðan kaupstað landsins frá sjónarmiði skipu- lagsins, enda þótt sjálfur húsa- kosfurinn sé í lakai'a lagi al- mennt, og þótt eldri liluti bæjarins sé að vísu nokkur ljóður ó skipulaginu, einkum það er að innsiglingu til bæjar- ins snýr. Aðkoman að liverj- um stað er eitt meginskilyrði heildarútlitsins, sem mjög verður að vanda. Mörg húsanna eða flest, munu þó ekki verða veruleg- ur Þrándur í Götu þegar frá líður, því flest þeirra eru mjög gömul timburhús, sem víkja smátt og smátt fyrir öðrum nýrri og fullkomnari, byggð- um skv. þeim markalínum, sem skipulagið gerir ráð fyrir. Ég tel- að Skipulagsnefnd- inni hafi tekist vel a.ð sam- ræma svo gamalt og nýtt í Isafjarðarkaupstað, að lítilla árekstra þurfi að gæta. Bæjarstæðið er af náttúr- unnar hendi mjög takmarkað og skorðum sett. Ef kaupstað- urinn á fyrir sér að vaxa með eðlilegri þróun, þá má segja að horfi til nokkurra vand- ræða um nauðsynlegt bygging- arland. Hefir bæjárstjórnin því tek- ið upp þá ráðabreytni að beina óhuga manna að ræktunar- löndum inn með Eyrarhlíðf sem liggur einkar vel við sjólfu kaupstaðarlandinu. Þessi nýbreytni er sjálfsögð og mjög æskileg. Hin síðari ár er það eitt mesta áhugamál þeirra, sem stjórna borgum og bæjum, að skapa skilyrði fyrir hæfilega stórum garðalöndum, við útjaðra bæjanna, í mátu- legri fjarlægð frá þéttbýlinu og skarkala þess, þar sem íbú- unum gefst kostur þess að stunda heilbrigð útistörf í skauti náttúrunnar, og reisa þar jafnframt lúbýli sín eftir fyrir fram gerðu skipulags- kerfi. Eyrarhliðin skapar óvenju góð skilyrði fyrir slíkum rækt- unarlöndum, sem tekið getur móti talsverðri íbúaaukningu kaupstaðarins. ★ Að mínum dómi hefir á Isa- firði tekist vel um hverfaskipt- ingu milli athafnasvæða, svo sem útvegs og iðnaðar gagn- vart íbúðar og verzlunargöt- um. Einnig er prýðilega séð fyrir því, sem á ensku er nefnt

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.