Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 4
152 VESTURLAND „civic center“, eða kjarna bæjarins, þar sem helstu opin- berar byggingar eru staðsettar, við torg eða opin svæði i mið- biki bæjanna. Einnig má telja að bygg- inganefnd staðarins hafi heppnast vel að samræma byggingarlag við liinar njrri götur, en það er fullvíst, að hægt er að eyðileggja hinn bezta skipulagsuppdrátt með óvandvirkni og smekkleysum í framkvæmdinni. Er því afar nauðsynlegt að rasa þar hvergi um ráð fram, og efla náið samstarf milli bygginganefnda og Skipulagsnefndar. ★ Skipulagsmálin eru svo marg- þætt, að þeim verða aldrei gerð skil í stuttum blaðagrein- um, svo að gagni sé. Eru því þessar hugleiðingar aðeins ætl- aðar til þess að vekja athygli á mikilvægi þessara mála. Án skilnings landsmanna yfirleitt á þýðingu byggingar- og skipulagsmálanna, verður aldrei úr þeim Ieyst svo við- unandi sé, hversu fróð og vel- viljuð, sem stjórn slíkra mála kann að vera. Ef landsmenn skilja að þeir hafi naumast ráð á því að láta vaða á súðum í þessum efnum, eða láta dutlunga líðandi stundar setja mark sitt á byggð vora til sjávar og sveita, þá er fyrsta skilyrðið fengið fyrir því að Island verði vel og skipulega byggt. Og að því skyldu allir gæta, að þegar byggðir eru mannabústaðir úr varanlegu efni, þá er ekki ein- ungis byggt fyrir nútíð, heldur fyrir langa framtíð, og hér hjá oss er til þess varið gífurlegu fé úr takmörkuðum sjóði. Fortíð og framtíð hafa skyld- ur hvor við aðra, og þá ekki sízt í byggihgarmálum. Það er víst að framtíðin mun verða nútímamönnum þakklát, ef þeir byggja í anda síns eigin tima með fyllstu vandvirkni, en þó með framtíðina ætíð í huga. Hörður Bjarnason. Úr bæ og byggð Seljalandsvegurinn. Þýðviðri og snjóeyður að undanförnu hafa ,nú aftur gjört veginn svo ógreiðfæran að til vandræða horfir með alla umferð u'm hann. Þótt snjór og klaki hafi í haust og vetur á tímabilum bezt sléttað veginn þá eru ])að hvorki ein- hlítar né varanlegar vegabæt- ur. En tíðum veðrabrigðum klaka og þýðviðra vinnst nú sýnilega vel á með að hola og sprengja veginn til svo stóri’a skemmda að áður en langt um líður hlýtur hann að verða al- gjörlega ófær öllum ökutækj- um. Slíkt má þó ekki henda og óráðlegt virðist reyndar að Kveðja til Torfa Hjartarsonar Eftirfarandi kveðjuorð í ljóðum, til Torfa Hjartar- sónar og konu hans, hefur séra Jónmundur Halldórs- son sýslunefndarmaður á Stað, sent ritstj. Birtist með því stuttur formáli frá höfundi ljóðsins. „Hefðum við náð saman, vinur, og getað kvatt sýslumannshjónin, var ég að liugsa um að fá þig til að kveða þetta við raust“: Það er til saga um Fróða-frið á fornum betju-dögum, með vaxtar-rými, gullsins grið og gengi á þj óðar-Iögum. Nú grenjar vargöld grát-blóðug og grandar mannlífs-högum--------- En okkar sýsla á „Torfa-tug“ í tímans héraðs-sögum. Það fer ineð Torfa friðar-ljós á fremstu víglínunni, er verpur geisla á rós við rós í réttar framkvæmdinni, þar heyra allir lijartað slá í helgi lífsins dóma, og finna, skilja, fagna’ og sjá: hans frægð í skærum ljóma. Vér árnum hjónum yndis-arðs og allra góðrá daga, og fögnum nýjum skildi skarðs í skjóli friðar-laga. Það hallar sumri, sæmdar spor og sælustundin geymist — Og Torfa-sumar, Torfa-vor ei tveimur sýslum gleymist. Jónmundur Halldórsson. lengur megi spara veginum góðan ofaníburð til sléttunar áður en veðrabrygði og vetrar- umferð ljúka alveg við að gjöra hann ófæran. Rafveitan í Engidal. Ennþá er unnið að Rafveit- unni í Engidal, við undirbún- ing Nónvatnsvirkjunarinnar. Um s. 1. mánaðamót komu loks þeir 1400 metrar, sem á vantaði alla pípulengdina millum Nónvatns og Rafstöðv- arinnar. Siðan rörin komu hefur stöðugt verið unnið að niðurlagningu þeirra og er það verk nú vel hálfnað eða um 600 metra röralengd — um og ofan fjallsbrúnar — en ó- niðursett. Ekki verður lokið við að moka ofan á samskeyti röranna fyr en ef.tir að vatni hefur verið hleypt á leiðsluna alla til að sjá ef leki kynni einhver að vera á samskeyt- um röranna. Um 20 verkamenn vinna að þessu og má vænta að verkið verði að vetrarlagi i skamm- degi all drjúgum mun dýrar en ella hefði getað orðið ef rörin hefðu fyr fengist til stað- arins. Þó veðráttan að undan- förnu hafi verið umhleypinga- söm þá hafa þó hvorki snjóar né kuldi tafið verkið meira en vænta má hér að vetrarlagi. Ef veðráttan leyfir eða ekki tefur mjög vinnu er talið lík- legt að þessu verki verði lokið i næsta mánuði. Fiskafli hefur verið ágætur allt sem liðið er þessa mánaðar. Sjó- gæftir snemma í mánuðinum á tímabili betri en lengi áður — en nú aftur s. 1. viku stopular. Komnir heim. Alþingismennirnir Sigurður Bjarnason og Finnur Jónsson, Matthías Bjarnason framkv.- stjóri og fleira fólk, kom til bæjarins í fyrri nótt með varð- skipinu Ægir frá Reykjavik. Fimmtug er i dag frú Gertrud Hásler hér í bænum. Fimmtugur: Jón Magdal Jónsson bóndi í Engidal. . Fimmtugur varð 14. þ. m. Jón Magdal Jónsson bóndi i Engidal. I tilefni þess heim- sóttu hann frændur og vinir til að árna honum hamingju- óska. Við' þessi timamót í lífi Jóns Magdals gæti verið hug- stætt efni að líta um öxl og svipast lítilháttar um hvað lið- ið er. Jón Magdal á sterk ítök í liugum svo margra samtíðar- manna sinna er öll eru mjög samfelld um, að starfið, dugn- aðurinn og hugprýðin eiga virkilega öndvegið þar sem hann fer. Jörð sína hefir liann bætt og prýtt og byggt upp öll hús úr steinsteypu og situr nú að snotru og góðu búi sínu mitt í framfarahug athafnalífsins, má því ætla að hér sé ekki staðar numið, nei, Jón Mag- dal leggur ekki árar í bát í fullu fjöri lífsins. Vart verður sagt að vegur- inn bafi legið beinn og greiður framundan hjá Jóni Magdal og konu hans, ýmsar torfærur hafa mætt þeim á lifsleiðinni, er þau hafa þokað til hliðar með einbeittum hug og á- kveðnum vilja, og ekki látið bugast þótt á liafi reynt, held- ur staðið ötul hlið við hlið og unnið í kyrþey að settu marki. Skapgerð Jóns Magdal er nær sérstæð, vill haiin öllum og alstaðar rétta hjálparhönd, enda þótt hann sýnist hafa ærið að starfa fyrir sjálfan sig og sína, og ekki er kunnugt að hann eigi nokkurn mót- stöðumann né nokkur maður hyggi illt til hans. íms opinber störf hefir hann ineð höndum er liann jafnan rækir með samvizku- semi og trúmennsku. Jón Magdal er giftur Krist- ínu Magnúsdóttur, Engidal, hinni mætustu konu og hefir þeim orðið 6 barna auðið, er flest eru nú á legg komin. Jón Magdal er enginn yfir- borðsmaður, allt slíkt er hon- um fjærri skapi. Starfið í raun og sannleika metur hann að verðleikum. Það gat verið Iivatning fyrir unga og hrausta menn að sjá handtökin hans Magdals á léttasta skeiði lífs- ins og er raunar enn þann dag í dag, væri í sannleika ekki ofmælt, að ætti þjóðfélagið marga slíka drengi væri því vel borgið. Heill fylgi framtíð ykkar. P. Jt. GLEÐILEG JÖL ! FARSÆLT NtTT ÁR ! Sjálfstæðisfélag Isfiiðinga.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.