Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.05.1944, Blaðsíða 3

Vesturland - 20.05.1944, Blaðsíða 3
VESTURLAND 71 Sextugur: Júlíus Geirmundsson Atlastöðum. Sextugur varð þ. 16. þ. m. Júlí- us Geirmundsson bóndi á Atla- stöðum í Fljótavík. Július er fæddur í Stakkadal í Aðalvík en hefur búið allan sinn búskap á Atlastöðum. Hefur hann búið þar hart nær 40 ár. Júlíus Geirmundsson er harðduglegur maður en hefur þrátt fyrir örðugar aðstæður í einni afskektustu byggð á Is- landi, jafnan bjargast vel og séð sér og sínum vel farborða. Fljótavíkin er fiskisæl og á þeim miðum hefur Júlíus oft aflað notadrjúgs fengs. Hefur liann jafnan sótt sjó samhliða búskap sínum. Júlíus er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, ættaðri úr Stranda- sýslu. Hafa þau átt 12 börn, 6 sjrni og 6 dætur, myndarfólk, sem nú er flest uppkomið. Einn son vaxinn hafa þau misst. Júlíus Geirmundsson er kjarnamaður. Þrek hans og kjarkur er óbilandi. Hann er léttur í lund og oft spaugssam- ur í viðræðu. Vesturland óskar honum allra heilla í tilefni sextugsaf- mælisins. Vegavinnudeilunni lokið. Samkomulag hefur nú tek- ist milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambands Islands í deilu þeirri sem staðið hefur yfir s.l. þrjár vikur. Verkföllum og boðuðum samúðarverkföllum hefur ver- ið afstýrt. Férmingarbörn. Á sunnudaginn kemur verða þessi börn fermd í Isafjarðarkirkju: Piltar: Guðni Ásgeirsson. Hnífsdal. Hákon Magnússon, Hnífsdal. Halldór Benediktsson, Hnífsdal. Sigurgeir Kristjánsson, Hnífsdal. Salómon Sigurðsson, Hnífsdal. Steinþór Kr. Þorleifsson, Arnard. Torfi Ingólfsson, Hnífsdal. Þórarinn Hjörleifsson, Hnífsdal. Stúlkur: Guðrún Jónasdóttir, Hnífsdal. Hrefna Hannesdóttir, Hnífsdal. Jóna Guðrún Jónsdóttir, Hnífsd. Júlíana Ólöf Árnadóttir, Hnífsd. Ragna Finnbogadóttir, Hnífsdal. Þorgerður Sveinsdóttir, Arnardal. Guðrún Thorsteinson, Arnardal. Magnúsína Jónsdóttir, Engidal. Leiðrétting. I frásögn um 40 ára afmæli Útibús Landsbankans hér á Isafirði í síðasta blaði varð sú skekkja að innlánsfé útibúsins var talið kr. 7,348 þús. í árs- lok 1943, átti að vera kr 9,950 þús. — níu miljónir, níu hundruð og fimmtíu þúsund. Þj óðaratkvæðagreiðslan hefst kl. 10 í dag. Fréttir frá I. S. f. í apríl: Sendikennari 1. S. 1. Kjartan Bergmann er nú í Þingeyj arsýslu og heldur þar glímunámskeið. Axel Andrés- son er í Keflavík og Óskar Ágústsson er á Þórshöfn. Marg- ar beiðnir um sendikennara liggja fyrir og verður ekki hægt að sinna þeim öllum. Fulltrúar í Skíðaráð Reykjauíkur. Nýlega hafa verið skipaðir í Skiðaráð Reykjavíkur full- trúar frá tveimur félögum. Knattspyrnufélaginu Valur Jó- hannes Bergsteinsson og 1- þróttafélagi Hóskólans Gísli Ólafsson. Ný félög. Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefur sótt um upptöku i 1. S. 1. Félagsmenn eru 540 og sambandsstjóri er Björn Jónsson, Deildartungu. Er ver- ið að ganga frá smáatriðum í sambandi við upptöku U. M. F. B. í I. S. I. Æfifélagar 1. S. 1. Nýlega hefur Færeyingurinn Sámal Daviðsson frá Thors- liavn gerzt æfifélagi í 1. S. 1. og eru nú æfifélagar 280 að tölu. Námskeið fyrir dómara í frj álsum íþróttum á vegum 1. S. I. hófst í lok þessa mán- aðar og sér 1. R. R. um það, Eru þátttakendur um tuttugu. Iþróttaheimili 1. S. /. Áheit að upphæð kr 500,00 hefur oss borist til lþrótta- heimilis frá hr. Henry Aaberg, rafvirkjameistara í Reykjavík. Stjórnl. S. 1. ★ Samúel Jónsson í Garðshorni varð áttræður í fyrradag. Hann fluttist liing- að til bæjarins 1904 og hefur átt hér heima siðan. Hann er maður vinsæll og vel látinn. Iijúskapur. Þann 14. jæssa mánaðar voru gefin saman í hjónaband Fanney Sigurbaldadóttir og Bergvin Jónsson verkamaður í Reykj avík. Starfsstúlka óskast til skólastjórans í Reykjanesi frá næstu mánaða- mótum. Gott kaup. — Nánai’i upplýsinga í síma 69, Isafirði. Þakkarávarp. Oltkar innilegasta þakklæti vottum við öllum þeim, sem veitt hafa okkur stuðning með lieningagjöfum og öðru á liðnum vetri. Óskum við þeim öllum gleðilegs sumars og alls góðs. Aðalheiður Tryggvadóttir. Sigurður Sv. Guðmundsson, Hnífsdal. Ávarp frá Landsnefnd lýðveldiskosninganna. Landsnefnd kosninganna um niðurfall sambandslaga- samningsins frá 1918 og samþykkt lýðveldisstjórnarskrár Is- lands finnur sér skylt að beina til yðar, íslenzki kjósandi, þess- ari orðsending: Á þessum dögum eru komin yfir þjóð vora hin merkileg- ustu og afdrifaríkustu timamót, sem henni hafa nokkru sinni að höndum borið. Aldrei hefir þjóðinni verið jafnbrýn nauð- syn á, að sérhver fullveðja maður, karl og kona, ungur sem gamall leggist á eitt að gera skyldu sina til þess að hún fái nú endurheimt að fullu frelsi sitt og fullræði að nýju, eftir margra alda þjökun erlends valds, sem þjóðin hefir jafnan þráð að fá af sér hrundið. Alkunnugt er, hversu allur hagur þjóðarinnar hefur smám saman snúist í átt til hagsældar síðan á fyrri hluta 19. aldar, er forvígismenn vorir tóku að losa um helgreipar hins erlenda valds, og hversu loks hafðist fram viðurkenning í lok fyrri heimsstyrjaldar um rétt vorn til fullveldis, svo að oss var í sjálfsvald sett að losna úr öllum böndum eftir 25 ár, eða þegar úr árslokum 1943. Allir flokkar á Alþingi hafa síðan marglj'st yfir, að þeir ætli að nota uppsagnarréttinn, og hefir síðasta Alþingi af- greitt það mál af sinni hálfu til þjóðarinnar. Nær því öll bæjarfélög, sýslufélög og fjölmörg félagasam- bönd víðsvegar um land, svo og smá og stór félög og stofn- anir hvarvetna, hafa lýst einróma fylgi við málið. Atkvæðagreiðslan skal fram fara á öllum kjörstöðum í landinu dagana 20.—23. þessa mánaðar, og er þegar hafin fyrir þá, sem fjarverandi kunna að verða kjörstöðum sínum þessa daga, veikir eða forfallaðir á annan hátt. Nú eru úrslit málsins lögð undir atkvæði alþjóðar. Nú eru úrslitin um frelsi þjóðarinnar komin yður í hendur, ís- lenzki kjósandi, hverjum yðar um sig og öllum saman. Aldrei hefir j afnmikilvægt og þjóðheilagt mál verið lagt undir yðar atkvæði eða nokkurs íslenzks kjósanda síðan land byggðist. Nú býðst yður það háleita tækifæri, sem aldrei hefir áður boðizt og mun aldrei bjóðast framar, að þér sjálfir fáið lagt yðar mikilvæga hlut í vogarskálina til þess að ná sam- stundis því takmarki, sem þjóðin hefir þráð um aldir, en saknað og farið á mis við, illu heilli, um nær því sjö alda skeið. Ef þessi óskastund þjóðarinnar væri vanrækt nú, þá er ólíklegt að hún komi nokkru sinni aftur. Höldum því saman rakleitt að settu marki. Allir eitt. Islenzki kjósandi. I samærmi við það, sem hér er á drepið, viljum vér eindreigð beina því til yðar, að þér látið einskis ófreist- að til þess að neyta atkvæðisréttar yðar í tíma og tryggja þar með og treysta, að þjóðarþráin rætist nú á þessu vori undir hækkandi sól með stofnun hins ís- lenzka lýðveldis. Hvetjið aðra kjósendur og veitið þeim atbeina til sömu dáða. Þá mun þjóð vor mega líta með fögrum von- um og vaxandi sjálfstrausti til ókominna tíma. Munið, að stofnun lýðveldis verður að fylgja niður- felling sambandslaganna. — Gætið þess, að kjósandi að sýna samþykki sitt með því að setja merkja kross á TVEIM stöðum á atkvæðaseðlinum, ANNAN til já- kvæðis niðurfellingar sambandslagasamningsins, HINN til jákvæðis stofnun lýðveldisins. Er þá kross fyrir framan hvort já. Landsnefnd lýðveldiskosninganna. Kosningaskrifstofa lýðveldiskosninganna á Isafirði er á Uppsölum. Veitir allar upplýsingar og aðstoð. Sjálfboðaliðar gefi sig fram við skrifstofuna til aðstoðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.