Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.10.1947, Blaðsíða 1

Vesturland - 25.10.1947, Blaðsíða 1
Mistök vitamálastjórnarinnar Varðandi byggingij hafnarbakkans í Neðstakaupstað. Gjörbreytt sjónarmið, frá því sem áður hefur verið haldið fram. Lagt er til að rifinn verði upp % hluti af þeim vinnu- pöllum, sem reistir hafa verið, botnlagið á því svæði verði grafið upp og fyllt aftur í það með traustu malarlagi. Búast má við því, að ráðstafanir þessar hafi stórauk- in kostnað í för með sér, í sambandi við mannvirkjagerð þessa. Það er nú ljóst orðið að stór- kostleg mistök hafa átt sér stað í sambandi við byggingu hafnarbakkans í Neðstakaup- stað, sem sjálfságt og eðlilcgt er að almenningi sé gefinn kostur á að fá tækifæri til að kynnast til hlítar. Skal gangur þessa máls þvi rakinn hér í höfuðatriðum. Vitamálastjóri áleit, þegar hann var staddur hér í bænum 23. júní 1945, að ekki væri nauðsynlegt að taka bíirt skip- skrokkana undir Neðstakaup- staðarbryggjunni. Þvert á móti taldi hann heppilegast að inni- byrgja bæði skipskrokkana og hryggj una í uppfyllingunni. Engin athugasemd virðist hafa komið fram, hvorki frá vitamálastjóra né fyrrverandi meirihluta bæj arstjórnarinn- ar, í sambandi við athuganir og undirbúning mannvirkisins, um að botnlagið undir hafnar- bakkann væri ekki nægilega traust. Hefur því þó oftar en einu sinni verið haldið fram í Skutli, að öllum athugunum og undirbúningi í sambandi við þessa mannvirkj agerð hafi verið að fullu lokið, áður en núverandi meirihluti tók við stjórn bæjarmálanna. I sama blaði hefur því verið haldið fram, að allt efni varðandi byggingu hafnarbakkans hafi þegar verið búið að útvega. áð- ur en kratarnir glötuðu meiri- hluta valdi sínu innan hæjar- stjórnarinnar. Með öðrum orð- um, að það eina, sem fallið hafi í hlut núv. meirihl., hafi verið að framkvæma verkið. Þetta sama blað talaði þá líka á sínum tíma digurbarkalega um það, hvað núverandi meiri- hluti væri seinlátur með að hefjast handa um framkvæmd verksins. Á það var bent í síðasta tölu- blaði Vesturlands, hverjar voru ástæðurnar fyrir því, að ekki var hægt að byrj a á fram- kvæmdum fyrr en gert var. Fyrrverandi meirihluti hafði engan skilning haft á því, að leggja varð megin áherzluna á það, að fá efni í vinnupallana og tryggja að til væri á staðn- um bryggjuhamar til að reka staurana niður með í vinnu- pallana (það var misritun i síðasta blaði, að sá bryggjú- hamar ætti að notast til þess, að reka niður með honum skúffurnar í stálþilið). Sá þáttur kratanna í þessu máli ber verlchyggni þeirra ekki fagurt vitni, en hann verður þó ekki rakinn aftur liér, að þessu sinni. En um botnlagið undir vænt- anlegum hafnarbakka er það að segja, að fyrrverandi meiri- hluta hafði ekki hugkvæmst, að það þyrfti neinnar sér- stakrar athugunar við. Hefur sennilega talið að vestfirzka „blágrýtið“ mundi bjarga þar, sem annarsstaðar. Því miður virðist vitamálastjóri hafa verið þar á sömu skoðun. En strax og vitamálastjóri ræddi við Marzelíus Bern- harðsson um að taka að sér framkvæmd verksins, spurðist Marzelíus fyrir um það, hvort lokið væri athugun á því, að nægilega öruggt botnlag væri á því svæði, sem ákveðið hefði verið að byggja hafnarbakk- ann á. Var honum gefið í skyn, að ekkert mundi við það að at- huga. Að fengnum þessum upplýs- ingum, og eftir að hafa útveg- að efni i vinnupallana, lét Marzelíus byrja á því að reka niður staura i vinnupallana. En eftir að reknir höfðu verið niður tveir fyrstu staurarnir, kom þeim Marzelíusi og bæj- arverkfræðingi saman um það, að botnlagið mundi ekki svo öruggt sem æskilegt væri. Gerði Marzelíus þá þegar vita- málastjórninni aðvart og lagði jafnframt til, að lína hafnar- bakkans yrði færð innar eða nær landi en áætlað hafði vei'- ið, í trausti þess að þar væri fastari botn. Við þessari uppástungu kom það svar, að þegar væi'i búið að ákveða hvar járnþilið skyldi niður sett og þar skyldi það standa, en hvergi annars- staðar, og væri því ekki annað fyrir hendi en halda verkinu áfram, á þann hátt senx hyrjað hefði vei’ið á því. Var siðan smíði verkpallanna haldið á- frarn, en Marzelíus ítrekaði jafnframt þá ósk sína, að at- hugun færi fram á botnlagi hafnarbakkans. Varð það loks úr, eftir að lokið var að fullu smíði verk- pallanna og byrjað var á að ramma niður járnþilið, að vitamálastjóri sendi liingað yei'kfræðing, Albert Kindt að nafni, til að rannsaka botn- lagið við hafnarbakkann. Komst verkfræðingur þessi að þeirri niðurstöðu, að botnlagið væi’i mjög lélegt á kafla, eða nánara til tekið á ca. 60—80 m. svæði fyrir frarnan syðri hluta görnlu bi-yggj unnai'. Þessi at- hugun fór fram eftir miðjan september s. 1. og gaf verk- fræðingurinn hafnai’nefnd* skýrslu af athugunum sínum á fundi nefndarinnar 23. sept. sl. Hvaðst hann mundi leggja at- huganir sinar fyrir vitamála- stjóra og hafa samráð við hann um þær leiðir, sem liklegastar væru til xirbóta. Þessi sami verkfræðingur mætti svo aftur á fundi háfnar- nefndar 13. okt. s. 1. og taldi hann þá að um tvær leiðir til úrbóta væri að ræða: 1. Að færa járnþilið um 60 metra norður og upp með báta- höfninni og styttist þá járnþil- ið að sarna skapi við Neðsta- kaupstaðarbryggj u. 2. Að taka upp verkpallena framan við Neðstakaupstaðai’- bryggju á um 60 metra svæði, grafa burt hið óti'austa botnlag og fylla síðan aftur með traustu malai'lagi. Síðan eru verkpallarnir byggðir aftur og járnþilið rekið niður í sörnu línu og ráðgei't hefur verið. Urn þessar leiðir til úi’bóta segir svo í fundargerð hafnar- nefndar 13. okt. s. 1. „Hafnarnefnd telur ekki ráð- legt að stytta járnþilið til suð- urs frarnan við Neðstakaup- staðarbi’yggju og leggur því til að siðari leiðin um að treysta botnlagið verði fai'in og að skipskrokkar þeii', sem nú eru þarna, vei'ði rifnir burt, en það telur Kindt nauðsynlegt. Þá samþykkir lxafnarnefnd að óska þess við vitamálastjóra, að „Gretti“ fáist nii þegar til að grafa upp hið ónýta botn- lag og fylla upp að nýju með nothæfu efni og leggur áherzlu á að báðir prammarnir fylgi skipinu". Þessi ákvörðun hafnar- Framhald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.