Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 2

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 2
2 7C°,TURLAND Sannleiksást barnakennarans Rógurinn um Isafjörð fluttur út. Jólasaga. Það er ekki oft, sem grein- ar úr Skutli eru endurprentað- ar í Alþýðublaðinu. Er enginn hissa á því, þvi blaðið er með ómerkilegustu blöðum, sem gefið er út á landinu. En fyrir jólin tókst hinum nýja rit- stjóra, Helga Hannessyni, að fá endurjirentaða eina grein eftir sig, og þá náttúrlega ekki af verri endanum, að áliti hans sjálfs. Að sjálfsögðu hefur hann valið þá ritsmíð sína, sem hann telur bezta og táknræn- asta fyrir málflutning sinn og ritsnilld. Grein, sem sé þess verð að birtast þjóðinni allri. Rangfærslur Skutuls. Skal hér drepið á nokluir atriði í grein þessari, sem sýna sannleiksást ritstjórans, sem aldrei stingur svo niður penna, að hann hrópi ekki lýgi — lýgi um málflutning annara. Þar segir m. a.: „Við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar bæjarins (þ. e. 1946 og 1947) hefur fólki verið talin trú um, að 200.000 króna hæklcun útsvara væri til greiðslu vegna kaupa togara og byggingu fiskiðj uvers“. Þetta er ekki rétl. CJtsvör hækkuðu aðeins 1946 um kr. 200 þús. vegna framlags til tog- ara. CJtsvör 1947 hækkuðu ekk- ert vegna togara. Hvorugt árið hafa þau liækk- að vegna byggingar fyrirhug- aðs fiskiðjuvers. Til þcss var áætluð lántaka bæði árin kr. 100 þús, en lán ekki tekið. Þá hefir aldrei verið áætlað fé ai' útsvörum til sjómannaskóla, heldur ráðgerð lántaka kr. 30 þús., en ekki tekið, þar eð laga- grundvöllur til byggingu sjó- mannaskóla á Vestfjörðum er ekki fyrir hendi. Þá er frá því skýrt í grein- inni, að bæjarstjóri hafi starf- að hjá E. Claessen, áður en liann réðist hingað vestur. Þetta er ekki rétt. Hann hefur aldrei starfað hjá E. Claessen. Hann starfaði hjá nefnd, sem Sigurjón Á. Ölafsson alþingis- maður var einn aðalmaður í. Gaf Sigurjón hann lausan án uppsagnarfrests, svo hann gæti tekið við starfinu hér vestra. Sýnir það vel mann- kosti Sigurjóns. En úr því, að Helgi Hannes- son finnur lijá sér hvöt til að tala, um menn, sem hafa cilt- hvað starfað hjá E. Claessen, ]iá ætti hann ekki að gleyma sjálfum sér. Verkalýðsleiðtogi á mála hjá Claessen. Allir Isfirðingar þekkja Helga Hannesson og fégræðgi hans. Hann hefur komið sér hér vel fyrir og neytt til þess flestra bragða. Hann eignað- ist bíl hér um árið — allir þekkja þá sögu. Bill þessi hef- ur gefið honum góðar tekjur, livort sem þær hafa nú ávallt verið taldar fram eða ekki. Á síðastliðnu sumri stundaði Iielgi bílkeyrslu og bílkennslu hér í bænum. Sótti hann starf- ið svo fast, að hann hafði stundum ekki tima til að mæta á bæjarstjórnarfundum vegna þessa. Bílkennsla er bæði ábata- samur og skemmtilegur starfi. Allt í einu bvarf Helgi frá þessu öllu og flaug suður. Eitt- hvað févænlegra var í boði. Jú, Helgi Hannesson formaður verkalýðsfélagsins Baldur var ráðinn sérstakur sendimaður Eggerts Claessens vegna vinnu- deilna á Norðurlandi. Hiun stóri og vamb- mikli krati fór með miklum bægslagangi af stað. Reyndi hann að splundra samtökum verkamanna m. a. með aðstoð falsskeyti, sem sögð voru frá Alþýðusambandi Islands. En allt kom fyrir ekki. Það var hljóðlátur maður, sem kom suður aftur. Hann hlaut fyrir- litningu állra góðra manna fyrir tiltæki þetta. Norður- landsreisu Helga Hannessonar munu Isfirðingar aldrei gleyma, og það veit hann bezt sjálfur. Hann ætlaði ekki að koma hingað vestur aítur, en grimm örlög völdu honum þó það hlutskipti enn um skeið. Lubbamennska. Þá er þess getið um Harald Steinþórsson, fyrv. starfsmann bæjarskrifstofunnar, að hann hafi greitt sér kaup að fullu en láðst hinsvegar að greiða út- svar sitt. Þetta er ekki rétt. Haraldur hafði að fullu lokið greiðslu á útsvari sínu áður en grein þessi birtist. Er hér um einkennileg skrif að ræða, að birta opinberlega ósannindi' um útsvarsgreiðslur eins ein- staklings,- þegar vitað er, að fjöldi manna á af ýmsum á- stæðum gjöld sín ógreidd. Má t. d. nefna Iiagalín með ógreiddan útsvarshluta frá 1946, Hannibal greiddi sitt út- svar á eftir Haraldi. Ilvað veldur svona málflutningi? Er það ómótstæðileg livöt til að fara með ósannindi og mann- skemmandi dylgjur um náung- ann ? Fégræðgi Marzelíusar og meirihlutans. Loks er „fjárplógsmennsku“ íhalds og kommúnista gcrð skil i greininni og þessi þokka- lega starfsemi skrifuð á nafn Marzelíusar Bernharðss., sem allir Isfirðingar þekkja að heiðarleik og dugnaði. Er því haldið fram að honum hafi verið falin mörg verk og stór á vegum bæj arins, svo hann gæti grætt sem mest til að styðja blöð samstarfsflokk- >a,nna. Síðan eru þessi mörgu og stóru verk talin upp i eftir- farandi röð: Efnisútvegun til húsmæðra- skóla. Smíði á lóðsbát. Bygg- ing hafnarbakkans. Sala á tré- texi lil viðgerða á Hlíðarhúsi. Og loks tilboð Marzelíusar i bíl Rafveitunnar. Þetta, eru dæmin um hina ægilegu f j árplógsmennsku Marzeliusar og meirihluta bæj- arstjórnar. Þetta skal nú at- luigað dálitið nánar. Hið sanna er: Marzelíus hel'ur ekkert le fengið greitt fyrir efnisútvegun til húsmæðraskólans. Grímur rakari þáði 27 þús. króna árs- laun fyrir svipað starf. Enginn samningur hefur verið gerður við Marzelíus um smíði lóðsbáts, svo ekki liefur hann grætt á því verki. Emil Jónsson samgöngu- málaróðherra samdi við Marz- elíus um þóknun fyrir bygg- ingu Hafnarbakkans. Ef krat- arnir á Isafirði eru óánægðir með þann samning, skulu þeir beina ásökunum sínum til jiessa ráðherra síns og leggja Iionum lífsreglur framvegis við samningagerðir um hafnar- framkvæmdir í landinu. Engin trétexplata var sett upp í Hlíðarhúsum 1946 og trétex til þess því hvorki keypt af Marzelíusi né öðrum. Marzelíus keypti ekki raf- veitubílinn og hefir því ekkert á honum grætt eða mun græða. Hvar er þá fjárplógs- mennska og fégræðgi Marzelí- usar og meirihlutans. Eru það samningskjör Emils Jónssonar um hafnarbakkann. Það er það eina, scm kemur til greina.' IJitl eru aðeins vindhögg. Níð- skrif um hafnarbakkann eru því löðrungur í andlit krata- ráðherrans, Emils Jónssonar, en ekki ádeila á meirihlutann í bæj arstj órn Isafj arðar. Málelnag j aldþrot. Svona er þá sannleikurinn í jólasögunni. Þetta er það bezta og réttasta, sem IJclgi Hannesson hefur að segja frá Isafirði. Hvernig stendur á því, að menn með réttu ráði skrifa svona. Halda þeir, að blaðales- endur á Isafirði séu fábjánar. Nei, Helgi Hannesson, svona blaðamennska er algert mál- efnagjaldþrot. Aílir sjá að svona málflutningur er ekki notaður nema af því, að ekki er hægl að beita betri rökum gegn núverandi meirihluta, og því er gripið til þess örþrifa- ráðs að veifa fremur röngu tré en öngu. Margur heldur mann af sér. Það er sagður mannlegur veikleiki að ætla öðrum ]>á á- galla, sem maður sjálfur er oí'- urseldur. Það er alkunna, að lauslátar konur og drykkfelld- ir menn dæma hart sömu á- galla í'fari náungans. Enginn maður talar eins mikið um lygar annara og fé- græðgi og Helgi Hannesson. En eins og hér hefur vei'ið sýnt fram á mun enginn mað- ur í bæjarstjórn Isafjarðar vera fégráðugri en Helgi Hannesson og enginn ritstjóri á íslandi óvandaðri í málflutn- ingi og lygnari, en hinn nýi ritstjóri Skutuls, „verkalýðs- leiðtoginn“ og sendimaður E. Claessens, Iielgi Hannesson. Bííðubros og l'agurgali barnakennarans fær ekki dul- ið bið rétta innræti hans. BIÓ ALÞYÐUHUSSINS sýnir Sunnudag ld. 9: Broshýra stúlkan (The Laughing Lady). Ensk kvikmynd. Spenn- andi skrautmynd frá dög- um frönsku stjórnarbylting- arinnar. A ð a 1 h 1 u t v e r k : Anna Ziegler Webster Booth Peter Graves Sunnudag kl. 5: Keppinautar Skemmtileg mynd úr líí'i sjómanna á Brctagncskaga og Gornvallskaga, leikin af frönskum og enskum leikur- um. Engin sýning á laugardag.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.