Vesturland


Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 3

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 3
VESTURLAND Menntaskóli á Isafirði. Framhald af 1. sfðu. heimahéruð sín og tapast þeim þá að mestu eða öllu leyti. Bæjarstjórn lítur svo á, að ódýrara ög f arsælla, muni ver-a að byggja fleiri menntaskóla og smærri heldur en 'bákn eitt mikið í Reykjavík. Hér á Isafirði er þegar til vegleg, yfirbyggð sundhöll, á- gætt bókasafn og einn glæsi- legasti íþróttasalur landsins, þá er og bærinn reiðubúinn að leggja menntaskólabyggingu til ókeypis lóð. Allt þetta mundi draga úr stofnkostnaði menntaskóla hér í bæ. Sé það rétt, að lóðin ein undir menntaskóla i Reykj avík muni kosta 5—6 miljónir króna, er greinilegt, að fyrir þá upphæð eina mætti byggja mennta- skóla bæði á Vestfjörðum og Austf j örðum. Allar stoðir, hvort heldur lit- ið er á menningargildi málsins eða fjárhagshlið þess, renna því undir það, að fyrrnefnt frumvarp nái samþykki Ál- þingis, og væntir þvi bæjar- stjórn þess, að háttvirt Alþingi verði við þeirri áskoruii henn- ar að samþykkja frumvarp þeirra Hannibajs Valdimars- sonar og Páls Zophaníassonar um menntaskóla á Vestfjörð- um og Austfjörðum". Skíðaskólinn á Seljalands- dal við ísaf jarðarkaupstað ÞAKKARÁVARP. Hjarlans þákkir til allra nær og fjær, se.m syndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu 18. okt. s. I. með velvöld- um gjöfum, heimsóknum og heillaóskaskeytum og á all- an hátt gerðu mér daginn óglegmanlegan. Guð og gæfan fylgi ykkur æfinlega. Kjós, Grunnavíkurhreppi, 18. nóv. 1947. Hagnlieiður 1. Jónsdótlir. I---------........____rr,rrr.r......, ,,,,.^_____,_____r r - - - - -1 Þókkum auðsýnda hlutlekningu og samúð við andlát og jarðarför barnsins okkar, Selmu. Guð blessi ykkur oll. Hnífsdal, 19. janúar 1948. María Friðriksdóttir Vernharð Jósefsson c_^ Jörð til sölu Tækifærisverð. Jörðin Bæir I. i Snæf j állahrepp'i í'æst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er nýtt steinsteypt íbúðarhús, l'jós l'yrir 6 naut- gripi, áburðargeymsla, þVaggryfja og heyhlaða fyrir 200 hesta — allt sambyggt úr steinsteypu. Ennfremur fjárhús l'yrir 100 fjár og hesthús í'yrir 6 hesta, sambyggt með heyhlöðu l'yrir um 200 hesta. Tún og engjar girt. Bryggja, sem póstbáturinn getur afgreitt sig við. Jörðinni fylgja 20 ær. * Leiga á jörðinni getur komið til mála. Allar nánari upplýs- ingar gefur eigandi jarðarinnar, Sigurður Ölai'sson, Bæjum, eða Öskar Sigurðsson, Fjarðarstræti 29, Isafiði. Jörð til sölu. 12 hundruð í jörðinni Bæjuin, Snæfjallahreppi er til sölu nú þegar. Túnið er mest allt véltækt, gefur af sér um 400 hestburði af töðu, miklar útengjar og mótekja. Ibúðarhús í góðu standi, byggt 1930. Peningshús úr stcini l'yrir 8 kýr, 8 hesta, 150 fjár, haughús, safnþró, súrheysgi'yfja og 2 þurheyshlöður, alll úr steini með járnþaki, steiptir kjallarar undir fjárhusum. 2 útihús úr steini. Bryggja og sími á staðnum. Semja ber fyrir marzlok við Kjartan Halldórsson, Hrannar- götu 6, Isaf'irði, sem géfur nánari upplýsingar. Þegar striðið skall á 1939 og leiðir lokuðust til námis í Sví- þjóð og Noregi, og ekki var hægt að fá skíðakennara utan- lands frá, þá fóru nokkrir á- hugamenn um skíðaíþróttir á Isafirði að hugsa um að stofna skiðaskóla. Þessi ætlun þeirra varð að veruleika í þorralok 1943 Skólanum var komið fyrir í skíðaskála Skíðafélags Isa- fjarðar á Seljalandsdal, sem er dalverpi á hjalla í 400—700 m. hæð fyrir sunnan Eyrar- fjall, en í vestur frá Skutuls- firði. — Landslag er þarna mjög breytilegt og snjóalög fram á sumar. Þeir, sem stóðu að þessari skólastofnun réðust í vegagerð af þjóðveginum meðfram Skutulsfirði og hættu eigi, þ'rátt í'yrir torfærur og bratta, fyrr en vegur var kominn upp á hjallann. Einnig éndurbættu þeir skálann. Skólastjóri og kennari skól- ans var. ráðinn hr. Guðmund- ur Hallgrímsson frá Grafar- gili i Valþjófsdal við önundar- fjörð. Guðmundur hafði ungur lært á skíðum og ávallt iðkað skíðaíþróttir. Hann hafði dval- ið í Sviþjóð við skíðanám og hafði þegar fyrir nokkra reynslu sem skíðakennari. Síð- an hefur Guðmundur véitt skólanum forstöðu. Hann fór velurinn 1945 enn á ný utan til Svíþjóðar og kynnti sér nýj - ungar í skíðakennslu og rekst- ur skiðaskóla. Naut hann hjá sænska skíðasambandinu slíkr- ar tiltrúar, að honum var trú- að fyrir að kenna á skíðánám- skeiði á vegum sambandsins. Alls hafa dvalið við nám á skólanum 42 nemendur. 1943: 4 nemendur og luku allir skíðakennaraprófi. 1944: 7 nemendur, sem allir ljúka prófi. 1945: 11 nemendur, en 5 luku prófi. 1946: 11 nemendur, þar af 3 stúlkur, 4 nemendur ljúka prófi. 1947: 9 nemendur, þar af 3 stúlkur, 3 nemendur ljúka prófi. Skólinn hefur starfað í IV2 mánuð árlega og venjulega hefur starfstimanum verið þannig fyrir komið, að nem- endur hafa verið þátttakendur í skíðavikunni um páskana. Áhrifa frá skólanum gætir þegar víða. Nemendur frá hon- um hafa blásið áhuga í skíða- iðkanir t. d. í Strandasvslu (Amgrímur Ingimundarson) á Austfjörðum (Stefán Þor- leifsson og Óskar Agústsson, en Gunnar Ólafsson var þar fyr- ir). Menn, sem eftir skóladvöl hafa vakið á sér athygli í skíða- iþróttum, eru t. d. Stefán P. Kristjónsson í Reykjavík, Ás- geir Eyjólfsson i Reykjavík. I- þróttakennarar, sem dvalið hafa á skólanum, eru Vignir Andrésson í Reykjavík, Stefán Þorleifsson frá Neskaupstað, Óskar Ágústsson við Lauga- skóla, Guttormur Sigurbjörns- son á Isafirði. Nú hefur verið ákveðið, að skólinn taki til starfa í febrúar og starfi i \y<i mánuð. Skálinn hefur verið endur- bættúr, t. d. hefur hann verið ráflýstur, olíukynntum ofnum komið fyrir í öllum herbergj- um og sum herbergjanna ver- ið einangruð betur. Nógar birgðir af olíu og kol- um eru þegar komnar til skál- ans. Hvert íþrótta- og ungmenna- félag á landinu ætti að kapp- kosta að senda nemendur til náms á skólann, svo að á hverjum tíma eigi hvert félag einhvern félagsmann, sem kann að leiðbeina um skíða- íþróttir. Sum félög hafa þegar gert þetta og má þar til nefna glímufélagið Ármann í Reykjavík og Iþi-óttafélag Reykj avíkur. Kennurum við skóla var boðin þátttaka i skíðanámi i júnímánuði 1947, en úr þessu námskeiði varð ekki, vegna ó- nógrar þátttöku. Mun verða reynt að koma á sliku náms- skeiði á komandi vori og er þá vonandi að kennarar og aðrir notfæri sér þetta námsskeið til þess að auka kunnáttu sína og getu á skíðum og eins til hress- ingar. Dvöl á skólanum HV2 mán- uð kostar um kr. 600,00 jfæði, viðlega og kennsla). Fræðslumálaskrif'stofan Iþróttafulltrúi. -----------0----------- Gullbrúðkaup. Þann 13. janúar s. 1. áttu þau hjónin frú Astríður Ebenes- ersdóttir og Halldór Ölafsson múrarameistari Sólgötu 5 fimmtíu ára hjúskaparafmæli. Þau hafa bæði komið mikið við félagsmálasögu þessa bæj- arfélags um áratugi, og jafn- an notið almennra vinsælda og virðingar samborgara sinna.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.