Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 4

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurður Bjarnason frá Vigur Sigurtjur Halldórsson Skrifstofa Uppsöium Sími 193. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðsla: Ilafnarstræti 14 (Uppsalir) Framtakssemi en ekki ílaustur, Alþingi var búið að sitja margar vikur á rökstólum fyr- ir hátíðar, en í'á mál og engin veigamikil verið rædd þar til hlítar, enda höfðu formenn flokkanna orð á ]jví í ára- mótaskrifum sínum, livað af- köst þingsins hefðu verið lítil í samanburði við hina löngu setu þess. Því miður er þetta engin ný saga um löggjafasam- komu þjóðarinnar, þó hitt sé að vísu ckki ákjósanlegra að afgreiðsla þingmálanna fái á sig orð flausturverknaðar og flumbruskapar. Það er að vísu ekki alveg réft, að þingið hafi ekkert nauðsynjamál afgreitt fyrir jól. Síðustu dagana fyrir iiá- tiðarnar var frumvarp rikis- stjórnarinnar um ráðstafanir gegn dýrtíðinni afgreitt sem lög frá Alþingi, og hvað sem menn vilja annars um frum- varp þetta segja, þá verður það þó alltaf að teljast til stór- viðburðanna á sviði stjórnmál- anna, þar sem hér er um að ræða fystu tilraun til að stíga spor í rétta átt í þessum efn- um, frá því að dýrtíðarvanda- málin lögðu fjötra sína á at- vinnu- og viðskiptalíf okkar Is- lendinga. Hvort sú ráðstöfun reynist okkur giftusamleg eða ekki, er framtíðin ein megnug um að dæma. Hvorki tálvonir eða óvelviljaðar hrakspár fá ])ar neinu um þokað, umfram ])að, sem reynslan sjálf segir okkur til um. Nú liafa alþingismennirnir okkar átt langt og næðissamt jólafrí, og eru nú loks aftur teknir til starfa í sölum Alþing- is. Mætti það spor, sem þeir stigu í rétta átt fyrir hátíðarn- ar, verða. þeim hvatning til nýrra dáðrikra og giftusam- legra starfa fyrir land og lýð. Þjóðin krefst þess að þing- menn hennar starfi af elju og trúmennsku að velferðarmál- um hennar, en án ])ess að rasa þó um ráð fram. Við skulum vona, að þeir heri giftu til þess, að svo megi verða. -----0------ Djúpið Flótti fóiksins frá aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar. Eitt þeirra mála, sem mest- um umræðum hefir valdið manna á milli hin síðari ár, er án efa hin öra fækkun fólks i sveitum landsins og fólks- straumurinn til Reykjavíkur. Flestir virðast á einu máli um það, að þessi þróun sé allt annað en æskileg og að lita beri ó málið sem þjóðfélags- legt vandamál, sem mikið velli á að leyst verði á hagkvæman liátt. Raunar er það ekki eingöngu landbúnaðurinn, sem átt hefir í örðugleikum undanfarin ár, iivað vinnuafl snertir. Sjávar- útvegurinn hefir haft þar sömu sögu að segja. Straumur fólks- ins hel'ir þannig legið frá tveim höf uðb j argræðisvegum þ j óð- arinnar til ýmissa óarðbærra starfa fyrir þjóðina, svo sem skrifstofustarfa og verzlunar- starl'a, sem verið hala í hröð- um vexli um langt skeið og eru á góðri leið með að sliga at- vinnuvegi þjóðarinnar. Er sannarlega tími til kom- inn fyrir stjórnarvöld lands- ins, að gefa máluin þessum meiri gauin en verið hefir, ög reyna að finna leiðir til úrbóta. Fólksfækkunin við Djúp. I greinarkorni þessu ætla ég Jítillega að gera að umtalsefni þá hlið þessa máls, sem að sveitunum veit, og í enn þrengri merkingu, því héraði sem við byggjum. Djúpið okkar hel'ir sannar- lega ekki farið varhluta af fólksfækkuninni, enda ])ótt á- standið hjó okkur sé enn ekki orðið eins slæmt eins og sum- staðar annarsstaðar á landinu. Þó er nú svo komið, að mínu áliti, að full óstæða er tii að láta sér skiljast, að í fullt óefni stefnir, ef ekki verður nú þeg- ar einhver breyting á. Allmarg- ar jarðir í Djúpinu eru þegar komnar i eyði, og ekki annað sjáanlegt en fleiri komi á eft- ir, ef ráða má af líkum. Mann- fæð er mikil á lieimilum, og má víða ekkert út af bera, svo að ekki komi til vandræða. Æskan verður að þekkja sinn vitjunartíma. Hvað skal nú til ráða? 1 hvers valdi er ])að að beina ])essari þróun á æskilegri veg? Því er í raun og veru auðsvar- að. Það er æska héraðsins, sein hér verður að koma til skjal- anna. Þa,ð er algjörlega á hennar valdi, hvernig fer um okkar. byggðina við Djúpið okkar i framtíðinni. Ef unga i'ólkið, sem borið er hér og barnfætt, finnur enga hvöt hjá sér til þess að halda áfram starfi feðra sinna og mæðra, og setj- ast hér að, þá er engin von til þess að aðrir verði til þess. Þá er auðsætt hvernig fer. Ég er svo bjartsýnn að ég vona að unga fólkið þekki sinn vitj unartima, áður en það er orðið um seinan. Ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á, að okkar fagra hérað eigi eftir að henda. það ólán, að börnin, sem það hefir fóstrað, vildu ekki nýta kosti þess, og yfirgæfu það að fullu. Ég trúi því ekki að firðirnir okkar skjólsælu og dalirnir eigi eftir að tæmast af l'ólki. Þá hugsun lmgsa ég ekki til enda. Hvað væri þó orðið um hina margrómuðu ættjarðar- ást og hina „römmu taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Skilyrðin eru næg fyrir hendi. Nú kynni einhver að segja sem svo, að átthagatryggðin verði ekki látin í askana frem- ur en bókvitið. Satt er það. En er því nú í rauninni þannig farið, að okkar fagra og góða liérað, bafi ekki upp á þau náttúrugæði að bjóða, að liægt sé að lifa þar menningarlífi? Ég held að þeir séu fáir, sem treysta sér til að gefa þá játn- ingu. Hér við Djúp hafa menn löngum lifað góðu lífi, af lands- og sjávarafla, og svo gæti enn verið. Hversu mörg- um sinnum stöndum við ekki betur að vígi nú, með öll hin nýju og fullkomnu tæki, sem nú ryðja sér sem óðast til rúms. Aðstaða okkar Dj úpmanna er að ýmsu Ieyti mjög góð frá náttúrunnar hendi. Við höfum að vísu ekki ræktunarland til jafns við ])að, sem gerist í beztu sveitum landsins, ])að skal viðurkennt. En landið okkar er kjarngott og gott und- ir bú. Á flestum býlum í Djúp- inu liygg ég einnig að ræktun- armöguleikar séu það miklir, að vel megi við una þegar upp er unnið. Við búum við „gull- kistuna“ og ætti bún að geta orðið okkur gjöful, ef ])angað væri leitað lil fanga, engu síð- ur en forfeðrum okkar, ])ótt með öðrum hætti væri. Náttúran er okkur hliðholl. •Hér við Djúp erum við syo að segja lausir við þá hættu, sem stafar af eldsumbrotum og jarðskjálftum, sem nú ógna blómlegustu byggðum lands- ins. Bændunum í Fljótslilíð- inni kynni að þykj a það nokk- urs virði. Við sitjum að ágætum mark- aði fyrir afurðir okkar. Erum lausir við kálmaðk og kartöflu- sýlci að ógleymdum karakúl- pestunum, sem farið hafa her- skildi um landið undanfarin ár. Með tilliti til fjárpestanna liöfum við ])ví mikilvæga hlut- verki að gegna að endurnýja sauðfjárstofn landsmanna.. Af þessu má sjá, að skilyrðin eru að ýmsu leyti góð l'rá nátt- úrunnar liendi. Látum ekki tækifærin ónotuð. En við vitum einnig, að til þess að þessi góðu skilyrði megi nytast okkur, þarf ýmis- legt annað að koma til greina. Við þörfnumst vega, síma, brúa og ýmissa þæginda. Hvernig er nú ástandið í ])essum efnum hjá okkur? Því er ekki að leyna, að við Djúpmenn, og raunar öll sýsl- an, höfum löngum borið skarð- an hlut frá borði, hvað snertir verklegar framkvæmdir, af hálfu.hins opinbera. Þó cr nú svo komið að allmikill skriður virðist vera kominn á að hrinda. í framkvæmd ýmsum þeim málum, sem til liagsbóta mega verða fyrir héraðið, og er þar fyrst að nefna vegamál, brúar- og bryggj ugerðir og símamál. Hefir nú þegar verulegur ó- rangur náðst og full ástæða er til að ætla, að örugglega verði áfram haldið. En það, sem mestu máli skiptir er það, að héraðsbúar séu vel vakandi í þessum efnum, og láti engin tækifæri ánotuð til þess að þoka málufn sínum áfram. Islenzka moldin heimtar til sín dáðrakka og framsækna menn. I þessum málum sem öðrum hefur það heldur eigi lílið að segja að unga fólkið í héraðinu leggi hönd ó plóginn. — Það hefur úrslitaþýðingu um fram- tíð héraðsins að sú kynslóð, sem nú er í hroddi lífsins, liafi trú á möguleikum þess og vilji lielga þvi krafta sína. „Sá misskilningur, að dpg- andi Islendingar fái bezt þjón- að metnaði sínum, með því að yfirgefa átthagana og leita. að yfirborðskennduin verkefnum í þéttbýlinu, hefur gert þjóð- inni ótrúlegan skaða“. Þannig kemst nierkur stjórnmálamaður að orði í ný- útkominni hók. Á bak við þessi orð felst á-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.