Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 7

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 H. f. Eimskipafélag Islands. Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum i húsi félagsins í Reykjavík, laug- ardaginn 5. júni 1948 og hefst kl. iy2 e. h. D a g s k í' á : I. Stjórn félagsins skvrir frá hag þcss og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1947 og efnahags- reikninga með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórn- arinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tckin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, i stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda i stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs H.f. Eim- sldpafélags Islands. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngiuniða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnuni hluthafa ó skrifstofu félagsins í Reykjavík, dag- ana 2. og 3. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir um- hoð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík. Rcykjavík, 6. janúar 1948. STJÓRNIN. Hús til sölu. Tilhoð óskast í ncðri hæð á liúsi mínu Fjarðarstræti 13 Isa- firði. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum* Áskil mér rétt að taka hvaða tilboði, sem er eða hafna öllum. Jens Steindórsson. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Isafjarðar. Með lögum frá 22. desemher s. 1. er ákveðið, að Sjúkrasam- lögin skuli start'a áfram til ársloka 1948, (og þá jafnframt frest- að um sama tímá, að almannatryggingarnar taki við sjúkra- tryggingunum). Samkvæmt þvi ber öllum, sem tryggingarskyldir eru og bú- settir eru á samlagssvæðinu, að greiða iðgjöld til Sjúkrasam- lags Isafjarðar, eins og áður. Iðgjöldin eru óbreytt, 12 krónur á mánuði, þar til annað kann að verða ákveðið. Sjúkrasamlagsstjórnin mælist til þess, að sjúkrasamlagsmeð- limir greiði iðgjöldin fyrirfram fyrir nokkra mánuði í senn (t. d. 6 mánuði), þeir sem það geta. Isalirði, 9. janúar 1948. Sjúkrasamlag ísafjarðar. Auglýsíng frá verðlagsstjóra. Tilkynning til verzlana. Viðskiptanefndin vill ítreka tilkynningu verðlagsstjóra nr. 5/1943, þar sem smásöluverzlunum er gert að skyldu að verð- merkja hjá sér ájlar vörur, þannig að viðskiptamenn þeirra geti sjálfir gengið úr skugga um, hvert sé verðið á þeim. 1 smá- söluverzlunum öllum skal hanga skrá um þær vörur, sem há- marksverð er á og gildandi hámarksverðs og raunverulegs verðs getið. Skal skráin vera á stað, þar sem viðskiptamenn eiga greiðan aðgang að henni. Jafnan skal og getið verðs vöru, sem höfð er til sýnis í sýningarglugga. Þeir, sem eigi hlíta fyrirmælum auglýsingar þessarar verða tafarlaust látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Reykjavík, 7. janúar 1948. Að gefnu tilefni skal bent á að samkvæmt auglýsingu frá 31. descml)cr s. 1. eiga ALLAR iðnaðarvörur að lækka i verði um 5% frá 1. janúar s. 1. Gildir þetta um ajlar iðnaðarvörur, hvort sem verðlagseftir- litið hefur ákveðið verð á þeim eða ekki. Brot gegn þessu verða tafarlaust kærð til sekta. Reykjavík, 7. janúar 1848. Verðlagsstjórinn. Verð á kartöflum. Samkvæmt fyrirmælum ríkisstj órnarinnar hefur verð á kartöflum verið lækkað um 30% frá og með 1. þessa mánaðar og er sem hér greinir: Verðlagsstjóri. Tilkynning. Viðskiptanefnd hefur ákveðið að greiða niður verð á 1. flokks fullþurrkuðum saitfiski á. sama hátt og áður og skal því há- marksverð í smósölu verða kr. 3,15 kg. Reykjavík, 6. janúar 1948. Heildsöluverð, hver 100 kgr.: I. flokkur kr. 70,00 Urval kr. 84,00 II. flokkur kr. 59,00 Smásöluverð, hvert kgr.: I. flokkur kr. 0,88 Urval kr. 1,05 II. flokkur kr. 0,74 Reykjavík, 3. jan. 1948. Verðlagsstjórinn. Grænmetisverzlun ríkisins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.