Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.07.1948, Blaðsíða 3

Vesturland - 31.07.1948, Blaðsíða 3
t VESTURLAND 3 í skoðunum og sá vítt út yfir liið daglcga þras og deilur, sem liann oft tók nauðugur þátt í. En á einum sólbjartasta degi þessa sumars, barst fregnin um það, að hann vœri látinn í fjarlægu landi. Islenzka þjóð- in liafði misst einn þeirra manna, sem liafði unnið henni bezt og af mestum heilindum og réttsýni, en átti þó miklu verki ólokið. Þeir, sem báru gæfu til þess að kynnast hon- um og starfa með honum í lengri eða skemmri tíma, sakna sárlega vinar i stað. En minningin um vammlaust líf lians og þjóðnýt störf, mun lifa áfram með ókomnum kynslóð- um þjóðar hans, löngu eftir að hávaðinn af vopnabraki sam- tíðarinnar er dofnaður út í viddir rúnis og tíma. Sigurður Bjarnason frá Vigur. ------0------- JONiNÓTT Ljósfögur langdegisnóttin lækjanna hlustar á klið. Fossarnir la í sig þróttinn og falla með vaxandi nið. Hæglátur háf j allasvalinn heilsar frá suðrænni átt. Ljósálfar dansa um dalinn við dynjandi hljóðfæraslátt. ISLENZKA KRÓNAN Hrapar fengur — happi þá hrósar enginU sinu — skapist lengur lækkun á látúns gengi þinu. VÞEGAR SKIPT VAR UM NAFN A KAUPAKONUM Taðan má nú maðka í ljá; margur litið heyjar. Látið sjá, nú liggur á, landbúnaðarmeyj ar. Hreiðar E. Geirdal. LOFTLEIÐIR H.F. AÐALFUNDUR I Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn i Tjarnarcafé uppi mánudaginn 16. ágúst kl. 4 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthafar vitji aðgöngumiða að fundinum á skrifstofu fé- lagsins, Lækjargölu 2. LOFTLEIÐIR H.F. Laus staða Vélamann vantar að Fossárstöðinni. Laun samkvæmt launasamþykkt bæjarins. Staðan veitist frá 15. sept. n. k. Umsóknarfrestur til 15. ágúst. RAFVEITA ISAFJARÐAR Auglýsing nr. 24, 1948, frá slcðmmtunarstjóra, Viðskiplanefndin hefur samþykkt að heimila skömmtunar- skrifstofu ríkisins að veita nýja úthlutun á vinnufatnaði og vinnuskóm. Bæj ai’stj óruni og oddvitum hafa nú verið sendir sérstakir skömmtunarseðlar í þessu skyni, og eru þeir auðkenndir sem vinnufatastofn nr. 3, prentaðir með brúnum lit. Heimilt er að úthluta þessum nýju vinnufataseðlum til þeirra, sem skila vinnufatnaðarstofni nr. 2, svo og til annara, er þurfa ó sérstökum vinnul'atnaði eða vinnuskóm að halda, vegna vinnu sinnar. Um úthlutanir til þeirra, er ekki hafa í höndum vinnu- fatnaðarstol'n nr. 2, skal að öllu leyti farið eftir því, sem fyrir er lagt í auglýsingu skönnntunarstjóra nr. 21, 1947, og gilda að öðru leyti ákvæði þeirrar auglýsingar, eftir því sem við á. Heimilt er að úthluta þessum nýju vinnufatnaðarseðlum á tímabilinu frá 1. júlí til 1. nóv. 1948, og skulu þeir vera lögleg innkaupaheimild á þvi timabili. Bæjarstjórmn og oddvitum skal sérstaklega á það bent að klippa frá og halda cftir rcitunum fyrir vinnuskónum, ef þeir telja, að umesækjandinn liafi ekki brýna þörf fyrir nýja vinnu- skó á umræddu timabili. Jafnframt skal það tckið fram, að vinnufatnaðarseðlar þeir, sem auðkenndir ern scm vinnufatastofn nr. 2, prentaðir með rauðum lit, falla úr gildi sem lögleg innkaupaheimild frá og með 1. ógúst 1948. Reykjavík, 5. júlí 1948. Arður til hluthafa SKÖMMTUN ARST J ÖRI Auglýsing nr. 24, 1948, frá skðmmtunarstjóra. Á aðalfundi félagsins 5. júní, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — i arð til hlutliafa fyrir árið 1947. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta félagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga hans. Skal hluthöfum því bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af. hlutabréfum sinum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1943—1947, að báðum áruin meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga all- margir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir, sem afhentar eru gegn stofni þéim, sem festur er við hluta- bréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslumenn félagsins um land allt, svo og aðal- skrifstofan í Reykjavík, veita stofnunum viðtöku. H.f. Eimskipafélag Islands. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskönnntun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara hefur viðskiptanefndin ákveðið, að skömmtunarreiturinn í skömmtunarbók nr. 1 með áletruninni SKAMMTUR 6 skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir einu kg. af skömmtuðu smjöri á tímabilinu frá 18. júlí 1948 og þangað til annað verður auglýst. Jafnframt hefur verið ákveðið, að skömmtunarreiturinn i skömmtunarbók nr. 1 með áletruninni SKAMMTUR 5 skuli hinn 1. ágúst næstkomandi falla úr gildi sem lögleg innkaupaheimild fyrir skömmtuðu smjöri. Verða þeir, sem eiga þennan skömmt- unarreit (skammt 5) að gæta þess að nota hann fyrir 1. ágúst. Reykjavik, 17. júlí 1948. SKÖMMTUN ARST J ÖRI

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.