Vesturland

Volume

Vesturland - 11.01.1949, Page 1

Vesturland - 11.01.1949, Page 1
Bæjarstjórn telur félagsmálaráðuneytið skuldbundið til þess að veita bænum stuðning við framkvæmd áætlunar um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Samþykkir að hefja byggingu 12 nýrra íbúða. Þrír bæjarfulitrúar kratanna sátu hjá. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var s.l. miðvikudag, var samþykkt svohljóðandi tillaga frá bæjarráði: „Bæjarráð leggur til að haldið verði áfram á þessu ári framkvæmd áætlunar þeirrar, sem bæjarstjórn gerði sumarið 1946, um útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis í bænum og hlotið hefur samþykki félagsmála- ráðuneytisins. Verði í því skyni hafin bygging 12 nýrra íbúða af svipaðri gerð og þær, sem bærinn hef- ur hyggt við Fjarðarstræti og nú er að verða lokið.“ Með þessari tillögu greiddu atkvæði allir hæj arfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, þeir Sigurður Bjarnason, Sigurður Halldórsson, Marzelíus Bernharðsson og Matthías Bjarnason. Ennfremur full- trúi sósíalisla, Haraldur Guðmundsson og einn bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, Grímur Kristgeirsson. Þrír af bæjarfulltrúum kratanna, þeir Birgir Finnsson, Sverrir Guðnmndsson og Har- aldur Jónsson sátu hjá. Var tillagan þannig samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli. Útrýming heilsuspillandi húsnæðis. Eins og kunnugt er hófst nú- verandi meirihluti bæjarstjórn ar handa um það, þegar er Al- þingi hafði vorið 1946 sam- þykkt lög um opinbera aðstoð við íbúðarhúsa, byggingar í kaupstöðum og kauptúnum, að undirbúa framkvæmdir sam- kvæmt lögunum. Var i því skyni safnað skýrslum um heilsuspillandi húsnæði í bæn- um. Hafði heilbrigðisnefnd for- ystu um þá rannsókn. Leiddi hún i ljós að 26 íbúðir i bænum voru heilsuspillandi og má þó gera ráð fyrir að einhverjar hafi ekki verið athugaðar. Þá höfðu a.m.k. 6 fjölskyldur orð- ið húsnæðislausar við hinn hörmulega húsbruna á Felli er varð þá um vorið. Áætlun um byggingu 32 íbúða. Með tilliti til þessarar rann- sóknar gerði bæjarstjórn áætl- un um byggingu 32 nýrra í- búða og hlaut hún staðfestingu f élagsmálaráðuneytisins með því að ráðuneytið leyfði bæn- um að hefja byggingu 12 íbúða við Fjarðarstræti. Hlýtur að verða litið svo á að ráðuneytið hafi samþykkt áætlun bæjai’- stj órnai'innar urn byggingai’- framkvæmdir samkvæmt lög- unum þar sem það leyfði henni að hefja framkvæmd hennar og gerði engar athugasemdir við hana né rannsókn þá, sem fram fór á heilsuspillandi hús- næði. Bæjarstjórn er þessvegna í síixum fulla i'étti nú, er fyi'sta hluta áætlunar hennar, hinum 12 íbúðum við Fjarðarstræti, er að verða lokið, þegar hún samþykkir að halda franx- kvæmd hennar áfram enda þótt Alþingi liafi vorið 1948 frestað þriðja kafla umræddra laga. Engin sanngirni væri í því að svipta Isafjarðarkaup- stað, sem er eina bæjarfélagið, sem lögin hefur framkvæmt, stuðningi þeirra eftir að félags- málaráðuneytið hefur sam- þykkt framkvæmdaáætlun samkvæmt þeim. Verður því að vænta þess að ráðuneytið, sem forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stel’ánsson veitir for- stöðu, standi við skuldbinding- ar sínar gagnvart Isafjarðarbæ í þessum efnum, þannig að bæj arstjórn geti haldið áfram á- ætlun sinni um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis í hæn- um með því að hefja byggingu 12 nýrra íbúða eins og hinna glæsilegu íbúða, sem er að verða lokið við Fjarðarstræti. Hafa þær þó tafist nokkuð vegna synj unar á innflutnings- leyfum fyrir gólfdúkum, hreinlætistækjum o.fl. Þáttur kratanna í bæjar- stjórn. Ekki gátu bæjarfulltrúar kratanna, þeir Birgir og Sverr- ir setið af sér tækifæri til þess að verða sér til skammar í sambandi við umræður uni til- lögu bæjarráðs um að halda byggingarframkvæmdum á- fram, enda þótt einn flokks- manna þeirra, Grímur Krist- geirsson flytti hana. Komst Birgir m.a. þannig að orði að þessi tillaga væri flutt til þess „að koma forsætisráðherra í hobba.“ Sverrir sagði: „Ég er hissa á, Framhald á 3. síðu. Þeir vinna eið. Truman Bandarikj af orseti vinnur embættiseið sinn 20. jan. n.k., og tekur þar með formlega við æðsta embætti Bandaríkjanna. Mikil hátíða- höld eru fyrirhuguð í sam- bandi við embættistökuna. Hefjast þau með því, að Alben W. Barkley varaforseti ekur til bústaðar forsetans og síðan aka þeir saman til Capi- tol Hill. Er áætlað að 1 milj. manna muni hylla þá á Penn- sylvanía Avenue. Skönnnu fyr- ir hádegi vinna þeir embættis- eiða sína á palli, sem reistur hefur verið fyrir framan þing- höllina, að viðstöddum æðstu embættismönnum og sendi- herrum erlendra ríkja. Siðan mun Truman ávarpa þjóð sína og verður ræðu hans útvtrpað um allt landið. Albeu W. Barkley varaforseti Bandaríkjanna.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.