Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 6

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónur 20,00 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Hjakkað í sama farinu. Samkvæmt yfirlýsingum ríkisstj ómarinnar á Alþingi fyrir jólin er ráðgert að á þessu nýbyrjaða ári verði varið a.m.k. 70 miljónum króna til dýrtíðarráðstafana. Er það svipuð eða nokkru hærri upphæð en ríkissjóður mun hafa greitt á árinu 1948 til niðurgreiðslna á verði nauðsynj avara innanlands og uppbóta á útflutningsafurðir, fisk og kjöt. Þrátt fyrir þennan óhemju fjáraustur úr ríkissjóði í hít dýr- tíðarinnar getur engum dulist að dýrtíðin er stöðugt að aukast. Atvinnulífið á stöðugt erfiðara uppdráttar. Og dýrtíðin bitnar með vaxandi þunga á öllum almenningi. Rétt fyrir jólin samþykkti Alþingi tvenn lög, sem fyrst og fremst eru til þess ætluð að létta byrðum af vélbátaútgerðinni og halda dýrtíðinni i skefjum. 1 þeim fyrri er gert ráð fyrir að létt verði nokkuð skuldabyrði útvegsins vegna aflabrests á síld- veiðum. 1 hinum síðari er útgerðinni veittur gjajdfrestur á skuld- um þehn, sem hún hefur stofnað til vegna síldarútgerðar. En megin atriði hinnar nýju dýrtíðarlöggjafar er framlenging á ábyrgð þeirri, sem ríkissjóður héfur tvö s.l. ár tekið á útflutn- ingsverði bátaútvegsins og hraðfrystihúsanna. Samkvæmt hin- um nýju lögum er gert ráð fyrir óbreyttu verði. Hvorki ríkisstjórn né Alþingi mun hafa dulizt það, þrátt fyrir samþykkt þessara ráðstafana, að í þeim er lítið bjargráð. Það er fráleitt að láta sér koma til hugar að aðalatvinnuvegur þjóð- arinnar verði til lengdar rekinn með ríkisstyrkj um og uppbótar- greiðslum á afurðaverð hans. Það er hægt að hugsa sér að vöruverði innanlands megi halda niðri með greiðslum úr ríkissjóði. En frumskilyrði þess, að það sé mögulegt, er að útflutningsframleiðslan beri sig, þegar svo er komið að hana þarf að verðuppbæta úr ríkissjóði ár eftir ár er auðsætt að út í fullkomið öngþveiti og vitleysu er komið. En til þess að halda þessum ráðstöfunum, niðurgreiðslum á vöruverði innanlands og uppbótum ó afurðir bátaútvegsins verð- ur rikissjóður að leggja á háa skatta og innheimta ýms gjöld af borgurunum. Þannig hafa með hinni nýsamþykktu dýrtíðarlög- gjöf verið lögð á gjöld, sem eiga að færa ríkissjóði miljónatugi í auknum tekjum. Er þar að vísu leitast við að skattleggja óþarfa eyðslu og draga þar með úr verðþenslunni innanlands.. En sum þessara gjalda hljóta óhj ákvæmilega að leiða til aukinnar dýr- tíðar og verðþenslu. Ber þar til að nefna söluskattinn, sem hækk- aður er um helming og á að skapa rikissjóði 34 milj. kr. tekjur á þessu ári. Ennfremur hefur verið boðuð mikil hækkun benzin- skattsins og mun benzinlíterinn hækka við það upp i eina krónu. Báðir þessir skattar hljóta að auka dýrtíðina í landinu. En verzt ér'þó að mæta þeirri staðreynd að hin nýja dýrtíðar- löggjöf skapar bátaútveginum engan veginn rekstrargrundvöll þannig að við borð liggur að hann stöðvist að verulegu leyti. Ríkissjóð brestur hinsvegar bolmagn til þess að ganga lengra í stuðningi við hann. Sá sannleikur blasir þessvegna greinilegar við nú en nokkru sinni fyrr að eina leiðin til þess að tryggja rekstrargrundvöll atvinnutækj anna er raunveruleg lækkun framleiðslukostnaðar- ins. Alþingi og ríkisstjórn skilja þetta vel en ótti stjómarfor- ystunnar, Alþýðuflokksins, við kommúnista og fíflalæti þeirra, torveldar skynsamlegar aðgerðir. Þessvegna er hjakkað áfram í fari úrræðaleysisins í þessum málum. Það er sú mynd, sem blasir við augum þjóðarinnar á þessu nýbyrjaða ári. ENN FARA ÞEIR. Hver fær Undanfarið hafa margir verkamenn og sjómenn i bæn- um, sem fylgt hafa Alþýðu- flokknum að málum og sumir hverjir í fjölda ára, látið ó- spart í ljós gremju sína yfir því hvernig leiðtogar þessa flokks hafa blekkt þá hver á fætur öðrum. Þessir alþýðu- menn hafa sagt, að þeir hafi fylgt þessum flokki að málum vegna þess að þeir tx-úðu því að flokkurinn og leiðtogar þeirra vildu vinna fyrir þá, skapa þeim atvinnu, öryggi og um leið betri lífskjör, því hafa þeir talið þessa leiðtoga Al- þýðuflokksins sína velgerðai’- menn, menn sem óvallt hugs- uðu um hag fjöldans, en ekki sjálfs síns. En nú er skoðun jxessara al- þýðumanna að breytast, nú eru þeir búnir að sjá að þessir menn eru ekki þeirra menn, sem vilja berjast við hlið al- þýðufólksins í blíðu og stríðn, heldur eru þeir aðeins eigin- hagsmunamenn, sem hugsa um að korna sér í feitar stöður, þessir menn benda réttilega á, hvað hefur skeð hér á Isafirði. Haraldur Guðmundsson, hann kom sér í bankastjórastöðu og er nú forstjóri einnar fjár- sterkustu stofnunar landsins, Tryggingarstofnunar ríkisins. Vilmundur fór héðan og kom sér í landlæknisembættið. Finn ur er farinn héðan, hann er nú að verða „innkaupastjóri rík- isins,“ undanfarið hefur hann verið talinn einn bitlingasj úk- asti maðurinn á landinu, og orðið vel ágengt. Og nú er Helgi farinn, hann er bæjar- stjóiá í Hafnarfirði. Hafa menn gert sér grein fyrir hverjir það eru, sem hafa hleypt öllum þessum spekú- bita næst? löntum til vegs og virðingar? Það er alþýðufólkið í þessum bæ, sem skapað hefur þessum mönnum, þessar góðu stöður, með pólitízkum metorðum hafa þeir tyllt sér þar. Allir eru þeir nú horfnir héðan, þeir lifa í vellystingum syði-a við gnægð fj ár, um ykkur ísfirzka alþýðumenn varðar þá ekki neitt, þeim er gersamlega sama um ykkur, nema Finni, hon- urn er ekki sama, þvi hann vill nota yklcur til þess að fleyta sér inni á Alþingi, en ekki til þess að vinna að málum ykkai’, eða þessa byggðarlags í heild. Það hefur enginn Isfirðingur séð eða vitað hann gera, en hitt vita Isfirðingar að Finnur vill vera alþingismaður fyi’ir sig og þá aðstöðu sína. hefur hann notað til þess að ti’oða sér í „innkaupast j órastai’fið.“ Alþýðufólldð hér á Isafirði, er farið að þekkja þessa fals- spámenn. Það er hætt að óska þeim góðrar ferðar, það eru alltaf fleii-i og fleiri alþýðu- menn, sem fyrirlíta þá og þann flokk, — Alþýðuflokkinn — sein er ekki annað en klika fórra manna, sem nota kjós- endur sína til þess að koma sjálfum sér í feitar stöður, und- ir yfirskyni þeii’ra svívirði- legu hræsni, að þeir séu að vinna og berjast fyrir þá fá- tæku, þá menn sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Alþýðumanni, sem fylgt hefur þessum flokki í fjölda ára varð nýlega að orði: „Þess- um hræsnurum fylgi ég ekki lengur, og það fullvissi ég þá um, að margir fleiri munu gera.“ Þessi orð alþýðumanns- ins ætti allt alþýðufólk að hug- leiða. — ------—-—■—~—----—---------———— —— - Innilegustu þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför Lárúsar Jakobssonar. Aðstandendur hins látna. - ----------------------,-------------------» V élf ræðinámskeið. Ef næg þátttaka fæst hefur Fiskifélag Islands gefið kost á vélfræðinámskeiði, er hefjist fyrri hluta n. k. marzmánaðar. Þeir, sem vilja sækja námskeið þetta gefi sig fram við: Arngr. Fr. Bjaraason eða Ki-istján Jónsson frá Garðstöðum. Umsóknir verða að bei’ast fyrir 25. þ.m.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.