Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 7

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 Sigurður Bjarnason frá Vigur: • Aukin raforka og bættar samgöngur stærstu hagsmunamálin. Hugleiðing um árámót. Þrátt fyrir margvísleg vand- kvæði og örðugleika, sem steðj - að hafa að íslenzku þjóðinni á þvi ári, sem nú er að renna í skaut aldanna mun þó ársins 1948 jafnan verða minnst sem merkilegs árs í atvinnusögu Is- lendinga. Á því ári jókst út- flutningur landsmanna að verð mæti úr 290 milj. kr., sem hann var árið 1947 í um það bil 400 milj. kr. Verðmæti íslenzkra útflutningsafurða varð þannig á þessu ári 110 milj. kr. meira. en næsta ár á undan og jókst ]>annig um rúmlega 30 af liundraði. Ég dreg í efa að nokkur þjóð í Evrópu hafi aukið verð- mæti útflutningsframleiðslu sinnar svo gífurlega, sem við Islendingar höfum gert á þessu eina ári. Þessi mikla aukning útflutn- ingsframleiðslunnar er stað- reynd, sem rik ástæða er til þess að fagna. Lífskjör og öll afkoma þjóðarinnar á hverj- um tíma hlýtur að mótast af því, hve mikils hún aflar. En það er athyglisvert að þessu meti i útflutningi hcfur þjóðin náð þrátt fyrir það, að ein grein sj ávarútvegsins, síldveið- arnar, hafa brugðizt fjórða sumarið í röð. Orsök stóraukinnar útflutn- ingsframleiðslu er fyrst og fremst ein, hin stórfelda njr- sköpun atvinnulífsins undan- farin ár, aflabrögð hinna nýju togara og vélskipa ásamt vax- andi afköstum hraðfrystihús- anna og annarra fiskiðnaðar- fyrirtækja. Þáttur vélbátaútgerðar- innar. 1 þessu sambandi ber að leggja meiri áherzlu á það en gert hefur verið, hver þáttur vélbátaútgerðarinnar er í út- flutningsframleiðslunni. Það mun nú láta nærri að % hluta af verðmæti hennar sé beint og óbeint framleiðsla vélbáta- flotans og hraðfrystihúsanna. Má af því marka, hversu þýð- ingarmikið það er fyrir þjóð- arheildina að þessar greinar sjávarútvegsins séu reknar á heilbrigðum grundvelli. Þvi miður verður ekki með sanni sagt að sá grundvöllur sé fyrir hendi nú. Afkoma landbúnaðarins hef- ur á árinu verið sæmileg. .Tíð- arfar hefur yfirleitt verið hag- stætt til landsins og heyfengur víða meiri en í meðallagi þótt skortur á tilbúnum áhurði hafi valdið verulegum örðugleik- um. Bændur hafa fengið mikið af vélum, sem létt hafa mörg- um þeirra störfin og aukið ræktun vei'ulega. Mikill véla- skortur og tækja er þó í flest- um sveitum landsins. Er það eitt af nærtækustu verkefnum komandi ára að útvega margs- konar vélar til framkvæmda í þágu landbúnaðarins. Á því veltur það að verulegu leyti, hvort íslenzkur landbúnaður verður í framtíðinni þess megn ugur að sjá landsmönnum fyr- ir nauðsynlegustu matvælum og vei’a sii kjölfesta þjóðlífs- ins, sem hann vei-ður að vci*a. Áframhaldandi flótti frá land- búnaðinum væri beinn háski fyrir þjóðina. Innflutningur og skömmtun En þrátt fyrir hinn mikla út- flutning íiefur allt þetta ár ríkt hér mikill vöruskortur og all naum skömmtun margra nauðsynja almennings. Oi’sak- ir þess eru fyrst og frexnst þær, að megináherzla hefur vei’ið lögð á innflutning svokallaðra „kapítálvara“, þ.e. framleiðslu- tækja, skipa, véla, byggingai’- efnis, rekstrai*vai'a vegna at- vinnuveganna o.s.frv. Þess- vegna hafa ýmsar nauðsynjar svo sem klæðnaður, búsáhöld o.s.frv. setið á hakanunx. Um það má að sjálfsögðu deila, hversu langt rnegi ganga í niðurskui’ði innflutnings á slíkum vörum. En því vei'ður ekki með rökum mótmælt að þjóð, sem hefur af miklu kappi eflt atvinnuvegi sína hlýtur að leggja á það höfuð áherzlu að tryggja þeim rekst- ursvörur. En við íslendingar höfum s.l. 4 ár flutt inn svo mikið af nýj- xun atvinnutækjum að miklar líluir henda til þess að með aukinni útflutningsframleiðslu eigi að vera kleift að auka inn- flutning almennra neysluvara og lina nokkuð á hinni óvin- sælu skömmtun þeiri'a. Fram hjá þeirri staðreynd verður heldur ekki gengið að fram- kvæmd skömmtunarinnar og saniskonar hafta og tilskipana hefur oft borið mciri svip ó- þarfi’ar skriffinsku en íhug- aðra og rökstuddra ráðstafana. En frumskilyrði þess að hægt verði að auka innflutning al- nxennra nauðsynja vegna auk- ins útflutnings og gjaldeyris- öflunar er að atvinnutækin verði rekin á heilbrigðum grundvelli. Skip, sem liggja, í höfnum afla ekki gjajdeyris- tekna. Hraðfi'ystihús og fisk- iðjuver, sem ekki eru rekin gera það heldur ekki. Komandi ár. Við þessi áramót er það eink- um tvennt, sem máli skiptir að Islendingar freisti að gera sér Ijóst. Það er í fyrsta lagi á- standið í fjárhags- og verðlags- nxálum ])eiri’a. 1 öðru lagi að- staða og öi’yggi lands þeiri’a í hinu mikla ölduróti heinxs- st j órnmálanna. Þegar á fyi’i'a atriðið er litið verður næst komist raunveru- leikanum með því að athuga þá löggjöf, senx Alþingi sam- þykkti nú fyrir jólin unx ráð- stafanir vegna dýrtíðar og erf- iðleika alvinnuveganna. Með henni er ákveðið að hakla á- fi’anx niðui’greiðslum á verð- lagi innanlands og áhyrgðum á verði útflutningsfi’amleiðslu vélbátaútvegsins og hi’aðfx’ysti- húsanna. 1 þessu skyni er ráð- ger^. að ríkissjóður verji á ár- inu 1949 rúmum 70 íxiilj. kr. Til þess að standast þessar háu greiðslur til dýrtíðai'i'áðstafana aflar ríkissj óður sér tekna íxxeð xxýjunx slcöttunx á þjóðina. Með sunxunx þessara skatta og álagna, er vei'ið að skattleggja miður þarfa eyðslu. En með öðrunx eru lagðar nýj ar byrðar á ahxxenning. Óhj ákvæmileg af leiðingar þessax’ar skattheimtu er aukin dýrtíð í landinu. Fram hjá þessari dapurlegu staðreynd verður ekki gengið án þess að Ijúga að sjálfunx sér. Annar aðalþáttur löggjafar þeiri’ar, sem Alþingi hefur ný- lega samþykkt felur í sér ráð- stafanir vegna aflabrests á síldveiðunx. Með þeinx er reynt að hjálpa vélbátaútgerðinni yf- ir öi’ðugasta hj allann með hall- ærislánum frá ríkinu, frestun á greiðslu skulda og skulda- skilum. Vei’ður því ekki með rökurn neitað að ríkissjóður hefur íxxeð þessum sanxþykktum Al- þingis gengið eins langt og raunar miklu lengra en geta hans leyfir. Þrátt fyrir það mun það helzt vei-a í ráði útgerðai'- íxianna við Faxa'flóa og víðar unx land að hefja ekki vetrar- vertíð'iiema að fi-ekari ráðstaf- anir koixxi til. Sannleikurinn er sá að það er gjörsamlega unx tónxt mál að tala að kref j a ríkissj óð frek ari beins stuðnings við útgerð- ina. Til þess brestur hann bol- magn. Það er þessvegna þýð- ingarlaust að krefjast liærra á- byx’gðarverðs eða annarra heinna fjárfi’amlaga. Eins og nú horfir afgreiðslu fjárlaga lítur ekki út fyrir amxað en að framkvæma þui’fi stórfeldan niðui’skurð á fj árveitingum til verklegra framkvænxda í þágu atvinnulífsins, svo sem hafnai’- og lendingarbóta, vegagerða, brúarbygginga o.s.frv. Jafn- lxliða þvi að tillögur ei’u uppi um slíkan xxiðurskurð á fjár- veitingum til verklegra franx- kvæmda örlar ekki á viðleitni til þess að draga út þeim gifur- lega kostixaði, senx leiðir af stöðugi’i útþenslu ríkisbákns- ins. Ég álít að það sýndi furðu- lega glámskygni á þarfir þjóð- arinnar að stöðva verklegar fraixxkvæmdir í þágu atvinnu- lífs hennar til lands og sjávar en gera enga raunhæfa tilraun til að draga úr kostnaði við op- inberan rekstur. Slíkt má ekki henda. Ég veit að vandratað er unx vafnings- viði og skrifstofurangala ríkis- háknsins og að erfitt er að koma þar við fyrirvaralitlunx spai’naði. En það er engu að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.