Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 10

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 10
I 10 VESTURLAND Mænuveiki vart á ísafirði. Skólum lokað og samkomur bannaðar. Nú um helgina hefur orð- ið vart tveggja mænuveiki- tilfella hér í bænum. Eitt barn hefur lamast á fæti og ein kona er talin hafa tekið veikina. En það tilfelli er mjög vægt. Skólunum lokað. Bæjarfógeti ákvað í gær í samráði við settan héraðs- lækni, Kjartan Jóhannsson og heilbrigðisnefnd bæjar- ins, að skólum og Sundhöll skyldi lokað fyrst um sinn, til 18. þ. m. Ennfremur að banna all- ar opinberar samkomur sama tíma. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum f járstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristiánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. TILKYNNING tál ísfirðinga. Vegna þess að vart hefur orðið mænuveiki í bænum hef- ur verið ákveðið að loka skólum og Sundhöll og banna allar opinberar samkomur fyrst um sinn til 18. þ, m. Þetta tilkynnist hér með. Bæjarfógeti. Auglysing frá Viðskiptanefnd um yfirfærslur á námskostnaði. Viðskiptanefnd hefur nú afgreitt gj aldeyrisleyfi fyrir fyrstu 3 mánuði ársins 1949 til þeirra er lagt hafa inn vottorð um að þeir stundi viðkomandi nám. Athygli umboðsmanna nemenda skal hinsvegar vakin á því að fjölmörgum umsóknum hafa engin vottorð fylgt og verða gjaldeyrisleyfi til þeii*ra námsmanna eklci afgreitt fyrr en úr því hefur verið bætt. Reykjavík; 3. janúar 1949. VIÐSKIPTANEFNDIN. / AUGLÝSING nr. 50, Í948, frá SkiSmmtunarstjóra. Ákveðið hefur verið, að reitirnir í skömmtunarbók I, sem nú skal greina, skuli vera lögleg innkaupaheimild í tímabilinu 1. janúar til 31. marz 1949 sem hér segir: Skammtur 9 gildi fyrir % kílói af smjörlíki. Reitirnir L 2—6 (báðir meðtaldir) gildi hver fyrir 3/2 kílói af smjörlíki. Reykjavík, 31. desember 1948. SKÖMMTUN ARST J ÓRINN ísfiirðingar! Vestfirðingar! Það er sparnaður að láta binda bækur sínar í bókbandsstofu Isrúnar. Þeir, sem eiga óbundnar bækur, ættu að koma með þær sem fyrsh Prentstofan ísrún h.f. Auglýsing nr, I, 1949, frá skðmntnnarstjóra. Skömmtunarreitirnir Skammtur nr. 4 og 5 á FYRSTA SKÖMMTUNARSEÐILL 1949 gildir hvor um sig fyrir Vz kg. af skömmtuðu smjöri til 31. marz 1949, þó þannig að skammtur- inn nr. 5 gengur ekki í gildi fyrr en 15. febrúar n. k. Þær verzlanir einar, sem gert hafa fullnaðarskil á skömmt- unarreitum fyrir smjöri og skilað birgðaskýrslu, geta fengið af- greiðslu á skömmtuðu smj öri. Reykjavík, 7. janúar 1949. SKÖMMTUNARSTJÖRINN AUGLÝSING frá Viðsklptanefnd um innheimtu á dýrtiðarskatti. Með tilvísun til laga um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnu- veganna, verður dýrtíðarskattur (viðbótargjald fyrir innflujn- ingsleyfi og ferðafé) innheimtur frá 1. janúar n. k. að telja af leyfum samkvæmt 30 gr. nefndra laga. Lagagreinin hljóðar þannig: „Viðbótargjökl fyrir innflutningsleyfi skal greiða: a) af innflutningsleyfum fyrir kvikmyndum 100% af leyfis- fjárhæð. b) a,f gjaldeyrisleyfum til utanferða, öðrum en leyfum til námsmanna og sjúklinga, 75% af leyfisfjárhæð. c) af innflutningsleyfum fyrir fólksbílum 50% og af jeppa- og vörubifreiðum 25% af leyfisfjárupphæð, leyfisgjaldið mið- ast við tollmat bifreiðanna að frádregnu flutningsgjaldi og vátryggingargjaldi, ef leyfisfjárupphæð er ekki tiltekin. d) af innflutningsleyfum fyrir bifreiðavarahlutum og bifreiða- vélum 50% af leyfisf j árhæð. e) af innflutningsleyfum fyrir hjólbörðum og slöngum 25% af leyfisfjárhæð. f) af innflutningsleyfum fyrir rafmagnstækj um til heimilisnota, öðrum en eldavélum og þvottavélum, 100% af leyfisfjár- hæð en af leyfum fyrir þvottavélum 50%. Gjöld þessi skal viðskiptanefnd innheimta við afhendingu leyfanna“. Gildir *|ietta einnig um öll framlengd leyfi frá árinu 1948, sem falla undir ákvæði nefndrar lagagreinar.. Reykjavík, 29. desémber 1948. VIÐSKIPTANEFNDIN.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.