Vesturland


Vesturland - 20.01.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 20.01.1949, Blaðsíða 1
mmm _ XXVI. árgangur Isafjörður, 20. janúar 1949. 4. tölublað. Skuldlaus eign bæjarsjóðs hefur aukizt Biðst ausnar. um röskar 700 þús. krónur á árinu 1947 Á fundi bæjarstjórnar 5. janúar síðastliðinn voru samþykktir reikningar bæjarsjóðs Isaf jarðar fyrir árið 1947. Samkvæmt rekstursreikningi námu tekjur umfram gjöld kr. 717.044,98, og hafa því skuldlausar eignir bæjarsjóðs hækkað sem því nemur á árinu 1947. Bæjarstjóri, Sigurður Hall- dórsson, hafðj framsögu um reikningana á fundi bæjar- stjórnarinnar og gerði grein fyrir þeim til samanburðar við f j árhagsáætlun bæj arsj óðs fyrir árið 1947. Sagði hann, að þrátt fyrir hagkvæma niður- stöðu reikninga ársins 1947, ætti bæjarsjóður við mikla greiðsluörðugleika að búa eins og sakir stæðu, og væri þar einkum um að kenna hve inn- heimta útsvara hefði gengið treglega á árinu 1948, þar sem nú um siðustu áramót væri enn um 600 þús. krónur óinnheimt- ar af útsvörum, auk þess gerði það bæjarsjóði erfitt fyrir um greiðslur, hve treglega gengi að fá greitt frá ríkissjóði það, sem hann skuldaði bæjarsjóði í sambandi við hinar opinberu byggingar, einkum Húsmæðra- skólann og iþróttahúsið. En skuldir ríkissjóðs í sambandi við þessar byggingafram- kvæmdir nema nú röskum 700 þús. krónum. Fengist þessi skuld að fullu greidd, auk þeirra útsvara, sem enn eru útistandandi, væri ekki um til- finnanleg greiðsluvandræði að ræða hjá bæjarsjóði. Þá rakti bæjarstjóri reikn- inginn lið fyrir lið, og gerði samanburð. á honum og fjár- hagsáætlun sama árs. Fara hér á eftir helztu skýringar hans í því sambandi: . Stjórn bæjarmálefna Til stjórnar bæjarmálefna voru áætlaðar tekjumegin kr. 24.000,00 en gjaldamegin kr. 204.500,00, en reyndust sam- kvæmt reikningi: Tekjur kr. 25.046,61 og gjöld kr. 187.865,41. Mismunurinn kr. 17.681,20, stafar einkum af þvi, að i f j ár- hagsáætlun voru áætlaðar kr. 17.050,00, fyrir aukavinnu, en sem ekki kom til greiðslu á. Framf ærslumál. Til framfærslumála voru á- ætlaðar tekjumegin krónur 108.000,00 en gjaldamegin kr. 260.000,00, en tekjur reyndust samkvæmt reikningi krónur 114.869,28 og gjöld krónur 261.910,53. Vegna hins litla munar á þessum liði hvað fjár- hagsáætlun og reikning snertir, tel ég hann ekki þurfa sér- stakra skýringa við. Lýðtryggingar. Áætlaðar voru til lýðtrygg- ingar oglýðhjálpar tekjumegin kr. 142.140,00, en gjaldamegin kr. 505.360,00. Tekjur reyndust samkvæmt reikningi| krónur 143.964,46, en gjöld krónur 578.379,82. Þessi liður hefur því farið röskar 70 þús. krón- ur fram úr þvi, sem áætlað var. Stafar það einkum af því tvennu, að tillag til bygginga,- félags verkamanna kr. 51 þús. eru í reikningnum færðar und- ir þennan lið, en eru i fjárhags áætlun undir sérstökum lið rómverskum, og að iðgjöld til Almannatrygginga reyndust samkvæmt i*eikningunum kr. 13 þúsund, en til þeirra var ekkert áætlað á fjárhagsáætl- un. Þá má þess einnig geta að undir þessum lið fer Elliheim- ilið nokkuð fram úr áætlun, eða um 13 þús. krónur. Iþróttir og listir. Til iþrótta og lista voru á- ætlaðar gj aldamegin krónur 40.500,00, en reyndust sam- kvæmt reikningnum krónur 26,000,00 eða kr. 14.500,00 lægra en áætlað var. Ástæðurnar eru þær að þrjár eftirtaldar upp- hæðir voru á f j árhagsáætlun, en ekki greiddar: Til iþrótta- svæðis kr. 10 þús., til Leikfé- lags kr. 1.500,00 og í húsaleigu vegna fimleikahúss kr. 5 þús. Á móti kemur svo að greiddar voru til Skíðafélagsins krónur 2.000,00, sem ekki voru á fjár- hagsáætlun, vegna skiðabraut- arinnar i Stórurð. Menntamál. Til menntamála voru áætl- aðar tekjumegin kr. 268.750,00, en gjaldamegin kr. 637.280,00, en samkvæmt reikningnum urðu tekjur kr. 338.603,03, en gjöld kr. 646.635,90.1 sambandi við þennan lið vil ég sérstak- lega taka fram eftirfarandi: Tekjur af Sundhöll reyndust 2 þús. kr. umfram það, sem á- ætlað var, endurgreiddur var hitunarkostnaður til Sundhall- arinnar frá Bókasafni og i- þróttahúsi, samtals að upphæð kr. 56.600,00, tekjur af íþrótta- húsi reyndust kr. 19.700,00, sem ekki voru i f j árhagsáætl- un og tekj ur af Bókasafni, sem áætlaðar voru kr. 4.250,00, reyndust kr. 13.970,00. Gjalda- megin er þess að geta i sam- bandi við barnaskólann, að aukakennsla reyndist 6 þús. kr. lægri en áætlað hafði verið, viðhald húss og áhalda, sem á- ætlað hafði verið 15 þús. kr. reyndist aðeins kr. 4.600,00, 2 þús. kr., sem áætlaðar voru til ferðasjóðs, komu ekki til greiðslu og sömuleiðis 20 þús. kr., sem áætlaðar voru til kaupa á nýjum áhöldum, enn- fremur til kaupa á kvikmynda- vél kr. 3.000,00. Varðandi Gagn fræðaskólann skal þess getið, að áætlaðar eru 28 þús. kr. til viðhalds húss, áhalda og á- haldakaupa, en i sambandi við þá upphæð eru færðar á eigna- reikning kr. 48 þús., sem stafar George C. Marshall George C. Marshall, uanrik- isráðherra Bandarikjanna hef- ur beðizt lausnar og mun láta af embætti í dag. Hann er 68 ára að aldri. Hann var formað- ur herforingj aráðs Bandaríkj- anna í síðasta stríði. Marshall hefur átt við nokkra vanheilsu að striða að undanförnu og mun það vera ástæðan fyrir lausnarbeiðni hans. Við embætti hans tekur Dean Acheson, sem var að- stoðarutanríkisráðherra frá ágúst 1945 þar til i júli 1947. Aðstoðarutanríkisráðherra hans verður James E. Webb í stað Robert Lovett, sem einn- ig hefur beðizt lausnar. Talið er að utanríkismálastefna Bandaríkjanna verði óbreytt þrátt fyrir mannaskiptin. áf þvi að færð eru þar bæði árin 1946 og 47, vegna þess að láðst hafði að færa upphæð ársins 1946 á eignareikning •þess árs. Til Húsmæðraskólans voru áætlaðar kr. 26 þús. kr. en reyndust aðeins kr. 10 þús., eða 16 þús. kr. lægra en áætlað hafði verið. Til Sundhallar voru áætlaðar gjaldamegin kr. 160.000,00, en reyndist sam- Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.