Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.01.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 20.01.1949, Blaðsíða 4
w rl 8JGR® a/esa'Fwsxxft saúBFS3æs»smomi XXVI. árgangur 20. janúar 1949. 4. tölublað. Snæfjallaströnd séð frá Æðey. Ljósmynd: Kjartan Ó. Bjarnason. Á veturna blasir Snæfj allaströnd, köld og snævi þakin við augum þeirra, er búa við Djúpið, vestan vert. Á sumrin, þegar snjóa hefur leyst, verður hún hlýlegri á svipínn. Þá sveipast hún bláma vorsins og sumarsins. En hvernig sem Snæfjalla- ströndin er á litinn, er hún fögur og sérkennileg. Þessi mynd er tekin s. 1. vor og sýnir Snæfjallaströndina, séða frá Æðey. Reikningar bæjarsjóðs Framhald af 1. síSu. kvæmt reikningi kr. 236,000,00, eða 76 þús. kr. umfram áætlun. Má í því sambandi geta þess, að laun starfsfólks við Sund- höllina reyndust kr. 17.600,00 hærri en áætlað var, ljós og hiti reyndust kr. 36.700,00 hærri en áætlað var og að lok- um voru 2 þús. kr. greiddar til viðhalds áhalda, en fyrir því hafði ekkert verið áætlað. Varð andi íþróttahúsið voru greidd- ar 27 þús. kr. umfram áætlun, hinsvegar urðu gjöld í sam- bandi við Bókasafnið 21 þús. kr. lægri en áætlað hafði verið. 1 sambandi við löggæzlu voru áætlaðar tekjumegin kr. 28.500,00, en gjaldamegin kr. 116.000,00, en tekjur reyndust samkvæmt reikningnum krón- ur 28.414,35, en gjöldin krón- ur 113.297,64, og þarfnast sá liður engra sérstákra skýringa. Heilbrigðismái. Til heilbrigðismála vox-u á- ætlaðar tekjumegin krónur 30.656,00. en gjaldamegin kr- 131.600,00, en reyndust sam- kvæmt reikningnum hvað tekj- ur snertir k;\ 22.296,16, en gjöld kr. 144.870,73, eða því sem næst 22 þús. kr. umfram fjárhagsáætlun. 1 sambandi við þennan lið má geta þess, að áætlað ar voru tekjumegin kr. 10.200,00 frá sjúki'asam- lagi, sem ekki voru greiddar, en gjaldamegin voru til sorp- hreinsunar áætlaðar 32 þús. kr. en reyndust 46 þúsund kr., en hinsvegar voru ekki greiddar 2 þús. kr., sem áætlaðar voru til útrýmingar á rottum. Atvinnumál. Til atvinnumála voru áætlað að tekjumegin kr. 427.500,00, en gjaldamegin kr. 1.154.500,00 þar af 300 þús. kr., sem lán- tökuheimild, kr. 200 þús. kr. til togarakaupa og kr. 100 þús. kr. til fiskiðjuvers, en sam- kværnt reikningnum reyndist þessi liður teknamegin krónur 454.966,07, en gjaldamegin kr. 871.584,72. Varðandi þennan lið vil ég geta þess, að tekjur af Seljalandsbúi urðu 3 þús. kr. hærri en áætlað var, en gjöldin hinsvegar 15 þús. kr. lægri en áætlað var. Áætlaður hafði verið 80 þús. kr. halli af búinu, en hann reyndist sam- kvæmt þessu 18 þús. kr. minni, eða kr. 62 þiis. kr. Tekjur af Kirkj ubóli voru áætlaðar krón- ur 80.500,00, en gjöld voru á- ætluð kr. 169.500,00. Sam- kvæmt reikningnum reyndust tekjur aðeins lægri en áætlað vai’, eða kr. 77.400,00, en hins- vegar reyndust líka litgjöldin mun Iægri, eða kr. 134.700,00. Halli af Kirkjubólsbúinu var á- ætlaður kr. 89 þús. kr., en reyndist ekki nema krónur 57.300,00, eða nær 32 þús. kr. minni en áætlað var. Halli beggja búanna hefur því orðið tæpar 120 þús. kr., og er það raunar æi’in upphæð til við- bótar við önnur útgjöld bæjar- sjóðs. Til vegamála voru áætl- aðar kr. 235.900,00, en til þeirra var varið á árinu krón- um 300.000,00, og hefur því fai'ið nær 74 þús. kr. fram úr áætlun. Um þennan mismun er það helzt að segja, að laun bæjarverkfræðings og bæjai'- verkstjóra, auk ski’ifstofukostn aðar verkfx’æðings var krónur 13.500,00 hærri en áætlað var. Þá voru til Austurvegar áætlað ar kr. 15 þús., en reyndust sam- kværnt reikningi kr. 34.800,00, og hefur því faj’ið nær 20 þús. kr. fram úr áætlun. Til Selja- lands- og Hnífsdalsvegar voru áætlaðar 30 þús. kr., en til þeirra var vai-ið 50 þús. krón- ur, sá liður fer því einnig 20 þús. kr., fram úr áætlun. Til Torfness- og Hlíðai’vegar var varið 4 þús. kr. meira en áætl- að var. Ekkert hafði verið áætl að til snjómokstui’s eix til þeirra starfa var varið 29 þús. kr. Til annara gjalda var ekk- ert áætlað, en reyndust krónur 7.500,00. Þá var heldur ekki í fj árhagsáætlun neitt áætlað til Hafnarstx-ætis, Aðalstrætis og Skíðavegai’, en til þeirra var vai’ið 9 þús. kr. Aftur á nxóti var til Engj avegar áætlaðar 40 þús. kr., en til lxaxxs var á þessu ári ekki varið nema tæpum 6 þús. kr. Þá voru í áætlun 20 þús. kr. til girðingar leikvallar, en af þeirri upphæð var vax-ið til leikvallar og leikvallar- áhalda kr. 7.500,00, og er sú upphæð færð undir ýms gjöld í rekstursreikningi. Af muln- ingsgerðinni varð 30 þús. kr. halli frá því sem áætlað var og tekjur af bifreið urðu um 7 þús. kr. lægri en áætlað var. — Um aðra liði rekstursreikn- ingsins er óþarft að fjölyrða,, þar sem þeir standast að mestu leyti það sem áætlað var. Um efnahagsreikninginn er Efnahagsreikningur. það helzt að segja, að arðber- andi og seljanlegar eignir hafa hæklcað á árinu unx krónur 493.789,05, eignir til alnxenn- ingsþarfa liafa á sama tíma hækkað um lcr. 529.100,90, eða samtals xim kr. 1.022.889,95. Hinsvegar hafa skuldir á sama tínxa hækkað um krónur 305.844,97. Skuldlaus eign bæj- ai’sjóðs hefur því aukizt á ár- inu unx kr. 717.044,98, og vei’ð- ur þvi afkoma bæjai’sjóðs á ái’inu 1947 að teljast nxjög sæmileg, þegar á allt er litið. ■■■.-.O " ■ Samkomubannið framlengt. Héraðslæknir hefur ákveðið að fi’amlengja skxxli samkomu- bannið vegna mænuveikinnar xun óákveðinn tíma. Vart hefxir orðið fjögra tilfella. Veikin er væg. Aðeins einn sjúklingur hefur fengið einkenni lömxxn- a.r. Skutull hauslaus Að síðasta Skutli var hvorki ritstjóri eða ábyrgðarmaður. Hinsvegar er frá því sk>rrt, að Eyjólfur Jónsson, Mánagötxx 2, hafi séð xmx útgáfu blaðsins, sem hann hefur einnig að íxiestu skrifað sjálfur. Munu flokksmenn hans lítt fúsir að bera ábyrgð á talna- þvælu hans og soi'pski’ifum. Er það þeim til sónxa. Hjónaefni: Ungfrú Hildur Einarsdóttir (Guðfinnssonar) og Benedikt Bjarnason, Bolungai’vík. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína, ungfrú Sigrún Thorarensen, frá Flateyri og Ámi J. Auðuns, skattstjóri. Ungfrú Agnes Agnarsdóttir (Guðmundssonar, skipst j óra) og Marteinn Eyjólfsson frá Húsatóftum á Skeiðum. AHMnmnnBMMMM SKIÐAFÖLK tek að mér að tjöru- brenna skíði. Oddur Pétursson, Grænagaröi. Tilkynning Það tilkynnist hér með að verzlun Rognvaldar Jónsson- ar hefur tekið við umboði á öllum deildum vorum á Isafirði. Hefur hann því einn umboð fyrir oss þar. Símanúmer umboðsmanns eru 245 á skrifstofu í Aðal- stræti 16 og 105 heima í Smiðjugötu 11. Sjóvátryggingarfélag Islands h. f.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.