Vesturland


Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 1
aa» aHaaFnaoam ssúBFsrœsnsmxm XXVI. árgangur Isafjörður, 26. janúar 1949. 5. tölublað. Sunnukórinn 15 ára. Er taiinn bezti blandaði kóz landsins. Hefur haldið um 60 söngskemmtanir. Á sólardag Isfirðinga, 25. janúar, átti Sunnukórinn 15 ára afmæli. Var ætlunin að minnast afmælisins með fjöl- breyttum afmælisfagnaði, en vegna samkomubannsins gat ekki af því orðið. Blaðið snéri sér til formanns Sunnukórsins, Ólafs Magnús- sonar, framkvæmdastj óra, og fékk hjá honum upplýsingar um stofnun og starfsemi kórs- ins. Aðdragandi Aðdragandi að stofnun kórs- ins var sá, að Jónas Tómasson, bóksali, sem þá hafði verið organisti og söngstjóri við Isa- fj arðarkirkj u í 24 ár, kom fram með þá hugmynd „að stofna félag, sem í .framtíðinni annaðist kirkj usönginn og efndi við og við til hljómleika og samsöngva, þar sem flutt yrðu kirkjuleg tónverk." Til þessa hafði enginn fastur kirkjukór verið, en beztu söng- kraftar safnaðarins undir stj órn Jónasar, annaðist kirkj u sönginn, yfirleitt með ágætum. Er frá leið voru ýmsir ann- markar á þessu fyrirkomulagi og oft undir hælinn lagt, hve margir mættu til messu. Sókn- arnefndin fól þá þeim séra Sig- urgeir Sigurðssyni, Elíasi J. Pálssyni og Jónasi Tómassyni að reyna að endurbæta kirkju- sönginn og koma honum í fast- ara form. Sendu þeir orðsendingu til söngfólksins í bænum, aðallega þeirra sem sungið hafði í Isa- fjarðarkirkju i lengri eða skemmri tíma og boðuðu það til fundar 9. des. 1933 í fund- arsal í húsi Jónasar Tómasson- ar með kaffidrykkju á eftir á heimili hans. Á þessum fundi var eftirfarandi samþykkt, und irritað af 28 körlum og konumr „Fundur karla og kvenna, sem sungið hafa að undan- förnu í Isafjarðarkirkju, samþykkir að stofna með sér félag í því skyni að ann- ast kirkjusöng á Isafirði og jafnframt að efla sönglíf í bænum, sérstaklega með flutningi kirkjulegra tón- verka." Jafnframt var kosin undir- búningsnefnd til að semja lög fyrir félagið og ganga frá stofnun þess. Kórinn stofnaður. Nefndin boðaði svo til stofnfundar 25. jan. 1934, á sama stað og áður, og var á þeim fundi gengið frá stofnun félagsins og lögum. Nafn kórs- ins var dregið af stofndeginum, sólardag Isfirðinga, og nefndur Sunnukórinn. I fyrstu stjórn kórsins voru kosin: Séra Sigurgeir Sigurðs- son, form., Halldóra Halldórs- dóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Sigriður Jónsdóttir og María Jónsdóttir. Kórinn tók þegar til óspilltra mála með æfingar. Á ársaf- mæli kórsins var fyrsta söng- skemmtunin haldin. Næsta ár á eftir var haldin söng- skemmtun með Karlakór Isa- f j arðar. Síðan hafa jafnan verið haldnar fleiri eða færri söng- skemmtanir árlega. Á þessum 15 árum hefur Sunnukórinn haldið um 60 opinberar söng- skemmtanir, auk þess sem hann hefur frá upphafi annast kirkj usönginn við hverja ein- ustu guðþjónustu öll þessi ár. Þá hefur Sunnukórinn lagt til skemmtiatriði við flestar meiri- háttar skemmtanir og hátiða- höld hér í bænum á sama tíma. Auk alls þessa hefur kórinn ráðist í það stórvirki að sýna hér tvær óperettur, þátt úr „Meyj arskemmunni" 1944, sem sýndur var 6 sinnum og „Bláa kápan" nú siðastliðið haust, sem sj7nd var 10 sinnum, báðar við ágæta aðsókn og undirtekt- ir sýningargesta. Sunnukórinn hefur haldið uppi nokkurri söngkennslu fyr ir félaga sína. Fékk hann fyrst Sigurð Birkis, núverandi söng- málastjóra, Marinó Kristinsson og loks frú Jóhönnu Johnsen, sem annast hefur hana nokkur undanfarn ár. Sunnukórinn hefur sungið nokkuð utan Isafjarðar, t.d. i Súðavík, Bolungarvík, Beykja- nesi, Flateyri, Núpi og á Þing- eyri. Hann fór söngför til Beykjavikur 1945 og hélt þar 3 konserta við ágæta aðsókn og mikið lof. I þeirri för söng hann inn á þlötur fyrir Bikis- útvarpið og hélt konserta i Hafnarfirði, Selfossi og Vifil- stöðum. I ráði er að Sunnukórinn fari í söngför til Norðurlands- og Austurlandsins i sumar, ef mænuveikin og samkomubann- ið útiloka ekki æfingar með öllu í vetur. Sumarið 1947 heimsótti Tón- listarfélagskórinn Sunnukór- inn og hélt tvær söngskemmt- anir hér á Isafirði. Síðastliðið sumar hélt Samband vest- firzkra kóra hér söngmót og sá Sunnukórinn um móttöku að- komufólksins. Mikið starf. Af þessu sézt, að Sunnukór- inn hefur unnið mikið og merkilegt starf. Honum var í upphafi ætlað tvíþætt starf, að annast söng við guðsþjónustur í kirkjunni og efla og glæða sönglifið. Þetta hefur tekizt svo svo vel, að margir telja að söngurinn í Isafjarðarkirkju, sé einn sá fegursti og bezti kirkjusöngur í landinu og Sunnukórinn er nú talinn einn bezti, ef ekki bezti, blandaði kór landsins. Formenn kórsins hafa verið: Séra Sigurgeir Sigurðsson, bisk up, í 5 ár, Elías J. Pálsson i 8 ár og núverandi formaður, ólafur Magnússon í 2 ár. Söngstjóri hefur frá upphafi verið Jónas Tómasson, söng- stjóri, sem nú hefur verið sæmdur riddarakrossi hinnar islenzku Fálkaorðu, fyrir störf sín í þágu söngs og tónlistar. Söngstjóri og söngfélagar Sunnukórsins hafa nú á síðast- liðnum 15 árum unnið mikið og óeigingjarnt starf i því skyni að gera bæjarlífið fjöl- breyttara, fegurra og skemmti- legra. Til þessa hafa þeir varið fristundum sinum án annarra launa en gleðinnar að ljá góðu málefni lið. Þeir munu hafa fullan hug á að auka og efla þetta starf eftir þvi sem ástæð- ur leyfa. Sunnukórinn hefur af maklegleikum áunnið sér vel- vild og þakklæti bæjarbúa og hafa m.a. fjöldi manna gerst styrktarfélagar kórsins. Starf- semi Sunnukórsins hefur verið ómetanlegur fengur i skemmt- analífi bæjarbúa og er þess að vænta, að bæjarbúar styrki og efli starfsemi hans hér eftir sem hingað til. Vesturland óskar Sunnu- kórnum til hamingju með af- mælið og óskar honum giftu og gengis i nútið og framtið. Mikill maður. Hannibal Valdimarsson kom hingað til Isafjarðar rétt eftir áramótin. Ekki er blaðinu kunnugt um hvað hann var að gera hér. Gagnfræðaskólinn var lokaður og ekki haf ði hann tima til að mæta á rafveitu- stjórnarfundi. En mikið mun hafa verið starfað því hann hafði heldur ekki tima til að koma sér suður til þings á rétt- um tíma, hvorki með Esju eða Horzu, sem hér voru, ekki alls fyrir löngu. Bétt fyrir hádegi s.l. mánudag kom varðskipið Ægir upp að bæjarbryggjunni og Hannibal skaust eins og þjófur um borð, og eina varð- skip hins íslenzka lýðveldis lagði frá bryggjunni. Þess var vandlega gætt að láta hvorki Bíkisskip eða Pósthúsið hér vita um þessa ferð. Fjöldi manns beið eftir fari suður. Sauðsvartur ahnúginn má ekki troða svona miklum mönnum um tær. Þetta eru miklir og dýrir menn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.