Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónur 20,00 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) ______________________________________________________t Isafjörður og útgerðin. 1 Vestmannaeyjablaðinu Víði er skýrt frá því, að aflamagnið í Eyjum 1948 hafi verið 31 þús. smálestir og útflutningsverðmæti aflans rúmlega 30 miljónir króna. Þettaer mikil gjaldeyrisöflun, er þ'ess er gætt, að íbúar Vestmannaeyja eru um 3500 að tölu, eða um 8500 krónur á hvert mannsbarn. Ef slíkar gjaldeyris- tekjur kæmu á hvert mannsbarn í landinu væru gjaldeyristekj- úr þjóðarinnar árlega yfir 1000 miljónir í stað 400 miljónir á síðasta ári. Þá yrði vart yfir gj aldeyrisskorti kvartað. Nú er það svo að takmörk éru fyrir því, hvað hægt er að afla úr sjó og mikill hluti þjóðarinnar býr í sveitum við landbúnaðarstörf, sem skapa litlar gjaldeyristekjur, en spara þjóðinni aftur á móti mikinn gjaldeyri. Hinvegar búa við sjávarsíðuna í kaupstöðum og kauptúnum með yfir 300 íbúum um 95 þús. manns, sem aðal- lega lifa á fiskveiðum og útgerð. Ef þáttur þessara kaupstaða- og þorpsbúa væri hlutfallslega sá sami og Vestmannaeyinga hefðu gjaldeyristekjur þjóðarinnar af fiskveiðum einum átt að vera röskar 800 milj ónir króna á síðastliðnu ári. ísafjörður og Vestmanhaeyjar eiga sámmerkt í því að báðir beeirnir byggja afkomu sína nær eingöngu á fiskveiðum og útgerð. Óblíð véðrátta er óg sameiginlegt fyrir báða. Þó má segja, að möguleikar séu fyx*ir hendi um lengri útgérðartima hér en fyi*ir sunnan. Þrátt fyrir það, að gjaldeyrisöflun ísafjarðar hefði átt, miðað við Vestnxannaeyjai*, að vex*a urn 25 miljónir króna, mun hún vera nokkuð innan við 10 miljónir, eða nálega þrisvar sinnum minni. Að vísu mun bátafloti Isfirðinga vei*a hlutfallslega minúi en Vesmannaeyja og aðeins 1 togari héi*, en 4 togarar voru á ái*inu gerðir út þaðan. Við það liætist svo, að ísfirzki bátaflotinn er bundinn í höfn hálft árið eða meir. Hagur útgerðarinnar er og eftir þvi. Hún.getur engin útsvör ixorið og naumast hafið vertíð, nema bæjarábyrgð komi til. Þetta er alvarlegt íhugunarefni. Hvers vegna er hag ísfirzkrar útgerðar svo illa komið? Er skipastóllinn óhentugur? Vantar útgerðina aðstöðu í landi? Hvað vantar lil þess að útgerð verði rekin héðan til jafns við aðra útgerðarstaði landsins? Auðugushi fiskimið landsins eru hér rétt út af Isafjarðardjúpi (Halinn). Þau mið sáekja íslenzku togararnir 10 mán. ársins. Þessi mið hál’a Isfirðingar ekki getað notfært sér sem skyldi, vegna þess að skipakostur þeirra hefur verið óhentugur til veiða á þeim. Til þess að Isafjörður geti verið áfram mikill fiskveiða- bær, þarf hann áð eiga skip, sem sótt geta beztu fiskimiðin hér út af og fá aðstöðu til áð nýta aflann, sem mest og bezt í landi. Isafjörð vantar fleiri togara og það sem fyrst. Isfirzk útgerðar- fyrirtæki hafa verið mun verr sett en samskonar fyrirtæki í Vestmannaeyjum að verka og nýta afla sinn sjálf, og hafa af því hagnað. Ur þessu verður að bæta hið fyrsta. Ef útgerðin hefur ekki bolmagn til þess sjálf, sem ólíklegt er, þá verður ríkisvaldið að hlaupa undir bagga. Kjartan J. Jóliannsson læknir, flutti á Alþingi haustið 1946 frumvarp uni, að ríkið byggði fiskiðjuver á Isafirði, er útgerðarmenn gætu síðár eignast á hagkvæman hátt. Um þettá frúmvarp hefur síðan ekkert heyrzt. Þingmaður Isafjarðar, fyrverandi útgerðarstjóri, Finnur Jónsson, hafði eng- an áhuga á framgangi þéss. Hann virðist hafa, lítinn áhuga leng- ur á útgerð. Nú er hann orðinn stáírsti heildsali lándsins. Og Hannibal sér það úrræði eitt til hagsbóta fyrir Isafjörð að byggja hér menntaskóla. En fólkið i bænum veit, að hagur þess og þessa, bæjarfélags stendur og fellur með því að útgerðin blómgist og dafni sem bezt. Óskar Sigurðsson frá Bæjum: Hugleiðingar um búmál Isfirðinga. Mörg orð hafa verið töluð manna á milli og margir dóm- ar upp kveðnir, sumir vafa- laust sanngjarnir, en sumir sleggjudómar um búskap okk- ar Isfirðinga’. Það er að visu fullkomlega eðlilegt, að Isfirðingar ræði margt um þennan búskap sinn, því segja má, að hann snerti beint eða óbeint, hvert einasta mannsbarn, sem þenn- an bæ byggir. Auk þess er búskapurinn á Seljalandi og Kirkjubóli í raun og veru hinn eini atvinniirekst- ur, sem bæ j arf élagið héfur nxeð hönduni og því gott eitt um það að segja, að borgararn- ir hafi áhuga fyrir þessum rekstri og vilji að hann sé bæj- arfélaginu til sóma og íbúum bæjarins sá landstólpi sem bú- in eiga að vera. Isfirðingar búa við almenna mjólkurvöntun árið um kring og á pörtum er mj ólkurskortur inn hér mjög tilfinnanlegur. Það mætti því ætla, að Isfirð- ingar bæru mjög hlýjan liug til sinnar eigin mjólkurfram- leiðslu, og væru þakklátir bæj- aryfirvöldunum fyrir viðleitni þeirra til að bæta úr mjólkur- vöntun bæjarbúa, með bú- rekstri sínum á Seljalandi og Kirkjubóli. Svo er þó ekki, heldur er a,l- menn óánægja i bæjarbúum með búreksturinn á báðum þessunx búum og e.t.v. ekki að ástæðulausu, eins og ég mun síðar koma að. Kirk j ubólska upin. Margir hafa dæmt bæjar- yfirvöldin hart fyrir kaupin á Kirkjubóli og telja að nxeð þeim kaupum hafi bæjarfélag- inu að óþörfu verið stefnt í skuldir og fyrirsj áanlegan en óþarfan taprekstur. Ég segi hiklaust: Þetta eru sleggj udómar. Bæj aryfirvöld- in, eða þeir, sem stóðu að Kirk j ubólskaupunum eiga þvert á móti þakkir allra bæj- arbúa skyldar fyrir þau kaup og fyrir hverja þá viðleitni, sem miðar að því, að tryggja bæjarbúum meiri og öruggari nxjólk til daglegrar neyzlu. Frekar vildi ég segja, að bæj- arstjórnin hefði gert of lítið cn of mikið af jarðakaupum hér í nágrenni bæjarins. Bezt væri og eðlilegast a,ð bæjaryfirvöld- in hefðu umráðarétt yfir öllum ræktarlöndum liér í nágrenni bæjarins og að þau væru öll notuð til hins ýtrasta til mjólk urframleiðslu. Það væri þó spor í áttina, til að forða þeim, sem byggja þennan bæ frá algjöru mjólk- urhungri, ef sú gjöreyðing, sem lagt hefur í eyði fleiri og fleiri jarðir í nærliggjandi sveitum Isafj arðarkaupstaðar verður ékki stöðvuð. Hugsum okkur t.d. að bæj ar- yfirvöldin hefðu ekkert með búrekstur að gera og að það land, sem nú er í höndum bæj- arreksturs, væri rekið af nokkr uni bændum sem byggju búi sínu fyrir sig sjálfa og liöguðu búrekstrinum auðvitað í sam- ræmi við það, sem bezt borgar sig. Gerum svo ráð fyrir, að bændum þessum dytti í hug að framleiða aðeins kjöt méð því fóðri, scm nú er notað til mjólk urframleiðslu, af því að betur borgaði sig að framleiða kjot- ið en mjólþina. Um þetta helðu bæjaryfir- völdin vitanlega ekkert að segja, þar cð þau ,gætu ekki tekið sj álfsákvörðunarréttinn af bændunum á þeirra eigin j örðum. En hræddur er ég um, að á- deilur þær.um jarðakaup bæj- aryfirvaldanna, sem bæjarbú- um verður nú oft tíðrætt um, myndu þá fljótlega snúast upp i ádeilur um fyrirhyggj uleysi þeirra bæjaryfirvalda, sem létu sig það engu varða, livað framleitt væri úr skauli jarðar í næsta nágrenni bæjarins. Nei, ef réttur hugsunarhátt- ur va'ri i bæjarbúunum ættu þeir að vera stoltir af því að bærinn þeirra skuli eiga og reka tvö myndarleg kúabú og bera hlýjan hug til þess fólks, sem þar vinnur sitt jiýðingar- inikla starf í þágu alls bæjar- félagsins. Óánægja bæjarbúa. Ég sagði áður, að bæjarbúar væru yfirleitt mjög óánægðir með búrekstur bæjarins og ég hygg að ráðamenn bæjarins séu það engu síður en aðrir bæj arbúar. Því miður er þessi almenna óánægja fólksins ekki ástæðu- laus. Allir bæjarbúar vita, að bæði kúabúin eru rekin með mjög miklum og ég vil segja mjög óeðlilegum tekjuhalla. Það cr fullkomlega eðlilegt, að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.