Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 26.01.1949, Blaðsíða 4
XXVI. árgangur 26. janúar 1949. 5. tölublað. Malastj arna. Ný halastjarna, kölluð „1948“ var Ijósmynduð í nánd við stjörnuna Spica í stjörnumerkinu Virgo 10 nóvember aí' stjörnu- fræðingum í stjörnuturninum á Mount Palmor í Califafmíu. Stjörnufræðingar telja þessa nýju halastjörnu þá skærustu síðan Halleys halastjarnan sást 1910. Átta ísfirðingum boðið til Roskilde í sumar. Ókeypis uppihald á meðan dvalið verður þar í bænum. Ákveðið hefur verið að efna til keppni í skotfimi í Roskilde næsta sumar, og hefur átta Isfirðing- um verið boðin þátttaka í mótinu. Fulltrúar frá öðrum vinabæjum Isafjarðar á Norðurlöndum munu sækja mótið. Tvær myndir. Vorið 1946 voru samþ. lög á Alþingi um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis, í kaupstöð- um og kauptúnum. Meirihluti bæj arstj órnar Isaf j arðar samþ í fjárhagsáætlun, 15. febr., áð- ur en lög þessi gengu í gildi, 32 þús. kr. framlag til væntan- legrar löggj afar um þetta efni. 4—5 mán. eftir að lögin tóku gildi var byrjað að grafa fyrir stórhýsi með 12 fyrsta flokks íbúðum. Nú i vor, þremur ár- um eftir að lögin voru sett, verða þessar íbúðir væntanlega fullbúnar. Isafjörður er eini bærinn á landinu utan Reykja- víkur sem hafizt hefur handa um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis samkv. lögunum. Árið 1931 voru samþ. lög á Alþingi um verkamannabú- staði. Þáverandi meirihluti bæj arstj órnar Isafj arðar, Al- þýðuflokkurinn sveikst um að greiða lögákveðið framlag til byggingarsj óðs verkamanna skv. þeim lögum í 10 ár. Loks 1944 eða 13 árum eftir að lög- in um verkamannabústaði voru sett voru fyrstu 16 íbúð- imar fullgerðar. Flestir ef ekki allir aðrir kaupstaðir Jandsins voru þá löngu búnir að reisa fjölda verkamannabústaða. T. d. má nefna, að Hafnarfjörður er nú búinn að byggja yfir 80 íbúðir, en það er hlutfallslega miðað við íbúatölu bæjanna um þrisvar sinnum fleiri íbúð- ir, en hér á Isafirði. Ólíklegt er þó að þörfin á verkamannabú- stöðum sé meiri í Hafnarfirði. — Þétta kallar Birgir Finnsson hina raunhæfu stefnu Alþýðu- flokksins í húsnæðismálum. Þessar tvær inyndir sýna ljóslega muninn á vinnubrögð- um núverandi og fyrrverandi ráðamönnum jiessa bæjar í húsnæðismálunum. ------0------ Hannibal gleymdist? Er Alþingi kom saman til fundar 21. þ.m. var frá því skýrt í þingfréttum og innlend- um fréttum útvarpsins, að 11 nafngreindir utanbæjarþing- menn væru ókomnir til þings. Hvorug fréttin taldi Hannibal Valdimarsson, sem þá var staddur hér á Isafirði, ókom- inn til þings. Annað hvort hef- ur skrifstofa Alþingis gleymt að Hannibal væri þingmaður, eða þá að hún telur hann ekki utanbæjarþingmann, heldur húsettan Reykvíking. Er síðari skýringin mjög eðlileg, þar sem hann er fluttur með allt sitt hús og hafurtask inn í Kleppsholt. ------0------ 1 bréfi frá Roskilde, sem bæj arstjóra barst fyrir skömmu varðandi keppni í skotfimi, sem í ráði er að efna til þar í bæ nú í sumar á vegum Skot- mannasainbands Sj álands og Skotfélags Roskilde, segir á þessa leið: „Samkvæmt upplýsingum frá Norrænafélaginu höfum við fengið að vita, að Isafjörð- ur hefur nú gerzt vinabær Ros- kilde á sama hátt og Tönsberg í Noregi, Linköping í Svíþjóð og Joensuu í Finnlandi. I tilefni þessa bjóðum við Isafjörð Velkominn til vináttu- samstarfs á Norðurlöndum. Þar sein við höfum boðið skyttum frá liinum vinabæjun- um á Norðurlönduin að taka þátt í samkeppni í skotfimi, sem ákveðið hefur verið að efna til í lok j úlímánaðar sum- arið 1949 hér i Roskilde, vilj- um við hér með einnig bjóða allt að átta skotmönnum frá Isafirði að taka þátt í mótinu. Ekki hefur ennþá verið endan- lega ákveðið hvaða mánaðar- daga mótið verður haldið, en það mun yður verða tilkynnt innan skamms. Það er ætlunin að keppt verði í skotfimi á 50 m. færi (alþjóðaskotmark), á 250 m. færi (minna alþjóða skot- mark); undirbúin er á sama tíma keppni í skotfimi með skammbyssu (Grovpistol), sem íþróttafélag Iögreglunnar gengst fyrir, og væri því mjög ánægjulegt ef innan lögreglun- ar á Isafirði væru menn, sem hefðu æfingu í að skjóta í mark úr hinum mismunandi fjarlægðum. Skotkeppnin úr 250 m. fjar- Úr bæ og byggð. Steinn Leós fimmtugur. Steinn Leós, slcrifstofustjóri, átti fimmtugsafmæli 21. þ.m. Steinn hefur um langt skeið starfað við bæjarskrifstofuna og unnið þar mikið og gott starf, enda áunnið sér traust og virðingu allra, er við liann hafa skipt. Hann er með af- brigðum samvinnuþýður mað- ur, skemmtilegur og gaman- samur í daglegri umgengni. Steinn liel'ur starfað mikið í Leikfélagi Isafjarðar og leikið í mörgum hlutverkum og leyst þau prýðisvel af hendi. Hann hefur á síðustu árum þráfald- lega gegnt störfum bæjarstjóra í fjarveru hans. Vesturland óskar honum til hamingju með afmælið. Isborg kom úr 13 daga veiðiför að- faranótt mánudags 24. þ.m. með fullfermi. Hún lagði strax af stað áleiðis til Englands með aflann. Mænuveikin hefur breiðzt út. Hefur orðið vart 10—20 tilfella, þar al' nokkur með lömunareinkenni. Aðeins eitl tilfelli mun þó al- varlegt. Þeir sem fyrst fengu veikina eru á góðunr batavegi. Ekki er líklegt að samkomu- banninu verði létt af fyrst um sinn. lægð (minna alþjóða skot- mark) er framkvæmd með sænskum handbyssum með opnum hjálparmiðunum og lánum við byssur til frjálsrar afnota við skotkeppnina. Úr 50 m. fjarlægð er frjálst hvernig hyssuv eru notaðar. Þátttakend ur þurla ekki að taka með sér hyssur. Ef til vill verður einnig tæki- færi til þess að keppa í hrað- skotakeppni á 250 m. færi. I sambandi við kostnað (gist- ingu, dvöl, veizlur o.fl.) vilj- um við taka það fram, að á meðan dvalið er í Roskilde eru þátttakendur gestir okkar, og reynt mun verða, eftir ástæðum að útvega þeim gistingu á einkaheimilum." Vesturlandi er ekki kunnugt um hvort margt er hér góðra skotmanna í bænunr, enda hef- ur sú íþrótt lítið verið iðkuð hér á landi, fram til þessa, en þeir sein hefðu áhuga fyrir að fá fyllri upplýsingar í þessu sambandi, geta snúið sér tjl bæjarstjóra. Nauðsynlegt er að geta gefið ákveðin svör um þátttöku héðan, hvað mót þetta sncrtir, fyrir næskomandi mán aðarmót.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.