Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.02.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 10.02.1949, Blaðsíða 1
<3£fí® a/es&Fwzxsm 8dðsFssm$»sMmtm Isafjörður, 10. febrúar 1949. 7. tölublað. Fmnur íær nyjan bitling, Gerður að forstjóra fyrir nýju ríkis- bákni, sem á að „gera ódýr innkaup!" Takmarkalaus bitlingagræðgi kratabroddanna. Það eindæma hneyksli gerðist nýlega, að Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra skipaði Finn Jónsson forstjóra fyrir svokallaðri Innkaupastofnun ríkisins. Stofnun þessi er þannig til orðin, að þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, gerði Alþýðuflokkurinn það að einu af skilyrðum sínum fyrir þátttöku í ríkisstjórn að búin yrði til ný ríkisstofnun, sem annaðist innkaup fyrir ríkið og stofnanir þess. Mun það hafa vakað fyrir krötunum með þessari kröfu sinni að koma á vísi að íandsverzlun. 1 samræmi við þetta ákvæði stjórnarsáttmálans voru svo samþykkt lög um innkaupastofnun ríkis- ins á Alþingi árið 1947. Hefur framkvæmd þeirra verið frestað þar til nú, að Emil Jónsson og Alþýðu- flokkurinn á þingi fékk því fram komið, að hún yrði látin taka til starfa. Barátta Finns fyrir nýjum bitling. Enginn af þingmönnum krat anna mun þó hafa lagt eins mikla áherzlu á að stofnun þessi tæki sem fyrst til starfa og einmitt Finnur Jónsson. Hann er alltaf í leit 'að nýrri stöðu af því, að hann telur, að starf sitt í Fjárhagsráði muni ekki vera til frambúðar. Hann eygði nú nýja mögu- leika til þess að koma sér í varanlegan bitling. Forstjóri skyldi hann verða — og það tóksl. Viðskiptamálaráðherr- ann er krati og varð Emil Jóns- son að láta undau þrábeiðni Finns um forstj órastarf þetta, sem talið er skapa verulega möguleika til utanferða. En að slíkum ferðum þykir Finni Jónssyni meiri frami en nokkru öðru. Á að kaupa ódýrara inn Það er sagður hafa verið aðaltilgangurinn með því að setja á stofn þessa ríkisstofn- un, að skapa ríltinu og stofnun- um þessa möguleika til þess að fá ýmsar vörur með hagkvæm- ara verði. En livaða maður trúir þvi, að maður með verzlunarþekk- ingu Finns Jónssonar, geti spar að ríkinu fé með vörukaupum? Því trúir áreiðanlega enginn og ekki einu sinni Finnur sjálfur. En hann hikar samt ekki við að troða sér í þessa stöðu. Nýtt bákn Það, sem gerst hefur er það, að stofnað hefur verið nýtt skrifstofubákn og yfir það sett- ur gjörsamlega þekkingai’laus maður á því verkefni, sem stofnuninni er ætlað. Þetta nýja ríkisfyrirtæki mun á næstu árum þenjast út. Þar mun verða ungað út skrifstofu- stjórum, deildarstjórum, full- trúum og skrifurum. Auðvitað verður svona „fínt“ fyrirtæki með svona verzlunarfróðan foi’stjóra að fá a.rn.k. eina eða tvær hæðir i einhverju stór- hýsi til sinna umráða og afnota Bitlingagræðgi krata- broddanna er tak- markalaus. Enn eitt dæmi um hina tak- inarkalausu bitlingagi’æðgi kratabi’oddanna lxefur bætzt við nxörg, sem áður voru lcunn. Auðvitað munu þeir segja fólkinu, að þessi stofnun eigi að lækka vöruverð og spai-a ríldnu fé. E^n hver er sá, að hann vilji gera sig að fífli með því að trúa því, að vei’zl- unai’þekking Finns Jónssonar geti tryggt ríkinu og stofnun- um þess ódýrari vörur en þeir aðilar geta, kaupmenn og sam- vinnufyrirtæki, sem hafa ára- tuga reynslu í verzlun og við- skiptum? Afstaða Sjálfstæðis- flokksins. Vestui’land hefur aflað sér uppl. um það, að samþykkt lag anna um innkaupastofnun byggðist fyrst og fremst á því, að Alþýðuflokkurinn gerði það að skilyi’ði fyrir þátttöku í rík- isstj órn og ki’afðist þess, að það yrði tekið inn i sjálfan stjórn- arsáttmálann. Svo mikið þótti viðdiggja að útvega Finni feit- an bitling. Enda mun hann fá 14 þús. kr. árslaun í grunnkaup (42 þús. kr.), auk ríflegs ferða- kostnaðar til útlanda til „inn- kaupa“ og viðræðna við „fina“ menn. S j áll’stæðisf lokkurinn ber . enga ábyrgð á skipun Finns Jónssonar í þetta embætti. Hann hefur hinsvegar orðið að vera með í setningu laganna, vegna ákvæða stj órnarsáttmál- ans. En það er ein af afleiðing- um samsteypustjórnar, að stjórnmálaflokkar verða að kingja ýmisskonar ósóma, sem samstarfsflokkar þeirra svo fremj a. En það er óhætt að fullyrða, að Sjálfstæðismenn munu al- mennt líta á þessa embættis- veitingu sem hneyksli. Sú mun einnig vera skoðun margra annarra, i öllum flokkum. Eru Hans er oft getið í fréttum. Sumner Wells Var einn af aðalráðgjöfum Roosevelts forseta og nú Tru- mans. Hann var sendur á stríðs árunum til Moskvu til viðræðna við Stalin, og tók þátt í ráð- stefnunni á Yalta. Nýlega fannst hann nær dauða en lífi í nánd við heimili sitt, og er talið að hann hafi orðið fyrir árás. Hann hefur átt í liöggi við óamerísku nefndina, sem talið hefur hann hlynntan Rússum, eða vinsamlegum skiptum við þá. ------o------ Morðingi Gandhi dæmdur til dauða. Maðurinn sem myrti Gandhi í fyrra var i morgun dæmdur til dauða. Réttarhöldin yfir honum og aðstoðarmönnum hans hófust í maí og lauk í lok desembermánaðar. Morð Gandhi vakti á sínuni tíma viðbjóð og hrylling um allan heim. jafnvel flokksmenn Finns Jónssonar farnir að henda gam an að áfergju hans í stöður og bitlinga. Kemur það einnig fram í því að varla losnar nú svo staða í Reykjavík, að ekki sé í almæli að Finnur eigi að fá hana eða vilji að minnsta kosti fá hana.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.