Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.02.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 10.02.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónur 20,00 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) - ________________________________^-----------------1 Hvað er framundan? Aðalútflutningsverðmæti Islendinga eru sjávarafurðir, eða um 90% af öjlum útflutningi landsmanna. Gjaldeyristekjurnar byggjast því fyrst og fremst á fiskveiðunum og nýtingu aflans í landi. Talið er að bátaflotinn afli % hluta af verðmætum sjá- varafurðanna en togaraflotinn % hluta. Aflasölur togaránna hafa síðustu mánuði verið um 10—12 miljónir króna. Þess ber þó að gæta, að allverulegur hluti þeirra upphæðar fer í toll og sölukostnað og til reksturs skipanna. Svipuðu máli gegnir um bátaflotann, mikinn gjaldeyri þarf, til reksturs hans og nýtingar aflans í landi. Á þetta orðið við um alla starfrækslu. T.d. þarf landbúnaðurinn æ meiri og meiri gjaldeyri til vélakaupa, við- liald þeirra og reksturs. Þörf okkar fyrir gjaldeyri til atvinnu- veganna ,er þvi geysimikill og fer vaxandi. Það ber því brýna nauðsyn til, að sá atvinnuvegur, sem gjald- eyrisins aflar, að nær öllu leyti, standi traustum fótum fjár- hagslega til ]>ess að vera hlutverki sínú vaxinn. Fiskveiðiflotinn hefur verið endurnýjaður, og er nú betri og stærri en nokkru sinni fyrr. En það er ekki nóg að eiga fiski- báta og togara, ef rekstur þeirra bcr sig ekki og skipin eru bund- in í höfn af þeim sökum. Allir vita, að bátaflotinn hefur verið rek inn með stórtapi undanfarin ár, þrátt fyrir meðgjafir svo miljón- um króna skiptir úr rikissjóði. Síldarleysið undanfarin ár hefur og átt mikinn þátt í erfiðleikum bátaútvegsins. Stórútgerðin, togararnir, komst hinsvegar vel af á stríðsár- unum. En eftir striðið hefur þetta snúist við. Gömlu togararnir fóru að stórtapa og hafa 'þeir nú ýmist verið seldir úr landi eða lagt upp. Nýsköpunartogararnir reyndust betur og við þá voru miklar vonir bundnar. Nú er svo komið, að þeir bera sig ekki lengur ,nema ef til vill allra stærstu og aflahæstu skipin. Togara- eigéndur hal’a sagt upp samningum um áhættuþóknun og’eftir daginn í dag fer enginn togari á veiðar fyrr en nýir samningar við stéttarfélög sjómanna hafa verið gerðir. Hver dagur, sem logaraflotinn cr stöðvaður heggur stórt skarð í gjaldeyristekjur þjóðarinnar á þessu ári. Við þetta bætist svo, að færri bátar eru gerðir út í verslöðvum landsins en verið hefur. Þá er og allt í óvissu með síldveiðar á árinu og tekjur af þeim. Þetta eru alvai'- legar horfur ekki sízt, er ])ess er ga'tt að um 60 milj. kr. vantaði á síðastliðnu ári til að ná hagstæðum viðskiptajöfnuði við út- lönd, og var þó mikill vöruskortur í landinu. Þjóðin hefur ekki efni á því, að fiskveiðiflotinn liggi í höfn. Lengur verður ekki hjá því komist að skapa útgerðiiini Iieil- brigðan rekstursgrundvöll. öllum, hlýtur að vera ljóst, að upp- bætur og ríkisábyrgð koma ekki lengur að gagni. Það verður að auka útflutningsfi*amleiðsluna til þess að ná viðskiptajöfnuði og bæfa úr vöruskortinum í landinu. Ef vel ætti að vera ætti að safna birgðum. i landinu, vegna þess ástands, sem ríkir í heims- málunum. Það er talið að tæknin í kafbátahernaði sé orðin svo mikil, að hægt sé að stöðva flutninga á heimshöfunum. Hvar 'væium við Islendingar staddir í stríði, ef við fengjum ekki olíu, kol og matvæli í lengri tíma og gætum ekkert flutt út? Við von- um, að til styrjaldar dragi ekki, en ættum að vera viðbúnir hinu versta. 0------ Símamál Vestfjarða. Skýrsla samgöngumálaráðherra í tslefni fyrirspurnar Sigurðar Bjarnasonar. Fyrirspurnir Sigurðar Bjarnasonar um símabilanir á Vestfjorðum voru teknar til umræðu á Alþingi s.l. fimmtudag. — Fyrirspyrjandinn upplýsti, að á tímabil- inu 1. des 1948 til 31. jan. 1949 hefði verið algjöríega símasambandslaust við Isaljörð og nágrenni i 17 daga. Auk þess var sambandið á þessu tímabili mjög slæmt í eina viku, þannig að á þessum tveim mánuðum var svo til sambandslaust í einn mánuð við þennan landshluta. Auk þess væru ýms héruð innan Vestfjarða sambands- laus við Isafjörð vikum saman. Ennfremur væri símstöðin á Isafirði mjög ófullkomin, svo að símasambandið innanbæjar væri i hinu mesta öngþveiti. Þetta ástand væri alveg óvið- unandi, og yrði að leggja á- herzlu á að bæta úr þessu a. m.k. til bráðabirgða, þangað til gagngerðar endurbætur hefðu farið fram. Emil Jónsson, samgöngu- málaráðherra varð fyrir svör- um. Las hann upp itarlega skýrslu frá Gunnlaugi Briem, sem nú er settur póst- og síma- málastjóri. Ising og illveður veldur bilunum. Orsök hinna tíðu símabilana á Vestfjörðum væri aðallega ísing, sem sezt á símavírana. Hefur hún orðið svó mikil, að handleggsþykkt íslag hefur sezt utan um vírana, Slíkt veld- ur auðvitað geysilegum ]iunga á vírunum þannig að átakið á þeim verður allt að 100 sinn- um meira í roki en ]>egar þeir eru íslausir í logni. Á línunni frá Borðeyri til Isa fjarðar urðu 5 bilanir á s.l. ári. Væri pað ekki ýkja mikið, t.d. urðu bilanir á línunni frá Borð eyri og hingað suður 7 sinnum á s. 1. ári. En það sem valdið hcfur liinu langa sambandsleysi er hve allar viðgerðir á Vestfjarð- arlínunni hafa verið örðugar vegna veðurofsans þar. T. d. í des. s.l. slitnuðu línur á 12 km. svæði vegna ísingar og margir staurar brotnuðu. Vegna veðurofsans, sem þá geysaði var mjög erfitt um við- gerðir og drógust þær því nokk uð. Segir í skýrslunni, að engin trggging fáist gegn þessum bil- unum fyrr en hætt verði notk- un loftlína á aðallínunnm. Þá segir í skýrslunni að á- ætlað sé að koma upp símstöð í Hrútafirði og yrði þá hægt að losna við bilanir á línunni hér Sunnanlands. Þá er áætlað að koma þaðan þreföldum fjölsíma til Isafjarð ar. Ymsa.r fleiri ráðstafanir eru og áætlaðar til úrbóta í fram- tiðinni. Ráðherra upplýsti, að á inn- flutningi þessa árs væri gert ráð fyrir að leyfa innflutning á efni til síma og talstöðva fyr- ir 6,1 milj. kr. Sigurður Bjarnason tók al’t- ur til máls og laldi það furðu- lega nægjusemi njá póst- og simamálastj órninni að segja að bilanirnar á Vestfjarðalín- unni hefðu elcki verið m j ög tið- ar, þegar það væri athugað, að á tVeimur mánuðum hefði ver- ið sambandslaust eða svo til við þennan landshluta í einn mánuð. Ennfremur lagði fyrirspyrj- andi áherzlu á, að enda þótt gott væri að fá þessa áætlun póst- og símamálastjóra, sem miðaðist við mörg ár fram í tímann, þá væri alveg óhjá- kvæmilegt að endurnýja og bæta Vestfjarðalínuna þegar á næsta sumri. KERRUPOKAR VERZL. E. GUÐFINNSSONAR BOLUNGAVlK S k ó r Hnallasokkar V etlingar Allt fóðrað með gæruskinni. VERZL. E. GUÐFINNSSONAR BOLUNGAVlK Án skömmtunarmiða: Brúnir herrainnislopp- ar með bláum kraga og belti. VERZL. E. GUÐFINNSSONAR BOLUNGAVÍK

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.