Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.02.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 10.02.1949, Blaðsíða 4
I XXVI. árgangur. 10. febrúar 1949. 7. tölublað. A leid til Evpópn. Bandaríkin látá Marshall-löndin fá mikið af vélum. Hér er verið að setja öxulinn í afturhjólið á Massey Harris traktor, sem þykir einkar haglcvæmt landbúnaðartæki. Hann er nokkuð stærri en Farmal traktorinn, sem algengur er hér á landi. Skipbrotsmannaskýlín á Hornströndum. Úr bæ og byggð. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Guðmundi Guðmundssyni, ungfrú Islaug Aðalsteinsdóttir og Jóhann Björnsson frá Reykjavík. 1 dag verða gefin sáman í hjónaband i Reykjavík, ung- frú Áslaug Matthíasdóttir og Hans Svane, læknir. Nijr viti. Kveikt hefur verið á vitan- um á Sléttu í Jökulfjörðum. Rafmagnsskömmtim aflétt. Rafveitunefnd ákvað á fundi sínum í gær, að aflétta skömmt un á rafmagni sem í gildi hef- ur verið. Horfur eru því miður engan veginn góðar, en nefndin taldi þó eftir atvikum rétt að aflétta skömmtuninni fyrst um sinn í trausti þess, að bæjarbú- ar fari sparlega með rafmagn- ið. Nýr læknir. Hans Svane jr. hefur nýlega lokið prófi í læknisfræði við Háskóla Islands með góðri 1. einkunn 160% stig. Mænuveikin. heldur áfram að breiðast út. Samkvæmt upplýsingum liér- aðslæknis eru mænuveikitil- fellin nú 45. Veikin er væg og hefur t.d. ekkert lömunartil- felli komið fyrir síðan 26. jan. Ágætur afli. I Bolungarvík var ágætur afli í janúar, þrátt fyrir óhag- stætt tíðarfar. Mest voru farnar 14 legur. Aflahæstur var Einar Hálfdáns með um 119 tonn. Sjö bátar eru nú gerðir út frá Bolungarvík. Andlát. Ingibjöi’g Eiríksdóttir, kona Guðjóns Sigurðssonar í Valla-r- borg, andaðist í Landakotsspít- ala aðfaranótt mánudags, 67 ára að aldri. Hún átti við lang- varandi vanheilsu að búa. M. b. Ásútfur. sigldi s.l. laugardag með ís- vaxánn fisk áleiðis til Englands Innfluenza á Þingeyri Á Þingeyri gengur nú mjög smitandi innfluenzufaraldur. Fjöldi fólks hefur tekið veik- ina og fengið mjög háan hita. Ekki er veikin talin lífshættu- leg og engin hefur dáið. Talið er að þetta sé sama veiki og upp kom á ítalíu og síðar barst til Frakklands. Um 800 þús. Parísarbúar lágu samtals i þessari veiki. Allt frá stofnua Slysavarnafé- lags Islands, hefur það verið eitt verkefni þess, að koma upp skýlum á eyðistöðum, þar sem skipbrots- menn gœtu látið fyrirberast. Þessu hefur fyrst og fremst verið gaum- ur gefin á hinum löngu og óbyggðu sönduin Suðurlandsins, enda var það svo áður en slík skýli komu að fjöldi skipbrotsmanna létu lífið eftir að í land kom, sökum þess að engin skýli voru, en afar langt til bæja. Á söndum Suðurlandsins er nú komin röð skýla að þessu tagi, þó þörf sé fleiri. Hér á Vestfjörðum hafa til skamms tíma ekki verið nein skýli, sem ætluð voru nauðleitarmönnum, enda hver vik og hvert annes byggt. Nú hefur sú breyting orðið að heil héruð hafa lagst í eyði svo sem Strandir, og óðum fækkar bæj- um á yztu nesjum. Strax þegar byggðin á Horgströndum lagðist í eyði, var hafist handa um að leigja hús á þessum eyðijörðum og koma þar fyrir vistum og klæðnaði. 1 þessu skyni hefur Slysavarnafélag- ið umráð yfir skýlum í Fljótavík, Búðum í Hlöðuvík og Höfn í Horn- vík. Þarna hefur verið komið fyrir niðursoðnu kjöti og fiski, kaffi, sykri, grjónum, dósamjólk, kexi, tóbaki, fatnaði allskonar, svefnpok- um, upphitunartækjum o.s.frv. Ef hrakta menn ber að garði ættu lieir að koma í „sæluhús." Allt frá því að byrjað var að starf rækja þessi skýli hefur nokkuð bor- ið á því að matur og munir hyrfu, án þess að vitað væri að þangað kæmu nokkrir hraktir sjómenn. Þessu hefur verið tekið með þögn og þolinmæði, og fyllt í skörðin tvisvar á ári. En nú þrýtur okkur þolinmæðina. Laugardaginn 29. jan. fór eftir- litsbáturinn Finnbjörn með Krist- ján Krisjánss. hafns.m., en hann er óþreytandi í slysavarnamálum eins og allir vita hér, til þess að athuga ástand birgðanna í skýlunum og skýlin sjálf. I Fljótavík og Búðum var allt i sæmulegu lagi, en aðkom- an í Höfn í Hornvík, var þannig að varla er hægt kinnroðalaust, fyrir Vestfirðinga að segja frá því. Hurðir voru allar opnar bæði úti- dyrahurð og innihurðir og allt upp- fennt. Þegar var farið að atliuga birgðakistur kom í ljós að búið var að láta greipar sópa um allt nema fatnað. Hér á eftir fer upptalning á þvi sem búið var að ræna þar: 8 bollapör, 8 borðhnífar, 8 le- skeiðar, 8 gaflar, 20 dósir mjólk, 20 dósir fiskibollur, 15 dósir kjöt, 14 pakkar haframjöl og hrísgrjón, 5 kg molasykur, 5 kg. kaffi, 2 kassar kex, 1 dós reyktóbak, 300 stikki cigarettur og 1 par gúmraístígvél. Þannig var nú aðkoman. Hugsum bkkur nú ef skipbrots- menn hefðu komizt þarna í land hraktir og matarþurfi, og ef til vill orðið, vegna veðurs að hýr- ast þarna lengi, en ófært getur ver- ið til hjálpar af sjó svo dögum skipt ir. Ekki myndi vera talin ástæða til að óttast um líðan þessara manna, því þarna átti að vera mat- ur til þó nokkurs tíma. En þessir Höfðingleg gjöf Þann 17. janúar 1949 barst sjúkra hússlækninum eftirfarandi bréf: Herra læknir, Bjarni Sig- urðsson, Isafirði. Eg og kona mín liöl'um ákveðið að stofna minningarsjóð um dótl- ur okkar Ingibjörgu Geirþrúði (Stellu), sem andaðist í Reykjavík sumarið 1946, nítján ára að aldri. Stella, en svo var hún ævinlega kölluð, var fædd á Isafirði árið 1927 og átti þar heima meginhlut- ann af sinni stuttu æfi og við Isa- fjörð voru allar hennar bernsku- minningar tengdar. Hún þjáðist af ólæknandi sjúkdómi frá 8 ára aldri og var oft og löngum þungt haldin. Okkur finnst því bezt viðeigandi að sjóður, sein stofnaður er lil minn- ingar um hana, vinni að því að létla þeim að einhverju leyti lífið, sein sömu örlögum verða að sæta. Sjóðurinn er að upphæð krónur 10.000,00 og höfuin við ákveðið að hann starfi við Sjúkrahús lsafjarð- ar. Sé tekjum lians varið til árlegr- ar útlilutunar til þess eða þeirra sjúklinga, sem mestir einslæðingar eru eða af öðrum ástæðum mest hjálparþurfi að álili sjúkrahúss- læknis og yfirhjúkrunarkonu. Til þess að þurfa ekki að skerða vaxtartekjur sjóðsins fyrst í stað munum við, meðan okkur endist líf og erum þess umkomin, leggja fram hínn árlega styrk. Við leggj- um liér með kr. 500,00, sem við óskum að verði úthlutað í fyrsta sinn á 22. afmælisdegi Slellu sál. hinn 26. þ. m. Sparisjóðsbók ineö sjóðsupp- hæðinni fylgir hér með og óskast hún geymd í yðar vörslum, þar til skipulagsskrá hefur verið samin fyrir sjóðinn. Virðingarfyjlst, Guðm. Pétursson. Fyrir hönd Sjúkrahússins þakka ég hr. Guðm. Péturssyni og konu hans jiessa höfðinglegu gjöf, sem mun verða inörgum bágstöddum sjúklingi lil ánægju og gleði, og halda uppi minningu hinnar ást- kæru dóttur þeirra, sem þau misstu jiegar hún var á blómaskeiði lífsins. Isafirði, 2. febr. 1949. Bjavni SigurSsson. M U N T Ð Björgunarskútusjóð Vest- t'jai’ða. öllum fjárstuðninpi veitt móttaka hjá Kristjáni Krist iánssgni. Sólgötu 2. lsafirði. liröktu menn hefðu orðið að láta sér nægja vatnið eitt og húsaskjól. Nú munu ýmsir spyrja: hverjir eru þarna að verki og þannig spyrj- um við líka. En við vitum aðeins að þarna eru hreinustu ódrengir að verki, og ekki er um aðra að ræða en þá sem koma þarna sjóleiðina, því löng og erfið leið er til næstu hyggðarlaga, allt upp í tveggja daga ferð. Við væntum því þess að hver sem getur gefið einhverjar upplýs- ingar um þessi leiðinlegu mál, láti okkur vita. Skipbrotsmannaskýlin eru starfrækt fyrir .nauSstadda menn og það verða allir að muna sem leið eiga þar um. Saga eins og jiessi, er ljótur ómenningarblettur, bleltur seni ekki verður þveginn af nema með því að láta svona rán ekki koma fyrir oftar. Þorleifur GiiSmundsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.