Vesturland


Vesturland - 19.02.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 19.02.1949, Blaðsíða 1
sdúGFssrms>ismao(a XXVI. árgangúr Isafjörður 19. febrúar 1949 8. tölublað. Verður radioviti reistur á Arnarnesi? Sigurður Bjarnason, Finnur Jónsson og Hannibal Valdi- marsson flytja á Alþingi þingsályktunartillögu um radio- vita á Arnarnesi við Skutulsf jörð og aukningu og endur- byggingu ljósvita þar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkistjórnina að hlutast til um, að reistur verði hið fyrsta radioviti á Arnarnesi við Skut- uisf jörð, og jafnframt verði ljósviti sá, sem nú er á þessum stað, aukinn og endurbyggður." Félagsmálaráðherra Stefán Jóhann sýnir hug sinn til Greinargerð Eins og kunnugt er, þá er Isaf j arðarkaupstaður við Skut- ulsfjörð einn af stærstu útgerð ar- og verzlunarstöðum lands- ins, en hinsvegar er hann þann ig i sveit settur, að nær allar samgöngur við hann eru ann- aðhvort á sjó eða í lofti. Af þessu leiðir, að allt ber að gera til þess að tryggj a sem bezt ör- uggar siglingar skipa og ferðir flugvéla til og frá staðnum. Á Arnarnesi austanvert við Skutulsfjörð er ljósviti, sem byggður var 1915 og síðan end- urbyggður 1921 og hefur e.t.v. þótt góður á sinni tíð, en nú f innst sj ómönnum 1 j ósmagn hans vera orðið allt of lítið, enda hafa siglingar í skamm- deginu aukizt mjög á þessum slóðum frá 1921. Þess ber að gæta, að Arnarnesvitinn er ekki aðeins innsiglingarviti á Skutulsfjörð, heldur leiðarviti fyrir siglingu inn á Djúpið, og er því nauðsynlegt, að hann sjáist vel langt að, en því fer mjög fjarri, að hann geti það • nú. Eru þess jafnvel dæmi, að ljósin á bæjunum i Arnardal hafi sézt á undan ljósi vitans. Nauðsyn radiovita I dimmviðri eins og í þoku og hríð getur ljósviti þó ekki orðið að gagnij og því er alveg nauð- synlegt með þeim miklu sigl- ingum, aem nú erii á þessum slóðum, að reisa radiovita á Arnarnesi, en með legu sinni þar yrði hann ekki aðeins inn- siglingarviti fyrir Isafj örð, heldur og landtökuviti fyrir öll fiskiskip, stór og smá, sem stöð- ugt eru að veiðum djúpt und- an norðanverðum Vestfjörðum og sérstaklega þurfa á slíkum vita að halda, þegar þau leita í var undan illviðrum. Fyrir flugsamgöngur við Isafjörð ætti slíkur radioviti einnig að verða til ómetanlegs gagns. Neitar byggingu 12 íbúða á Isafirði til að útrýma heilsu- spillandi íbúðum. Hótar að stöðva þær 12 íbúðir, sem í smíðum eru. Það fáheyrða hneyksli hefur nú skeð, að forsætis- og félags- málaráðherra, Stefán Jóhann, hefur neitað að framfylgja lög unum um útrýmingu heilsu- ¦^¦^•¦^^¦^¦^¦^¦¦^-^¦^¦^¦¦o^-.^^ ^ Afstaða Sjálfstæðisflokksins til öryggismálanna. Móti herstöðvum á friðartímum — en með samvinnu lýðræðisþjóða um frelsi sitt og öryggi. „Flokksráð Sjálfstæðisflokksins telur, að atburð- ir síðari ára hafi áþreifanlega sannað að þjóðum, sem halda vilja sjálfstæði sínu, er ekkert jafn nauð- synlegt sem það, að tryggja öryggi sitt með þeim hætti, sem bezt hentar hverri þjóð fyrir sig. Flokksráðið telur, að Islendingum sé eigi f remur en öðrum sjálfstæðum þjóðum fært að komast hjá því að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi lands síns, og beri að stef na að því þannig, að fullt tillit sé tekið til sérstöðu Islendinga, sem fámennrar þjóð- ar og óvígbúinnar og þá einkum, að hér verði ekki herseta á friðartímum og ekki herskylda. Jafnframt bendir flokksráðið á, að reynslan hafi sýnt, að hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 hafi ekki megnað að veita Islendingum neina vernd og sé auk þess fyrir löngu úr gildi fallin fyrir atburðanna rás." Ályktun þessi uar samþykkt með samhljóða atkuæð- um í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, en það er skipað þingmönnum, frambjóðendum og miðstjórn flokksins, og staðfest á sameiginlegum fundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjauík, síðastliðið mánudagskvöld, með atkvæðum allra fundarmanna gegn einu. Fundinn sátu 600—700 manns. i spillandi húsnæðis í kaupstöð- um. — Eins og menn muna, voru lög þessi eitt af kosninga- númerum Finns Jónssonar og kratanna við siðustu kosning- ar. Isafjarðarkaupstaður fékk heimild til að byggja 32 íbúðir og gera lögin ráð fyrir að það skuli gert á næstu 4 árum, eða 8 íbúðir á ári. Vegna sérstaks ástands, er skapaðist við stór- brunann, er Fell brann, fékk Isafjörður heimild til að byggja 12 íbúðir á árinu 1946. Lögin voru í fullu gildi allt ár- ið 1947 og öðlaðist bærinn þá rétt til að byggja 8 íbúðir til viðbótar. Lögin voru og í fullu gildi 3—4 mánuði af árinu 1948 og átti Isafjörður því rétt á að byggja 2—3 íbúðir á þeim tima. Isafjörður öðlaðist því rétt á að byggja a.m.k. 10—12 íbúðir á árunum 1947 og 1948 meðan lögin voru i gildi. Nú hefur Stefán Jóhann hinsveg- ar neitað þessum lögvarða rétti Isafjarðarkaupstaðar og sýnir það áhuga þessa „alþýðuvin- ar" fyrir hag þeirra sem i lak- asta húsnæðinu búa i landinu, að hann vílar ekki fyrir sér að brjóta skýlaus lagaákvæði til að ganga á rétt þeirra. En sjaldan er ein báran stök. Sami „alþýðuvinur" ætl- ar nú að stöðva byggingu þeirra 12 íbúða, sem eru hér í smíðum, með því, að fremja þá lögleysu að skuldajafna lán ríkissjóðs samkv. lögum um út- rýmingu heilsuspillandi hús- næðis og ógreidd framlög bæj- arsjóðs til Almannatrygginga, Framhald á 4. siðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.