Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.02.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 19.02.1949, Blaðsíða 2
2' VESTURLAND i-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------n Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónur 20,00 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) / Með lýðræði — móti hersetu. ) > Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt ályktun um stefnu flokksins í öryggismálum landsins, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Með þessari ályktun er stefna flokksins mörk- uð þann veg, að ekki verður um deilt. Allir hugsandi menn munu failast á, að sú afstaða, sem þar er sett fram, er sú eina rétta í málinu. Áherzla er lögð á samstöðu Islands með lýðræðisþj óð- unum, vopnleysi landsins og mótmæli gegn hersetu á friðartím- um. Þá er bent á, að hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 hafi ekki megnað að veita þjóðinni neina vernd og hún því niður fallin fyrir atburðanna rás. Lýðræðisþj óðirnar fylkja nú liði sér til varnar. Hingað og ekki lengra. Undanlátsemin hefur jafnan boðið ágengninni lieifn. Festan ein getur bægt hættu ágengninnar frá dyrum. Bér er hver að balci nema sér bróður eigi. Líftaugar lýðræðis- þjóðanna liggja um Atlantsála og Island. Hertaka Islands af óvinum lýðræðisins getur skapað möguleika til að klippa þessar líftaugar í sundur og valda hruni vestrænnar menningar. Við Islendingar erum vestræn lýðræðisþj óð. Við erum bundnir bönd- um frændsemi og vináttu við Norðurlönd og hinar Engil- saJcnesku þjóðir. Atlantshaf er okkar haf og það er einnig haf þeirra. Lega þessara landa á j arðkringlunni og svipaður skilning ur á frelsi, menningu og mannréttindum skipar þessum þjóðum í órofá keðju um dýrmætustu hagsmuni mannanna, frelsið og mannréttindin. 1 þessa keðju má engan hlekk vanta. Engin keðja ér sterkari en veikasti hlekkur hennar. Ef einn hlckkurinn brest- ur er keðjan slitin og átakið búið. Við Islendingar erum með lýðræði og á móti einræði í hug og hjarta. Við völdum elcki vopnum okkur til varnar, en lýðræðis- þjóðirnar skulu vita, að þær eiga bróður að baki þar sem Islend- ingar eru. Einræðisþjóðirnar skulu og vita að hingað heim sækja þær ekki til vina, ef til baráttu milli einræðis og lýðræð- is kemur. I þeirri baráttu geta Islendingar hvorki né vilja verið hlutlausir. Hlutleysið hefur ekki til þessa veitt landi okkar neina vemd. Hlutleysi, án möguleika til að verja land af eigin ramm- leik á ófriðartímum, er óráðshjal eitt. Dettur t.d. nokkrum heil- vita manni í hug, að Svíar hefðu getað varðveitt hlutleysi sitt í síðasta striði, eins og þeir gerðu, ef þeir hefðu verið vopnlausir? Okkur Islendingum er vandi á höndum. Við getum ekki varið land okkar fyrir árásarþjóð og við viljum ekki og getum ekki veitt erlendum her rétt til hersetu í landinu á friðartímum. Hins- yegar stöndum við með málstað lýðræðisþjóðanna og það verða þær að fá vitneskju um svo ótvírætt sem hægt er, þannig að þær treysti okkur fullkomlega. Ef við getum ekki áunnið okkur traust þeirra, gæti farið líkt fyrir okkur og þýzka lýðveldinu á Vólgubökkum, sem Rússar treystu ekki í síðasta stríði. Er her Þjóðverja nálgaðist, hröktu Rússar íbúana, 600 þúsund að tölu, frá eignum sínum og landi og sáðu þeim eins og frækomum yfir hinar víðlendu steppur og skóga Síberiu. Þar með lauk tilveru heillar þj óðar, sem varðveitt hafði mál sitt og menningu við erfiðar aðstæður í röskar tvær aldir. Slík er virðing hins austræna einræðis fyrir tilveru og rétti smáþjóðanna. Agnar Jónsson, bústjóri: Búmál Isfirðinga. Vesturland birti 26. jan. s.l. grein eftir Óskar Sigurðsson frá Bæjum. Fyrirsögnin er: „Hugleiðingar um búmál Is- firðinga.“ Greinin hefst með alllöngum inngangi, sem er að- allega þakkarorð til bæjar- stjómarinnar fyrir áhuga hennar í búmálum og þá eink- um jarðakaupum. Finnst hon- um fólkið ekki þakka þetta, svo sem vert sé, og setur ofan í við það fyrir slæman hug, sem það beri til búanna og þeirra sem þar vinni. Er helzt að sjá í upphafi greinarinnar, sem þessi maður ætli sér að bera i bætiflákann fyrir þá, sem verði að þola ómjúka dóma bæjarbúa, fyrir rekstur- inn á búunum, og gefa glöggar óvilhallar upplýsingar. Fer hann nokkrum orðum um það, hvernig það mundi verða lagt út fyrir bæjarstjóm- inni, ef hún hefði aldrei sinnt neinum búskap, og allt það land, sem bærinn rekur nú mjólkurframleiðslu á, væri set ið af smábændum, sem svo myndu bara búa eins og bezt borgaði sig, án tillits tl þarfa bæjarbúa, og komst að þeirri niðurstöðu, að sennilega yrði það aðallega kjötframleiðsla, af því að hún væri arðvæn- legri.. Þegar hér er komið lestrin- um kveður við nokkuð annan tón, og er það ástæðan fyrir því, að ég tel mig neyddan til að gera hér nokkrar athuga- semdir. Greinarhöfundur telur, að bakmælgi fólksins gangi það langt, að þeim, sem við búin vinna sé borið á brýn „allt frá argasta ódugnaði niður i ó- heiðarlega meðferð á fjánnun- um.“ Og telur svo, að þetta muni við loða á meðan „ekki verði breyting á til batn- aðar á búrekstrinum.“ Nú leitast Óskar við að finna rök fyrir þvi að mest af þessum ummælum séu í alla staði eðli- leg, og snýr sér nú eingöngu að Seljalandsbúinu. Ber hann nú árin 1946 og 1947 saman við árið 1945, sem var síðasta ár fyrirrennara míns, sem bú- stjóra, í þau 9 eða 10 ár sem hann var búinn að vera þar bústjóri. Það var því ekki ó- eðíilegt, að Óskar tæki það til samanburðar við byrjnnina hjá mér. Mannahald. Ein rökin fyrir „ódugnaði“ fólksins eiga víst að vera þau, að mannahald sé hér mikið meira en eðlilegt sé. Ég vil nú bera það saman við árið 1945. Þá var hér, eins og áðurssegir, þaulvanur mað- ur og kunnugur öllum aðstæð- um um vinnuþörf búsins. Það ár eru borguð út frá Selja- landsbúinu i fæði og vinnu- laun kr. 115.264,06. Meðaí vísi- tala þess árs er 177 stig. Árið 1947, sem er vist talið mun lak- ara en árið 1946, er greitt í vinnulaun og fæði krónur 142.600,00. Þá er meðal vísital- an orðin 215 stig, eða 38 stig- um hærri heldur en 1945. Mér reiknast svo til að samkvæmt vísitöluhækkuninni hefðu vinnulaun og fæði árið 1947 átt að verða kr. 159,064.88, ineð svipuðu fólkshaldi. En samkv. bæ j arreikningum fyrir árið 1947 hefur þessi liður orðið kr. 142.600,OO/eða nálega 16.500,00 krónum lægri. Má þó geta þess, að sumarið 1947 var erfitt hey- skaparrár og fólksfrekt. Það kemur og til, að gripum hafði nú fjölgað nokkuð á Seljalandi þó að Óskar Sgurðsson fari þar ekki að öllu leyti rétt með, og hefði það ekki átt að draga úr vinnukostnaði, ef vinnusvik eða sérstakur ódugnaður væru þar daglegt fyrirbæri. Ég tel því slíka ásökun læ- víslega tilraun til þess að fæla fólk frá því að ráða sig til starfa á búunum. Því að það eru fáir svo gerðir, að þeir kæri sig um að vera stimplaðir, seni ónýtungar, eða annað verra, án þess að eiga nokkuð fyrir því. Sumir munu þvi liaí'a getað vænst einhverrar athugasemd- ar við þeim ummælum í blaðinu. Túnin þarf að plægja. Ég efast varla um það, að greinarhöfundur hafi af eigin brjóstviti séð, hvað þyrfti að gera til þess að bæta túnin á Seljalandi, en það er naumaSt hægt að telja það neinn vís- dóm hjá Óskari þó að hann bendi á hvað gera þurfi við tunin, þegar aðrir hafa byrjað á framkvæmdum. Isfirðingum er vafalaust mörgum kunnugt um, að það hefur verið hafist handa við endui’vinnslu á tún- um búsins í Tungudal. Þetta er að vísu ekki í stóró- um stíl, enda ætti hverjum manní að vera Ijóst, sem telur sig hafa vit á búskap, þó að minna væri en þekking Ó. S. að það er ekki nóg að rífa nið-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.