Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.02.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 19.02.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 ur lönd, til ræktunar, ef að ekkert er til að bera i þau. Það hafa verið gerðar stórar áburðarpantanir, fyrir bæði búin, þau ár sem ég hefi verið hér, með hliðsjón af því, að það hefur átt að auka og bæta ræktunina, en öll árin hefur áburðasalan dregið úr þessum pöntunum, þó mest vorið 1948. Áburðurinn, sem búin hafa fengið, hefur þvi naumast nægt til að halda ræktaða landinu við. Og hefur þó nokkuð verið notað í nýræktir ásamt mestu af húsdýraáhurðinum, sem til 'fellur. Á Seljalandsbúinu hefur ver ið reynt að bæta svolítið úr þessu með því að fá nokkra bíla af beinum á bletti, sem liggja vel við, og hefur það gefist ágætlega. Einnig hef ég keypt dálítið af fiskimjöli til áburðan, sem mér virðist þó vera nokkuð dýr áburður mið- að við notagildi. En rétt er að taka það fram, að nýting á húsdýraáburði á Seljalandi er langt frá því að vera góð. Haughúsið er ekkert niðurgrafið og landinu útifyrir hallar frá því, og gefur því að skilja að erfitt er að verjast því, að nokkuð spillist, þegar húsið er opnað, og áburðurinn leitar út með miklum þrýstingi. Það hafa sjálfsagt flestir, sem umsjón hafa haft með búinu viljað bæta úr þessu en bygg- ingum er þannig háttað, að mjög erfitt er um vilc. Auk þess er haughúsið of lítið. Verð ur því að tæma það oft. En sennilega hefur Óskar fundið lausnina, því að liann „segir hiklaust: Það á að fækka kún- um.“ „Gripirnir eru of murgir. Jörðin ber ekki nærri svona marga gripi.“ Ég geri ráð fyrir, að þeir sexn stóðu fyrir stofnun kúa- búsins á Seljalandi hafi reikn- að með því, að ekki yrði stói'- kostleg mjólkui'aukning í bæn- um af þeim kúm, sem Selja- land framfleytti án nokkurs stuðnings um fóðuröflun ann- ai-staðar frá, a. m. k., ef bær- inn ætti eftir að vaxa til muna, enda held ég að flest árin hafi oi'ðið að leita eftir fóðuröflun til annara staða, til viðbótar því, sem heima var aflað. Hins vegar er það alrangt hjá Ó.S., að ég hafi ofþjakað beitilandi Selja landsbúsins fram yfir það sem þar hefur áður tíðkast. Fyrsl og fremst hafa oft áður veriö þar fleiri en 30 kýr mjólkandi og í öðru lagi vita það allir bæjai’búar, að með Kirkj ubólskaupununr bættist bænum mikið land og meira en þurfti fyrir áhöfn þeirrar jarðar. Það hafa þvi verið höfð þar í sumarhögum ung- viði og geldar kýr frá Selja- landi, meira en f jölguninni þar hefur nurnið. Þar að auki voru á Seljalandi 8 liestar, þegar ég tók þar við. Þeim var fækkað um þrjá sti’ax á fyrsta ári. „Gripirnir virðast vera mjög lélegir og fara hraðversnandi,“ segir Óskar. Hér er nú slegið út stæi-sta trompinu. Enda tekur það sjá- anlega mest á heilann á honum að koma með rök fyrir þessu. Byrj ar hann á því að ræða fyr- irhyggjuleysi, sem lýsi sér i gripafjölgun á Seljalandi og er þar endurtekning á fóður- skrapi og ofþjökun á beiti- landi. Greinarhöfundur kemst því þannig að oi'ði: „Ég segi því hiklaust, kúnum á að fækka á Seljalandi um að minnsta kosti þriðjung.“ Hann er nú samt í vafa um að allir tækju þessu möglunai’- laust, en rökin eru á reiðunx höndum. Hann ber saman sölu mjólk og kúafjölda 1945, við það sem hann telur að það liafi verið árln 1946 og 1947. Dæmið lítur þannig út. „ Árið 1945 eru á búinu á Seljalandi 30 mjólkandi kýr. Það ár er seld mj ólk frá búinu 77.238 lítrar eða 2.574,6 lítrar pr. kú. Árið 1946 eru mjólkurkýr 38 og seld mjólk 2.233,4 1. pi\ kú og árið 1947 eru mjólkur- kýr 40 og seld mjólk 87.000 1. eða 2.175,0 1. pr. kú. Þessar tölur ei'u fengnar á þeim stað, að ég hef fulla ástæðu til að álíta að þær séu réttar.“ „Kúnum hefur fjölgað um 14 en mjólkin minnkað um 399 1. px\ kú.“ Sennilega á hér að koma fram ein staðfesting, á óheiðai’- legri meðferð á fjármunum búsins og ódugnaði. Og svo segir hann enn: „Ég veit ekki hvort bæj aryfirvöld- unuin hér, er það yfirleitt ljóst hversu drepandi það er fyrir búreksturinn i heild, ef gripirnir eru lélegir.“ Það vant ar eklci athyglisgáfuna hjá þessum . varafulltrúa bæjar- stjórnarinnar á Isafirði. En að aðalfulltrúarnir geri sér svona sannindi Ijós, er óskar í vafa um. Isfirðingar ættu að muna að hafa hann meira en vara- mann. við næstu kosningar. Ég býst við að sá maður sem Ó.S. hefur heimildirnar frá hljóti líka að hafa getað géfið fyllri upplýsingar éðá Skýringu heldur en hann virðist liafa liaft, sem liefðu kannske breytt hjá honum litkomunni. En sjáanlega hefur Óskar látið þetta, nægja og verið mjög ánægður. Sennilega hefði nú einhver staldrað við hér og liugsað sem svo, að einhver áraskipti kunni að vera að því hvernig kýr mjólki, án þess að þær hafi tapað með öllu sýnu fyrra eðli. Til þess geta nú líka legið ýmsar orsakir, og kem ég að þvi atriði siðar. Hinu liafa vafalaust færri var- að sig á að hér væri flaggað með vafasamar tölur og skakk- an útreikning. Þó er hér gripið til fóður- fræði Halldórs Vilhj álmssonar og teknar upp úr henni tölur, að því er virðist, sem eiga að sýna hvað kýr þurfi margar fóðureiningar til viðhalds og hvað margar fe. til afurða- myndunar. Vafalaust á það að sýna hvað allt sé vísindalega hnyhniðað sem farið sé með, en ekki er þess getið hvaðan tölurnar séu fengnar. Við þær er heldur ekkert að athuga. En það hafa fleiri lesið fóðurfræði H.V., hjeldur en Ó.S., og mér er nær að halda að flestir sem með búfé fara að einhverju ráði, geri sér grein fyrir því hver sé munur á viðhaldsfóðri og afurðafóðri. En svo heldur rökfærslan á- ISLENZKIR FÁNAR 100, 125, 150, 175 og 190 cm. Verzlun E. Guðfinnssonar Bolungavík fram og enn eru notaðar tölur, en þá má fljótlega sjá hvar höfundurinn beitir eigin hug- viti. Hann tekur dæmi af kúm, sem mjólki 3000 lítra hver og fær þá út að það þurfi 29 kýr til þess að skila sama mjólkur- magni og hinar 40 kýr gera. Þ. e., 87 000 1. og kemst nú að þeirri niðurstöðu að það megi spara 11 kúafóður, og vinnu við þær, en fá þó sama mjólk- urmagn. Sennilega hafa nú flestir séð að úr þessum, ímynd uðu, 29 kúm er hann með alla nytina, en úr hinum 40 er hann með sölumjólkina eina,, og þó knapplega, því að hún var 87 500 lítrar. Þó að Óskar slepti þessum 500 1., sennilega af vangá, er ekki um það að fást. En hann sleppir líka þeirri mjólk, sem farið hefur til kálfa eldis og í rýrnun, sem allir vita að verður æði mikil við sundur mælingar i rúmlega 120 ílát á hverjum degi allt árið. Þar að auki er hann með 29 kýr i huganum, sem mjólka allt árið, en gerir sér enga grein fyrir því hvað mikið af þessum 40 kúm á Seljalandi kunni að hafa mjólkað, langan tima, hver um sig, úr árinu. Framhald. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristiánssgni, Sólgötu 2. lsafirði. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og margskonar aðstoð við andlát og jarðarför konu minn ar og móður okkar, lngibjargar Eiríksdóttur. Guðjón Sigurðsson og börn. Símaskráín. Þeir sem óska að gera breytingar eða leiðréttingar við næstu símaskrá sendi þær skriflega til undirritaðs fyrir 22. þ. m. Símstjórinn Isafirði, 9 febr. 1949. S. Dahlmann. ■ PILSSTRENGIR, hvítir, svartir, bláir, rauðir j[ LEGGINGARBÖND, ýmsir litir BLUNDUJAKKAR, svartir g NÁTTKJÓLABLUNDUR S SKRAUTTÖLUR og HNAPPAR, fjölbreytt úrval ■ VERZLUN E. GUÐFINNSSONAR BOLUNGAVIK ■

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.