Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.02.1949, Qupperneq 1

Vesturland - 24.02.1949, Qupperneq 1
Hversvegna hafa gjöldín hækkað ? Útsvörin hækkuðu á síðasta kjörtímabili Alþýðuflokks- ins úr kr. 552 þús. í kr. 1385 þús., eða um 151%. Þá voru hér litlar sem engar framkvæmdir. Á núverandi kjörtímabili hafa útsvörin hinsvegar hækk- að um 65%, þrátt fyrir miklar framkvæmdir og margskon- ar aðgerðir löggjafarvaldsins, sem mjög hafa aukið út- gjöld sveitar- og bæjarfélaga. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ísafjarðar fyrir árið 1949 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn s.l. mánudag. Þrátt fyrir fullan vilja bæjarráðs að hækka ekki útsvör bæjar- búa frá því sem var í fyrra, gerir frumvarpið ráð fyrir 179 þús. króna hækkun útsvara. Áherzla verður lögð á, að útsvarsupphæðin lækki við endanlega afgreiðslu málsins, ef nokkur kostur er. Hér verður gerð nokkur grein fyrir einstökum liðum fjárhagsáætlunarinnar, eins og hún liggur fyrir, og gerður samanburður við árið 1945, síðasta valdaár Alþýðuflokks- ins. Stjórn bæjarmála hefur hælckað um kr. 34 þús. Stafar hún fyrst og fremst af því, að dýrtíðin í landinu heí'ur aukizt og vísitalan úr 277,25 stigum í 300 stig. Jafn- framt stafar hækkunin af því, að launalækkun sú er varð á árinu 1945 til opinberra starfsmanna kom ekki til fram kvæmda fyrr en i apríl það ár. Framfærslumál, lýðtrygg- ing og lýðhjálp liafa hækkað um kr. 275 þús., sem aðallega stafar af að- gerðum löggj afarvaldsins á þessum árum og mjög hafa gengið í þá átt að þrengja kosti sveitarfélaganna. Samkv. lög- unum um Almannatryggingar þarf Isafj arðarbær að greiða til trygginganna um kr. 255 þús. á ári og hafa Alþýðu- flokksmenn óspart haldið því á loí'ti, að bærinn græddi á þessari greiðslu, því framlag bæjarsjóðs til elli- og örorku- bóta hyrfi úr sögunni. Þó að tekið sé framlag bæjarins 1945 til elli- og örorkubóta kr. 289 þús., sem er hæsta framlag, sem veitt var í þessu skyni, ber þess að gæta að á móti því kom framlag lífeyrissjóðs kr. 144 þús. Beint framlag bæjarins var því aðeins kr. 145 þús. i stað 255 þús. nú til Almanna- trygginga. Þessir gj aldaliðir hafa því hækkað fyrir aðgerð- ir löggjafans um kr. 110 þús., en ekki fyrir aðgerðir meiri- hluta bæj arstj órnar. — Fram- lag til Sj úkrasamlagsins hefur liækkað á þessum árum um 21 þús. kr. og halli á Ellilieimilinu er nú orðinn 49 þús. Vera má að Alþýðuflokkurinn álasi meirihlutanum fyrir það að hafa ekki hækkað vistgjöld gamla fólksins, sem lokið hef- ur erfiðu dagsverki. —■ Jöfn- unarsjóðsgjald frá ríkissjóði var 1945 áætlað 110 þús., en í ár er það 50 þús. Hafa því gjöld þessara tveggja liða hækkað um 60 þús. Hækkan- ir á þeim liðum, sem nú hafa verið taldir frá 1945 nemur þuí 2k0 þúsundum króna. íþróttir og listir. Til þeirra er mjög líkt áætl- að og verið hefur. Menntamál hafa hækkað urn 119 þús. kr. Stafar sú hækkun aðallega af reksturshálla Sundhallax’innar, sem á þessu ári er áætlaður um 56 þús. Þennan lið þekktu Alþýðuflokksmenn ekki, því Sundhöllin tók ekki til starfa fyrr en í ársbyrjun 1946. Þá er reksturshalli íþróttahússins um 12 þús. kr. Reksturshalli Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Isa irði Föstudaginn 25. febr. er Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á ísafirði 15 ára. Kvenna- deildin var stofnuð 25. febr. 1924, aðallega fyrir forgöngu frú Bergþóru Árnadóttur, frú Svanhildar Albertsdóttur og frú Sigríðar Guðmundsdóttur frá Lundum. Á þessum árum hefur Kvennadeildin unn ið mikið og gott starf, safnað um 140 þús. kr. til slysavarna og haldið uppi þróttmikilli fé- lags- og skemmtistarfsemi fyr- ir félagskonur. Eru skemmti- fundir Kvennadeildarinnar jafnan mjög vel sóttir, enda vel til þeirra vandað. Aðaláhugamól Kvennadeild- arinnar hefur frá upphafi ver- ið Björgunarskúta Vestfjarða og er enn. Hefur Kvennadeild- in lofað að leggja fram til henn ai’ kr. 100 þús. Til þess að vinna að þessu hugðarmáli sínu og öðrum slysavarnamál- um helgaði Kvennadeildin sér þegar í upphafi ákveðinn fjár- öflunardag, fyrsta einmánaðar dag, ár hvert. Hefur þá fjár ver ið aflað með merkjasölu og skemmtunum. Auk þess fjár, sem Kvenna- deildin hefur aflað á þennan hátt, hafa ýmsir velunnarar slysavarnamálsins gefið henni góðar gjafir. Stærsta gjöfin var gjöf frú Maríu Júlíu og Guðmundar Brynjólfs til Björgunarskút- unnar, sem þau ánöfnuðu mest um hluta eigna sinna með gjafabréfi. bókasafnsins hefur hækkað um 22 þús., og einnig hefUr halli skólanna hækkað nokkuð. Hælckun á menntamálum frá 1948 stafar af liækkun reksturs halla harnaskólans um 6 þús., Gagnfræðaskólans 17 þús., Húsmæðraskólans 15 þús., 15 ára. Kvennadeildin lagði til bygg- ingar Sundhallarinnar krónur 10 þús. og til skipbrotsmanna- skýlis á Fjallaskaga í Dýra- firði kr. 5 þús. Þá gaf hún Slysavarnafélagi Islands 5 þús. króna gjöf á 20 ára afmæli þess á s.l. ári. Fyrsti formaður var frk. Brynhildur Jóhannesdóttir og síðar frú Lára Edvarðardóttir og frú Sigriður Jónsdóttir. Stjórnina skipa nú: Frú Ásta Finnsdóttir, formaður, frú Guðrún Bj arnadóttir, varafor- maður, frú Þuríður Vigfúsdótt- ir ritari og frk. Rannveig Gucf- mundsdóttir, sem verið hefur gj aldkeri deildarinnar frá upp hafi og leyst það af hendi með mikilli prýði. Meðstjórnendur eru frú Lára Edvarðardóttir og Sigriður Jónsdóttir. Starf kvenna í þágu slysa- vama landsins hefur haft ómet anlega þýðingu. Starf Kvenna- deildarinnar á Isafirði, mun brótt bera glæsilegan ávöxt. Björgunarskúta Vestfj arða mun væntanlega verða að veru leika á þessu ári og hefja björg unarstarf fyrir Vestfjörðum. Betri afmælisgjöf er vart hægt að hugsa sér Kvennadeildinni til handa. Vesturland veit að það mæl- ir fyrir munn allra Vestfirð- inga, er það flytur Kvenna- deildinni þakkir og beztu ám- aðaróskir á þessum tímamót- um. -------o------ Sundhallarinnar 10 þús., og i- þróttahúss 10 þús. Heilbrigðismál. hafa hækkað um 94 þús., sem kemur til af því, að bæjarfé- lagið hefur verið knúið til að Framhald á 4. síðu. /

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.