Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.02.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.02.1949, Blaðsíða 2
2/ VESTURLAND ~ » — --—— --------~~~—----— ------------ Ritstjóri og ábyrgðamiaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónUr 20,00 Afgreiðsla og auglj'singar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) ____________________________________________> Aiþýðuflokkurinn og landbúnaðarvélar. Alþýðuflokkurimi var eini flokkurinn á Alþingi, sem greidtli atkvæði gegn tillögum Sj álfstæðisflokksins um stórfelldan inn- flutning landbúnaðarvéla og jeppa fyrir bændur landsins. Það má þykj a einkennilegt, að verkamannaflokkur skuli ekki geta unnt íslenzkum bændum þess, að fá til afnota nauðsynlegar vélar til að létta hin erfiðu sveitastörf. En samt er þetta svo. Alþýðuflokkurinn hefur á seinni árum gert sig beran að and- stöðu við flest nýmæli og umbætur. Má þar til nefna tviskinnung hans i nýsköpun atvinnuveganna eftir stríðið. Svo virðist sem Alþýðuflokkurinn í lieild sé ein harðsvíraðasta afturhaldsklíka landsins, sem hefur það eitt að takmarki að stofna embætti og ráð fyrir sísoltna. bitlingahjörð sína, sem stofnun Innkaupastofn- unar rikisins er nj'jasta og gleggsta dæmið um. Um hlut annara þegna þjóðfélagsins er lítið hirt. Nýjar stofnanir i Reykjavik, sem draga i sinar hendur'allt vald og öll áhrif frá hinum dreifðu byggðum landsins, er beinlín- is stefna þessa bitlinga, hungraða flokks. Fjármagn dreifbýlisins sogast inn í þessar stofnanir og með fjármagninu streymir unga fólkið til höfuðstaðarins. Siðan er þetta fjármagn lánað út í'Reykjavík og í Hafnarfirði og nærliggjandi plássum. Ef tillög- ur koma fram, sem létt gætu undir með öðrum landsbúum, þá er eitt víst, og það er það, að Alþýðuflokkurinn rís gegu þeim, sem einn maður. Það er ekki vansalaust fyrir Islendinga, að flytja inn smjör í stórum stíl og garðaávexti fyrir um 6 miljónir króna eins og gert var á síðasta ári. Það er ekki vansalaust, að mjólk, skyr og smjör sé ófáanlegt í kaupstöðum, vikum saman á hverju ári. En þannig er málum komið. Fólkið hefur flúið úr sveitunum á síð- ústu árum. Það liefur flúið fátækt, erfiði, einangrun og félags- leysi. Flóttinn verður eklci stöðvaður nema ráðin sé bót á orsök- um hans, sem liæði eru efnahags- og félagslegs eðlis. Innflutningur laiidljúnaðarvéla og jeppa er snar þáttur í þvi að eyða þessum orsökum. Vélarnar létta störfin, stytta vinnudag- inn og auka afraksturinn. Jeppinn er ekki einasta einkar hentug vinnuvél, heldur og ákj ósanlegt samgöngutæki. Hann færir byggð irnar og fólkið sarnan þannig, að það fær betur svalað þrá sinni til að kynnast og umgangast hvort annað, en slík þrá er manninum í blóð borin. I stað þess, að bóndinn og fólk hans liefur verið þræll vinnu og erfiðis, verður hann herra vinnunnar og vélanna. Sú röksemd er Jtnjög uppi gegn vélakaupum bænda, að bú- skaptur á Islandi þoli ekki fjárhagslega þann kostnað, sem vél- arnar hafi í för með sér. Það er nokkuð til í þessu. Islenzka meðalbúið er lítið og ekki líklegt til að þola mikinn kostnað til vélavinnu. En allt þetta á að breytast. Með tilkomu vélanna á ræktunin að aukast og bústefninn að vaxa. Nýir þæííir eiga að bætast við í starfssvið bóndans, eftir því sem bezthentar á hv.erj- um stað. Þá.gæti verð landbúnaðarafurða jafnvel lækkað, enda þótt allar niðurgreiðslur hyrfu úr sögunni. Það er stefna Sjálf- stæðisfloklcsins að gera sem flesta þegna þjóðfélagsins efnalega sjálfstæða, ekki síður í sveit en við sjó. Vélakaupin eru, ef vel og skynsamlega er á haldið, liður í því. Með auknum landbúnð- artækjum lcemur sú tíð, að „sárin foldar gi’óa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa.“ Agnar Jónsson, bústjóri: Búmál Isfirðinga Framhald Eins og áður segir eru skráð- ar á mjólkurskýrslur hér 30 kýr árið 1945. Þá í árslok voru alls 41 náutgripur á Selja- landi. Það voru 10 kvígur og 1 naut, auk mj ólkurkúnna. Fjór- ar af þessum kvígum báru á árinu 1946. Aðrar fjórar báru á árinu 1947, en tvær báru ekki fyr en rétt eftir áramótin 1948. Það ætti ekki að þurfa að skýra það fyrir búfræðingnum Óskari Sigurðssyni, hver sé munur á því að telja gripi á skýrslu, eða taka meðaltal af þeim, sem hafi verið í fullu gagni, en af því að hann geng- ur fram hjá þessum mun, þá vil ég skýra þetta. Árið 1945 eru mjólkandi kýr eins og áður segir 30 og eru það í árslok. Af þeim virðast 6 liafa mjólkað hluta úr árinu. Árið 1946 er lógað 6 af þessum 30-^6=24. Svo eru keyptar 8 kýr; af þeim var ein fyrsta kálfskvíga. Þá eru kýrnar orðn ar aftur 32, en svo bætast inní 4 kvigur heimaaldar, sem bera. Þáð eru 36 kýr um áramótin 1946 og ’47. En með þessu móti hafa komið 38 kýr inn á skýrsl- ur um stundarsakir, og af öll- um hópnum tekur Óskar með- altal, þó að þarna séu 18 kýr, sem mjólka aðeins hluta úr ár- inu. Árið 1947 eru það 12 kýr af þeim 40, sem Ó.S. reiknar með, sem mjólka aðeins brot úr ár- inu. Þá komu inn á skýrslur 4 kvígur eins og áður er sagt. Ein þeirra bar 17. des. og mjólkaði því aðeins 14 daga af árinu. Tvær mjólkuðu 56 daga hvor o.s.frv.. Allar þessar kýr reiknar Óskar sem fullkomnar kýr og ber þær saman við 29 kýr, sem hann lætur í hugan- um mjólka 3000 I. hverja. Ég held að það þurfi nú varla að orðlengja frekar um nákvæmni Öskars Sigurðsson- ar við samanburð og útreikn- ing. En þess má geta, að árið 1947 var erfitt heyskapar ár og hey hröktust meira en venjulega, enda oft þá mjög ónæðissamt fyrir mjólkurkýr í högunum. Vafalaust hefur það haft mikil áhrif á nythæð kúnna, og það hefur líka verkað langt fram á árið 1948. Mér þykir sennilegt að fleiri en ég hafi orðið varir við þau áhrif. Ástæðan fyrir því að lógað hefur verið 10 kúm, á þessum tveimur árum er sú, að á búinu voru þá nokkrar kýr frekar lé- legar þó að margar væru þær mj ög sæmilegar og sumar ágæt ar, eins og það er enn. 1 staðinn fyrir þessar lélegu kýr var reynt að fá aðrar betri. Einnig hafa nokkrár helzt úr lestinni af ýmsum öðrum ástæð um, sem er held ég alþekkt fyr irbrigði. Það hefur verið fyllt í skörðin með þvi að kaupa aðrar. Sumar af þessum keyptu kúm hafa reynst ágætlega, aðrar ekki sem skyldi eins og gengur. Kvígurnar hafa aðal- lega komið sem aukning. Ég leit sem sagt þannig á að það væri hægt að fjölga hér kúnum nokkuð án þess að auka manna hald, frá því sem verið hefur að undanförnu, og líka með hliðsjón af því að bærinn hafði nú aukið landrýmið til mikilla muna með Kirkjubólskaupun- um. Það hefur sýnt sig að þetta hefur gefist vel og á þó senni- lega eftir að koma beturi ljós. Mjólkin hefur aukizt um 14— 15 þús. litra frá árinu 1945 til þessa tíma, og hef ég álitið að ]iað væri i fullu samræmi við tilganginn með stofnun kúabús Isfirðinga, og þá staðreynd, sem Óskar bendir réttilega á í upphafi greinar sinnar, að hér sé enn mjólkurvöntun. Hitt veit ég að flestir gera sér ljóst að kvígur, sem hafa verið að koma í gagn þessi umgetnu 2 ár eru naumast enn full reynd- ar. „Það á að fækka kúnum.“ Jú, það á að fækka kúnum án þess að minnka mjólkina. Óskar vill nú ekki missa af þessari aukningu, sem orðin er á mjólkinni, en liann vill lækka kúnum. Þetta er nú í alla staði æskilegt, en það er ekki enn alveg útilokað að það eigi eftir að verða meiri aukn- ing af þessum 40 kúm, sem um er rætt, heldur en orðið er. Það hefur ekkert komið fram, sem sanni það að þetta sé óheppi- legasta talan. Óskar segir: „ Ég legg höfuð áherzlu á, að kynbæta stofn- inn. Þetta er hægt með því að velja til undaneldis aðeins þær kýr, sem beztar hafa reynst á búinu, en fá naut að, frá þekktu nautgriparéektárfélagi, af þckktu mjólkurkyni.“ Sennilega á þetta að vera vísbending til mín að gera nú ekki fleiri „axarsköftin,“ en ég er búinn. Það kann nú að vera að þessi áminning sé tíma bær, en lítil reynsla er enn i *

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.