Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.02.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.02.1949, Blaðsíða 4
Ég drap á það áðan að Selja landsbúið mundi sjaldan eða aldrei hafa verið rekið halla- laust. Og ég lit þannig á að hvort sem búin verða höfð 1 eða 2, muni verða langt þangað til að þau sýni góða útkomu reikningslega. Hef ég skýrt það nokkuð áður. En hinu held ég fram að hag kvæmara sé að vera með allan búreksturinn á einum stað við sæmileg skilyrði. Við það mundi margt sparast, og jafn- vel svo að numið gæti hallan- um á öðru búinu nú. Ef að sú skoðun mín reynd- ist rétt þá yrði nýtt fjós á Kirkjubóli ekki ýkja mörg ár að borga sig. Verkfærakaup. Eitt af því sem greinarhöfundur býsnast yfir, er örlætið i verkfærakaup um til búanna. „Það hafa verið keypt súgþurkunartæki og það hefur verið keyptur bíll og nú á að kaupa þrjá votheysturna fyrir næsta sumar, en henda súgþurkunartækjunum,“ segir Óskar. Mundi bæ j arstj órnin ekki hafa fengið orð í og ráðs- maðurinn á Seljalandi, ef að ekkert hefði verið hugsað fyrir því að fá eins sj álfsögð tæki til búanna eins og súgþurkunar- tæki, sem flestir bændur, hvort sem þeir eru með stór eða smá bú, reyna nú að komast yfir. Ein bifreiðin var keypt fyrir búin. Búskaparhættir manna eru nú sem óðast að breytast, frá þvi sem áður var. Það er nú ekki talin nein fjarstæða þó að bóndi með meðalstórt bú eigi bíl og noti við búskapinn. Það mun þvi fáa furða þó að bærinn keypti einn bíl til af- nota fyrir sín bæði bú. Votheysturnarnir. Þegar að fjárhagsráð auglýsti í vetur eftir umsóknum um fjárfest- ingarleyfi fyrir votheysturnum, þótti bæjarstjórninni ekki rétt að sleppa því, einkum ef að ráðist yrði í fjósbyggingu á Kirkjubóli. Mér hefur svo verið sagt að það hafi svo orðið samkomu- lag um að sækja um fjárfest- ingarleyfi fyrir þremur turn— um. Nú finnst mér það aukaat- riði hvort að sótt var um leyfi fyrir 2 eða 3 turnum, því að leyfið verður aldrei annað en heimild, sem ég get ekki álitið að þurfi að nota til hins ítrasta. Bygging votheysturna hefir mér vitanlega ekki verið hugsuð, nema í sambandi við fjós- byggingu, ef að til þess kæmi að horfið yrði að því ráði. Sú fjarstæða að fyrirhugað sé að henda súgþurkunartækjunum, þegar votheystumar kæmu, er blekking sem á engan getur verkað, nema óskar sjálfann. Má geta þess að ég er ný- XXVI. árgangur 24. febrúar 1949. 9. tölublað. FYRSTA SKIÐAMÖT VETRARINS: Ármann sigraði í karlaílokki, en Hörður i drengjaílokki. Hörður vann drengjabikarinn til eignar. Mikil framför meðal hinna yngri. I þessari keppni var eftirtekt arvert, að fyrstu sætin í eldri flokki skipa allt kornungir drengir frá 16—18 ára, og sýndu þeir mikla yfirburði yf- ir aðra keppendur. Hræðslu og skjálfta virðist gæta mikið með al eldri og vanari keppenda, og virðast þeir þurfa mikla fram- för, svo að þeir geti orðið ör- uggir svigmenn. Haukur jSig- urðsson og Halldór Sveinbjarn- arsson eru skemmtilegir svig- menn og bera af hvað stil snert ir, en vantar öryggi. I yngri flokki var margt um manninn, og sáust þar mörg góð efni og sumir prýðilegir, eins og Guðm. Helgason. Jónas Þór og Einar Valur úr Herði eru öruggir og góðir svigmenn. Af þessum ungu keppendum ættu margir að geta orðið af- bragðs skíðamenn með aldrin- um. Það er og athyglisvert, hve áhuginn hefur verið mijdll, meðal þeirra ungu, fyrir sltíða- íþróttinni nú í vetur, sem staf- ar að nokkru leyti af samkomu banni því, er staðið hefur síð- an um áramót. Vonandi verður það til þess, að nemendum í skólum þessa liæjar verði lofað oftar á skíði, en verið hefur, sér til ánægju og hressingar. Áhorfendur voru margir, en þó ættu ísfirðingar að gera meira af því að horfa á skíða- keppnir og fylgjast með á- rangri skíðamanna okkar. búinn að fá í mínar hendur riss af fyrirhugaðri fjósbyggingu á Kirkjubóli, frá Þóri Baldvins- syni. þar sem er gert ráð fyrir að votheysturnar séu tveir í sjálfri byggingunni og þar að auki hlaða með súgþurkunar- tækjum. Tui-nar þessir taka báðir ríflega það heymagn sem fæst af Seljalandstúnunum. Finnst mönnum nokkur fjarstæða að taðan væri tekin nýslegin og flutt í þessa tuma. I niðurlagi greinar sinnar segir Ó.S. að hann tali fyrir munn fjölmargra bæjarbúa, þó að hann væri láinn einn um það að koma því á framfæri, og áður er hann búinn að gefa Svigkeppni um Ármannsbik- arana var háð á Seljalandsdal s.l. sunnudag. Keppt var í sveit- um, og tóku 7 sveitir þátt í keppninni. Ármann sendi 2 sveitir, Hörður 3 sveitir, Skíða- fél. Isafjarðar 1 sveit og Þrótt- ur í Hnífsdal 1 sveit. Orslit í karlaflokki: 1. Gunnar Péturss. Á. 2:02,1 2. Oddur Pétursson Á. 2:04,8 3. Jón K. Sigurðsson H. 2:18,3 Ármann átti 1. 2. og 4. mann í karlaflokki og þar með fyrstu sveit, en í henni voru: Gunnar og Oddur Péturssynir og Ebenescr Þórarinsson. tírslit í sveitakeppninni: 1. sveit Ármanns á 6:33,0 sek. 2. sveit Skíðaf. á 8:02,1 sek. 3. sveil Harðar á 8:45,5 sek. fJrslit í drengj aflokki: 1. Jónas Þ. Guðm.ss. H. 1:17,9 2. Guðm. Helgason Þ. 1:19,5 3. Einar V. Kristjánss. H. 1:22,9 Hörður átti 1. 3. og 5. mann í dreng j af lokki og þar með fyrstu sveit, en í henni voru: Jónas Þór Guðmundsson, Einar Valur Kristjánsson og Jóhann Símonarson. Hörður vann þar með drengjabikarinn til eign- ar. Orslit sveitakeppninnar: 1. A-sveit Harðar á 4:11,5 sek. 2. sveit Þróttar á 4:23,1 sek. 3. B-sveit Harðar á 6:42,9 sek. 4. sveit Ármanns á 7:20,5 sek. í skyn að hann tali einnig fyrir munn bæj arstj órnarinnar. Nú vita það flestir Isfirðing- ar að ég sagði starfi mínu lausu í haust s.l., með sex mán- aðar fyrirvara, eða frá 31. marz n.k. Sé það rétt að Ó.S. tali fyrir munn fjölmargra ljæjar- búa og jafnvel bæjarstjórnar- innar líka, hversvegna notaði bæj arstj órnin þá ekki tækifær- ið til að ráða annan mann í starfið, heidur en að vera að marg fara fram á það við mig að vera kyrr ? Ég get ekki bet- ur séð en að þarna hafi hún mann við hendina, sem viti ná- kvæmlega hvernig eigi að reka búin án þess að halli verði. Hversvegna hafa gjöld- in hækkað? Framhald af 1. síðu. greiða að mestu þann milda halla, sem er á Sjúkrahúsinu. Hefur sá liður hækkað frá 1945 um 80 þús., og um 5 þús. frá síðasta ári. Hefur Sjúkrahús Isafjarðar jafnan átt litlum skilningi að fagna hjá ríkis- valdinu og ekki sízt Sjúkrasam laginu og verður að knýja fram bættan skilning þessara aðila. Löggæzlan. hefur hækkað um 42 þús., sem mest kemur til af því, að kaup lögregluþjóna hækkaði árið 1945, eins og kaup annara starfsmanna, og einnig af því að hafnarsjóður greiðir nú ekkert til löggæzlu, en hann heíur greitt 5 þús. á ári. Atvinnumál. voru áætluð 1945 kr. 335 þús. en 1948 kr. 635 þús. og nú lækkuð í kr. 430.500,00, vegna þess að reynt er að halda út- svörunum niðri með tilliti lil erfiðs árferðis og minnkandi atvinnutekna hér sem annar- staðar. Á atvinnumálum er á þessu ári áætlað um Í54 ])ús., framlag til búreksturs bæjar- ins. Er ]>að mjög tilfinnanleg upphæð, sem leila verður allra ráða til að létta af borgurun- um. Til gatnagerðar og vega- rriála er á þessum lið áætlað kr. 236 þús. Þar af til gang- stéttar í Ilafnarstræti kr. 50 þús. og Seljalandsvegar 25 þús. Til vatnsveitu eru áætlaðar 100 þús. kr. Eldvarnir hafa hækkað verulega, eða frá 1945 um 23 þús. Stafar hækkunin af mikilli launa- hækkun slökkviliðsstjóra, sem hafði kr. 3.150,00, en hefur nú kr. 12.600,00, vísitöluhækkun á laun annara starfsmanna og við hækkað viðhald. I næsta blaði verður fjár- hagsáætlunin birt og efnahags- mál bæjarins nánar rædd. Ef til vill hafa þeir verið hræddir um að skipasmíða- stöðin hjá Marzelíusi biði þess ekki bætur, ef Óskar fæ'ri það- an, en ég held nú samt að ]>að ætti að gefa honum tækifæri á því að rétta við þennan bú- rekstur, svo að hann „verði í framtíðinni i*ekinn til heilla og blessunar fyrir núverandi og komandi kynslóðir, sem þenn- an bæ byggja.“ Enn er tími til stefnu, og séu Isfirðingar nú búnir að ákveða sig og vilji skipti á bústjóra, er ég reiðubúinn að fara á hinum umgetna uppsagnartíma. Agnar Jónsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.