Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.03.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 03.03.1949, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur ísafjörður, 3. marz 1949. 10. tölublað. Fjárhagsáæflun bæjarins 1949. Alþýðuílokkurinn greiddi ekki atkvæði gegn einum einasfa lið áæflunarinnar. Breytingartillögur þeirra er fálm ráðvilltra manna, sem almennt er hent gaman að. Á fundi bæjarstjórnar s. 1. mánudag var fjárhagsáætlun- in til siðari umræðu. Var hún samþykkt með 5 samhlj óða at- kvæðum og er áætlunin i heild birt á öðrum stað í blað- inu. Afgreiðsla þessarar fjórðu á- ætlunar á þessu kjörtímabili er á ýmsan hátt mjög eftirtekt- arverð. Alþýðuflokkurinn hef- ur staðfest það *mjög eftir- minnilega, að hann hefir sára- litið út á stjórn núverandi meirihluta að setja. Alþýðuflokkurinn taldi sig þó þurfa að flytja >msar breyt ingartillögur við áætlunina, til þess að dylja fyrir kjósendum sínum fíflatal sitt og skrif fyr- verandi tilvonandi hagfræð- ings flokksins og Eyjólfs í Mánagötu, óvitans g Samvinnu félagsskrifstofunni, um óstjórn bæjarins, sem þeir kalla. Aum frammistaða. Á bæ j arstj órnarf undinum gerði Birgir tilraun til þess að skýra breytingartillögur flokks síns við fjárhagsáætlunina. Tókst honum það mjög þung- lamalega, sem vonlegt er, og var engu líkara en þarna væri stirðlæs krakki að lesa, svo stirðlæs a.ð meira segja vesa- lings Sverrir varð oftar en einu sinni að koma drengnum til hjálpar við útskýringar á til- lögum hans. Mun það aldrei hafa þekkst fyrr, að tveir full- trúar i bæjarstjórn þyrftu að tala sömu framsöguræðuna. Þeir telja sig hafa flutt breyt- ingartillögur er miði að því að lækka útsvörin um króniir 185..700,00, en það er mikill misskilningur hjá þessum blessuðum vitsmunaverum. t lækkunartillögurnar tóku þeir 11 þús. kr. á reksturskostnaði til Húsmæðraskólans, sem for- maður skólanefndar, Baldur Johnsen, var búinn að upp- lýsa við fyrri umræðu og óska eftir við bæjatráð að yrði tek- ið tillit til við endanlega af- greiðslu, sem bæjarráð og gerði. Þá gleymdu þessir bæj- armálavönu menn því, þegar þeir fluttu lækkunartillögur um framlag til barnaskólans kr. 24 þús., og til Gagnfræða- skólans kr. 8 þús., að rikið greiðir einn fjórða af reksturs- kostnaði barnaskólans eða kr. 6 þús. og helming af reksturs- kostnaði Gagnfræðaskólans, eða kr. 4 þús, samtals krónur 10 þús., því tóku þeir eklci með i reikninginn að þeir þurftu að lækka tekjulið áætlunarinnar um kr. 10 þús. Fylgjast þeir ekki með. Það er eftirtektarverður sljó leiki bæj arf ulltrúa Alþýðu- flokksins að vita ekki um þetta atriði, þó á flokkurinn mann í bæjarráði, Grím nokkurn rakara, sem vinnur að samn- ingu áætlunarinnar og sézt bezt á þessu, að hann veit ekki hvað þar er unnið og skilur ekki jafn augljósan hlut og þetta, sama er að segja um fræðsluráðsmanninn Birgi, sem vinnur í fræðsluráðj að samningu f j árhagsáætlunar- innar fyrir skólana. Þetta eru tveir helztu forvígismenn ís- firzkra krata, hvernig eru þú hinir minni spámenn þessarar vesælu flokksmyndar ? Þarna geta þeir dregið fx-á lækkunartillögum sínurn þess- ar 11 þús. kr. til Húsmæðra- skólans og 10 þús. kr., sem tekjur frá ríkissjóði til skól- anna hefðu læklcað um í sanx- ræmi við gj aldalækkunartil- lögur þeirra til skólanna svo þá eru eftir kr. 164.500,00 af lækkunartillögum, sem nii skal verða gerð nokkur skil. Tekjur af stiáðsgi'óðaskatti lögðu Alþýðuflokksmenn til að hækkuðu úr 30 þús kr. i 60 þús. kr. Töldu þeir striðsgróða- skattinn verða það háan vegna eignakönnunarinnar. Það sem kratarnir ekki vissu. Matthias Bjarnason benti þehxx á, að hér værum við að áætla tekjur af sti-íðsgróða- skatti fýrir árið 1949, en eigna- könnunin hafi farið fram á ár- inu 1948. I tvö ár hefur enginn stiáðsgróðaskattur verið greidd ur bænum, eða ekki síðan fyrir árið 1946, sem reyndust vei’a unx 30 þús. kr. Ái-ferði færi nú stöðugt versnandi, tekjur þjóðarinnar hefðu stórminnkað og stríðs- gróði alveg að þverra. Mætti þvi búast við því, að þessi xxpp- hæð kr. 30 þús., sem áætluð er af bæjari’áði sé alltof há, og því teldi hann þessa tillögxi Al- þýðuflokksins vera flutta- að- eins til þess að sýna að þeir geti kornið með lækkunartil- lögur á útsvörum og slá ryki í augu síns lýðs, senx þeir hafa mest hi’ópað til unx fjái-sxikk og öngþveiti núverandi íxieiri- hluta. Og nú væri svo konxið, að þeir gætu engar athuga- semdir gert við fjármál nxeii’i- hlutans, þá gi’ipu þeir i það hálmstrá, að flytja tillögur, senx hafa við ekkert að styðj- ast. Eftir að hafa fengið þess- ar upplýsingar minntust Al- þýðuflokksmennirnir ekki einu oi’ði á þessa tillögu sína. Þá fluttu þeir lækkun á rekst- xxi'shallastyrki til Sjúkrahúss- ins xxm kr. 20 þús., xir 100 þús. kr. í 80 þús. kr., og lögðu jafn- franxt til að tekið yrði inn teknamegin kr. 5 þús. vextir af skuld S j úkrahússins, en þessar tillögur þýða því 25 þús. kr. lækkun á reksturs- halla Sj úkrahússins. Undar- legar eru þessar tillögur þegar þess er gætt, að reksturshalli Sj úkrahússins er mun meiri en ráð er fyrir gert í fjárhagsáætl uninni. Aðgangseyrir Sundhallar leggja þeir til að hækki um 15 þús. kr. Þrátt fyrir langvar- andi samkomubann. Þá leggja þeir til að framlag til Almanna trygginga lækki urn 25 þús. kr. en Tryggingarstofnun íákisins hefur þegar mælt fyrir um að það skuli vei’a 250 þús. kr. Hagnað af skurðgröfu vildxx þeir hækka um 10 þús. kr., en vonlaust er að hann verði hæi'ri en áætlunin gerir ráð fyrir, þó ekkert óhapp hendi á árinu. Er bæjarverkstjóri óþarfur ? Bæ j arverkst j óranuxn lögðu þeir til að sagt yrði upp og á- ætlunin lækkuð um krónur 11.700,00. — Vera má að Al- þýðxxflokkurinn telji skynsam- legt að hafa engan verkstjóra, en meirihluti bæj arstj órnar er á annai'i skoðun. Lækkun til skólanna er hjá þeinx 32 þús. kr., en frá þvi dregst lækkun á fi’amlagi rík- issjóðs 10 þús. kr. Þessar lækk- unartillögur til skólanna era í íxxörgum liðum, lítilfj örlegar og óraunhæfar flestar. Þó hefði kannske nxátt segja að hægt hefði verið að lækka framlag bæjar til skólaleik- vallar kr. 6.250,00 og skei’a niður franxlag leikvallar um 5 þús. kr. á atvinnumálum eins og Alþýðuflokkui’inn lagði til að gert væri. En sá er greinar- xxxunur á stefnxi Sjálfstæðis- nxanna í þessum málum og stefnu Alþýðuflokksins, að Sjálfstæðisnxenn telja leikvall- armálin nauðsyixj amál fyrir börxxin og það vera til skanxxxx- ar hve lítið þeinx hefur verið sinnt, en Alþýðuflokksmenn Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.