Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.03.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 03.03.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónur 20,00 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) -_____________________________________________________> Flokkur í upplausn. Eftir 24 ára stjórnarferil hér i bæ, hefur Alþýðuflokkurinn á lsafirði verið í minnihluta í hæjarstjórn í rúm þrjú ár. Stjórn hans á bænum var ein samfelld keðja óhappaverka. Hver lodd- arinn og angurgapinn öðrum verri lék aðalhlutverkið í þessum leik. Vilmundur, Finnúr, Hagalín og Hannibal tóku við hver af öðrum og endurbættu met hvers annars. Finnur stóð fyrir mis- tökunum við bátahöfnina, Hagalín fyrir Skutulssölunni ogHanni bal fyrir Nónhomsvirkjuninni. Miljónum króna af fé bæjarbúa var kastað á glæ. Allir þessir óhappamenn eru'nú fluttir burt úr bænum. Þeir eru nú ríkir og valdamiklir Reykvíkingar, en Isfirðingar eru fátækir og bæj- arfélagið í sáruni eftir óstjórn þeirra og axarsköft. Þessir karlar eru búnir að gleyma Isafirði og telja nú hlutverk sitt að bregða faéti 'fyrir þetta hæjarfélag, hvenær sem þeir mega því við koma. Sjáldan launa kálfar ofeldið. Og Isfirðingar hanna ekki brottför þeirra, þvi fátt nýtilegt minnir þá á hérvist þeirra. Nú er Alþýðuflokkurinn í minnihluta og valdalítill. Það er sárt að lenda í ininnihluta, eftir langan stjórnarferil. Það reýnir á stíllingu og úíhald, að halda uppi jákvæðri og skynsamlegri stjórnarandstöðu. Illa tókst stjórn þeirra, en ven- tökst þeim stjórnarandstaðan. Undir forustu Hannibals og Helga. Hannes- sonar var farið geyst af stað. Að öllu var fundið smáu og stóru og enginn greinarmunur gerður á. öll meðul voru notuð, blekk- ingar og lygar, hótanir og kærur. Persónulegur rógur og álygar var sterkasta ívafið í þennan þokkalega vef. Er þessi bardagaað- ferð missti marks, hér heima var farið til Reykjavíkur í blöðin og jafnvel Ríkisútvarpið xneð það fyrir augum að spilla fyrir hagsmunamálum bæjarbúa og reyna að troða gjaldþrota- og svikastimpli á bæj arfélagið. I þessarí þokkalegu iðju fékk flokkurinn tvo sterka baudamenn, félagsmálaráðuneytið og þíngmann ísfirðinga. Finn Jónsson, sem leikið hefur það ein- stæðá lilutverk að berjast gegn málefnum kjördæmis síns leynt ög Ijóst. Isfirðingar muna enn kærurnar út af ímynduðum lögbrotum í sambandi við fundarsköp bæj arstj ómarinnar. Þeim var j'mist ékki svarað eða úrskurðurinn féll algerlega meirihlutanum í vil. Tvívegis gekk minnihutinn af fundi af þessum sökum. Aum- ari framkomu og málsvörn er ekki hægt að hugsa sér. Nú er ekki minnst á fundarsköp. Andstaða kratanna gegn hagsmuna- málum kaupstaðaríns er og enn í fersku minni. Þeir splundruðu samtökunum um fiskiðjuverið. Þeir hömuðust gegn togarakaup- unum, Fjarðarstradisbyggingunum, hafnarbakkanum og vatns- veitunni. Þeir hafa keppst við að hera fram tillögur til útgjahla, en hrópa síðan um eyðslu og óstjórn. Tögarinn er kominn, Fjarðarstrætisbyggingarnar senn íbúðar- hæfar, hafnarbakkinn kominn vel á veg og vatnsveitan verður fullgerð í sumar. Verkin munu tala en kratarnir þagna. Sennilega hefur enginn flokkur, fyrr né síðar, tekið upp jafn vonlausa og heimskulega baráttu. Flokkurinn gekk of langt. Isfirðingmn ofbauð. Aðalfor>rstumennirnir sáu, að þeir höfðu hlaupið hrapalega á sig. Þeir gáfust upp og fluttu burt, er búið var að spila málefnalega öllum trompum af hendinni. Nú er Birgir Finnsson með höfuðlausan her í bæjarstjórn og bögglast við að halda uppi vörn fyrir þennan auma málstað. Af 18 bæj árfulltrúum flokksins eru 6 famir úr bænum og fleiri á förum. Eftir þriggja ára minnihlutaaðstöðu er Alþyðuflokkur- inn á Isafirði í algerri upplausn. Halldór Jónsson bóndi á Arngerðareyri, sextugur. Halldór Jónsson bóndi á Amgerðareyri varð sextugur 28. f. m. Halldór er fæddur á Þing- eyri við Dýrafjörð, sonur hjón, anna Jóns Helgasonar og Guð- nýjar Halldórsdóttur, bónda á GÍjúfurá í Amarfirði. Þegar Halldór var tveggja ára drukknaði faðir hans, og stóð þá móðirin ein uppi með stóran barnahóp. Bauð þá Guð ný Halldórsdóttir, kona Jóns óðalsbónda Ifalldórssonar á Laugabóli, henni að taka Hall- dór, sem var yngsta barnið, til fósturs. Ölst Halldór upp á þessu ágæta heimili fram til fullorðins ára, að hann fór á búnaðarskólann á Hvanneyri og varð búfræðingur þaðan. Halldór kvæntist 1915, Stein- unni Jónsdóttur, bónda í Skálmai'nesmúla á Barða- strönd, ágætri og mestu fyrirmyndarkonu. Steinunn hefur verið manni sínum mjög samhent og stjórnað þeirra fjölmenna heimili af miklum myndarskap. Þeim hefur orðið 10 barna auðið og eru 9 þeirra á lífi, öll uppkomin og mannvænlegt fólk. Halldór var fyrst ráðsmaður hjá tengdamóður sinni í Skálmarnesmúla, en þegar hann kvæntist tók hann við búskapnum á jörðinni og bjó þar til ársins 1920 að liann keypti jörðina Arngerðareyri og hóf þar búskap. Ég sem þessar línur rita, get ekki stillt mig um að minnast á einkenni- legt atvik í lífi Halldórs. Þegar hann var fluttur tveggja ára föðurlaus í fóstur að Lauga- bóli, þá kom hann í bát til Arngerðareyrar og bar hann í land Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóri á Arngerðareyri, hefði þá þótt ósennilegt að þessi föðurlausi drengur tæki við jörðinni eftir hans daga. Halldóri Jónssyni hefir með dugnaði og atorku, tekist að koma sér áfram í lífinu, þrátt fyrir það, að hann gekk lit í lífið með tómar hendur fjár, eins og öll önnur börn alþýðu- manna hafa orðið að gera. En Halldór er einn þeirra traustu manna, sem setur sér það tak- mark að komast áfram á braut lífsins upp á eigin spýtur, og hefur honum vel tekizt að ná því marki. Halldór er inesta snyrtimenni í sínum búskap. Hann kann vel að meta góða hesta, enda er hann góður hestamaður. Halldór hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, verið í hreppsnefnd í mörg ár, skattanefndarmaður, í sóluiar- nefnd hefur hann einnig setið. Halldór var ullarmatsmaður í mörg ár, símstöðvarstj óri og póstafgreiðslumaður hefur hann verið fjölda ára. öll þau störf, sem Halldór hefir tekið að sér, hefur hann leyst vel af hendi. Ég óska þessum sextuga vini mínum hjartanlega til ham- ingju á þessum tímamótum í lífi hans og vona að honum megi lengi endast líf og heilsa. M. Bj. ------o------ Ályktún um sjákraMsmáL A bæj arstj órnarfundi s. 1. mándag var eftirfarandi til- laga samþykkt: j „Bæjarstjórn Isafjarðar ítrek- ar fyrri samþykkt sína um að skora á þingmann kaupstaðar- ins, að fá því til leiðar komið á Alþingi, að veitt verði á fjár- lögum þesíja- árs ríl'Ieg upp- hæð til endurbóta á Sjúkra- húsi Isafjarðar, og að greiða að fullu þann hluta af reksturs halla Sj úkrahússins, sem leið- ir af dvöl utansveitarsj úklinga þar.“ Matthías Bjarnason Halldór Ólafsson Þessi tillaga er eins og hún ber með sér ítrekun á þeirri sjálfsögðu kröfu bæjarstjórn- arinnar, að ríkissjóður greiði hallann á uekstri Sj úkrahússins, sem leiðir af dvöl utansveitar- sjúklinga og jafnframt að rík- issjóður leggi fram ríflega upphæð til endurbóta á Sjúkra húsinu. Sjúkrahús Isafjarðar er ekki eingöngu starfrækt fyrir Isfirð- inga, heldur er það einnig Sjúkrahús fyrir nærliggjandi áýslur og ríkið sjálft. Það nær því engri átt, að neyða borgara þessa bæjar til þess að greiða hallann á rekstri Sjúkrahúss, sem er rekið fyrir önnur byggð arlög. Þessvegna kæmi það okkur Isfirðingum mjög á ó- vart, ef Alþingi yrði ekki við þessari kröfu okkar. Bæj- arstjórnin hefur falið þirig- manni kaupstaðarins að koma þessu máli fram á Alþingi, og ætti honum að reynast það auðvelt, ef hann sýnir því þann vilja, sem honum ber tví- mælalaust skylda til, sem þing- manni Isfirðinga,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.