Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.03.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 03.03.1949, Blaðsíða 4
XXVI. árgangur 3. marz 1949. . 10. tölublað. Fjárhagáætlun bæjarsjóðs 1949. . TEKJUR : I. Stjórn bæjarmálefna ....................... 24.000,00 II. Lýðtrygging og lýðhjálp ................. 128.000,00 III. Framfærslumál ............................ 133.000,00 IV. Menntamál ................................. 377.000,00 V. Iþróttir og listir ............................. 0,00 VI. Heilbrigðismál ............................. 33.000,00 VII. Löggæzla .................................. 18.000,00 VIII. Eldvarnir ...................................... 0,00 IX. Vatnsveitan ..........-.................... 21.000,00 X. Götulýsing ..................................... 0,00 XI. Atvinnumál ................................ 451.000,00 XII. Fasteignir ................................ 49.800,00 XIII. Vextir og arður og afb. af skuldabréfum .... 20.700,00 XIV. tJtsvör ................................ 2.271.000,00 XV. Fasteignaskattur ........................... 40.000,00 XVI. Ymsar tekjur ........................*<&.... 105.000,00 XVII. Lántökuheimild til greiðsiu lausaskulda . . 1.000,000,00 AIls kr. 4.671.500,00 GJÖLP : I. Stjórn bæjannálefna ..................... 190.000,00 II. Lýðtrygging og lýðhjálp................. 520.500,00 III. Framfærslumál .......................... 250.000,00 IV. Menntamál ............................... 702.500,00 V. Iþróttir og listir........................ 40.500,00 VI. Heilbrigðismál .......................... 195.500.00 VII. Löggæzla ................................ 110.000,00 VIII. Eldvarnir ................................. 58.000,00 IX. Vatnsveitan . ........................... 105.000,00 X. Götulýsing ................................ 32.000,00 XI. Atvinnumál .............................. 881.500,00 XII. Fasteignir ............................... 50.000,00 XIII. Vextir ................................... 120.000,00 XIV. Ctsvör ........................................ 0,00 XV. Fasteignaskattur ............................... 0,00 XVI. Yms gjöld ................................ 22.000,00 XVII. Til byggingarsjóðs verkamannabústaða . . 52.000,00 XVIII. Til Vestfirðingafélags ................. 1.000,00 XIX. Frami. v. III. kafla laga um aðstoð við byggingu íbúðarhúsa ....................... 50.000,00 XX. Til Kvenskátafél. „Valkyrjan“ ............. 10.000,00 XXI. Til greiðslu á lausaskuldum ............. 1.203.000,00 XXII. Til Vinnumiðlunarskrifstofu ............... 12.000,00 Alls kr. 4.671.500,00 Búin leigö. Framhald af 3. síðu. 1948 hefir reikningurinn ekki verið endanlega uppgerð- ur og er því hallinn ekki nefnd ur hér. Árið 1946 samþykkir bæjar- stjórn með 7 atkvæðum — bæjarfulltrúar úr öllum flokk- um gegn atkvæðum tveggj a f ulltrúa S j álfstæðisflokksins, — að kaupa jörðina Kirkjuból og reka þar kúabú, halli á þess um rekstri hefur verið þessi : 1946 ...... kr. 52.983,19 1947 ...... — 57.321,99 1948 er óuppgert enn og því er ekki hallinn nefndur hér. Á fjárhagsáætlun þessa árs er áætlaður halli kr. 153.500,00. Þrátt fyrir það, að bústjór- inn er duglegur, hagsýnn og á- reiðanlegur í starfi sínu, eru búin rekin með þetta miklum halla. Bústjóri og ýmsir aðrir menn, sem einnig hafa þekk- ingu á þessum málum, halda því fram, að þennan rekstur megi lagfæra mikið frá því sem nú er, með þvi að byggja nýtízku gripahús á annari jörðinni og hafa þar alla gripi beggja jarðanna og að færa á ýmsan hátt búskapinn til nýrri og betri vegar í rekstri. Vmislegt hefur verið gert til þess að lagfæra og létta bú- rekstursbyrðina. á síðustu 2 ár- um, með aukningu á vélum, svo sem súgþurkun o.fl. Til þess að framkvæma þær tillögur, sem fram hafa komið til viðreisnar rekstri búanna, þarf geipi háa upphæð, en eins og nú horfir í f j ármálum þ j óð- arinnar, er alveg óhugsandi að fá slikt fjármagn að láni, og er þá ekki um annað að ræða, en taka fé til þessara fram- kvæmda með auknum útsvör- um bæjarbúa. En i slíkum ár- ferðum sem nú eru, er sú leið alls ekki fær. Hinsvegar sj áum við og mik- ill meirihluti bæjarbúa, að það getur ekki gengið, að bæjar- sjóður greiði hátt á annað hundrað þúsundir króna í halla á rekstri kúabúanna ár- lega. Þetta er hlutur, sem ekki gengur lengur að gera, bæjar- stjórnin hefur ekki leyfi til þess gagnvart borgurunum að neyða þá til þess að greiða slíkar upphæðir í vonlausan rekstur. Að leigja búin eins og þessi tillaga gengur út á, getur ekki bakað bæjarsjóði neitt tjón, heldur létt af honum 150 þús. króna halla og það má tryggja með samningi við væntan- lega leigutaka að mjólkur- magnið verði svipað og verið hefur, en það er tilgangurinn að framleiða mjólk á þessum jörðum fyrir bæjarbúa en um það hvort mjólkin sé fram- leidd fyrir reikning einstak- linga eða af bænum sjálfum á að ráða heilbrigð skynsemi á hverjum tíma. Einnig má benda á það, að þær forsendur sem voru fyrir því, að Seljalandsbúið var byggt á sínum tíma, eru nú ekki lengur fyrir hendi, en þær voru að tryggja a.m.k. sjúk- lingum og ungbörnum örugga mjólk, eða losna við tauga- veikissmitun, sem þá hafði orðið vart hér í firðinum. Fj árhagsáætlunin. Framhald af 1. síðu uirðast vera óþreijtandi í hamli sínu gegn barnaleikuelli. Ýmsar aðrar sma tillögur fluttu þeir, allar sáraómerki- legar og óraunhæfar nema ein 2 þús. kr. tillaga, sem uar sam- þykkt, hinar tiltögur þeirra voru eðlilegar allar felldar. Aumt er hlutskipti þessara pilta í A1 þýðuflok kn um, eftir allt þeiira gaspur og stóryrði um meirihlutann, að verða nú að viðurkenna, að þeir hafi að- eins getað flutt tvö þúsund króna lækkunartillögu á út- svörunum, sem vit var i. Bæjarstjóri flutti ítarlega, framsöguræðu um fjárhagsá- ætlunina og gerði grein fyrir einstökum liðum hennar. Yms- ar ályktanir sem fram voru bornar er getið í blaðinu á öðr- um stað, en i næsta blaði verð- ur getið um aðrar ályktanir, sem ekki er rúm fyrir í þessu blaði. Barnafræðarinn verður sér til skammar. Alþýðuflokksmennimir báru sig aumlega í umræðum. Barnafræðarinn, Jón H. Guð- mundsson, flutti þó all digur- barkalega en stutta ræðu, í lok umræðna og spúði úr sér á sínu smekklega orðavali ó- hróðri um framleiðendur í þessum bæ, einkum útgerðar- menn. Lét hann og liggja orð að þvi, að þeir menn innan meirihlutans, sem áhrifamestir væru, hefðu leikið sér að þvi að reka kúabúin með sem mestum halla. Hvernig skyldi þá standa á því að hallinn á ^elj alandsbúinu hefur lækkað frá síðasta valdaári kratanna í tíð núverandi meirihluta und ir bústjói-n Agnars Jónssonar ? Skoraði barnafræðarinn á Baldur Johnsen að beita á n>r sínum áhrifum á búrekstrin- um, eftir að hann væri nú kom inn heim frá Englandi, endur- nærður af verunni þar í land- inu sem jafnaðarmenn stjórna. Baldur Johnsen svaraði Jóni nokkrum orðum, og sagði hon- uni að flokksbræður hans í Englandi hefðu það sitt fyrsta boðorð, að engin atvinnugrein sé rekin með halla, livort liún væri rekin af ríkinu eða ein- staklingum, en þetta væri hlut- ur, sem íslenzkir kratar liafa aldrei látið sér koma til hugar að hugsa um að reka lyrirtæki hins opinbera hallalaus og gætu þeir ]iví niikið lært af brezku krötunum. Að öðru leyti datt engum i hug að svara gífuryrðum jiessa kratadindil%, Að lokum skal skýrt frá því að Alþýðuflokkurinn greiddi ekki mótatkvæði einum ein- asta lið fj árhagsáætlunarinn- ar. Beri nú hver sarnan skít- kast þeirra í Skutli í garð meirihlutans og þær athuga- semdir þeirra, sem fram hafa komið við fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs fyrir árið 1949, og sézt þá að þeir eru þagnaðir þar. ------o------- lsborg seldi afla sinn í Grimsby s.l. mánudag, 3797 kitts fyrir 12.363 sterlingspund. Prentstofan Isrún li.f.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.