Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.03.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 10.03.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Ibúð til sölu. Til sölu hluti hússins Sólgata 8, Isafirði. Ibúðin er tvö herbergi og eldhús, ásamt geymslum. Upplýsingar gefur : Guðm. L. Þ. Guðmundsson, Sólgötu 8, Isafirði. ISFIRÐINGUR H.F. Aðalfundur togarafélagsins ÍSFIRÐINGUR h.f., ísafirði, verður haldinn að Uppsölum föstudaginn 25. marz kl. 9 síð- degis, nema samkomubann hamli. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÖRNIN. Tilkynning Þar sem nokkur brögð eru að því, að útvarpsloftnet eru óleyfilega lögð, verður þeim sem slik loftnet hafa, tilkynnt um, hvað ábótavant er við legu og gerð loftnetsins, og farið fram á, við hlutaðeigendur, að þeir láti endurbæta það sem ábótavant telst. Hafi viðgerð ekki farið fram innan mánaðar frá tilkynningu verða viðkomanai loftnet tekin niður. RAFVEITA ISAFJARÐAR. Viðskiptanefndin hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gúmmiskóm framleiddum innanlands : Heildsöluverð Smásöluverð No. 26—30 ................ kr. 16.00 kr. 20,40 No. 31—34 .................. — 17,50 — 22,30 No. 35—39 .................. — 20,00 — 25,50 No. 40—46 .................. — 22,50 — 28,70 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Hámarksverð þetta gildir í Reykjavík og Hafnarfirði, en ann- ars staðar á landittu má bæta við verðið sannanlegum flutnings- kostnaði. •Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verðlags- stjóra Nr. 16 1948. Reykjavík, 1. marz 1949. VERÐLAGSSTJÓRINN. r^yjyrt^Mu i>— uifw—■—bm—'fty ITnWIBfflfTT «m ra n»w w»M—v*wt’P»arai«w—acran— hvalir — og svipuð veiði þar til hvalveiðunum lýkur. Þetta sýnir ljóslega hvernig þessi atvinnuvegur hefir verið eyðilagður á mjög skömmum tíma, vegna algerðs fyrir- hyggj uleysis. Langsótt veiði. Að því er snerti hvalveiðar við Vesturland um aldamótin skal hér tekinn upp kafli úr bókinni „Av hvalfangstens historie“ eftir Sigurd Risting, bls. 177 : „Der var sáledes ved ár- hundredets utgang en ganske anseelig fláte pá det islanske fangstfelt. 23 hvalbáter gjorde i 1900 en fangst av 823 hval, hvorav .utbragtes .33.600 .fat olje foruten en tilsvarende mængde guano. Det var dog nu iöjnefaldende, at selskap- ene for en stor del mátte söke sin fangst pá andre havströk end tidligere. Fra stationsplad- serne pá det nordvestlige hjörne sökte fangstbátene syd- over til forbi Vestmanöerne og östover forbi Kap Langanes, ja endog til selve östkysten og sydkysten hændte det at de av- sökte feltet. Der var for stadig længere slæpning pá hvalen og egne slæpedampere var for- lengst blit en nödvendighet, hvis man fuldt ut vilde utnytte hvalbátenes effektivitet. Spörs- málet om at flytte stationene blev derfor aktuelt, og efersom nu hvales træk og forekomst tegnet sig, mátte de nye stationspladser vælges pá öens östkyst.“ 6095 hvalir veiddir. Hér á eftir skal greint frá veiði Vestfjarðastöðvanna frá byrjun hvalveiðanna fram til aldamóta : Ár Tala báta Tala hvala 1883 1 8 1884 1 ca. 20 1885 1 ca. 20 1886 1 ca. 20 1887 2 40 1888 2 82 1889 4 128 1890 6 180 1891 8 206 1892 11 316 1893 15 505 1894 15 523 1895 16 678 1896 18 792 1897 Vantar skýrslur 1898 21 796 1899 23 868 1900 23 823 Samtals 6.095 Þannig hafa veiðst samtals 6000 hvalir þctta tímabil, cn þess ber að geta, að mikill hluti þessara hvala var veiddur mjög fjarri vinnslustöðvunum. I ritinu „Hval og hvalfangst,“ sem gefið er út af norska hval- ráðinu, eru merkilegar rann- sóknir um hvalveiðar við Is- land (7. rit, útgefið 1933). Gert er ráð fyrir því, að allur hval- stofninn, sem gengið var á hér á landi, hafi aldrei verið meiri en 5 til 7000. Þegar veiðum lýkur er gert ráð fyrir því, að svo mikið hafi saxast á stofn- inn, að hann sé kominn niður fyrir 500. Islendingar hef ja veiðar. Hvalur h.f. fékk s.l. ár 239 hvali. I þessu sambandi ber að geta þess, að fyrsta mánuðinn var einungis einn bátur að veiðum, næsta hálfa mánuðinn einungis tveir bátar, en úr því þrír. Nú í sumar er gert ráð fyrir því, að stunda veiðar allt útgerðartímabilið með 4 bát- um. — Nú er ráðgert að stofna tvær nýjar hvalveiðistöðvar á vestanverðu landinu, til við- bótar þeirri, sem fyrir er, og gæti veiði þeirra allra numið 1000 hvölum á ári. Er augljóst, hver áhrif slík veiði mundi hafa á hvalveiðistofninn, ekki sízt þegar þess er gætt, að hann er vafalaust mikið minni en hann var 1883. — Árín 1883 til 1900 voru hvalveiðar við Vest- urland stundaðar með 10 hval- veiðibátum að meðaltali á hverju ári, en þess ber að gæta að þessir bátar voru mjög litl- ir og ófullkomnir í samanburði við þau skip, sem nú eru notuð við veiðar. Ef 14 veiðislcip verða nú látin stunda þessar veiðar, svarar það vafalaust til 30 báta, svipaðra þeim, sem hér voru notaðir áður. Þetta mál þarf ekki að rekja frekar. Ef Alþingi gerir ekki ráðstafanir til þess, að koma í veg fyrir áðurgreindar fram- kvæmdir, er augljóst, að milj- ónum króna verður varið til þess að byggja nýjar hvalveiði stöðvar, útvega hvalveiðiskip og allan þann búnað, er til hvalveiða þarf. Æfa þarf ís- lenzka sjómenn til að taka við öllum þessum flota, en grund- völlurinn ekki öruggari en svo, að telja má víst, að hvalstofn- inn eyðist á mjög skömmum tíma. Ég geri ráð fyrir því, að verða ekki tajinn hlutlaus um þetta mál, en vil mælast til þess, að Alþingi láti rannsaka til hlítar þau merku gögn, sem fyrir hendi eru um málefni þetta. Það væri fásinna og þjóðarósómi að eyðileggja þessa merku atvinnugrein á örskömmum tíma með óverj- andi fyrirhyggjuleysi eftir þá dýrkeyptu reynslu, sem fengin er í þessum efnum. Ekki verður feigum forðað. Frá því er skýrt í breska timaritinu Fishing News, frá 15. janúar s.l., að 1. vélstjóri og einn háseti á enska togaran- um „Goth“, sem hvarf hér við land í desember s.l., hafi verið meðal þeirra, sem björguðust i fyrra, er togarinn „Dhoon“ strandaði við Látrabjarg. Sú björgun vakti á sínum tíma heimsathygli. Má sannar- lega kalla það kaldhæðni ör- lagnna, að tveir þeirra manna er þar björguðust skuli farast við Islandsstrendur ári síðar. HERBERGI ÖSKAST til leigu 2—3 mánuði. Upplýsingar í síma 109.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.