Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.03.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 10.03.1949, Blaðsíða 4
Orðsending iál Isfisrðínga Irá héraðslækni. Sá orðrómur, sem gengið hefir hér í bænum, að neyzlu- vatn bæjarbúa væri óhæft til neyzlu, er algerlega tilhæfu- laus. Rannsóknum þeim, sem fram hafa farið á vatninu til að ganga úr skugga um gæði þess er nú lokið, með þvi að rannsökuð hafa verið sýnis- horn úr öllum vatnsbólum, nú síðast úr SeljaJandsá, Buná og Tunguá, áður hafði vatnið ver- ið rannsakað í innanbæjar- leiðslunum. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós, að vatnið, sem bæjar- búar taka úr vatnskrönum sín- um, er i aðalatriðum eins og vatnið í fjallalindinni Bunuá, þar sem hún skoppar á stein- um í öræfunum fram með Sandfellinu, í um 500 metra hæð yfir sjó. Þannig eru engin líkindi til þess að vatnið mengist óhrein- indum á leiðinni frá vatnsbóli til húsanna í bænum, og mun þetta vatn ,ekki laltara til neyzlu en annað yfirborðs- vatn af hálendi Islands, sem landsmenn nota í dag víða um land og hafa notað um langan tíma, og orðið gott af. Það skal ennfremur tekið fram eins og áður hefur verið bent á, að ekkert bendir til þess, að mænuveikis „virus“ berist með neyzluvatninu, og ætti þvi að vera óþarfi að sjóða það. Hinsvegar mætti telja það góða varúðarráðstöfun að sjóða þá mjólk, sem ekki hefir verið gerilsneydd, þar til yfir- ferð mænuveikinnar er lokið í bænum og nágrenninu. Tsafirði, 8. marz 1949 Baldur Johnsen ------0------ Úr bæ og byggð. Fimmtugur. Guðmundur Sæmundsson, málarameistari, átti fimmtugs- afmæli 3. þ. m. Sextugur. Sigurður Sigurðsson, kenn- ari varð sextugur 7. þ.m. Boðgönguke ppni. Á sunnudaginn kemur fer fram í Tungudal boðganga á skíðum. Þetta er alveg ný keppnisgrein á skíðum, en er mjög vinsæl þar sem hún hef ur fram farið. Keppt er í f jögra manna sveitum. Keppnin hefst kl. 2 e.h., og er seldur aðgang- ur að keppninni. Ekki er ein báran stök á hinum grugguga ævisjó vesa- lings Hannibals, og munu flest- ir þa,r mæla, að lifsleið hans hafi verið ein samhangandi fýluför. Þó mun ferð hans inn í salarkynni Alþingis verða tal- in bæði honum og þeim, sem að henni stóðu, mesta sneypu- ferðin, af öllum þeim rass- skellingarfcrðum, sem þessi spaugilegi hrakfallabálkur hef ur farið að tilhlutan lítt vand- látra fylgifiska sinna. Er nú svo komið, að mann- kind þessi virðist ekki lengur kunna fótum sínum forráð, og er því orðinn í herrans hjörð hrakinn meinasauður. Auk þess, að Hanniljal skinnið er nú orðinn einn þyngsti ómag- inn á bæjarsjóði ísafjarðar, virðist hann hvergi eiga orðið höfði sínu að lialla hér í höf- uðborg okkar Vestfirðinga. Ekki talinn með í hópi þingmanna. Þegar hinn málsnjalli og sjálfglaði maður, Helgi Hjörv- ar, tilkynnti íslenzkum útvarps hlustendum það í gegnum hljóðnemann við setningu þess Alþingis er nú situr, hverj ir þingmanna væru enn ókomn ir til þings, lét hann þess ó- getið að ungmennafræðarinn hér á Isafirði væri enn ókom- inn á þann helga stað. Þótti Trúlofun. Nj'lega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðrún Guð- mundsdóttir, verzlunarm. og Guðmundur Ingólfsson, verzl- unarmaður, Reykj avík. Hörmulegt slys. Valur Kristinsson, bifreiða- stjóri á Þingeyri lést af sh<6- förum s.l. laugardag. Var Val- ur heitinn að vinna við bíl sinn úti í bílskúr, og mun hafa reist bílpallinn upp og verið að vinna eitthvað undir honum, en pallurinn fallið niður á höfuð honum og rotað hann. Valur var örendur, er að var komið. Valur var 21 árs a,ð aldri og mesti efnismaður. Isborg kom frá Englandi í morgun. Skipið stöðvast nú vegna verk- fallsins. ýmsum Isfirðingum þetta kyn- legt hátterni af alþingisfrétta- þulinum, því margir þeirra þóttust liafa orðið þess varir að uppbótadindill Alþýðu- flokksins svæfi þá enn í fullu fjöri á dívansleifunum í skóla- stjórahíbýlunum í gagnfræða- skólanum. Að nokkrum dögum liðnum gerði svo þingfréttaþulurinn þá bragarbót, að hann kvaðst eingöngu hafa getið fjarveru þeirra þingmanna, sem búsett- ir væru utan Reykjavíkur, og af þeim ástæðum liefði nafn Hannibals Valdimarssonar ekki verið lesið með nöfnum annara f j arverandi þing- manna, þar sem sá þingmaður væri nú búsettur í Reykjavík, en væri um þessar mundir á ylirrcið í skólahéraði sinu. Þctta var sú hin fyrsta til- kynnin^ um flutning Hanni- bals, og hefur ekki verið vé- fengt svo kunnugt sé. Uthýst af fyrrverandi vel- gjörðarmanni sínum. Fyrir eigi all löngu siðan var ungur og vel siðaður piltur í förum milli húsa hér í bæn- um og var það verkefni lians að taka manntal meðal bæjar- búa. Var pilti þessum hvar- vetna vel tekið og hlaut að jafnaði greið og skilmerkileg svör við spurningum sínum, sem að nokkru leyti studdust við manntal það, er tekið var hér næst á undan. Nú bar það við í einu húsi þessa bæjar, að pilturinn spyr húsráðanda, sem talinn er vera bæði gegn og gætinn maður í hvívetna, hvort Hannibal Valdimarsson og fjölskylda hans eigi þar ekki enn heima. Húsráðandi hvað nei við, enda almennt talið, að hann hafi þar aldrei til húsa verið, þó að svo hafi staðið í hinum ná- kvæmu og áreiðanlegu heim- ildum, sem manntal er kallað, og 'ekki hvað húsráðandinn sér kunnugt um núverandi heimilisfang þessa húsvillta manns. Hinum hrekklausa og lítt veraldarvana pilti þótti að von um þungha'rt a,ð heyra fyrver- andi slcólastjóra sínum þann- ig úthýst, en hinum lífsréynd- ari mönnum mun þykja skilj- anlegt, þó liúsráðandi væri ó- fáanlegur til þess að skjóta lengur húsaskjóli yfir þennan ísfirzka gerfimann og fólk hans. Kuldaleg húsakynni. Næst skeður svo það, að hinn úthýsti vesalingur tilkynnir það sjálfur hátíðlega, að hann og fólk hans beri að skrifa í Skólagötu 10 hér í bæ. En nú þótti þeim, er enn báru að ein- hverju leyti umhyggju fyrir til veru hins hrjáða uppbótar- skinns Alþingis, það vera, farið að verða, nokkuð hund- skinnsnárakennt, eins og Björn heitinn Jónsson hefði að sjálfsögðu orðað það. Það var sem sé vitað að í Skólagötu 10 gat ekki vcrið um neina óheilsuspillandi ibúð að ræða, því að þar stóðu bara berir múrveggirnir, sem varla gátu talist loðnvun nag- dýrum til skjóls, þar sem þeir voru bæði gluggalausir og hurðalausir. Dt af þessu voru líka menn, sem áhuga hafa fyrir næstu kosningum, farnir að spyrjast fyrir um það, hvort þeir mættu skrifa, vini sína og ættingja á viðavangi eða i Urtusteini, til þess að þeir næpu kosningarétti hér á Isa- firði. Heilbrigðisnefnd verður að skerast í málið. Lokaþáttur þessarar sorg- legu hrakningasögu er svo sá, að umkomulítill húsráðandi hefur að boði sumarskólastj ór- ans komið hinum hrollkalda manni til hjálpar í bili, með því að láta skrá hann og fóllc hans til húsa hjá sér. En nú er sá hængur hér á, að ef allt þetta fólk flyzt inn í umrædda ibúð, þá verður hún að teljast alvarlega heilsuspill- andi, með tilliti til stærðar hennar og fólksfjölda. Hér verður því heilbrigðisnefnd að grípa í taumana áður en er um seinan og haga sér í þeim efn- um eftir hinu viðurkenda spakmæli, að betra er að byrgja brunninn áður en barn- ið er dottið ofan í. Kunnum vér hér ráð við, ef heilbrigðisnefnd skyldi ekki eygja úrræðin. Það er vitað, að hinn hrakti alþingismaður býr í ágætu húsnæði í Reykjavík, og ætti heilbrigðisnefnd að fyr- irskipa, að hann yrði skrifaður þar á manntal," á meðan svona er illa ástatt fyrir honum varð- andi húsnæði hér i bænum. Mundi það engan hneyksla þó einn bættist við enn í hóp þcirra forystumanna kratanna hér á ísafirði, sem flýja héðan í hin skýlli skjól höfuðborgar- innar við Faxaflóa. t

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.