Vesturland


Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 1
sjsnm a/essrFmsxsm s3úsFS3œ$»sMmma XXVI. árgangur Isafjörður, 29. marz 1949. 12. tölublað. Atlantshafssáttmálinn lagður fyrir Alþingi. Vilja Islendingar skipa sér í sveit með lýðræðis- þjóðunum til verndar friði, frelsi og menningu? Hver þjóð sjálfráð um aðgerðir sínar til sameiginlegs öryggis. Sérstaða Islendinga, sem fámennrar og vopnlausrar þjóðar, tryggð. Ríkisstjórnin lagði fram a Alþingi i gær þingsályktun um þátttöku Islands í Norður-Atlantshafsbandalaginu. 1 útvarps- umræðunum í gærkvöldi um vantraust á ríkisstjórnina, skýrðu ráðherrarnir Bjami Benediktsson, Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson, þjóðinni ýtarlega frá efni og tilgangi sáttmálans a grundvelli þeirra upplýsinga, sem þeir höfðu aflað sér í förinni til Washington. Stakk túlkun þeirra á sáttmálanum og sáttmál- inn sjálfur í 'stúf við túlkun og fujllyrðingar kommúnista um þessi fyrirhuguðu samtök lýðræðisþjóðanna, og flettu miskunn- arlaust ofan af blekkingum og óheilindum kommúnista í þessu máli, enda fóru þeir hinar mestu ófarir í umræðunum. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á og sönnuðu með skýrum rökum, að sáttmálinn hefur stórkostlega þýðingu til varðveizlu friðar og öryggis í heiminum, að hver þjóð ræður sjálf þeim aðgerðum, sem hún gerir til sameiginlegs öryggis og að fullt tillit verði tek- ið til sérstöðu Islands sem fámennrar og vopnlausx-ar þjóðar. Lögðu þeir fast með því, að Islendingar gerðust stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu og sýndu með þyí, að þeir væru lýð- ræðisþ j óð. Upplýsinga leitað. Laugardaginn 12. þ.m. gaf ríkisstj órnin út svohlj óðandi tilkynningu: „Þar sem vitað er, að Islandi muni verða gefinn kostur á að gerast aðili væntanlegs Norður- Atlantshafsbandalags, telur ríkisstj órnin skyldu sína að kynna sér til hlýtar efni sátt- málans og aðstæður allar áð- ur en ákvörðun verður tekin í málinu. Hefur þess vegna orð- ið að ráði, að utanrikisráð- herra Bjarni Benediktsson fari þessara erinda til Washington ásai^t fulltrúum annara þeirra flokka, sem þátt taka i ríkis- stjórninni, þeim Emil Jónssyni og Eysteini Jónssyni. I för með þeim verður Hans Andersen þj óðréttarfræðingur utanríkis- málaráðuneytisins." Með þessari ákvörðun var fylgt fordæmi frændþjóðanna, Dana og Norðmanna, sem sent höfðu utanríkisx*áðherra sína vestur um haf til að afl'a sem nákvæmastrar uppl. um efni fyrirhugaðs sáttmála. Ráð- herranefndin lagði þegar af stað loftleiðis til Bandaríkj- anna og kom hún á sunnudag til New York. Viðræður. Á mánudaginn átti Bjarni Benediktsson 40 mínútna við- tal við Dean Acheson, utanrik- isráðherra Bandaríkj anna. I viðtali við blaðamenn að lokn- um þessum viðræðum lét Bjarni Benediktsson svo um- mælt, að ekki kæmi til mála, að það skilyrði yrði sett fyrir þátttöku Islands í Atlantshafs- bandalaginu, að hér yrðu her- stöðvar á friðartímum. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna Dean Acheson og að- stoðarmenn hans gerðu allt til að veita ráðherranefndinni sem beztar upplýsingar um málið og leystu greiðlega úr öllum þeim spurningum, sem hún bar fram því viðvíkjandi og fékk hún á þeim fullkomn- ar skýringar. Islandi boðin þátttaka. A fimmtud. 17. þ.m. afhenti Dean Acheson, Bjarna Bene- diktssyni textann að hinum fyrirhugaða Norður-Atlants- haf ssáttmála fyrir hönd stj órn- ar þessara rikja: Bandaríkj- anna, Belgíu, Bretlands, Frakk lands, Hollands, Kanada, Lux- emborgar og Noregs og var ríkisstjórn Islands jafnframt boðið að gerast aðili að sátt- málanuum um leið og hann verður undirskrifaður í Was- hington af stofnaðilum 4. apríl n.k. Daginn eftir var sáttmálinn birtur í heild. Að loknum þessum fundi ráðherranna, sem var siðasti fundur þeirra um Atlantshafs- sáttmálann, gáfu þeir út sam- eiginlega yfirlýsingu, sem hef- ur geysilega þýðingu til trygg- ingar sérstöðu Islands í banda- laginu. Yfirlýsing ráðherranna var á þessa leið: Sameiginleg yfirlýsing. „Tilgangurinn með för ís- lenzka utanrikisráðherrans og starfsbræðra hans til Washing- ton var sá, að afla upplýsinga í sambandi við væntanlegt At- lantshafsbandalag, er nauðsyn legt fyrir islenzku stjórnina og Alþingi að hafa til grundvall- ar, er tekin verður ákvörðun um afstöðu Islands til Atlants- hafssáttmálans." „Islenzki utanríkisráðherr- aiin og starfsbræður hans ann- ars vegar og bandaríski utan- rikisráðherrann og ráðgjafar hans hins vegar hafa rætt eðli Bjarni Benediktsson. og tilgang væntanlegs sátt- mála af fullri hreinskilni." Tilgangurinn að varðveita friðinn. „Utanríkisráðherra Banda- rikjanna lagði áherzlu á það, að tilgangur sáttmálans væri eingöngu sá, að varðveita frið- inn í heiminum og benti á, að sáttmálinn væri gerður í fullu samræmi við stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða. Sérstaða Islands. „Utanríkisráðherra Islands skýrði sérstöðu þá, sem Island hefur, þar sem þar er enginn her og sagði, að Islendingar myndu ekki fallast á neinar er- lendar herstöðvar í landi sínu á friðartímum." Ráðherrarnir komu heim mánud. 22. þ.m. og lögðu þá þegar skýrslu sína fyrir ríkis- stjórnina og stuðningsflokka hennar. Hafa miðstjórnir stjórnarflokk anna fallizt á, að rétt sé, að Island gerist stofnaðili að At- lantshafsbandalaginu og falið þingmönnum sínum að vinna að því á Alþingi, þar sem það hefur komið í ljós að það legg- ur engar þær skyldur á Islend- inga, sem þeir geti ekki og vilja ekki af hendi inna. ----------o

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.