Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Verð árgangsins krónur 20,00 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) ------------------------------------------------------i LITIÐ TIL BAKA. Fjórða og síðasta fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils hefur verið afgreidd. Við afgreiðslu fjárhagsáætlana hafa kratarnir jafnan reynt að þyrla upp moldviðri um útsvarshækkun, eyðslu og fjárglæfra og lagt fram tillögur til lækkunar, sem námu hundruðum þúsunda króna. Reynslan hefur þó alltaf sýnt, að tillögur þeirra voru út í bláinn. Að þessu sinni voru lækkunai’- tillögur þeirra með hóflegasta móti eða kr. 172.700,44, en þannig fengnar, að þeir gófust algerlega upp við að í-eyna að rökstyðja þær og birtu þær aðeins með smáu letri 1 blaði sínu. Betri sönn- un er ekki hægt að fá fyi’ir jxví, að allt brölt j)eii*ra með stór- felldar lækkunartillögur á undanförnum árum var markleysa ein og yfii*varp, eins og meirihlutaflokkamir hafa sannað bæj- arfaúum á hverju ári og reynslan staðfest. Utsvörin hafa að vísu hækkað þessi ár, en þau hafa hækkað sízt meira hér en í öðriun hliðstæðum bæjarfélögum. Miðað við íbúafjölda er útsvarsupphæðin hér nokkru lægri en á Siglufirði og mjög svipuð og á Akureyri og í Vestmannaeyjum, en í öllum þessum bæjum hefur Alþýðuflokkurinn sterk ítök um stjórn. Þessi samanburður sýnir, að allt geip kratanna hér um fjár- glæfra og óstjórn er vindhögg út í loftið. Hitt er annað mál, að öll hin bæjarfélögin hafa farið út í jmsan bæj arrekstur, sem vel má kalla fjárglæfra og þau nú þegar hafa tapað stórfé á og enn ekki séð hvernig úr muni rætast. Þannig hefur t. d. Siglufjörður á s.l. ári tapað um kr. 500 þús. á Rauðku og kr. 560 þús. á togaranum Elliða. Akureyri hefur stórtapað á Krossa- nesverksmiðjunni og bæj artogararnir í Vestmannaeyjum hafa verið boðnir upp, vegna tapreksturs og óreiðuskulda. Bæjar- rekstursbrölt kratanna 1 þessum bæjum hefur því bundið íbúum þeirra þunga bagga, sem þeir fyrr eða síðar verða á sig að taka, þó allt sé gert til þess að slá því á frest. Núverandi ráðamenn Isafjarðar hafa eftir mætti sneitt hjá þessum fjárglæfraleiðum og mun það koma á daginn, að þar var rétt stefna tekin. Þeir hafa lagt kapp á að styðja atvinnu- lífið með því að styrkja félög til báta- og togarakaupa. Þeir hafa ráðizt gegn böli húsnæðisleysisins með meiri myndarbrag en flest, éf ekki öll, önnur bæjarfélög landsins, bæði með því að styrkja einstaklinga til húsbygginga og láta bæinn byggja íbúðir Skóiabyggingarnar eru fullgerðar. Myndarlegt hafnarmannvirki og ný vatnsveita er í byggingu. Nýir vegir hafa verið byggðir svo sem Engjavegur og Hlíðarvegur. Seljalandsvegurinn breikk- aður og Austurvegur lagður hellugangstétt. Undirbúningur haf- inn að nýju íþróttasvæði og stórfelldum úrbótum í rafmagns- málum. En hvað gerðu kratarnir? Þeir seldu atvinnutækin frá fólkinu úr bænum. Þeir gerðu borgurunum ókleyft að byggja yfir sig hús með því að svíkjast um að taka lönd úr erfðafestu og leggja nýja vegi með skólp- og vatnsleyðslum. Þeir lögðu ónýta vatnsveitu og byggðu ónothæft raforkuver. Þeir gerðu ekkert til hafnarbóta, en féfléttu hafnarsjóð um tugi þúsunda, með því að svíkjast um að greiða á löglegan hátt afborganir af bátahöfninni. Iþróttavöllinn eyðilögðu þeir með því að heimila húsabyggingar að þarflausu fast við hann. Þannig voru allar þeirra athafnir. Allir sjá þann mun sem hér er á. Það er blindur maður sem ekki sér mun á hvítu og svörtu. Það er þetta, sem stendur eins og kökkur í hálsi hinna mállausu bæjarfulltrúa kratanna í bæjarstjórn. Þeir geta hvorki komið skömminni upp né niður og muun aldrei takast. Óskar Sigurðsson frá Bæjum: Svar til Agnars jónssonar bústjóra. Fyrir nokkru skrifaði ég greinar- korn í blaðið „Vesturland“ er ég nefndi : Hugleiðingar um búmál ísfirðinga. Tilgangur minn með þessum skrifum, var fyrst og fremst sá, að koma af stað á opinberum vett- vangi skrafi um búrekstur Isfirð- inga, ef verða mœtti til þess, að frain kæmu þá gagnlegar tillögur um betri tilhögun á búrekstrinum og að það upplýstist, að einhverju leyti, hvernig á því stendur, að bú- rekstur bæjarins ber sig ekki bet- ur en raun ber vitni. Ég gat þess í umræddri grein, að ég myndi ekki geta komið með tæmandi rök fyrir þessum tap- rekstri búanna, en færði þó til nokkur atriði, er ég taldi geta ver- ið orsök til þessa tapreksturs. Þessi ummæli mín virðast hafa farið illa í taugarnar á Agnari Jóns- syni, bústjóra á báðum búum bæj- arins. 1 langri svargrein til mín, sem þó á löngum köflum er slitur og útursnúningar úr minni grein, gerir hann sér mest far um, að gera lítið úr þekkingu minni á landbúnaðarmálum. Skýtur því inn, að því er virðist, sem ein- hverju skammaryrði um mig, að ég sé „varctfiilltriíi“ í bæjarstjórn Isafjarðar o.fl. o.fl., sem honum þóknast að þjóna lund sinni með. En hliðrar sér hinsvegar hjá því, að ræða það ,sem er aðalatriði þessa máls. Taprekstur húanna og orsakir hans. Af ummælum bústjór- ans um mig, verður það ráðið, að lionum finnst það ganga hneyksli næst, að ég lítill karl og auðvirði- legur skipasmiður, skuli leyfa mér það, að gagnrýna gerðir hans, sem nýtur svo óskipts trausts áöal- mannaiina í bæjarstjórn Isafjarðar, að liann er gerður að bústjóra yfir báðum búum bæjarins og er af þeim sömu mönnum þrábeðinn að vera það áfram, þegar hann er bú- inn að segja starfi sínu lausu. Agnari gafst hér ágætt tækifæri, til að sýna bæjarbúum fram á, að hann væri þess umkominn, að ræða búmálin með alvöru og festu og benda á leiðir til úrbóta. En í stað þess gerir hann sig beran að því, að hann þolir enga gagnrýni um þessi mál, en telur að allt sé þar í eðlilegu lagi og því ástandi, sem beztu vonir standa til. Bústjórinn þolir ekki að honum sé sagt til vammsins í einlægni og af fullri einurð. Hitt fellur líklega betur saman við lundarfar hans, sem blaðið Vesturland segir um leið og það ræðir fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1949, sem ger- ir ráð fyrir um 154 þús. kr. með- lagi til búanna. Blaðið segir í með- aumkvunartón, en gagnrýnislaust : „Er það mjög tilfinnanleg upphæð, sem leita verður allra ráða til að létta af bæjarbúum.“ Agnar virðist vera mjög sár yfir því, að ég skuli telja óeðlilega mik- ið mannahald á búunum og kallar það „lævislega aðferð“ hjá mér til að „fæla fólk frá því að ráða sig til vinnu á búinu.“ Þó benti ég á það lionum til málsbóta, að ein or- sökin til þessa óeðlilega manna- halds væri sú, að oft yrði að afla fóðurs langt fjærri búinu. En Agnar lætur sem hann sjái það ekki, svo umhugað er honum um að koma því á mig, að ég beiti „lævislegri aðferð“ til að fæla frá sér fólkið. Hann telur það hyggi- lega að ferð, að afla búunum fóðurs út í Hnífsdal og vestur í önundar- firði, þó kaupa verði slægjurnar dýru verði og stórskemma hey- vinnuvélarnar á flutningunum fram og til baka. Hinsvegar getur hann fallist á, að fólkinu, sem á búinu vinnur sé greitt of hátt kaup, því hann segir að „vegna þess, að SeZjalandsbúið sé innan lögsagnarurndæmis bæjar- ins, verði ekki hjá því komist, að greiða þar mjög svipað kaup og greitt er í bænuin.“ E. t. v. er það cin ástæðan fyrir því, að hann vill færa allan búreksturinn að Kirkju- hóli, að hann telur, að þá verði hægt að lækka kaup fólksins sem á búinu vinnur. Agnar gerir samanburð á mann- baldi á búinu árið 1945 og 1947 og kemst að þeirri niðurstöðu, að þeg- ar húið er að taka tillit til vísitölu heggja áranna þá sé vinnukostnað- ur hjá sér um kr. 16.500,00 minni en hjá fyrrennara sínum. Með þessu hyggst liann að afsanna það, að tilkostnaður við búreksturinn sé óhóflega mikill. Hér kemur það fram hjá lionum, sem svo víða annarstaðar í grein hans, að hann lelur, að gagnrýni minni á bú- reksturinn sé eingöngu stefnt gegn honum persónulega en ekki búskap arfyrirkomulaginu eins og það lief- ur verið þarna á umliðnum árum. Hvenær hef ég sagt það að mann- hald hafi verið hóflegt á húinu ár- ið 1945 ? Ég sagði, að nythæð kúnna liafi verið meiri þá en árið 1947 og lel ég að það hafi hvergi verið hrakið í svari Agnars. Hinu má svo bæta við þennan sainanburð bústjór- ans, að hann gleymir að taka tillit til þess vinnusparnaðar, sem súg- þurkunartækin hafa fært honum á árinu 1947. Eitt af því, sem bústjórinn telur að standi ræktuninni á búinu mest fyrir þrifum, er skortur á áburði. „Úr þessu hefur verið reynt að bæta, með því að fá nokkra bíla af beinum á bletti sem liggja vel við og Iiefur það gefið góða raun“ seg- ir liann. Því hefur bústjórinn ekki látið þessa góðu reynslu af fiskslorinu, sein áburði, verða til þess að reyna að handsama eitthvað af slóginu, sem hér er hent í sjóinn á öllum tímum árs ? Það er ógrynni af verðmætum áburði, sem þannig eru látin fara forgörðum hér á Isafirði og hef ég ekki orðið þess var, að neitt liafi verið aðhafst til að notfæra þau verðmæti. Þá má á það benda, að hér hrannast upp á fjörurnar á hverju hausti mjög mikið af þara. Því er ekkert gert til að notfæra sér eitthvað af þessum áburði, ef um tilfinnanlegan áburðarskort er að ræða á búunum ? Ekki finnst bústjóranum mikið

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.