Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 vit í því hjá mér frekar en öðru, er ég sagöi um þessi mál, að grip- irnir séu of margir. Færir hann þó engin rök fyrir því önnur en þau, að þeir séu lítið fleiri en þeir hafi oft verið áður. Hvað sannar það að heppilegur gripafjöldi hafi verið á jörðinni að undanförnu ? Hvað finnst bústjóranum um þá hagfræði að hafa nautgripina í þrennu eða fernu lagi ? Er það til að spara mannhald og gera hirðinguna auð- veldari? Mér er nær að halda, að hér sé ekki verið að gera sér neina rellu út af því, hvað þetta eða hitt kostar heldur sé um of einblínt á þau sjónarmið að fram- leiða eitthvað ákveðið magn af mjólk /mað sem þa<5 kostar og án tillits til þess hve marga gripi þarf til þeirrar framleiðslu. Frá sjónarmiði búrekstursins get ég ekki séð að neinn teljandi árangur hafi orðið af gripafjölgun síðustu ára —- nema ef bústjórinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að setja úburðarframleiðsluna ofar mjólkurframleiðslunni. Bústjórinn virðist vera mjög uppnæmur yfir því, að ég skuli hafa rætt um nythæð kúnna, og tel- ur allt, sem ég sagði um það ýmist villandi eða byggt á skökkum út- reikningi. Hengir liann nú hatt sinn mjög á það, sem hann kallar í grein minni ímyndaðar kýr og ímyndað mjólk- urmagn. Hann virðist telja það eitthvert yfirnátturulegt fyrirbrigði að meðalnyt kúnna geti orðið 3000 lítrar pr. kú. Veit bústjórinn það að meðalnytin á búi hans var fyr- ir nokkrum árum 3200 1 pr. kú og að meðalnytin í flestum nautgripa- ræktarfélögum landsins er yfir 3000 1. pr. kú ? Ég get því ekki séð, að ég hafi farið út í neina óhæfu með þessa ímynduðu mjólk, sem hann svo kallar. Þá finnst bústjóranum ég gera sér rangt til með samanburðinum á seldri mjólk áranna 1944 og 1947. Hann verður þó að sætta sig við, að notaðar séu tölur um gripafjölda og selda mjólk, sem gefnar eru upp frá búinu árlega. Það er t. d. viðurkennt af bú- stjóranum, að ég hafi farið með réttar tölur um gripafjölda samkv. skýrslum búsins þessi umræddu ár, en hinsvegar telur hann að ég hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til þess, hve langan tíma úr árinu kýrnar hafi mjólkað. Hafi staðið illa á kú- num árin 1946 og 1947. Það má eins vel ætla, að svo hafi einnig verið á árinu 1945, nema að hér sé verið að reyna að læða því út að Skeggi Samúelsson hafi skilað bú- inu af sér í mestu óreiðu og þessi tvö ár hafi svo farið til að bæta fyrir það. Má hver hafa þær hug- myndir um það, sem honum sýn- ist, en því trúi ég ekki og senni- lega fáir, sem þekktu þann mann. Rétt sýnist því vera og eðlilegt, að bera megi saman þessi ár og er þá staðrcynd, að meðalnytin af seldri mjólk frá búinu hefur minkað um því nær 4001. pr. kú. Um rýrnun við sundurmælingu og mjólk til kálfa má segja það, að ])að ætti ekki fremur að hafa gengið útyfir árið 1947 en árið 1945 og og legg ég það því alveg að jöfnu. Hér dugir því enginn flótti frá þeirri staðreynd, að kúnum hefur hrakað stórlega á þessum tveim ár- 'um 1946 og 1947. Ég hefi áður látið álit mitt í ljósi á því að sameina búin og get ég ekki verið að endurtaka það hér. En þeim ummælum Agnars að bú- in mundu leggja til fé í væntan- lega fjósbyggingu á Kirkjubóli vil ég svara með nokkrum orðum. Hann segir : „Ef byggtngarnar á Seljalandi væru seldar, myndi verð mæti þeirra borga mikið í nýju fjósi á Kirkjubóli.“ Getur bústjórinn kallað það, að búin leggi til fé í fjósbygginguna, þó hægt yrði að koma upp 70 kúa fjósi á Kirkjubóli, með því að fórna öllu verðmæti Seljalands í það ? M. ö. ö. gefa Kirkjubóli Selja- land en gera þó jörðina Kirkjuból litlu verðmætari sem bújörð eftir en áður. Þá kallar bústjórinn það ,;hrakspú“ hjá mér að túnið á Seljalandi myndi fljótlega leggjast í órækt ef hætt yrði að hafa þar skepnur. Ég held að það segi sig nú sjálft, að ef túnin á Seljalandi fá ekki nægilegan áburð svo hægt sé að halda þeim við meðan ennþá er þúið þar með milli 40 og 50 stór- gripi, en það eru Agnars eigin orð, þá megi fara nærri um hvað yrði ef hætt væri alveg að nota á þau húsdýraáburð. Mér finnst vera andlegur skyld- leiki með hugmyndioni um sam- einingu búanna og sögunni um molbúana, sem grófu stóra gryfju, en stóðu svo ráðþrota yfir því, hvað gera ætti við uppmoksturinn. Þar til einum þeirra hugkvæmd- ist ráðið : Grafa bara aðra gryfju, sem væri það stór að hún tæki uppmoksturinn úr þeim báðum. Ekki finnst bústjóranum mikið koma til örlætis bæjarstjórnarinn- ar í verkfærakaupum handa búun- um. „Ein var bifreiðin keypt handa búunum“ segir hann. Ýmsum mun nú hafa sýnst í sumar að búið muni ekki hafa haft aðkallandi þörf fyrir þessa bifreið, því mest af þeim tíma, sem bifreiðar koma að verulegum notum hér á Vest- fjörðum, var hún í allskonar flutn- ingum fyrir bæinn öðrum en þeim, sem koma búrekstrinum við. Ég vil svo að endingu taka það fram, ef verða mætti til að friða þennan orðsjúka mann, að ég hef ekki átt tal um búmál bæjarins við nokkurp mann úr bæjarstjórninni. Það er því ástæðulaus ótti sem hef- ur gripið hann um að svo sé. Ég býst við, að ég sé ekki tíðari gestur í þeim herbúðum en hann og getur hann verið alveg óttalaus fyrir allri bakmælgi frá minni hendi á þeim stöðum. Hinsvegar finnst mér það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að bú- stjórinn gefi bæjarbúum kost á að sjá yfirlit yfir rekstur búanna svo þeim gefist kostur á að fylgjast ör- lítið með því hvernig búreksturinn gengur og hvernig á því stendur, að þau 879 bök sem hér verða að bera uppi svo til alla skatta og skyldur þessa bæjarfélags, þurfa að borga svo þungan skatt til búanna árlega. Ég er bústjóranum að sjálfsögðu mjög þakklátur fyrir eðallyndi hans, að vilja víkja úr sæti fyrir mér, en sá er bara ljóður á, að ég finn enga hvöt hjá mér til að moka þann flór, sem búskapur bæj arins er nú að grafast í vegna mis- taka á búrekstrinum . óskar Sigurfisson. --------O—------- <"----——----------------- Réttlætismál orðáð að lögum. Frumvarp Sjálfstæðis- manna að eignaauki sá, sem stafar af aukavinnu er menn leggja fram utan venjulegs vinnutíma til þess að byggja íbúð til eigin afnota, skuli ekki talinn með sem tekjur og skattlagðar á þann hátt, voru samþykkt nýlega á Alþingi. Ennfremur felst í lög- unum, að tekjuskattur fyrir árið 1948 skuli á- kveðinn í samræmi við þessi ákvæði. — Vinstri flokkarnir lögð ust mjög gegn þessu rétt- lætismáli á þingi, en þorðu ekki að greiða at- kvæði gegn því, nema Páll Zóphóníasson. Flutningsmenn frum- varpsins voru Sigurður Bjarnason, Gunnar Thor- oddsen og Jóhann Haf- stein. --______________________» 94 menn vinna hjá Fjár- hagsráði og deildum þess. Upplýst hefir verið á Al- þingi, að 94 menn vinni hjá Fjárhagsráði, viðskiptanefnd, verðlagseftirliti og skömmtun- arskrifstofunni. Skýrði Emil Jónsson ráð- herra frá þessu á Sameinuðu þingi nýlega, en fyrirspurn frá Skúla Guðmundssyni hafði verið lögð fram um þetta mál. Launagreiðslur starfsmanna Fjárhagsráðs og deilda þess numu í j anúarmánuði s.l. rúm- lega 200 þúsund krónum. Dýrt er drottins orðið. «i'sm»>r> -irrmnmmni-iri mi—«11— nntn n ni ru iiTrnwn»r ii«iuniM STÚLKA ÓSKAST í Hressingarskálann. Upplýsingar gefur: Bjarni Guðmundsson. M U N í © Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Krist iánssijni, Sólgötu 2. Isafirði. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Guðmundar Einarssonar. Vandamenn. Aðalfundur Vélbátaábyrgðarélags Isfirðinga, verður haldinn á Uppsöhmi sunnudaginn 10. apríl næstkomandi kl. 2 e.h. Dagskrá samkvæmt II. kafla laga um vátryggingarfélög fyrir fiskiskip. ísafirði, 23. marz 1949 Stjórnin. Tilkynnin> til garðleigenda. Þeim, sem hafa á leigu matjurtagarða i garðlöndum bæjar- ins, er hér með tilkynnt að leigunni fyrir garðana verður að þessu sinni veitt móttaka í bæj arskrifstofunni, en reikningar ekki bornir til leigjenda. Þann 1. apríl n.k. verður byrjað að taka á móti greiðslunum, og eiga leigjendurnir rétt á görðiun sínum, ef þeir greiða leig- una fyrir 1. maí n. k., eftir þann tíma verða þeir garðar sem ekki hefir verið greitt fyrir leigðir öðrum, þar eð eftirspurn eftir garðlöndum er mikil á liverju vori. Þetta eru garðleigj endur beðnir að athuga. Isafirði, 23. marz 1949 Skrifstofa bæjarsjóra,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.