Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 29.03.1949, Blaðsíða 4
m w \’J &GR2> ýesvFmzyuJM sdúGFsaræ$»SMinm XXVI. árgangur 29. marz, 1949. 12. tölublað. Bjarni Einar Einarsson 75 Elliheimili verði staðsett á ísafirði. Tillaga Baldurs Johnsen. 1 samræmi við IV. kafla laga um almannatryggingar frá 1946,101. gr. ályktar bæjar- stjórn Isafjarðar að skora á Tryggingarstofnun ríkisins, að hún í heildaráætlun sinni um staðsetningu elliheimila geri ráð fyrir elliheimili á Isafirði fyrir Isaf j arðarkaupstað og Isaf j arðarsýslur, og ef til vill fleiri sveitarfélög á Vestfjörð- um. Greinargerð: __ Bæjarstjórn Isafjarðar hef- ir undanfarin ár staðið fyrir fj ársöfnun til byggingar nýs elliheimilis á Isafirði, og munu nú þegar hafa safnast í bein- um f j árframlögum, gjöfum einstaklinga og loforðum um fjárframlög um 200 þús. kr. Sveitarfélögin í flestum hreppum ísaí j arðarsýslna hafa sýnt áhuga sinn á þessu máli ýmist með loforðum um ákveðin fjárframlög nú þegar, eða með loforðum um stuðning síðar. Um þörfina fyrir elli- heimili hér er raunar óþarft að ræða, en þó má benda á eftirfarandi staðreyndir: 1. Elliheimilið á Isafirði, sem alltaf hefur veitt utansveitar- fólki umbun, er nú orðið nær 25 ára gamalt sem elliheimili, en byggingin sjálf er nú um 50 ára gamallt timburhús, sem auðvitað er mjög farið að láta á sjá. 2. Á síðastliðnum 25 árum hefir bæjarbúum fjölgað um ca. þriðjung. 3. Á stríðsárunum eða síðustu 9—10 árin hefur orðið ger- breyting á heimilisháttum fólks. Fjölskyldurnar verða minni og minni, unga fólkið þyrpist í burtu, sérstaklega úr dreifbýlinu, svo að víða stend- ur gamla fólkið eitt uppi, að- stoðar og hjálparlaust eða hjálparlítið, hvað snertir það, sem mest er um vert, aðhlynn- ingu og aðbúnað allan. ------o-------- Sparið rafmagn! Þrátt fyrir hláku og úrkomu undanfarna daga heldur forð- inn í vötnunum stöðugt áfram að minnka. Horfur eru því mj ög alvarlegar, ef ekki bregð- ur til meiri úrkomu. 1 nótt verður keyrt út frá stöðinni í Víking og búast má við mjög strangri skömmtun næstu daga, ef fólk sparar ekki rafmagnið verulega. Getur svo farið að alger rafmagnsskortur skelli yfir þrátt fyrir skömmt- unina, ef enn minnkar i vötn- unum. Bj arni Einar er fæddur i Reykjarfirði i Reykj arfj arðar- hreppi þann 4. febr. árið 1874. 1 Reykjarfirði bjó þá Kristján Ebenezersson, frændi Bjarna, en bróðursonur Kristj áns bónda í Vigur og alinn þar upp Foreldrar Bjama voru Einar Bjarnason, smiður, sem marg- ir eldri Isfirðingar munu kann- ast við og Kristjana Guðrún Kolbeinsdóttir. Þegar Bjarni fæddist var ' faðir hans erlendis, stundaði þar smíðanám og tók meistara- próf i húsasmíði i Kaupmanna- höfn, en kom að því loknu aft- ur heim til Islands árið 1876. Á þriðja aldursári sínu flutt- ist Bjarni frtft Reykjarfirði í Vatnsfjörð til séra Þórarins Krist j ánssonar, sem reyndist honum góður, enda kallar Bjarni hann jafnan fóstra sinn. Tíu ára gamall, árið 1884 fór Bjarni frá Vatnsfirði til Gunnars Halldórssonar stói- bónda og alþingismanns i Skálavík. 1 Skálavík var Bjarni til ársins 1909. Árið 1897 keypti hann sér lausamennskubréf og gerðist lausamaður. Nokkru síðar festi hann kaup á nokkrum jarðarhundruðum i jörðinni Látur í Reykjarfjarðarhreppi. Hafði hann þá hugsað sér að reka sjálfstæða atvinnu til lands og sjávar. Sama ár byrj- aði hann að „gera út,“ eignað- ist bát sem hann sjálfur var formaður á. Árið 1911 giftist Bjarni Halldóru Sæmundsdótt- ur, Sæmundar bónda í Hörgs- hlíð, sómamanns. Voru þau á Isafirði til ársins 1915, en það ár fluttu þau til ögurness í ög- urhreppi. 1 ögumesi voru þau sam- fleitt í 29 ár, til ársins 1944, en þá fluttust þau aftur til Isa- fjarðar og hafa verið þar síðan Telur Bjarni það lán sitt, að hann í æsku ólst upp á hinum mestu myndárheimilum, þar sem dugnaður, vinnusemi og reglusemi hélst í hendur. Almennrar mentunar naut hann á þessum heimilum á æsku- og unglingsárum sinum eftir því, sem föng stóðu til, en jafnan var á þeim tímum lögð höfuð áherzlan á að kenna ung lingum hin algengu verklegu störf til lands og sj ávar. Minna ara. þá lagt upp úr bóklegu námi fyrir allan almenning. Bjarna lærðust fljótt öll verk og var hann naumast af barns- aldri kominn er honum var fengið orf í hönd, enda varð hann síðar einn slingasti sláttu- maður. Á þessum árum og fram yíir tvitugsaldur vann hann jöfn- um höndum að öllum landbún- aðarstörfum, að heyskap á sumrum og fjárgæzlu á vetr- um. Vann hann hylli húsbænda sinna, enda skjótur og snar- ráður til allra verka og verk- maður hinn bezti. Enda þótt vel væri hann til landbúnaðarstarfa fallinn átti það þó ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi. Ilugur hans snerist að sjón- um er yfir tvítugsárin kom og gerðist hann þá farmaður á eigin bátum. Eigi fórust hon- um síður störfin á sjónum. Reyndist hann hinn athafna- mesti formaður, aflasæll og á- heldinn meira en i meðallagi. 1 ögumesi starfaði hann sem sj ómaður og fisktökumaður frá árinu 1915 til 1926. Fyrst fyrir Ásgeirsverzlun og siðar fyrir hinar sam. ísl. verzlanir, þar til sú verzlun lagðist nið- ur. Eftir það stundaði hann sjó á eigin útvegi i ögurnesi til árs ins 1941, en það ár missti hann sjónina og hefur verið blind- ur síðan. Það má segja um Bjarna Einar, ef svo mætti að orði kveða, að ekki sleppti hann ár- inni fyrr en í fulla hnefana. Síðustu sjóferðina, sem hann fór hreppti hann hið versta veður á litlum mótorbát, sem hann átti. Gat hann í þetta skipti ekki lent í eigin vör sak- ir brims, en náði heilu og höldnu i örugga höfn. Var sjón hans þá svo hrakað að ekki gat heitið að hann sæi vegar síns til bæjar. Má segja að þetta sé að stajida meðan stætt er. Með samhentum dugnaði, hagsýni og sparsemi hafa þau hjónin Bjarni og Halldóra komið upp 10 börnum er þau eiga, sem all eru á lifi og hin mannvænlegustu. Varð þó Bjarni fyrir því ó- happi giftingarárið sitt, að tapa nær þvi öllu, sem hann hafði eignast vegna ábyrgða, sem hann af hjálpsemi hafði gengið í fyrir aðra. Bj arni Einar hefur unnið sér traust allra þeirra, sem kynnst hafa honum. 1 22 ár samfleitt átti hann sæti í hreppsnefnd ögurhrepps og 20 ár í skattanefnd sama hrepps. 1 kjörstjórn og skóla- nefnd var hann og mörg ár. Störfum þessum lét hann af er hann varð blindur. Samverkamenn Bjarna Ein- ars mynnast hans jafnan sem hins gætna og glöggva márins, sem vann öll sín störf með trú- mennsku og eftir beztu vitund. Slíkir menn eru þjóð sinni hinir þörfustu hvar í sveit, sem þeim er skipað. Bjarni Einar getur með glöðu geði litið yfir liðna tið, enda þótt skugga hafi dregið yfir siðan sjónar missti. Hress og reifur í máli er hann enn og fylgist með áhuga með því, sem gerist í þjóðlífi voru, enda minni hans óskert og fróð- leiksfýsn vel vakandi. Megi ævikvöld nafna míns verða honum sem léttbærast. B. S. Munið happrætti S. I. B . S. Dregið 8. maí um Hudson bifreið 6 manna. VEGGFÖÐUR nýkomið. Guðmundur Sæmundsson, Tangagötu 17, Sími 47. Tilkynning frá LOFTLEIÐUM H.F. Hluthafar sæki arðmiða og arð af bréfum sínum fyrir 1947 sem allra fyrst. Til þess að fá arðmiða afgreidda þurfa hluthafar að koma með bréfin. Isafirði, 25. marz 1949. Þorleifur Guðmundsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.