Vesturland


Vesturland - 09.04.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 09.04.1949, Blaðsíða 1
mmm &br® a/essrFmzxm sattBFssæ&iSMfoom XXVI. árgangur isafjörður, 9. apríl 1949. 13. tölublað. Atlant shaf sbandalagið: Alþingi samþykkti þátttöku íslands Sáttmálinn undimtaður \ Þingsályktunartillaga ríkisstjórnar samþykkt með 31:13 atkvæöum Breytingartiilögur þingmanna íclldar: Alþingi samþykkti miðvikudaginn 30. maíz þingsályktunar- tillögu ríksstjórnarnnar um stofnaðild Islands að Atlantshafs- bandalagnu með 37 atkvæðum gegn 13. Tveir Alþingismenn sátu hjá. Allir þingmenn kommúnista greiddu atkvæði gegn tillögunni og auk þeirra þrjú pólitisk viðrini, Hannibal Valdimarsson, Gylfi Þ. Gíslason og Páll Zóphóníasson. Framsóknannennirnir Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson sátu hj á. Fimm breytingartillögur við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar komu fram. Flutti Einar Olgeirsson þrjár þeirra, Hannibal og Gylfi eina og Hermann og Skúli eina. All- ar þessar tillögur voru felldar, en tillaga ríkisst j órnarinnar samþykkt óbreytt, sem fyrr segir. Sáttmálinn undirritaður. Utanríkisi'áðherra, Bj arni Benediktsson, fór samdægurs loftleiðis áleiðis til Bandaríkj- anna til að undirrita sáttmál- ann fyrir Islands hönd. Fór undirritunin fram mánudaginn 4. þ.m. í samkomusal utanrík- isráðuneytisins í Washington. Voru utanrikisráðherrar allra 12 þátttökuríkjanna viðstaddir og undirrituðu sáttmálann hver fyrir sína þjóð. Auk utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna undirritaði Truman Banda- ríkjaforseti hann einnig. Athöfnin var mjög virðuleg. Fluttu utanríkisráðherrarnir hver um sig stutta ræðu og síðan Truman forseti. Því næst fóru undirskriftirnar fram. Um 1400 stjórnmálamenn, sendi- herrar og blaðamenn voru við- staddir. Var athöfninni útvarp- að um allan heim og sjónvarp- að um Bandarikinn. Truman sagði m.a., að ef slikur sáttmáli hefði verið til fyrir heimsstyrj aldirnar 1914 og 1939, þá hefði að líkindum ekki komið til þeirra. „Við stigum þetta skref til þess að vernda þjóðir okkar gegn árás, en ekki til þess að hefja árás á nokkra þjóð." Gustav Basmussen: „Sátt- málanum er ætlað að styrkja og efla samtök Sameinuðu þjóðanna. — Hann er horn- steinninn í grundvallarbygg- ingu almenns öryggis i heim- inum." Dr. Halvard Lange: „Honum (þ.e. sáttmálanum) er aðeins stefnt gegn árás — vopnaðri árás." Bjarni Benediktsson flutti snjalla ræðu og lagði áherzlu á sérstöðu Tslendinga, sem vopnlausrar þjóðar, sem vegna öryggis sjálfrar sín og land- anna við Norður-Atlantshaf hefði ákveðið þáttöku í banda- laginu. „Við viljum einnig láta það koma alveg ótvirætt fram, að við tilheyrum og viljum til- heyra því frjálsa samfélagi frjálsra þjóða,, sem nú er form- lega verið að stofna. ------------0------------ ! Arás kommúnistaáAlþingi Þeir óttast fordæmingu þjóðarinnar og þykjast hvergi hafa komið nærri. Árás kommúnista á Alþingi og óeirðirnar í sambandi við afgreiðslu Atlantshafssáttmál- ans á þingi hefir vakið óhug og reiði hjá þjóðinni. Þetta finna koimnúnistar vel. Strax dag- inn eftir reyndu þingmenn kommúnista á Alþingi að ljúga þvi upp, að aðförin að þing- húsinu væri sök ríkisstjórnar- innar, lögreglunnar og hinna friðsömu borgara, sem for- menn lýðræðisflokkanna höfðu stefnt saman til varnar Al- þingi. En þeir ættu enga sök á atburðunum. Aðeins einn þing- maður úr lýðræðisflokkunum tók í sama streng og kommún- istar. Það var Hannibal Valdi- marsson, sem endurtók blekk- ingar og lygar kommúnista í þessu máli. Forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, veitti Hannibal eftirminnilega ráðningu fyrir hina furðulegu framkomu hans. Báðherramir Stefán Jóhann Stefánsson, Jó- hann Þ. Jósefsson og Eysteinn Jónsson svo og Ólafur Thors og Sigurður Bjarnason hrökktu blekkingar kommún- ista lið fyrir lið. Þrátt fyrir Jjetta heldur Þjóðviljinn áfram að hamra á þessum blekking- um og heldur þvi fram dag eft- ir dag, að lögreglan hafi ráðist að ástæðulausu á „friðsama borgara" með bareflum og táragasi og að formenn lýð- ræðisflokkanna hafi æst til ó- eirða og blóðsúthellingar. öll þjóðin veit hinsvegar að þetta er að snúa, sannleikanum við. Lögreglan hófst fyrst handa eftir að grjótkast á þinghúsið hafði staðið nokkra stund og meiðingar á mönnum höfðu átt sér stað. Var þá fyrst reynt að dreifa mannfjöldan- um með valdi en síðar með táragasi. Allir vita að kommúnistar eiga einir alla sökina á þessum atburði. Þjóðviljinn hvatti þjóðina dag eftir dag til að „hindra" Alþingi í að samþ. þátttöku í Atlantshafsbanda- lagið. Bryn j ólfur B j arnason hafði í hótunum við alþingis- menn í útvarpsræðu sinni um vantraustið á ríkisstjórnina. Hann sagði: „Það er alveg vist, að erindrekar hins erlenda valds verða dregnir til ábyi*gð- ar síðar meir (samanb. örlög quislingsins). En er ekki rétt- ara að gera það strax, áður en þeir leiða ógæfuna yfir þjóð- ina. Þetta eru allt grimulausar hótanir um ofbeldi og mann- dráp. Þjóðviljinn gaf ítarlegar leiðbeiningar um hvernig bæri að verjast gasárás með feitu letri á forsíðunni. Hverjum voru þær Ieiðbeiningar ætlað- ar? Til hvers var útifundurinn haldinn, án leyfis lögreglu- stjórá og þrátt fyrir aðvaranir hans? Til hvers var skorað á fólk að leggja niður vinnu til að mæta á fundinum? Það var til þess að taka þátt í fyrirhug- uðum ofbeldisaðgerðum komm únista og reyna að hindra Al- þingi í að vinna störf sín. Þetta vita allir. Þessvegna eru kommúnistar nú hræddir við fylgistap með þjóðinni, sem hatar ofbeldi og vill land með lögum byggja.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.