Vesturland


Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 1
&jbrs> afes&ínKzxsiH 8diteFS3i£$>)sjmam XXVI. árgangur Isafjörður, 14. maí 1949. 14. tölublað. Skaíífreisi skuldabréfa í rafveitu Bolungarvíkur Sigurður Bjarnason og Sigurður Kristjánsson hafa fyrir skömmu lagt fram í Neðri deild Alþingis, frumvarp til laga um skattfrelsi skuldabréfa fyrir rafveituláni Hólshrepps í Norður-ísafjarðarsýslu. 11. grein frumvarpsins segir svo: Skuldabréf að upphæð allt að tvær miljónir króna, tryggð með ríkisábyrgð, sem Hólshreppur í Norður-lsa- fjarðarsýslu gefur út á árunum 1949 og 1950, fyrir allt að 30 ára láni til byggingar vatnsaflstöðvar fyrir Bolungar- vík, skulu undanþegin f ramtalsskyldu og öllum sköttum til ríkis og sveitar, nema stimpilgjaldi. 1 greinargerð, sem fylgir frumvarpinu er komist þann- ig að orði: I 30 ár hefur verið i undir- búiiingi virkjun Fossár í Hóls- hreppi til raforkuframleiðslu fyrir Bolungarvik og byggðar- lögin í hreppnum. Árið 1929 var þessum undirbúningi svo langt komið, að framkvæmdj verksins var hafin. Var þá byggð stifla, sem enn stendur. En á siðustu stundu voru þess- ar framkvæmdir stöðvaðar vegna þess að lánsí'é fékkst ekki. Hefur ekki reynzt unnt að fá fé til þeirra fram til þessa dags. Valda því ýmsar ástæður, sem ekki gerist þörf að rekj a hér. Loforð f yrir ríkisábyrgð. Fyrir nokkru hefur Hóls- hreppur fengið loforð fyrir ríkisábyrgð á tveggja milj. kr. láni, er hann tæki til þessara raforkuframkvæmda, sem nú eru orðnár svo aðkallandi, að þeim verður ekki lengur sleg- ið á frest. En þrátt fyrir stöð- ugar tilraunir til þess að fá slíkt lán innanlands hefur það ekki tekizt. Reynt hefur verið að fá leyfi til þess að taka það crlendis, en ríkisvaldið hefur ekki viljað veita það, enda þótt ýmsar stærstu virkjanir lands- ins hafi verið unnar fyrir er- lent lánsfé. Engin vitneskja er heldur ennþá fyrir hendi um, að sinnt verði umsókn þessa hreppsfélags um lán eða fram- lag til þessara framkvæmda aí' Marshallfé. 700 hestöfl. Vegna þess, hversu brýna nauðsyn ber til þess að þörf Bolungarvíkur fyrir aukna raf- orku verði leyst, hefur ekki annað þótt fært en að freista nýrra úrræða til þess að afla lánsfjár til virkjunar Fossár, en þar er gert ráð fyrir, að framleiða megi a.m.k. 700 hest- öfl. Með þeirri raforku er ó- hætt að fullyi'ða, að raforku- þörf Bolungavikur yrði full- nægt um alllangt skeið. Full- komnar rannsóknir liggja fyr- ir um virkjunarskilyrði, sem eru hin ákjósanlegustu. Með frumvarpi þessu er lagt til, að skuldabréf, að upphæð allt að tvær milj. kr., sem Hóls hreppur gæfi út til þess að afla lánsfjár til virkjunar Fossár, verði undanþegin framtals- skyldu og öllum sköttum til ríkis og sveitar, hema stimpil- gj aldi. Telj a f orvigismenn virkjunarmálsins mikla mögu- leika á þvi að selja hin ríkis- tryggðu skuldabréf, ef þau yrðu undanþegin framtals- skyldu og skattgreiðslu, enda. þótt verðbréfamarkaður sé nú mjög þröngur hér. 30 ára undirbúningur. Þegar á allt er litið, virðist það vera sanngjamt að veita Hólshreppi þessa heimild. Und irbúningur umræddrar virkj- unar er hafinn fyrir þremur áratugum. Auðsætt er, að hreppurinn hefur ekki átt þeim skilningi og stuðningi að mæta i þessum þýðingarmiklu málum, sem gera hefði mátt ráð fyrir. Rikisvald og láns- stofnanir hafa beint og óbeint tafið raforkuframkvæmdir þessa byggðarlags -og bakað þvi stórfellt tjón og óhagræði með tregðu sinni og skilnings- leysi. Bolungarvik er annað stærsta sj ávarþorp á Vestf j örðum. Það framleiðir árlega útflutn- ingsverðmæti fyrir margar milj. króna. En öll viðleitni til þess að koma þar upp öflugum fiskiðnaði og bæta aðstöðu hinnar þróttmiklu framleiðslu- stéttar byggðarlagsins er hindr- uð vegna skorts á raf orku. Við svo búið verður ekki lengur unað. Þess vegna hafa flutn- ingsmenn þessa frumvarps viljað freista þeirrar leiðar, sem það fjallar um, til þess að hrinda raforkumálum Bolung- arvíkur i framkvæmd. Hálfdán Hálfdánsson Minning Hann lést á Landspítalanum i Reykjavik 2. f.m. eftir upp- skurð, 71 árs að aldri. Sjötíu og eitt ár eru að sönnu fullkominn mannsaldur á ís- lenzkan mælikvarða. En engin dauða- né ellimörk sá ég þó á bóndanum úr Búð, þegar ég sá hann síðast, nokkrum dögum fyrir andlát hans, og kom þá sízt til hugar, að ég ætti eftir hann að mæla innan fárra 'daga. Þótti hitt eins líklegt, að hann mundi lif a mig. Nú er þó > svona komið. Þrekmennið mikla hefur nú geiglaus og ó- beygður stigið siðasta fótmál athafnaríkrar æfi. Hálfdán var sonur Hálfdán- ar örnólfssonar hreppstjóra i Meirihlíð í Hólshreppi og konu hans Guðrúnar Nielsdóttur. Fæddur 13. apríl 1878. Hann ólst upp með foreldrum sínum við þau lifskjör, sem þá tíðk- uðust hjá bændafólki á Is- landi: þrotlausa vinnu og vak- andi fyrirhyggju. Faðir Hálf- dánar var, sem áður segir, bóndi í Meirihlíð. En jafnframt útgerðarmaður og formaður í Bolungarvík. Fór honum hvort tveggja vel úr hendi, búskap- urinn og fomiennskan, því hann var þrekmaður mikill, harðgerður og forsjáll. Hálf- dán hlaut í arf dúgnað og fyr- irhyggju frá föðurnum, en manngæði og langrækni móð- urinnar. Sá arfur reyndist happadrýgri, en þótt miklir fjármunir hefðu verið. Hálf dán byrj aði róðra í Bol- ungarvík 14 ára, og varð for- maður á sex-æringi 18 ára gam all. Þegar hann var rúml. tvi- tugur fór hann i stýrimanna- skólann i Reykjavík og lauk þar námi árið 1900. Þá gerðist hann skipstjóri á þilskipum, og var hann meðal þeirra fyrstu, sem keyptu vélbáta. Skipstjórn in fór honum vel úr hendi, því bæði sótti hann sjóinn af mikl- ^ um dugnaði og var mjög afla- sæll. Komu fram hjá honum allir f ormannskostir föður hans. Skömmu eftir aldamótin settist Hálfdán að í Hnífsdal. Hann giftist þá, 10. okt. 1903, eftirlifandi konu sinni Ingi- björgu Halldórsdóttur. Þau hófu þá búskap i Búð í Hnífs- dal. Gerðist Hálfdán þá þegar stórbrotinn athafnamaður og stundaði óslitið um 40 ára skeið búskap, útgerð og fisk- kaup í Hnífsdal. Lagðist strax það orð á, að þar færi saman áræði, þrifnaður og fyrir-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.