Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjói’i og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnasou frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 - ___________—_____________________________> Hversvegna hækka úisvör — þar sem kratar ráöa Sextugur: Halldór Guðmundsson bóndi í Fyrir nokkru var verið að afgreiða fjárhagsáætlun Hafn- arfjarðar fyrir árið 1949 og nema útsvör þar 4 miljónir 380 þús. króna og hækkuðu út- svörin frá árinu á undan um tæp 5%. 1 Hafnarfirði ráða Alþýðu- flokksmenn. Skutull telur, að útsvars- hækkun á Isafirði sé af völd- um stj órnleysis núverandi ráðamanna bæjarfélagsins. Hvaða orsakir má ætla að valdi því, að útsvör skulu hækka í paradís íslenzkra krata,, Hafnarfirði? Þetta er þeim mun undarlegra eftir að flokksbræðumir á Isafirði, f j ármálaspekingárnir miklu, hafa sent Hafnfirðingum einn sinna útvöldu, Helga Hannes- son, sem nú er orðinn bæjar- stjóri þeirra Hafnfirðinga. hyggja, og að enginn munur yrði á gerður, hvað sem Hálf- dán tók sér fyrir hendur. Árið 19? keypti Hálfdán svo kallaða Norðurtangaeign á ísa- firði, og hóf þar fiskkaup og fiskverkun. Var hann nú með annan fótinn, sem kallað er, á Isafirði um nokkur ár. Árið 1942 byggði hann svo hrað- frystihús þar í Norðurtangan- um. Loks flutti hann búferli sitt til Isafjarðar. Við rekstur hraðfrystihúss- ins komu fram hjá Hálfdáni sömu kostirnir og við búskap- inn, útgerðina og fiskverzlun- ina. Veitti hann og öllu þessu forstöðu sjálfur. Mun eigi of- sagt, að enginn maður hér á landi hafi rekið frystihús með betri afkomu en hann. Þó var aðstaðan að jtosu leyti erfið, svo að árangurinn stafaði án efa að mestu leyti af stjóm eigandans á fyrirtækinu. Þau fáu atriði, sem ég hér hefi greint frá, úr æfistarfi Hálfdánar Hálfdánarsonar, sýna að sönnu, að þar var ekki miðlungsmaður á ferli. Þau vekja mann til umhugsunar um það, hvers þjóðfélagið missir, þegar til hinnztu hvíld- ar ganga stórbrotnir athafna- menn, sem svo voru forsjálir, að þeir skiluðu ætíð fólki og Helgi hélt því mjög ákaft fram að hækkun útsvara hér væri vegna fjársukks núver- andi meirihluta. Er Alþýðu- flokksmeirihlutinn í Hafnar- firði sama fjársukkinu seldur? Aumt er hlutskipti Helga að berja sig uian vestur á Isafirði yfir hækkun útsvara og hrópa að hækkun útsvara sé stjórn- leysi ráðamanna um að kenna, og verða svo nokkrum mánuð- um síðar að leggja fram fjár- hagsáætlun í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem sýnir 5% hækkun útsvara. Þar fylgdi með að dýrtíðin í landinu væri að vaxa og kostir sveitartelag- anna færu stöðugt versnandi. Hvernig er það Skutuls- sveinar eða Samvinnufélags- piltar, er vísitalan kannske hærri í Hafnarfirði en á Isa- firði? farmi heilu í höfn. — En saga manns er ekki nema hálfsögð, þótt sagt sé frá atvinnurekstri hans, og að hann fyrir þær sak- ir hafi komizt til góðrar virð- ingar í þj óðfélaginu. Þvi það er mála sannast, að allt hefð- arstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt fyrir allt. Og hvernig var þá Hálfdán í Búð að ytri sýn og innra manni? Hann var mikill mað- ur vexti og fyrirmannlegur. Hreystimenni bæði andlega, og líkamlega. Við fyrstu kynni virtist maðurinn heldur óþj áll. Hann gekk framan að hverjum manni, nefndi hvern hlut lians rétta nafni og fór í enga laun- kofa með dóm sinn á málefn- um og mönnum. Af þessu álykt uðu margir, að hann væri harð vítugur og óvæginn. En sá mun dómur allra þeirra, sem kynntust honum, að undir hinu hrjúfa yfirborði byggi mild og nærgætin lund. Verk hans bera þessu eigi síður vitni heldur en afrek hans í atvinnurekstrin- um bera vitni um orku hans og fyrirhyggju. Ilann var manna hjálpfúsastur þegar lít- ilmagni átti í hlut, og stórbrot- inn í því sem öðru. En hann var ekki með neinn uppgerðar Halldór Guðmundsson bóndi í Æðey átti sextugsafmæli 10. f.m. Fyrir rúrnu liálfu öðru ári skrifaði ég nokkrar línur hér í blaðið um Ásgeir í Æðey í tilefni af sextugsafmæli hans, þá fannst mér ég ekki geta minnst á Ásgeir, nema minnast einnig hinna tveggja systkin- anna, sem búa í Æðey, jjcirra Sigríðar og Halldórs. Eins finnst mér nú, þegar ég ætla að minnast Halldórs í tilefni sextugsafmælisins, þá get ég það ekki nema að minnast einn ig hinna systkinanna tveggja. Allt starf og líf þessara þriggja systkina er svo samtvinnað, að þegar minnst er á eitt þeirra, þá er um leið þeirra allra minnst. Halldór er sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Guð- mundar Rósinkarssonar, sem bj uggu í Æðey um 30 ára skeið og kunn voru fyrir höfð- ingsbrag í búskap sínum og í allri viðkynningu. Afkomendur þeirra, núver- andi búendur Æðeyjar, hafa ekki látið silt eftir liggja að klökkva. og gerði engin góð- verk í auglýsingarskyni. Hálfdán var alltaf kenndur við Búð. Lika eftir að hann fluttist þaðan. Og svo mun lengi verða eftir hann látinn. Þetta er öllum skiljanlegt, sem kunnugir eru. Þar starfaði hann lengst og þangað sótti hann mestu gæfu sína, konuna Ingibjörgu Halldórsdótlur, sem bæði er gáfuð kona og stór- brotin. Þar var heimili þeirra hjona um 40 ára skeið. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. En þau ólu upp mörg börn, sum frá fæðingu. Menn lifa misjafnlega lengi 1 minni manna. Sumir lifa í rauninni aldrei, jiótt þeir fæð- ist. Og enginn man þá degi leng ur hvern hávaða sem þeir reyna að gera. Aðrir lifa miklu lengur en æfiárin endast. Æfi- braut þeirra horfir í sóknar- átt, og það grær varanlegur gróður i hverju þeirra spori. Hálfdán var einn þeirra síðar löldu. Hann mun lifa í verkum sínum. Og mynd persónu hans og skapgerðar máist ekki úr vitund manna, er honum kynntust. Jarðai’för Hálfdánar fór fram í Reykjavík 8. f.m. Fjöl- menrii ]iað, er fylgdi honum til grafar vitnaði enn um það, livers hann var mctinn, jafn- vel fjarri heimkynni sínu. Sigurður Kristjánsson. Æðey. halda rausn búsins. Gestrisni Æðeyj arheimilisins er lands- kunn, ég hygg að óvíða komi menn á yndislegri stað en í Æðey, þessa, fögru eyju með sínu fjölbreytta fuglalífi, klett- um, hólmum og inargvíslegum gróðri. Fólkið, sem þar býr, elskar eyjuna sína, eins og því ber að gera. Það þreytist aldrei á því að sýna hana þeim, er að garði ber. Gestrisni er livergi meiri en í Æðey, hefur margur ferðamaðurinn sagt og undir þau orð leyfi ég mér að taka, og lasta þó ekki gestrisni hinna mörgu og góðu býla við Djúp og viðar um land. Halldór Guðmundsson er bóndinn í Æðey, sá sem mest og bezt bugsar um búskapinn, enda ávallt heima og vakir yf- ir sínum myndarlega bústofni. Ég ætla ekki að kasta neinni rýrð á vin minn Ásgeir í Æðey, þó ég segi að Halldór sé bónd- inn í Æðey, vitaskuld er Ásgeir það líka, en hann er oft fjar- verandi á dýralækningaferð- um, jafnframt því að vinna mikið í opinberum málum. Því þykist ég vita að Halldór sé bóndinn. 1 Æðey eru myndarlegar byggingar, hvort sem er íbúðar húsið eða peningshús, hvar sem á er litið sést að búendur jarðarinnar eru snyrtimenni í búskap. Halldór Guðmundsson er maður, sem elcki ber mikið á í opinberum málum og hefur sig hvergi í frammi, en samt kemst hann ekki hjá því að vekja á sér eftirtekt, sem góður bóndi. Þeir, sem við hann ræða í'inna, að Halldór er skýr mað- ur, hefur ákveðnar og rökfast- ar skoðanir á málum stéttar sinnar og þjómálunum í heild. Halldór er hreinlyndur maður, sem segir ]iað sem honum býr í brjósti, hvort sem það líkar betur eða ver. Þeir sem honum hafa kynnst vita, að liann er góður drengur, hjálpsamur og í einu orði sagt l'yrirmyndar- maður. Ég óska Halldóri í Æðey hjartanlega til hamingju með sextugsafmælið og vona. að enn eigi hann og þau systkini öll eftir að búa í Æðey í mörg ár. Á meðan þau búa í Æðey þá er hún selin fólki, sem hæfir þessari miklu og fallegu jörð. Það er mikið happ fyrir okkar byggðarlag að eiga. menn eins og Halldór í Æðey, því slíkir menn eru sómi síns byggðar- lags og fyrirmynd íslenzkar bændastéttar. M. Bj.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.