Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 14.05.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 TILKYNNSNG um endmnýjun umsókna um lífeyri frá almannatryggingumim. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygging- anna er útrunnið hinn 30. júní næstkomandi. Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1949 og stendur yfir til 30. júní 1950. Samkvæmt almannatrygg- ingalögunum skal endurnýja fyrir hvert ein-' stakt bótatímabil allar umsóknir um eftirtald- ar tegundir bóta: Ellilífeyri, örorkulífeyri, barnalífeyri, f j ölskyldubætur, ekknalífeyri, makabætur, örokustyrki. Ber því öllum þeim, sem njóta framan- greindra bóta og óska að njóta þeirra næsta bótatímabil, að sækja á ný um bætur þessar. U m b o ð s m e n n Tryggingastofnunar- innar munu veita umsóknum viðtöku frá 6. maí til 6. júní n.k. Ber því umsækjendum að hafa skilað umsóknum sínum til umboðsmanna eða póstlagt þær eigi síðar en 6. júní n.k. Eyðublöð fást hjá umboðsmönnum. Sérstaklega er áríðandi, að öryrkjar, sem misst hafa 50%—75% starfsorkunnar og sækja um örorkustyrk, skili umsóknum á tilsettum tíma, ella má gera ráð fyrir, að ekki verði unnt að taka umsóknirnar til greina, þar sem upp- hæð sú, sem nota má í þessu skyni, er fast- ákveðin. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vott- orð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjald- skyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna, með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæð- ingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og nýjar umsóknir um lífeyri, verða af- greiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín tl tryggingasjóðs. Reykjavík, 3. maí 1949. Tryggingastofnun ríkisins. Tilkyiming Bannað er smásölum að hækka verð á þeim birgðum af tóbaki, sem ]>eir ciga í vörzlum sínuum, og keypt hefir verið al' Tóbakseinkasölu ríkisins fvrir 1. maí s. 1. Reykjavílc, 4. maí 1949 VERÐLAGSSTJÓRINN. Ti Viðskiptanefndin hefir ákveðið nýtt hámarksverð á í'östu fæði, og er það sem hér segir fyrir hvern mánuð: I.fl. II. fl. III.fl. Fullt fæði karla kr. 550,00 kr. 490,00 kr. 430,00 Fullt fæði kvenna — 520,00 — 460,00 — 400,00 Hádegisverður, siðdegiskaffi, kvöldverður karlar — 495,00 — 440,00 — 385,00 konur — 465,00 — 410,00 — 355,00 Hádegisverður, kvöldverður karlar — 450,00 — 400,00 — 350,00 konur — 417,00 — 366,00 — 316,00 Hádegisv. karlar — 260,00 — 230,00 — 205,00 konur — 245,00 — 215,00 — 190,00 Ofangreint verð er miðað við, að i fæðinu sé innifalið a.m.k. 14 lítri mjóllcur til drykkjar daglega.. Ef engin mjólk fylgir fæð- inu skal það vera kr. 20,00 ódýrara. óheimilt er að selja fæði við hærra verði en um getur í flokki II, að ofan, nema með sérstöku samþykki verðlagsstjóra. Reykjavik, 7. april 1949. VERÐLAGSSTJÖRINN Útsvör 1949 Útsvarsgreiðendur i Isaf jarðarkaupstað eru hér með minntir á, að um síðustu mánaðamót féll í gjalddaga þriðja fyrirfram- greiðsla inn á útsvar þessa árs, er þá gjaldfallin af útsvarinu upphæð sem svarar þrem áttundu hlutum af útsvari síðasta árs. Þeir gjaldendur, sem enn hafa ekki lokið hinum gjaldföllnu útsvarsgreiðslum, eru vinsamlegast heðnir að gjöra það nú þegar. Isafirði, 12. maí 1949. SKRIFSTOFA BÆJARSTJÖRA. Nú lyrir ferminguna þurfa margir að láta lireinsa silfurmuni. Eins eru til hentugar fermingargjalir,svo sem: Eyrnalokkar— Hálsmen — Armbönd — Nálar — Hringar — Karlmannaskyrtu- hnappar — Iírossar o. fl. — Menn ættu að koma sem fyrst. Gullsmíðavinnustofan SAFFÖ, Sundstræti 39. in \ Viðslciptanefndin liefur ákveðið, að hámarksverð á hlaut- sápu (kristalsápu) í heildsölu skuli vera kr. 3,70 pr. kg. Söluskattur er innifalinn i verðinu. Reykjavik, 25. apríl 1949. verðlagsstjórinn. Fvrirliggjandi: Linoleum (ítalskt) Þvottavéjar (handsnúnar) með tauvindu. Skilvindur (Lister) Verzlun Páls Friðbertssonar, Suðureyri. Þ E I R, sem ætla sér að fá stein- steypurör (skolprör) í vor eða sumar, ættu að tala við mig sem fyrst. Höskuldur Árnason, Sundstræti 39.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.