Vesturland


Vesturland - 28.05.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 28.05.1949, Blaðsíða 1
&jsrs> 2/essrFwzxm sditeFssæsvsmmfi XXVI. árgangur Isafjörður, 28. maí 1949. 15. tölublað. Eimskipafélag íslands og strandsiglingarnar Eimskipafélagið fær engan styrk frá ríkissjóði til strandferða, enda hefur aðalhlutverk félagsins frá upp- hafi verið millilandasiglingar. Athugasemd f rá Eimskip. Reykjavík, 30. marz, 1949 Herra ritstj óri, Dt af grein í heiðruðu blaði yðar, sem kom út 10. marz um bættar samgöngur á sjó, vild- um vér biðj a yður að birta ef t- irfarandi athugasemd. Eins og yður er kunnugt, var í fyrravetur kosin nefnd manna úr helztu kaupstöðum, til þess að fá framgengt óskum manna úti á landi um bæít f yr- irkomulag innflutningsmál- anna og jafnframt að ræða við Eimskipafélagið um siglinga- málin, einkum að því er snert- ir flutning á vörum frá útlönd- um beint til hafna úti á landi. Eftir þær viðræður er nefnd- in átti við oss, þótti rétt að gera nokkuð itarlega grein fyrir aí'- stöðu vorri til þessara mála, og skýra um leið ástæðurnar fyrir þvi, að það fyrirkomulag, sem haft hefir verið á flutningum hefir reynst óhjákva;milegt vegna viðskiptaástandsins. Var því samin greinargerð um mál- ið í heild sinni, og í henni er svarað ítarlega þeim atriðum, er þér gerið að umtalsefni í grein yðar. Greinargerð þessi var síðan send öllum nefndarmönnum, og ennfremur þeim bæjar- stjórnum og hreppsnefndar- oddvitum, sem líklegt þótti að hefðu áhuga á þessum málum, sömuleiðis öllum afgreiðslu- mönnum félagsins og loks rit- stjórum allra stjórnmálablað- anna. Þá var greinargerðin einnig prentuð sem fylgiskjal með ársskýrslu stjórnar félags- ins 1948, en sú skýrsla er send afgreiðslumönnum félagsins um land allt, til þess að þeir af- hendi hana hverjum þeim sem óskar a.ð kynna sér skýrshma. Það er því ekki rétt að oss hafi ekki „fundist ómaksvert að skýra landsmönnum nauð- syn þessa fyrirkomulags" eins og komist er að orði í greininni og er þá átt við áð vörurnar skuli eigi vera fluttar beint frá útlöndum til hafna úti á landi. Flest eða. öll blöðin, sem fengu þessa greinargerð, gátu um aðalefni hennar, cn að því er vér bezt getum séð, var greinargerðarinnar hinsvegar ekki getið í „Vesturlandi." Með því að ástæðan til þess getur verið sú að bréfið til yð- ar hafi misfarist á einhvern hátt, leyfum vér oss að senda. yður hérmeð eintak af grein- argerðinni, og þar eð allt sem þar er rætt um, er enn í fullu gildi, vildum vér vinsamlega biðja yður að kynna yður efni greinargerðarinnar, og skýra lesendum yðar frá þeim atrið- um úr henni er þér teljið máli skifta, og snertir þau atriði er þér hafið gert að umtalsefni í umræddri grein yðar. • Væntum vér þess, að við at- hugun þessarar greinargerðar vorrar, fáið þér glöggan skiln- ing á afstöðu vorri, og komist að raun um að það er vilji vor hér eftir, sem hingað til, að leitast við að gera það sem i voru valdi slendur lil þess að auka og bæta samgöngur lands manna eftir því sem við verð- ur komið og með sanngirni er hægt að krefjast. Bera hinar miklu og dýru skipabyggingar, sem félagið hefir ráðist í, eigi hvað sízt vott um, að félagið hefir ekki hugsað sér að láta sitja við orðin tóm í þessu efni. Virðingarfyllst, H.f. Eimskipafélag Islands. Guðm. Vilhjálmsson. 1 greinargerðinni um strand- siglingar Eimskipafélagsins kemur þetta fram m.a.: Fyrir stríð hélt félagið uppi fastri áætlun frá ýmsum höfn- um erlendis og flutti vörur beint til hafna úti á landi, án umhleðslu í Reykjavík eða annarsstaðar. Þetta breyttist i stríðinu. Fyrirkomulagið um innkaupin breyttust. Innflytj- endasambandið, sem kaup- menn stofnuðu og Samb. ísl. samvinnufélaga, önnuðust og annast enn innflutninginn. Inn flutningsleyfum var hagað í samræmi við það. Skömmtun- arfyrirkomulagið gerir og um- hleðslu í Reykjavík nauðsyn- lega. Umhleðslukostnaðinn tók Eimskipafélagið að sér að greiða að mestu, nema upp- skipun og vörugjald til Reykja víkurhafnar. Þannig greiddi það geymslukostnað og akstur úr vöruskemmu,. útskipun, vörugjald og flutningsgjald frá Reykj avík til ákvörðunar- staðar. Vörur sem skrásettar voru beint til þeirra hafna, sem þær áttu að fara á voru hins- vegar sendar viðtakanda alger- lega að kostnaðarlausu. Vegna skipaskorts á stríðsár- unura fækkaði ferðum félags- ins út á land. Leiguskipin voru og einnig flest of stór og auk þess fékkst ekki leyfi eigenda þeirra, til strandsiglinga. Fyrir stríð naut Eimskip styrks frá ríkissjóði til strand- ferða. Þrátt fyrir það var stór- kostlegur halli á strandferðum. Síðan 1945 hefur félagið engan styrk fengið frá ríkinu. Ríkið hefur síðan stóraukið skipa- kost sinn til strandferðanna og rekur þær með miljóna halla. Viðkomur skipa félagsins á höfnum úti á landi voru 900 — 1000 a ári fyrir stríð og tapið frá 600—900 þús. kr. Síðan hefur reksturskostnaður skip- anna a.m.k. 5—6 faldast, en flutningsgjöld hækkað nokkuð. Við komur skipa félagsins á hafnir úti á landi hafa síðnstu ár verið þannig: 1944 304, 1945 364, 1946 619 og 1947 um 500. Þá er á það bent, að inn- flutningsmagnið sem skráð er beint út á land, sé of lítið til að komast hjá umhleðslu i Reykjavík í mörgum tilfellum. Það var 1945 7,4%, 1946 11,2% og 1947 17% af heildarinn- flutningnum til landsins. Ef fyrirkomulagi á veitingu gj ald- eyrisleyfa verða breytt og sömuleiðis skömmtun á nauð- synjavörum, þannig að meira af vörum yrði skrásett beint út á land, væri mögulegt að haga hleðslu skipanna þannig að hægt væri að afferma vör- urnar á þeirri höfn, sem þær ættu að fara til, án þess að umhlaða þeim. Þegar festa kæmist á þetta, er von til að hægt sé að taka upp fastaáætl- un til hafna úti á landi. ¦O- K. s. f. Hörður 30 ára. Knattspyrnufélagið Hörður átti 30 ára afmælj í gær. Vegna þrengsla í blaðinu var ekki hægt að minnast félagsins, en það verður gert í næsta blaði. Fermingarbörn í Isaf jarð- arkirkju sunnudaginn 29. maí 1949. Isafjörður: Stúlkur: Ásgeir Rögnvaldur Helgason Brynjar Gunnarsson Einar Hjörtur Þorsteinsson Elías Gunnar Helgason Guðbjörn Kristmannsson Guðjón Gísli Ebbi Sigtryggsson Guðmundur Agúst Kristjánsson Guðmundur Maríasson Kristján Guðbjörn Jónsson Óli Norðmann Olsen Sigurður Jörundur Sigurðsson Svavar Gunnar Sigurðsson Vignir örn Jónsson Piltar: Ástríður Kristín Arngrímsdóttir Betty Marzelíusdóttir Elsa Guðmundsdóttir Gróa Árnadóttir Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir Hansína Ásborg Briet Jónsdóttir Jóhanna Ingibjörg Hermannsd. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Jónasína Þorey Guðnadóttir Sigrún Sigurgeirsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.