Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.05.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 28.05.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 TILKYNNING Viðskiptanefndin heí'ur ákveðið, að verzlanir megi ekki hafa vörur á boðstólum, nema þær geti gert verðlagseftirlitinu fulla grein fyrir, hvaðan varan er keypt. Reykjavík, 12. maí 1949. VERÐLAGSSTJÖRINN. Góð bók og skemmtileg Þeir, sem ætla sér að gerast áskrifendur að ferðaminningum og sjóferðasögum Sveinbjamar Egilson, gjöri svo vel og hafi samband við ölaf Hannesson, símritara, Isaf., fyrir 1. júní n.k. Bókin er góð og skemmtileg og auk þess mjög ódýr. Fyrra bindið kemur út í júní og það seinna í október. Bókaverzlun Isafoldar. Lögregluþjónsstaða á Isafirði er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er ORÐSENDING FRÁ BÓKASAFNX ÍSAFJARÐAR til 10. júní næstkomandi. mjólkin hafi minnkað um 400 1 pr. kú og þó sérstaklega því að það sé ástæða til þess að slá því föslti, að kúnum hafi yfirleitt „stór hrakað.“ Það er langt frá því að ég telji það nokkuð „ónáttúrulegt fyrir- hrigði“ að kýr mjólki yfir 3000 1, en það liaggar því ekkert, að þess- ar 29 kýr, sem Óslcar bar saman við Seljalandskýrnar, væri ímynd- uð tala, vegna þess að Óskar getur áreiðanlega ekki bent á eitt ein- asta dæmi hér á Vestfjörðum og þó að hann leiti víðar, þar sem að- eins séu 29 kýr mjólkandi árlega, og skili að meðaltali 3000 1 pr. kú. Þetta þarf varla að skýra fyrir almenningi, en Óskars vegna vil ég skýra það. Það er eitthvað sérstakt, ef að ekki gengur eitthvað úr sér árlega, af svo mörgum kúm, og þó að ekki forfallist nema ein kú, þá þarf að fá aðra í staðinn, til þess að við- halda tölunni. 1 flestum tilfellum mjólkar hvorug þeirra nema liluta úr árinu. Það hafa því komið 30 kýr inn á skýrsluna það ár, en ekki verið nema 28 fullmjólka. Verði Kýrnar fleiri sem forfallast og jafu- margar keyptar í staðinn, hækkar talan að sama skapi á skýrslunni, en fulimjólka kúnum fækkar. Eigi svo að reikna út meðal nytina hef- ur dæmið raskast. 1 þessu sambandi minnist ég á kálfamjólk og rýrnun, vegna þess, að hann taldi að þessar ímynduðu kýr sínar slciluðu jafn miklu af mjólk og 40 kýr á Seljalandi hefðu gert 1947. Þó varð sölumjólkin þar 87 500 1 það ár, en hann reyndi að víkja þessu dálítið til svo að skekkj- an verði ekki eins áberandi, og tel- ur að það hefði ekki frekar átt að ganga út yfir árið 1947 en árið 1945. Þó liggur það í augum uppi, að það verður meiri rýrnun við sundurmælingu á 87 500 1, heldur en á 77 200 1. Einnig eyðist meira í 40 kálfa, sem fæðast, heldur en 30. Hann spyr hvort að ég viti það að meðalnyt kúnna hér á búinu liafi verið 3200 1 pr. kú. fyrir nokkr- um árum. Sé Óskar þessu eins kunnugur og hann vill vera láta, þá er ég hræddur um að hann hafi stólað um of á það að almenning- ur gerði sér ekki grein fyrir því, hvernig það meðaltal er reiknað. Vík ég að því nokkrum orðum. Kúaskýrslur. 1 formála fyrir kúaskýrslum Bæjarfógeti. þeim, sem gefnar eru út af naut- griparæktarráðunaut Búnfél. Is- lands, segir: „Á skýrslurnar er rétt að færa sér þær kýr, sem kalla má fullmjólka, og reikna út meðaltal þeirra. Ekki fullmjólka eru kvígur eftir fyrsta kálf, cða sem mjólka að einhverju leyti eftir fyrsta kálf á árinu, kýr, sem ekki eru á skýrslu 365 daga á árinu, og kýr, sem veikj- ast um burð. Þessar kýr ætti að liafa sér á ársyfirlitinu og reikna ekki af þeim meðaltal.“ Þessari reglu hefur verið fylgt hér á búinu og lijá nautgriparækt- arfélögunum yfirleitt. Eeyfi ég mér að birta sýnishorn úr skýrslum búsins, nokkurra und- anfarandi ára. Ár. kýr á skýrslu Full Meðaltal 1941 34 mjólka 22 lítr. 2936 1942 33 19 2700 1943 30 15 3092 1944 32 17 3012 1945 30 21 3163 1946 38 20 3147 1947 40 27 2839 1948 40 28 2900 Þetta er tekið nákvæmt upp úr skýrslum busins. Nú ber þess að gæta, að tvö síðustu árin er tekið meðaltal af fleiri kúm hlutfallslega, heldur cn flest hin árin. Rekstur búanna. Óskar segir að ég muni vera á- nægður mcð reksturinn eins og að hann sé rekinn, og að ég telji það hyggilegast að liafa gripina í þrennu eða fernu lagi. Nú vita það flestir Isfirðingar að ég liefi mikið stutt þá hugmynd, að búin yrðu færð saman. Fyrst og fremst vegna þess að það yrði mun ódýrara að reka allt í einu lagi. 1 öðru lagi, vegna þess að það er mjög aðkallandi að byggja nýtt fjós hvort eð er, á Kirkjubóli, ef á að reka þar búskap áfram, og í þriðja lagi vegna þess, að húsakost- ur á Seljalandi er ófullnægjandi og óhentugur, fyrir þá gripi sem þar eru. Það vita allir að þörfin fyrir meiri og meiri mjólk hefur knúið bæinn út í þennan búskap, þrátt fyrir slæm skilyrði. Það er sú þörf sem liefur þrýst á það, að kúnum hefur fjölgað þar, fram úr því, sem ti) var ætlast í fyrstu, og það er sú Framhald á 4. síðu. Bókasafn Isafjarðar hættir útlánum 25. þ.m. Frestur til að skila bókum er til 1. júní n.k. og verður bókunum veitt móttaka á venjulegum útlánatíma safnsins. Notendur safnsins eru áminntir um að skila öllum bókum, sem hjá þeim eru frá safninu, fyrir þann tíma. Annars verða þær sóttar á kostnað skírteinishafa, er bera ábyrgð á þeim. Þeir, sem eru á förum úr bænum, og hafa bækur safnsins að láni, eru alvarlega áminntir um að skila þeim áður en þeir fara. BÖKAVÖRÐUR. Með tilvísun til 72. gr. lögreglusamþykktar Isafjarðarkaup- staðar, sbr. reglugerð um hundahald í Isafjarðarkaupstað frá 9. júní 1931, er hér með lagt fyrir þá sem nú halda hunda hér í kaupstaðnum að hafa lógað þeim, eða flutt þá úr bænum, fyrir 15. júní n.k. Þeim hundaeigendum sem ekki hafa lógað hundum sínum, eða komið þeim úr bænum, fyrir ofangreindan dag verður gert að greiða allan kostnað við handsömun og förgun hundanna og auk þess látnir sæta ábyrgð skv. lögum. Isafirði 17. maí 1949. Bæjarfógeti ísafjarðarkaupstaðar. Sýslumaður ísafjarðarsýslu. Vorhreinsun. Húseigendur og aðrir umráðamenn lóða og lendna í bænum eru hér með áminntir um að hreinsa rækilega lóðir sínar, húsa- garða (port) og aðrar lendur, fyrir 1. júní n.k. Sorp og rusl ber að láta i sorpílátin eða hrúgur við götur, þar sem hreinsunarmenn bæjarins eiga greiðan aðgang að því til brottflutnings. \ Ákveðið hefur verið, að allri hreinsuninni skuli vera lokið laugardaginn 4. júní. Láti einhverjir hjá liða að hreinsa lóðir sínar og lendur fyrir nefndan dag, verður hreinsun framkvæind á þeirra kostn- að, án frekari aðvörunar. Isafirði, 23. maí 1949. F.h. heilbrigðisnefndar BÆJARSTJÓRI.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.