Vesturland


Vesturland - 29.07.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 29.07.1949, Blaðsíða 1
&sn® a/es&Fwsxxff sdáGFS3tss»sm?om XXVI. árgangur Isafjörður 29. júlí 1949. 18. tölublað. Framkvæmdir í Norður-lsafjarðarsýslu Ríkisféhirðir. Aukið fé til þjóðvega. Lendingar- bætur á sex stöðum. Frá leiðarþingum Sigurðar Bjarnasonar í Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík. Á leiðarþingum er þingmaður Norður-Isfirðinga, Sig- urður Bjarnason, hélt í Bolungavík, Hnífsdal og Súðavík síðari hluta júnímánaðar skýrði hann m. a. frá f járveiting- um til verklegra framkvæmda í héraðinu. Verður í sumar unnið að vegabótum fyrir nokkru meira fé en á s. 1. ári. Að lendingarbótum verður unnið á 5 eða 6 stöðum. Nýir þjóðvegir. Fj árveitingar til einstakra þjóðvega skiptist þannig: Bolungavíkurvegur 200 þús. kr. Súðavikurvegur 100 - ögurvegur 30 - Ármúlavegur 35 - - Samtals eru þannig veittar kr. 365 þús., til nýrra þjóðvega í sýslunni á þessu ári. Til nýrra brúa voru aðeins veittar 10 þús kr., til þess að fullgera brúna á Ósá. 1 sambandi við fjárveitingar til vegaframkvæmda skýrði þingmaðurinn frá því að hann hefði á siðasta Alþingi flutt frumvarp um að nokkrir nýir vegir í sýslunni yrðu teknir í þjóðvegatölu. Voru það þessir vegir:, Skálavíkurvegur, úr Bolungavik i Skálavík ytri, Fjarðavegur, úr Súðavík kring um Álftafjörð, Seyðisfjörð, Hestfjörð og Skötufjörð í ög- ur, Staðarheiðarvegur úr Grunnavík um Staðarheiði að Dynjanda, Skorarheiðarvegur um Skorarheiði i Furufjörð og Sandeyrarvegur f'rá Bæjum að Sandeyri. I samgöngumálanefndum þingsins hefði orðið samkomu- lag um það að opna ekki vega- lög að þessu sinni. Þessvegna hefði þetta frumvarp ekki orð- ið útrætt á síðasta þingi. En fullvist væri að ýmsir þessara vega yrðu teknir i þjóðvega- tölu þegar að vegalögum yrði næst breytt. Vegir um sveitirnar. Sigurður Bjarnason lagði á- herzlu á þá skoðun sína að nú, þegar akvegasamband hefði skapast við héraðið og langt væri komið að tengja þorpin i sýslunni saman með akvegum, yrði að vinna ötullega að þvi að leggja akvegi um sveitirnar. Fj arlægðirnar væru að vísu miklar hér við Djúp. En með aukinni tækni, notkun stór- virkra' véla, væri barnaskapur og þröngsýni að draga það í efa að rétt væri að leggja vegi t.d. um fjarðabyggðirnar við sunnanvert Djúpið. Sú tillaga hefði að vísu komið fram, að réttara væri að leggja veg af Þorskaf j arðarheiði um Gláimu niður í Dýrafjörð eða Arnar- fjorð og skapa Isaf jarðarkaup- stað og þorpunum á Vestfjörð- um þannig beint akvegasam- band. Þetta væri að sínum dómi hreint óvit. 1 fyrsta lagi kæmi slíkur vegur sveitunum að engu gagni. I öðru lagi yrði hann aðeins fær örlítinn hluta árs hvers. 1 þriðja lagi myndi það taka áratugi að byggja hann. Hina leiðina bæri þessvegna tvímælalaust að fara. Með veg um hana fengju sveitirnar samgöngubót og kaupstaður og þorp Vestfjarða beint akvega- samband. Hafnargerðir og lendingarbætur. Til hafnargerða og lendinga- bóta eru veittar í fjárlögum þessa árs þessar fjárveiting- ar: Til Brimbr. i Bolv. 100 þús; kr - Hnifsdalsbr 40 - - Súðavikurbr. 15 - - Grunnav.br. 20 - - Vatnsfj.br. 20 - - - Reykjanesbr. 10 - - Þar að auki eru veittar úr Hafnarbótasjóði 30 þús. kr. til Hnifsdalsbryggju og 20 þús. kr. til bryggjunnar í Súðavik. Samtals er veitt til hafnar- gerðar og lendingabóta 250 þús. kr. Fyrir þetta fé verður unnið að endurbótum og leng- ingum á þeim hafnarmann- virkjum, sem nefnd voru. Þingmaðurinn ræddi nokkuð hina miklu þörf héraðsins fyr- ir lendingarbótum. Annarsveg- ar væri um að ræða þörf út- gerðarinnar i kauptúnunum, hins vegar þörfina fyrir bætt afgreiðslu skilyrði Djúpbátsins á hinum mörgu viðkomustöð- um hans. Símamál og fleira. Þingmaðurinn skýrði frá því að hann hefði átt ýtarlegar við- ræður við Póst- og símamála- stjórnina um úrbætur i síma- málum Vestfjarða. Hefði nú verið gerð áætlun um gagngerar endurbætur á símásambandinu við Vestfirði. I sumar myndi verða unnið að endurbótum á þeim símalínum við Isafjarðardjúp, sem mest- ar bilanir hefðu orðið á s. 1. vetur. Þingmaðurinn kvað það skoðun sína að ástandið í síma- málum hér við Djúp og raun- ar í miklum hluta Vestfjarða væri algerlega óþolandi. Yrði að vinna að umbótum i þeim málum eftir fremsta megni. 1 sumar yrði loks lögð not- endasímalína í Mjóafjörð í Reykjarfjarðarhreppi en það hefði staðið til undanfarin ár. Samgöngur á sjó. Til Djúpbátsins væri veitt sama upphæð og i fyrra 215 þús. kr. Það væri að vísu lág upphæð vegna þess, að rekstur bátsins yrði stöðugt erfiðari Framhald á 4. síðu. Georgía Neese Clark. Frú Georgía Neese Clark var fyrir skömmu útnefnd rikisfé- hirðir Bandarikjanna. Er hún meðal hinna fyrstu kvenna, sem skipaðar eru í æðstu trú- naðarstörf þar í landi. Eéraðsmót Sjálí- stæðismanna. Héraðsmót Sj álfstæðismanna á Isafirði og í Djúpinu verða haldin 6. og 7. ágúst n. k. Verð- ur mótið á ísáfirði laugardag- inn 6. ágúst en-i Reykjanesi sunnudagim; 7. ágúst. Á mótum þessum munu mæta og flytja ræður alþingis- mennirnir Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjarnason. Þá verður til Skemmtunar kvik- myndasýningar, sem Kjartan Ó. Bjarnason annast og Bryn- j ólf ur Jóhannesson, leikari, mun lesa upp og syngja gam- anvisur. Ennfremur verður dansað. Héraðsmót Sj álfstæðismanna eru orðin mjög vinsæl í hérað- inu, enda beztu og fjölbreytt- ustu samkomur, sem völ er þar á. Hafa þau jafnan verið mjög fjölsótt. Þarf ekki að efa að syo muni einnig verða, nú. 1 haust er ákveðið að halda hér- aðsmót í Bolungarvik og Hnífs- dal, en mótin, sem þar voru lialdin í fyrrahaust tókust prýðilega.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.