Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.07.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 29.07.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 i AUGLÝSING nr. 15 1949 TIL SÖLU írá skömmtunarstjóra. Samkvæmt lieimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept 1947, um vöru- skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið, að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. júlí 1949. Nefnist hann „þriðji skömmtunarseðill 1949,“ prentaður á hvítan pappír í rauðuin og brúnum lit, og gildir hann samkvæmt því, er hér segir. Reitirnir: Sykur 21—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. okt. n. k. Reitirnir: Smjörlíki 7—11 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af smjör- líki hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. okt. næstkomandi. Reitirnir: Vefnaðarvara 1001—1600 gilda 20 aura hver við kaup á hvers konar skömmtuðum vefnaðarvörum og fatnaði, öðrum en sokkum og vinnufatnaði, sem hvort tveggja er skammtað með sérstökum skömmtunarreitum. Einnig er hægt að nota reiti þessa við kaup á innlendum fatnaði, samkvæmt einingarkerfi því, er um ræðir í aug- lýsingu skömmtunarstjóra nr. 52 1948, og öllu efni til ytri fatnaðar, sem skammtað hefir verið með stofnauka nr. 13. Reitir þessir gilda einnig lil kaupa á hvers konar búsáhöldum úr gleri, leir og postu- líni. Miðað er í öllum tilfellum við smásöluverð þessara vara. Vefnaðarvörureilirnir 1001—1600 eru vöruskammtar fyrir tíma- bilið júli—sept. 1949, en halda allir innkaupagildi sínu til loka þessa árs. Reitirnir: Sokkar nr. 3 og nr. 4 gildi hver um sig fyrir einu pari af sokkum, hvort lieldur eru kvenna, karla eða barna. Úthlutunarstjór- um alls staðar er lieimilt að skipta nefndum sokkamiðum fyrir hina venjulegu vefnaðarvörureiti, þannig, að fiinmtán krónur komi fyrir hvern miða. Þessi heimild til skipta er þó bundin við einstaklinga, enda frainvísi þeir við úthlutunarstjóra stofninum af þessum „Þriðja skömmtunarseðli 1949,“ og að soklcamiðarnir, sem skipta er óskað á, liafi eigi áður verið losaðir frá skömmtunarseðlinuin. V Um sokkamiðana nr. 3 og 4 gildir hið sama og vefnaðarvörumið- ana, að þeir eru ætlaðir fyrir tímabilið jújí—sept. en gilda þó sem lögleg innkaupalieimild til ársloka 1949. Reitrnir: Smjör nr. I—1949, gildir fyrir 500 gr. smjör til 1. okt. 1949. „Þriðji skömmtunarseðillinn 1949,“ afliendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „öðrum skömmtunar- seðli 1949,“ með árituðu nafni og heimilisfangi svo og fæðingar- degi og ári, eins og form lians segir til um. Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til ársloka 1949: Af „Fyrsta sköinintunarseðli 1949,“ vefnaðarvörureitirnir nr. 1—400, skómiðarnir 1—15 og skammtarnir nr. 2 og 3 (sokkamiðar). Af „Öðrum skömmtunarseðli 1949,“ vefnaðarvörureitirnir nr. 401— 1000, og sokkamiðarnir nr. 1. og 2. Ákveðið hefir verið að „YTRIFATASEÐILL" (í stað stofnauka 13), skuli halda gildi sínu til 1. okt. 1949. Skömmtun á hreinlætisvöru hættir frá og með 1. júlí 1949. ; Fólki skal bent á að geyma vandlega skammta nr. 8—11, af „öðrum skömnitunarseðli 1949,“ ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. júní 1949. Skömmtunarstjóri. Útdráttur skuldabréfa. Hinn 29. júní 1948 lét notarius publicus á ísafirði fara fram útdrátt á ca. 1/25 hluta af kr. 1.440.000,00 sérskulda- bréfaláni Hafnarsjóðs Isafjarðar frá 23. nóv. 1946. Þessi bréf voru dregin út: Litra A: nr. 41, 72, 80, 98, 121, 135, 158, 185, 211, 229. Litra B: nr. 22, 30, 34, 84, 134, 156, 157, 180. Gjalddagi hinna útdregnu bréfa og vaxtamiða er 1. ágúst næstkomandi og fer greiðsla þeirra fram á skrif- stofu vorri. Yextir greiðast ekki af útdregnum bréfum eftir gjald- daga þeirra. Isafirði, 30. júní 1949. Hafnargjaldkeri Isafjarðar. trillubátur ca. 2—3 tonn með 10—15 ha. Kjellvin vél. Getur verið (sem) góður listibátur. Ganghraði ca. 10 mílur. Upplýsingar gefur Marís Haraldsson, Bolungarvík. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, kveðjur og gjafir á sjötugsafmæli mínu 13. júní s. I. Ólafur Ólafsson, Skálavík. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á sextugs- afmælum okkar, 7. og 24. júlí s. I. BJÖRG OG BJARNI, VIGUR. Innilegt þaklclæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður ELlSABETAR ENGILBERTSDÓTTUR FLATEYRI. Jensína Jóhannsdóttir Guðjón E. Jónsson Guðmunda Ólafsdóttir Guðmundur M. Jónsson íþróttaför til Færeyja. Síðastliðið sumar kom fram tillaga frá íþróttamönnum á Isafirði, að athugað yrði hvort ekki væri hægt að fara íþrótta- för til Færeyja. I fyrstu var þetta glens og gaman, en reynd in varð önnur, því þessi tillaga varð að veruleika. Lagt var upp í ferðalagið 3. júlí og flogið með Katalínu flugbát, til Reyðarfjarðar, e'n þar var tekið benzin, og siðan haldið áfram til Thorshavn i Færeyjum. Komið var aftur til Reykjavikur 17. júlí eftir 4 klst. flug frá Thorshavn og síð- an var flogið til Isafjarðar dag- inn eftir. Flugfélag Islands sá um far- kostinn fram og til baka. Páll Jónsson, umboðsm., Flugfé- lagsins á miklar þakkir skilið fyrir þá vinnu, sem hann lagði i að útvega okkur farkost. Einnig eiga flugmenn og aðrir starfsmenn Flugfélagsins þakk- ir skilið fyrir þá lipurð, sem þeir sýndu í hvívetna. Á Reyð- arfirði áttum við ekki von á neinum góðgerðum, en þar beið okkar matur á borðum og það sama var, þegar til Rvíkur kom. Er því óhætt að segj a, að við vorum frekar gestir Flugfé-' lagsins en viðskiptamenn. Viðtökur í Færeyjum voru með afburðum góðar. Vorum við allstaðar velkomnir og allt gert fyrir okkur, sem hægt var að gera. Ferðir voru farnar um eyj amar og veizlur haldnar okkur til heiðurs. Sérstaklega veitti bæjarstjómin i Thors- havn okkur góðan beina. Framkoma íþróttamanna var í hvívetna Isafjarðarbæ til sóma, bæði í keppni og utan keppni. I frjálsiþróttakeppninni hlutu ísfirðingar 9295 stig, en Fær- eyingar 5780 stig. Rétt er að geta þess, að Færeyingar hafa lítið sem ekkert æft frjálsar í- þróttir. Úrslit i einstaka grein- um er eins og hér segir: Urslit: 400 metra hlaup: 1. Sig. B. Jónsson 60,3 sek. 2. Jörgen Johansen F 62,1 — 3. Þórólfur Egilsson 63,6 — Isfirðingar 874 st. Færeyingar 384. Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannsson 12,52 m 2. Albert Ingibjartsson 11,12 — 3. Haakon Jakobsen F 8,90 — 4. M. Fredriksen F 7,82 — Isfirðingar 1201 st. Færeyingar 637. Hástökk: 1. Albert K. Sanders 1,65 m 2. Guðm. Guðmundsson 1,55 — 3. Herluf Mikkelsen F 1,50 — 4. Börge Jörgensen 1,40 — Isfirðingar 1128 st. Færeyingar 830. 4x100 metra boðhlaup: Isfirðingar 48,5 sek, Færeyingar 54,6 sek. IJrslit: I.angstökk: 1. Magnús Guðjónsson 6,11 m 2. Sig. B. Jónsson 5,84 — 3. Absalon Djurhuus F 5,24 — 4. J. Mac Intock F 5,34 — Isfirðingar 1102 st. Færeyinar 8))3.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.